Alþýðublaðið - 08.05.1997, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 EMÐUKIMO Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Sameining jafnaðar- manna Aukin samvinna er á dagskrá jafnaðarmanna í ólíkum flokkum. Fátt hefur sett eins skýr mörk á pólitíska umræðu síðasta misseris ! og einmitt lírafan um hana. Sameining er krafa ungs fólks, sem fæst kýs að starfa í afmörkuðum pólitískum einingum, og skilur ekki hvað greinir flokkana að. Það er eðlilegt, því munurinn millum þeirra er í flestum málaflokkum minni, en munurinn innan þeirra. Sé horft til Verkamannaflokksins, sem nýlega vann stórkostlegan sigur í Bretlandi, þá er hægt að fullyrða, að í skoðanamunurinn inn- an hans að minnsta kosti jafn mikill og milli íslensku A-flokkanna. A-flokkamir eru tæplega rekstrarhæfar einingar í stjómmálum dagsins. Alþýðuflokkurinn er besta dæmið um það. Hann er fastur í vítahring smæðarinnar, sem hann nær ekki að brjótast út úr. Þar ræður ekki stefnan úrslitum, heldur stærðin. Flokkurinn heldur uppi nútímalegri stefnu, sem nýtur fylgis langt út fyrir raðir flokks- manna, og jafnhliða hefur hann haft á að skipa leiðtogum sem njóta virðingar fyrir yfirburða reynslu. í kosningum hefur hann eigi að síður setið fastur í 10-15 prósenta fylgi, með einni undantekn- ingu á síðari áratugum. Veigamikill hluti skýringarinnar liggur í því að að fjölmargir kinoka sér við að kjósa smáflokka, sem hafa takmarkaða mögu- leika á að komast í ríkisstjóm. Hvar á til dæms frjálslynt fólk að kasta atkvæði sínu? Það fylgir í raun viðhorfum Alþýðuflokksins, j en þegar til kastanna kemur fylgir það Sjálfstæðisflokknum að mál- um. Astæðan er ekki síst sú, að fjölmargir láta ekki ítrastu sannfær- ingu ráða heldur fremur, hvar líklegast sé að atkvæði þess hafi áhrif á landsstjómina. Það kýs stóran flokk. Því verður heldur ekki neit- að, að frjálslynt fólk hefur með þessu getað sveigt Sjálfstæðisflokk- inn í átt til frjálslyndis síðustu áratugi, þó nú hafi orðið skil á þeirri þróun. Vissulega er ekki hægt að flokka Alþýðubandalagið sem frjáls- lyndan flokk með sama hætti og Alþýðuflokkinn. Fjarri því. En flokkurinn er eigi að síður að hníga í átt til aukins frjálsræðis. For- maður þess hefur sagt berum orðum, að rétt sé að draga úr ríkisaf- skiptum, og hefur sett fram allt önnur viðhorf í utanríkismálum en áður hafa ríkt í Alþýðubandalaginu. Meiru skiptir þó, að þróunin hjá öllum þorra ungs fólks hnígur að farvegum aukins frjálslyndis í ætt við þá stefnu, sem skóp stórsigur Verkamannaflokksins í Bret- landi. Stöðnun felur í sér dauða í stjómmálum. Flokkur sem ekki þró- ast í takt við breyttan tíma á það á hættu að sjá kynslóðimar skyndi- lega sneiða hjá sér. Breski Verkamannaflokkurinn sá það byrja að gerast, áður en Tony Blair og hans skoðanasystkin snéra þróuninni við. Alþýðubandalagið, alveg einsog aðrir stjómmálaflokkar, verð- ur þróast og breytast í takt við tímann ef það ætlar ekki að daga uppi. Þetta skilja margir forystumanna Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson er dæmi um þetta. Lesi menn bók hans Sjónarrönd og síð- an ræðuna sem hann flutti á fundi Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins á sameiginlegum fundi þeirra fyrsta maí, komast þeir ekki hjá því að sjá í hvorutveggja mikilvægar stiklur á þróunarbraut stjórnmálamanns. Svavar Gestsson er dæmi um forystumann í Al- 1 þýðubandalaginu, sem nálgast hugmyndina um stóran flokk sam- einaðra jafnaðarmanna með öðrum hætti en áður, - og fordóma- minni. Alþýðuflokkurinn þarf að sama skapi að gera sér grein fyrir því, að sé honum alvara með áherslu sinni á sameiningu, þá þarf hann að sýna virðingu fyrir sögu og viðhorfum þeirra aðila, sem hann vill tengjast. Hann getur ekki sett öðrum skilyrði, eða stól fyrir dymar. Hann þarf líka að leggja við hlustir, nálgast gamla andstæð- inga af gætni, og leggja - líkt og Svavar Gestsson gerði í ræðu sinni - áherslu á það sem sameinar. Mestu skiptir þó, að hin sögulegu ágreiningsefni flokkanna era ekki lengur fyrir hendi. í flestum málum hafa þeir nálgast. Frjáls- lyndi Alþýðuflokksins, djúp tengsl Alþýðubandalagsins við verka- lýðshreyfinguna, kvenfrelsisáhersla Kvennalistans ásamt mýmörg- um smásprotum sem tilheyra laufskrúði jafnaðarstefnunnar eru efniviður í nýjan stjórnmálaflokk morgundagsins. Það er ekki lengur spurt hvort, heldur hvenær. skoðanir Lesið í sjónkann Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur skrifaði grein í DV í tilefni af árlegum grátdegi Bókarinnar þar sem hún benti á að bækur væru ekki