Alþýðublaðið - 08.05.1997, Side 4

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 V Í ð t Q I ■ Guðrún Ásmundsdóttir spjallar við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur Hvenær breyttust dóna — spyr Guðrún Ásmundsdóttir en hún er að skrifa leikrit um Ólafíu Jóhannsdóttur sem hún segir hafa verið allstaðar. Guðrún situr nú tíðum á l heimildir um Ólafíu. “Leikritið um Ólafíu ætla ég að skrifa þannig að hægt sé að leika það hvar sem er,“ segir Guðrún As- mundsdóttir leikkona sem fékk styrk frá KFUM og K, til að skrifa leikrit um Ólafíu Jóhannsdóttur en Þjóð- kirkjan hefur haft hljótt um þessa merkilegu trúkonu af einhverjum ástæðum, „Það á að vera hægt að leika það, á götunni, í kirkju, í skól- um, jafnvel í húsi Sparisjóðs Reykja- víkur við Skólavörðustíg sem stend- ur þar sem Tobbukot, heimili Ólafíu stóð í gamla daga. Því að Ólafía var allstaðar,“ segir Guðrún. “Ég kynntist Ólafíu fyrst þegar vinkona mín gaf mér bókina, Frá myrkri til ljóss, þar sem Ólafía fjall- ar um ævi sína og trúarreynslu. Ég fór að lesa þessa bók og eins og allt sem ég hef séð eftir hana síðar varð hún mér óskaplega mikils virði. Það er skemmtileg saga til um það, að eftir að Ólafía var komin með bókina í hendumar, búin að ganga milli Pét- urs og Páls til að freista þess að fá hana útgefna, þá sendi hún tvö eintök til allra presta í landinu. Eitt í lélegu bandi og annað í fallegu bandi, þess- ari í lélegra bandinu áttu þeir að halda fyrir sig sjálfa en þessa í góða bandinu áttu þeir að gefa fátækum. „Vegna þess að fátæklingar þurfa á því að halda að hafa eitthvað fallegt í kringum sig,“ sagði Ólafía. Hún end- aði svo bréfið á þeim orðum að ef þeir hefðu ekki enn öðlast lifandi trú þá vonaðist hún til þess að bókin gæti orðið til þess.“ Fólk var bergnumið En hvernig kom til að þú ákvaðst að skrifa leikrit? “ Ég fór að segja vinkonu minni í KFUK hvað þetta hefði verið merki- leg kona og hvað það væri gaman að skrifa um hana leikrit, og þá upp- ljómaðist hún. Það varð úr að ég fékk styrk frá KFUK til að fara á hennar slóðir til Noregs, þar sem hún vann sín stærstu afrek.“ Hvað heillar þig mest í hennar fari? Það heillar mig allt, sérlega hvað trú hennar var einlæg og persónuleg, hún tilheyrði engum söfnuði. Fólk varð bergnumið af Ólafíu, Helge Reffsen þá lögreglumaður en síðar hæstaréttardómari í Noregi talar um þessi máttugu augu. Hún minnti á álfkonu þar sem hún gekk um götur Oslóborgar með skotthúfu og gull- band um sig miðja. Engum af götu- mönnunum kom til hugar að ráðast á hana. Hún var ræðusnillingur og hef- ur haft alveg ótrúlegan sannfæringar- kraft, mikla útgeislun og það lýsir sér í svo mörgu, ótrúlegasta fólk heillað- ist af henni. Hún gekk um og hjálp- aði sjúkum vændiskonum, drykkju- konum og fátæklingum, gaf þeim von og bauð þeim stundum húsaskjól í kvistherbergi sínu þar sem hún bjó þama í versta hverfmu. Hún hóf starf sitt í Noregi meðal fanga og þeir unnu henni svo mjög að þegar fang- amir í Ríkisfangelsinu fréttu um lát hennar, fóru þeir út í fangelsisgarð- inn og grófu minningarreit um hana með berum höndum. I Noregi er gata skírð í höfuðið á henni og þar er einnig líkneski af henni við eina af þeim götum þar sem hún starfaði. Ef Norðmenn ættu sér dýrlinga væri systir Ólafía þar efst á blaði. En þrátt fyrir þessar langdvalir og sigra sína erlendis unni Ólafía fslandi til hinstu stundar og hugsaði jafnan heim, en hún var heilsutæp og það leið langur tími þar til hún fór til að búa í Noregi og þar til hún komst til íslands í heimsókn. Því að sjóferðin hefði verið of mikið álag á heilsu hennar.