Alþýðublaðið - 08.05.1997, Page 5

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Page 5
FiMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ip í róna? .andsbókasafninu og rýnir í gömul sendibréf og aðrar Hún var svo einlæg í sinni hugsjón að hún brá sér oft út á götur borgarinnar til að tala um fyrir mönnum og hjálpa þeim. í slíku skyni brá hún yfir sig sjali og fór ásamt vin- konu sinni, Ingveldi Ólafsdóttur úr Hvfta- bands hreyfingunni, í illræmdustu búllu bæj- arins sem var kölluð Svínastían, því að þangað fóru dónarnir og stunda sína iðju. Og þarna stóðu þær meðal þeirra og reyndu að snúa þeim til betri vegar. Það er síðan spurningin hvenær dónar breyt- ast í róna. þitt trúnni í meira mœli? “Þegar ég var á leiklistarskóla úti í Bretlandi var þar samtíma mér stelpa sem bar af öllum hvað snerti hæfi- leika, útlit og útgeislun, við urðum vinkonur en þegar líða tók á námið frelsaðist hún og hætti. Ég heimsótti hana og dvaldi hjá henni og það má segja að það hafi verið mín fyrstu kynni af lifandi trú og hún hefur fylgt mér síðan. Ég missti mömmu mína þegar ég var lítið bam og átti alla bemskuna mjög bágt vegna þess, fólk reyndi að hjálpa mér til að komast yfir missinn en ég gat ekki þegið það. Þegar ég var hálfþrítug ákvað ég að taka foreldralaust bam og hjálpa því eins og mér fannst að aðrir hefðu ekki getað hjálpað mér þegar ég þurfti þess með. Þessi litla stúlka Helga, var af Silungapolli sem þá var heimili fyrir munaðarleysingja og böm ógæfufólks og áfengissjúklinga. í stað þess að hjálpa henni eins og ég vildi, varð hennar vanlíðan til að draga mig niður og meðan hún stóð við varð ég aftur hjálparvana barn og grét með henni þegar hún átti bágt. Þetta gekk svo langt að á endanum var ákveðið að hún færi frá mér og til annarra hjóna, yndislegs fólks sem ekki gat átt bam. Þetta varð mér mik- ið áfall, að hafa bmgðist bami, sem auk þess að þurfa á mér að halda var eins og bamið í sjálfri mér. Kvöldið áður en hún átti að fara frá mér bað ég Guð um að hjálpa mér. Þá var eins V Í ð t Q I og hugur minn opnaðist og ég gat sofnað eins og ekkert hefði í skorist. Daginn eftir gat ég kvatt hana og lif- að áfram sátt við að þetta hefði verið okkur báðum fyrir bestu. Líf mitt hefur verið eins og jarð- lög, Þegar ég fletti þeim sundur og skoða sýnir hvert og eitt lag mér nýj- ar hliðar á Guði. Guð slær og hann reisir við, Guð særir og græðir, það kennir Biblían og það hef ég fengið að læra eins og aðrir.“ Ekki að flýta sér á samkomu En Ólafía helgaði líf sitt trúnni þegar hún komst á miðjan aldur? “Ég held að Ólafía hafi haft hina lifandi trú frá því að hún var mjög ung að aldri,“ segir Guðrún. „Hún var ekki gömul þegar hún féll á kné og ákallaði Guð í heimatrúboðinu sem nú nefnist KFUM, seinna varð hún einn af stofnendum KFUK. Hún varð hinsvegar fyrir opinber- un í Bandaríkjunum hálffimmtug að aldri, sem leiddi til þess að hún gaf alla skartgripi sína, og tók að starfa meðal drykkjusjúklinga, fanga og vændiskvenna í Noregi. Meðal ann- ars þá gaf hún forláta gullúr sem Hvítabandskonur í Bandaríkjunum höfðu gefið henni. Einhver hafði þá á orði að hún myndi nú þurfa á úrinu að halda í svona starfi. Hún sagði þá, ef ég er að hjálpa einhverjum í djúpu vonleysi og er með svona úr á hend- inni þá mun manneskjunni ekki finn- ast hún vera jöfn mér. Hún tók svo niðurdýfingaskím úti í Noregi en