Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. MAI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir Sérhagsmunagæsla á kostnað almennings Það er umhugsunarefni á tímum mikilla breytinga í samfélaginu, einkum á sviði tækni og vísinda, hversu nýskópun í stjórnmálum er lítil. Stjórnmálaumræðan hér á landi undanfarin ár snúist um sömu atriði og undangengna áratugi, ef ekki ald- ir. Sem dæmi um þessa þráhyggju umræðunnar má nefna að enn eru þeir til sem vilja halda áfram að ræða spurningar eins og þær, hvort lífs- kjörum almennings sé best borgið í umhverfi þar sem verðmætasköpun lýtur almennum lögmálum markaðar og samkeppni eða um nauðsyn vel- ferðarkerfisins o.s.frv.; spurningum sem fyrir löngu hefur verið svarað, m.a. með harkalegum dómi sógunnar Pallborð i Lúðvík | Bergvinsson skrifar um hina misheppnuðu þjóðfélagstil- raun, sem gerð var í Austur Evrópu. Það þjónar því engum tilgangi og ekki í þágu neins að halda slflcri um- ræðu áfram og slík þráhyggja ber að- eins vætti algerri hugmyndafátækt. Þessi skortur á nýsköpun stjórn- málaumræðunnar kemur hvað skýr- ast fram í þeirri staðreynd að flestar hugmyndir um breytingar á íslensku samfélagi undanfarin ár eru sprottnar frá ríkjandi valdahópum; valdahóp- um sem sækja styrk sinn til fjár- magns og nýta núverandi stjórnar- flokka sem verkfæri við að ná þeim fram. Þetta eru ekki breytingar í þágu almennahags helsur sérhags- muna. Sem dæmi um þetta má nefna þróun sem er að eiga sér stað í veið- um og vinnslu sjávarafurða hér á landi, en hún mun að mínu viti leiða til þess að innan nokkurra ára verða aðeins örfá stór og öflug sjávarút- vegsfyrirtæki starfandi hér á landi. Þessi stefna birtist okkur í núverandi stjórnkerfi fiskveiða enda rfkisstjórn- arflokkarnir stutt stjórnkerfið með ráðum og dáð í nafhi hagræðingar og arðsemi. Það er því eftirtektarvert að skoða það hvernig eignarhald á þess- um fyrirtækjum hefur smám saman verið að breytast undanfarin ár, þar sem stórir fjárfestar og gamalgróin fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að kaupa sig inn í sjávarútvegsfyrir- tæki í trausti framtíðararðsemi grein- arinnar. Alfa og omega þeirrar fram- tíðararðsemi byggir á óbreyttri fisk- veiðistjórnun þar sem hinir minni að- ilar í greininni munu smám saman leggja niður laupana og aðgangur að auðlindinn verður aðeins fyrir fáa út- valda. Hugmyndir um veiðileyfa- gjald eiga því lítið upp á pallborðið hjá þessum aðilum og auðvelt að skilja hvers vegna núverandi stjórn- völd hafa brugðist við að jafn miklu offorsi og raun ber vitni í áróðurs- stríði sínu gegn þeirri hugmynd. En í því stríði hafa stjórnvöld ekki vílað fyrir sér að draga nafn menntastofh- ana í landinu niður í svaðið auk þess issparnaður landsmanna. Þessum hópi hefur sviðið sárt að þurfa að standa utan við þá auðsuppsprettu undanfarna áratugi og séð nýtt afl vaxa og dafna, sem þau hafa ekki haft fullkomið vald yfir. Sú barátta sem nú er háð innan ríkisstjórnarinn- ar um lífeyrissjóðsmál snýst um það hvort þessir aðilar komast að upp- sprettunni er eður ei. Um þessa hags- muni er stigin trölladans á stjórnar- heimilinu þessa dagana. Þessi sérstæða hagsmunagæsla stjórnarflokkanna í þágu ákveðinna sérhagsmunahópa birtist hvað skýr- ast í yfiriysingum nokurra ráðherra þegar samkeppnisráð setti Flugleið- um eðlileg skilyrði fyrir samruna Flugleiða innanlands hf. og Flugfé- Þessi sérstæða hagsmunagæsla stjórnarflokkanna í þágu ákveðinna sérhagsmunahópa birtist hvað skýrast í yfir- lýsingum nokurra ráðherra þegar samkeppnisráð setti Flugleiðum eðlileg skilyrði fyrir samruna Flugleiða inn- anlands hf. og Flugfélags Norðurlands hf. að