“ Hvar œtlarðu að bera niður í lífi hennar? “Það er af mörgu að taka og ég hef ekki enn ákveðið ramma utan um leikritið. En ég þekki hana orðið nógu vel til að vita hvað hún myndi vilja leggja áherslu á. Það er trúin og ég mun gera það. Fyrst ætlaði ég að láta verkið gerast úti í Viðey, þar sem Ólafía var í fóstri sem smábam en hún tengdist þessari fóstm sinni sterkum böndum og elskaði hana mikið. Ég ætlaði að láta fundum þeirra bera saman og Ólafíu trúa henni fyrir því sem á daga hennar hefur drifið. Þegar ég fór hinsvegar að skoða sögu Ólafíu betur sá ég að fósturmóðir hennar dó þegar Ólafía var sextán ára.“ Ekki fjarlæg helgimynd En hvað með Þorbjörgu Sveins- dóttur fóstru hennar og móðursystur, nú var hún mikill áhrifavaldur í lífi hennar og sterk tengslþeirra ímilli? “Jú, en það var ekki þessi sterki kærleikur milli þeirra sem einkenndi tilfinningar Ólafíu til fósturmóður sinnar, hún talaði jafnan um Þor- björgu sem töntu. Ég hef jafnvel hugsað mér að láta hana segja stúlku sem hún hjálpaði sögu sína, eða láta stúlkuna ögra henni til að segja sögu sína, svo hún verði ekki fjarlæg helgimynd í verkinu, en það Þegar ég var hálfþrí- tug ákvað ég að taka foreldralaust barn og hjálpa því eins og mér fannst að aðrir hefðu ekki getað hjálp- að mér þegar ég þurfti þess með. Þessi litla stúlka Helga, var af Sil- ungapolli sem þá var heimili fyrir munaðar- leysingja og börn ógæfufólks og áfengis- sjúklinga. í stað þess að hjálpa henni eins og ég vildi, varð hennar vanlíðan til að draga mig niður og meðan hún stóð við varð ég aftur hjálpar- vana barn og grét með henni þegar hún átti bágt. Þetta gekk svo langt að á endanum var ákveðið að hún færi frá mér og til ann- arra hjóna, yndislegs fólks sem ekki gat átt barn. „Hún var ekki fjarlæg helgimynd," segir Guðrún meðal annars um Olafíu. Hún var skemmtileg." hafa staðið i ástarsambandi við Ein- ar Benediktsson, kemurðu inná það í leikritinu? “Ég er ekki í nokkrum vafa um að Ólafía elskaði Einar Benediktsson og hann hana. Hann var hinsvegar far- inn að drekka illa strax sem ungur maður og hún hefur sjálfsagt snúið við honum baki vegna þess. Astar- ljóð Einars til Ólafíu, Snjáka, segir mikla sögu um hversu sexí hún hefur verið. „Ástargyðja af holdi og blóði," það munar ekki um það. Það hafa verið miklar og heitar tilfinningar milli þessara tveggja mannvera og Ólafía bregst við aðskilnaðinum með því að kasta sér út í bindindisbarátt- una eins og hetjan sem ræðst til at- lögu við drekann. Þessi dreki hefur eyðilagt svo mikið í hennar lífi, faðir hennar, presturinn á Mosfelli laut í lægra haldi fyrir honum, líf móður hennar var eyðilagt og Einar var í klóm hans. Ólafía vildi ekki bíða sömu örlög og mamma sín sem þurfti að koma henni fyrir í fóstri sem smábarni. Þegar hún kom svo að sækja bamið, hafnar það henni. Ólafía fór að skilja eftir því sem hún eltist hlutskipti móður sinnar og minningin um að hafa snúið við þama stóðu þær meðal þeirra og reyndu að snúa þeim tii betri vegar. Það er síðan spumingin hvenær dón- ar breyttust í róna?