eft- ir hana hafði hún þó að orði að hún myndi svo sem ekki flýta sér yfir götu til að sækja samkomu hjá babtistum." En þú hefur aldrei gengið til liðs við neina söfnuði utan þjóðkirkjunn- ar? “Ég hef aldrei fengið köllun til að tilheyra einum söfnuði fremur en öðrum en ég á vini í yndislegum söfnuðum eins og Hjálpræðishemum og Hvítasunnusöfnuðinum en hann fékk mig til að skrifa jólaleikrit og Vegurinn fékk mig til að skrifa páskaleikrit. Ég tilheyri Þjóðkirkj- unni og margir prestar hennar em miklir trúmenn en stofnunin sjálf er svo mikið bákn, steinsteypa og ákaf- lega þung í vöfum. Þegar til dæmis ég kem askvaðandi og vil stofna leik- hús í kirkjunni, verða þeir hræddir. Guð hefur ekki gefið okkur neina uppskrift af presti og kór. Sýningin mín um Kaj Munk hefði aldrei kom- ist upp nema ég hefði átt samúð og skilning prestanna í Hallgrímskirkju og það er KFUM og K sem að gerir mér kleift að vinna að verkinu um Ólafíu.“ En hver er arfur Ólafíu meðal trú- arfólks, hver hefur orðið til að bera kyndilinn áfram og starfa meðal fólksins? “Ég veit ekki hvort það er nokkur eins og hún. Það er heldur ekki auð- velt að starfa meðal fólksins á Is- landi. Ólafía gerði það áður en hún fluttist til Noregs og margar konur úr Hvítabandshreyfingunni. En það var líka vegna þess að hreyfingin gerði þeim það fjárhagslega kleift. Kirkjan hefur þagað um Ólafíu enda var hún óspör á gagnrýni í garð presta og ekki jafn hrifinn af öllum kirkjunnar mönnurn," segir Guðrún. „Um föður sinn sagði hún eitthvað á þá leið að hann hafi verið einn af þeim guðs- mönnum sem fengu köllun sína frá mönnunum en ekki frá Guði. Hún fór sínar eigin leiðir í því eins og öðru.“ Við höfum hana En að lokunt hvað tneð biskupsefn- ið, þar er kona sem hefur verið “Líf mitt hefur verið eins og jarðlög," segir Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona. „Þegar ég fietti þeim sundur og skoða sýnir hvert og eitt lag mér nýjar hliðar á Guði. Guð slær og hann reisir við, Guð særir og græðir, það kennir Biblían og það hef ég fengið að læra eins og aðrir.“ óhrœdd við að fara sínar eigin leið- ir? “Ég kynntist Auði Eir þegar hún var að læra tii prests, hún bankaði uppá hjá mér með lopavettlinga á höndunum, send af presti sem ég hafði leitað til en hann taldi hana vel til þess fallna að fræða mig nánar um trúmál. Með okkur tókst síðan vin- átta sem hefur haldist allar götur síð- an.“ Styðurðu hana í framboðinu til biskups? Við höfum Auði hér á þessari stundu. Já, mér finnst að hún ætti að verða næsti biskup. Ég held að það ættu að verða kynjaskipti í forystu kirkjunnar á hverri öld. Ég fylgdi Auði alltaf að máli í prestkosningum og ég man sérstaklega að ein kona kom að máli við mig og sagði: „Hún heldur góðar ræður en ekki gæti ég hugsað mér að láta konu jarða mig.“ Um eitt erum við Auður þó ósam- mála. Ég hef aldrei látið heillast af kvennaguðfræði. Það er mín skoðun að karlar og konur eigi að ganga saman og bæta hvert annað upp. Jesúsi þótti jafn vænt um bæði kynin, og hann sýndi konum ákaflega mikla virðingu. Lengsta vitsmunalega sam- talið sem Biblían segir frá er samtal hans við konuna við brunninn. En Auður er fyrst og fremst að sækjast eftir embætti biskups sein prestur og hún á þangað fullt erindi, ég hef eng- ar áhyggjur af því að kvennaguð- fræðin verði neitt áherslumál."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.