notfæra sér ráðuneyti og almanna- fé til að koma viðhorfum sínum á framfæri. í öðru lagi má benda á tilraun nú- verandi ríkisstjórnar til að koma þessum sama valdahópi að auðsupp- sprettu framtíðarinnar, sem er lífeyr- lags Norðurlands hf. Þar krystallast það hvernig meintir talsmenn frelsis og samkeppnis bregðast við þegar sérhagsmunahópar verða fyrir barð- inu á almennum leikreglum, þá verða markmiðin um frelsi og samkeppni og almannahagsmuni hjóm eitt í samanburði við það að tryggja og viðhalda sérhagsmunum. Það er því skoðun undirritaðs að eitt helsta hlutverk stjórnmálamanna í dag sé að reyna að stuðla að setn- ingu almennra leikreglna í samfélag- inu í stað sértækra; m.ö.o. vernd al- mannahagsmuna gegn sérhagsmun- um, enda hefur efnahagslífi þessarar þjóðar um langt skeið verið stjórnað líkt og um einkaklúbb væri að ræða þar sem fáum útvöldum hafa verið afhentir fjármunir í skjóli hafta og skömmtunarstefnu og póilitískrar spillingar liðinna áratuga. Það var ekki fyrr en með samþykkt samn- ingsins um EES-svæðið sem skörð voru rofin í varðsveitir sérhagsmun- anna, því þar skuldbundum við okk- ur að þjóðarrétti til þess að setja al- mennar leikreglur, sem gera sérhag- munagæslu erfiðari viðfangs en ella, því er þessi samningur okkur gríðar- lega mikilvægur. Það er því löngu orðið tímabært að þeir sem kveða sér hljóðs í stjórn- málum fari að beina umræðunni að því sem máli skiptir ef ekki verður varðsveitum sérhagsmunanna gert auðveldara um vik en ella að stunda áfram þá starfsemi að reka sérhags- munagæslu á kostnað almennings. Höfundur er alþingismaour. Það virðist ekki fara á milli mála að Þorsteinn Pálsson hafi skotið yfir markið þegar hann efndi til „flugeldasýningar" gegn veiði- gjaldi á Akureyri. Það er sama við hvern er rætt og sama hvort menn eru fylgjandi veiðigjaldi eða ekki, allir virðast sammála um að ráð- herrann hafi leikið illa af sér. Alla vega eru menn lítt hrifnir af þess- um áróðursleik hans. Örfáir, og þá aðallega þeir sem eru sammála ráðherranum, fengu að sjá hina mjög svo umdeildu skýrslu með þeim fyrirvara sem á að duga venjulegu fólki til að kynna sér inni- hald hennar. Það vakti til dæmis athygli að Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, virðist hafa getað legið yfir skýrsl- unni í nokkurn tíma og kynnt sér vel innihald hennar, alla vega betur en margur annar. Meira af Guðjóni Hjörleifssyni, en hann hafði orð á ef ekki yrði farið að vilja þeirra fóstbræðra, það er hans og Þorsteins Páls- sonar, gæti farið svo að Eyjamenn lýstu yfir sjálfstæði sinu. Þetta kom mörgum á óvart og þykir það alveg með eindæmum hversu lengi Eyja- menn geta verið að gleyma þokka- legum bröndurum. Ef þetta á að vera hótun hjá bæjarstjóranum er hann kannski fyndnari en hann hélt sjálfur. Þeir sem heyrst hefur í, virðast vera undrandi á orðum bæj- arstjórans, og eru Eyjamenn þar meðtaldir. Flótti virðist hafa gripið um sig hjá fréttastofu útvarpsíns, alla- vega hafa fjórir fréttamenn sagt upp störfum sínum, en það eru Gissur Sigurðsson, Kristinn Hrafnsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Sigrún Björnsdóttir. Einna helst munu hlustendur sakna Giss- urar, en hann hefur á annan áratug sett mikinn svip á fréttastofuna. Gissur ku vera á leið yfir á Bylgj- una. En eins og kannski flestir vita á Gissur tvo bræður sem báðir eru áberandi í þjóðfélaginu, en það eru þeir Ólafur Sigurðsson, frétta- maður hjá sjónvarpinu og Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti og biskupsframbjóðandi. M eira af bræðrum. Það vakti at- hygli þegar séra Sigurður Ægisson sigraði í dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks og þess var