“ Full af vináttu, hlýju og kímni Hvað ertu að skoða í hennar lífi þessa dagana? Núna er ég á kafi í sendibréfum sem fóm milli hennar og Indriða Einarssonar leikara en þau em sögð fjalla um bindindismál en það var upphaf þeirra kynna. Bréftn sjálf em við nánari skoðun, full af vináttu, hlýju og kímni og heimspekilegum vangaveltum um trúna og tilgang mannsins. Hann trúir henni fyrir verkunum sem eigi að sýna og spyr hana álits, á einum stað talar hann Ástarljóð Einars til Ólafíu, Snjáka, segir mikla sögu um hversu sexí hún hefur verið. „Ástargyðja af holdi og blóði,“ það munar ekki um það. Það hafa verið miklar og heitar tilfinningar milli þessara tveggja mannvera og Ólafía bregst við aðskilnaðinum með því að kasta sér út í bindindisbarátt- una eins og hetjan sem ræðst til at- lögu við drekann." henni bakinu svona ung hefur ömgg- lega ásótt hana. Það er því engin til- viljun að hún tileinkar líf sitt að hluta baráttunni fyrir bindindismálum og Einar á þar sinn þátt, það er ég viss um. Hún var svo einlæg í sinni hug- sjón að hún brá sér oft út á götur borgarinnar til að tala um fyrir mönnum og hjálpa þeim. I slíku skyni brá hún yfir sig sjali og fór 1 ásamt vin- < | konu sinni, Ingveldi Ólafsdóttur úr Hvíta- bands hreyf- ingunni, í ill- ræmdustu búllu bæjarins sem var kölluð Svínastían, því að þangað fóm dónamir og stunda sína iðju. er bara um svo margt að velja. Ólaf- ía var ekki uppá neinum stalli í lif- anda lífi, það er leiðinlegt ef sú ímynd hennar hefur orðið ofan á, henni er öllu heldur þannig lýst af mörgum sem hana þekktu, að það sér sérstaklega tekið til þess hvað hún var skemmtileg." Hún var sexí Nú var hún heit trúkona, mikil kven- re'ttindakona, bar- áttukona fyrir Háskóla og sjálfstæðis- hetja, það sem hún skrifaði er sérstakt og eftir- minni- legt, svo á hún líka um drauma sína og þá vitnar Ólafía í Shakespeare: „We are the stuff, Dreams are made of.“ Ólafía hafði sjálf leikið í Víkingunum á Háloga- landi, og hafði mikinn áhuga á leik- list. í einu bréfanna svarar Indriði Ólafíu en hún hefur verið að nefna það við hann að verða guðsbam. Ind- riði svarar henni á þessa leið: „Það er auðvelt fyrir þig, það er ekki svo mikið sem heldur þér niðri. Við get- um sagt svosem hundrað kíló við fætur þér, nei, tvöhundmð því það er auðvitað tanta. En ég er með heilt fjall, þessa stóm fjölskyldu," og svo byrjar hann að tala um skuldir sem haldi honum í jámgreipum. „Auðvit- að vildi ég gjaman verða eins og Ing- veldur á Bjargi, og fara uppá pall og prédika," heldur hann áfram „En ég hef þær skyldur við mitt umhverfi að ég gæti ekki verið þekktur fyrir það. Ég sé ekki annað ráð en að guð verði að gera kraftaverk, svo ég geti gefið honum hjarta mitt.“ Þá svarar Ólafía: Æ, Indriði, það eina sem Guð hefur áhuga á er hjarta þitt. Að vera guðsbam er ekki að fara uppá pall að prédika. Að vera guðs- bam er ekki að leitast eftir sælu. Að vera guðsbarn er að gefa guðsmann- inum í okkur færi á að tengjast sínum Guði eins og hann verður að gera.“ Lifandi trú Nú ertu sjálf mikil trúkona, hvern- ig gerðist það að þúfórst að helga líf

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.