í útrýmingarhættu en hins vegar væri brýnt að hætta að umgirða þær síkj- um eins og gert er í Þjóðarbókhlöð- unni, enda þjálfaði bóklestur annan skyldan eiginleika og ekki síður brýnan: læsi á það sem hún kallar „táknfræði umhverfisins“. I þessu sambandi bendir Úlfhildur á að sögumar em víðar en í bókunum - músíkmyndbönd séu að verða æ sögulegri og auglýsingar séu famar að innihalda einhvers konar örsögur. Fín grein. En getur verið að Úlf- hildur sé full hógvær? Hvað er sjón- varpið annað en allsherjar sagnafa- brikka? Er eitthvað annað í sjónvarp- inu en frásagnir? Nei. Sérhver auglýsing og sérhvert músíkmyndband geymir í djúpgerð sinni dálitla sögu þótt á yfirborðinu séu einungis hoppað á stiklum, tæpt á nokkmm aðalpersónum og helstu frásagnarliðum; framleiðendumir Pallborð J treysta einmitt á læsi viðtakendanna og sleppa úr sögunni öllu nema því allra nauðsynlegasta. Þetta er eins og hárfínasti ímagismi: allt skafið burt nema það sem þarf til að kveikja á okkur. Þeir geta treyst því að við les- endur/áhorfendur fyllum án þess að hugsa nokkurn tímann út í það inn í söguna: einhvers staðar í sagnahólfi heilans fer útbúnaður í gang um leið og við sjáum konu á gangi með sítt hár, mann á gangi í fráhnepptum frakka, par í bíl í landslagi, stúlkur í dalverpi... Og þessi útbúnaður smíð- ar utan um þessar manneskjur ein- hvers konar fmmstæða sögu um óskasteininn. Við sjáum sjálf um að búa til æv- intýrið... Allar auglysingar em um venju- lega manneskju sem einn góðan veð- urdag fann óskasteininn. Kannski er óskasteinninn Goodyear- hjólbarði, kannski Pamphers-bleia, kannski Homeblest-kex. Allar auglýsingar byrja á orðunum: Einu sinni var... Einu sinni var fjölskylda sem átti Libbýs tómatsósu og hún var sam- hent, einu sinni var stelpa og hárið hennar var ömurlegt en svo kynntist g a I I e r i t hún nýja Elvítalsjampóinu. Allar auglýsingar skiptast í fortilveru sem einkennist af skorti, ástleysi, örygg- isleysi og svo aftur ástand þar sem allt er fullkomnað. Allar auglýsingar eru byggðar upp í kringum andstæð- ur og átök, erfiðleika og loks farsæl- an endi. Hið sama gildir vitaskuld um rokkvídeóin, sem eðli málsins samkvæmt eru „hæfilega væld“. Þar eru myndljóðin, þar er meðvituð Sjónvarpsþulan er um- fram allt Sjarasade, sagnakonan fagra úr Þúsund og einni nótt sem tengir ævintýrin saman fyrir okkur; hún er völvan vitra; hún er spákonan með kúluna - hún verður að vera kvenkyns vegna kveneðlis frásagnar- listarinnar... brenglun skilningarvitanna, þar er endastöð módernismans. En þrátt fyrir alla stælana og þrátt fyrir hið þrotlausa ráf nútímamannsins í frá- hnepptum frakka um vegleysur stór- borgarinnar í þessum vídeóum, eig- um við ekki í nokkrum vandræðum með að lesa þau: Einu sinni voru strákur og stelpa. Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Einu sinni voru þrír grísir. Einu sinni var ég. Og ég var á labbi í Madrid og sá skyndilega mannsöfnuð. Þegar ég gáði að sá ég að allir stóðu og horfðu á rokkvídeó í glugga. Þau voru þögul. Þetta var í árdaga rokkvídeóanna og fólkið starði heillað á hraðklippt frásagnar- brotin þar sem gefin voru í skyn sam- tímis öll ævintýrin sem amma hafði sagt í gamla daga. Síðan þá hef ég aldrei getað horft á þessa listgrein nema þögula. Munum: sjónvarpið er sagnavél. Þulan á skjánum sem segir okkur dagskrá kvöldsins er ævintýri út af fyrir sig - nærvera hennar sendir frá sér ótal önnur skilaboð en þau hvað sé á dagskrá. Með leyfi: hver notar þuluna til að fá að vita hvað sé í sjón- varpinu í kvöld? Allir gá í blaðið. Nei: sjónvarpsþulan er umfram allt Sjarasade, sagnakonan fagra úr Þús- und og einni nótt sem tengir ævintýr- in saman fyrir okkur; hún er völvan vitra; hún er spákonan með kúluna - hún verður að vera kvenkyns vegna kveneðlis frásagnarlistarinnar... Og allar fréttimar líka eru sögur, eru skáldskapur, era val einhverra úr óreiðu veraleikans sett upp skipu- lega, með upphafí, miðju og endi, skúrkum og hetjum, andbyr og með- vindi, hverja frétt má hæglega setja upp í líkön Greimasar. Munum: sér- hver frétt á rót að rekja til sálará- stands þess sem segir hana, er um- fram allt heimild um hann. Fréttir Ólafs Sigurðssonar um alþjóðasam- særi umhverfissinna geyma umfram allt frásögn um hans hugarheim. Og svo framvegis... Þetta era allt frá- sagnir og það má hafa gaman af þeim eða þykja lítið til þeirra koma eða yppta öxlum, það eina sem við verð- um alltaf að muna er að þetta era allt frásagnir, allt þjóðsögur og ævintýri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.