sérstaklega getið að hann væri bróðir Gylfa Ægissonar. Hitt gleymdist að þriðji bróðirinn hefur jú Ifka samið kunn lög, en það er Lýður Ægisson. Meðal laga hans er lag sem Pálmi Gunnarsson söng inn á plötu og fjallar lagið um baráttu Sophiu Hansen. Afleiðingar kvótakerfis birtast í sinni verstu mynd á Þingeyri. Það er meira en pirringur og erg- elsi í heimamönnum, enda ekki nema von. Þeir búa við ein feng- sælustu fiskimið þjóðarinnar, en þar sem fyrrum stjómarmönnum Fáfnis, og þar áður Kaupfélagsins, tókst ekki beturupp með reksturinn en raun hefur orðið á, standa íbú- arnir ráðþrota og geta ekkert gert. Ekki er vafi á að fólkið hefur mátt og kunnáttu til að bjarga sér og byggðarlaginu. Það má það bara ekki, þar sem örfáir menn tóku rangar ákvarðanir og misstu frá sér kvótann og skyldu fólkið eftir bjarg- arlaust. Það sér þorskinn nánast af bryggjunni en má ekki sækja hann. Er nema von að fólki mislíki? hmumegin "FitrSicle" eftir Gary Larson Til þess aö sýnast, stóð skrímslið stundum á haus. f i m m förnam vegi Ætlar þú að sjá Fiðlarann á þakinu? Sigurdís Arnars, myndlistarmaður: "Ég er ekki búin að ákveða það." Arnór Valdimársson, veiðieftirlitsmaður: "Já, alveg endilega." Gísli Óskarsson, verlsunarmaður: "Já." Guðjón B. Hilmarsson, verslunarmaður: "Já, ekki spurning." Gísli Jónsson, smiður: "Ég er búinn að sjá hann einu sinni." v 111 m q n n Það var eins og eitt stórkost- legasta skýjafall hefði komið úr heiðskírum himni þegar það allt í einu fréttist að þú yrðir ekki lengur í fréttunum á sjónvarpsskjánum. Þar með væri þetta elskulega andlit. blíði, hreini og himinljómandi svipur þinn, látlaus og ein- lægur horfinn. Jens í Kaldalóni skrifar í Velvakanda Moggans um brotthvarf Ólafar Rúnar Skúladóttur af sjónvarpsskjánum. Maður vissi allt og lítið um alla tilveru þína fyrr en maður sá myndir af börnum þínum og eiginmanni, maður jafnvel trúði því tæpast að nokkrum manni hefði getað áskotnast svona einlæg og elskuleg kona, en það var aldeilis heldur ekki í kot vísað þegar maður sá þennan stórkostlega glæsilega pilt þinn í skrúða lífsins og svo barnahópinn ykkar, þennan mjög svo fríða söfnuð, blasa við í myndum Dagblaðsins og víðar, ekki síður tók svo steininn úr þegar öll hestakonuhamingjan bjarmaði hug þinn og tilveru alla. Jens f Kaldalóni heldur áfram í Velvak- anda. ...en aðdáunarverðast í öllu þínu elskulega útliti hefur svo alltaf verið að þú sjaldan eða aldrei hefir hengt neina skrautkoppa neðan í eyrna- sneplana, heldur haft þá í þeim guðlega friði sem fagur- legast blika í sinni réttu og fegurstu sköpun. Jens í Kaldalóni heldur áfram að mæra Ólöfu Rún sjónvarpskonu sem er farinn til starfa á öðrum vettvangi. Lítið land sem sendir klúran klæðskipting með leiðinlegt lag sem fulltrúa sinn er ákaf- lega frumlegt og sjálfumglatt land. Sigríður Halldórsdóttir gagnrýnir fjömiðla í DV. "Gluggaþvottur og tónlist eiga ágætlega saman, þó ólíkt sé. Ég fer yfir lögin í huganum þegar ég þvæ glugga og velti upp ýmsum möguleikum." Sigvaldi Kaldalóns gluggaþvottmaður og kórstjórnandi í DV. Sælkerarnir sem hafa í sjö ár verið að streitast við að éta sama hvalinn hjá Úlfari Ey- steinssyni á Þremur frökkum geta áfram hlakkað til þess fjarlæga sumars þegar leyft verður að veiða, „í smáum stíl til innanlandsneyzlu," syo notað sé orðalag utanríkisráð- herra. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Þegar hún talaði hljómaði það eins og Opinberunarbókin væri lesin í gegnum kallkerfi járnbrautarstöðv- ar af miðaldra skólastýru í marglit- um hálfsíðum nærbuxum. Breski blaöamaöurinn Clive James um Margréti Thatcher.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.