Alþýðublaðið - 08.05.1997, Page 6

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 V í ð t Q I Úr alfaralciö 47 tegundir deyja út daglega Á hverri klukkustund deyja 3 tegundir út. Spáð er, að fjórðungur allra tegunda á kringlunni deyji út á næstu 50 árum. Electronic Telegraph, Eng- landi. Tegundum fækkar stöðugt og hraði eyðingarinnar eykst með ári hveiju. Fyrir skömmu hittust í Cardiff í Wales líffræðingar frá 50 löndum til að ræða þennan brýna vanda. Flestar lífverumar hverfa af yf- irborði jarðar fyrir verknað mannsins án þess að líffræðingar nái að rannsaka þær, jafnvel oft áður en vísindina hafa gefið þeim nafn. Alls hefur um 1,8 milljónir tegunda verið lýst vísindalega, en hinsvegar er það mat bestu vís- indamanna að fjöldi tegunda í ver- öldinni sé á milli 10 og 100 millj- ónir, þó flestir telji að 30 milljónir tegunda sé líklegasta talan. Til marks um, hversu lítt lífrík- ið á jarðarkringlunni er enn rann- sakað má nefna, að allt fram á síð- asta ár hafa menn verið að finna áður óþekkt spendýr í iðmm fmm- skóga Asíu og Suður Ameríku, og búist er við að enn eigi fleiri eftir að finnast. Astæða þess, að tegundir hverfa æ hraðar af yfirborði jarðar er að maðurinn, og verk hans, eyða stöðugt fleiri búsvæðum, sem em nauðsynleg dýrum og jurtum. Pró- fessor Edward Wilson frá Harvard háskóla segir að líklega tapist ekki minna en 27 þúsund tegundir á hverju ári. „Það er íhaldssamt mat, og margir em þeirrar skoðunar að talan sé mun hærri. En ef við gef- um okkur að þetta sé rétt, þá deya út 74 tegundir á hverjum degi, og 3 tegundir á hverjum klukku- tíma,“ sagði Edward Wilson. Samkvæmt þessum hefur því verið spáð að á næstu 50 ámm deyji fjórðungur allra tegunda í heiminum endanlega út. (Electronic Telegraph, Englandi) ■ Heimildarmynd Sigursteins Mássonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin hefur vakið gífurlega athygli og umtal. í við- tali við Alþýðublaðið segir Sigursteinn frá gerð myndarinnar og viðhorlum sínum til þeirra mála sem ollu á sínum tíma uppþoti í íslensku þjóðfélagi Réttlætiskennd minni er Þú varst eitt og hálft ár að vinna þessa heimildarmynd. Hver var helsta fyrirstaðan í gagnaöflun ? “Þú getur rétt ímyndað þér, fyrst skipaður talsmaður Sævars Cicelskis fær ekki aðgang að gögnum, hvemig það var fyrir okkur, leikmenn úti í bæ, að afla gagna. Við urðum að fara ótal krókaleiðir. Stundum létu menn okkur fá gögn því þeir gerðu sér ekki grein fyrir því hvað í þeim fólst, og við hefðum trúlega ekki fengið þau ef menn hefðu áttað sig á því fyrir- fram. Þetta gekk samt ótrúlega vel en það er þó nokkuð af gögnum sem við vitum af en fengum ekki að skoða. Þar má til dæmis nefna lygamælinga- próf sem Gísli Guðjónsson, nú rétt- arsálfræðingur í Lundúnum, fram- kvæmdi á sakbomingum. Niðurstöð- ur þeirra hafa aldrei verið lagðar ffam og óvíst hvað um þær varð. I vikuskýrslu Schutz, sem við fengum að skoða, kemur fram að hann er afar reiður yfir framkvæmd þessara lyga- prófa vegna þess að hann telur að niðurstöðumar muni ekki gagnast rannsókninni. Sakbomingar fóm í dáleiðslupróf og niðurstöður úr þeim vom sömu- leiðis aldrei lagðar fram. Enginn veit hvar þær eru. Dómsmálaráðherra úrskurðaði um það í beinni sjónvarpsútsendingu að Ragnar Aðalsteinsson eigi rétt á að fá öll þau gögn sem finnast hjá Ríkis- saksóknaraembættinu og spumingin er hvort þessi gögn séu þar. Niður- stöður þessara rannsókna hljóta að vera mjög athyglisverðar." Nú neituðu margir þeirra sem unnu við rannsókn þessa máls að koma fram í heimildarmyndinni og umrœðuþœttinum sem sýndur var í kjölfar hennar, hvaða skýringar gáfu þeir á ákvörðun sinni? “Við töluðum við starfsmenn ÍSLAND Á NÆSTU ÖLD Ráðstefna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, þann 10. maí Dagskrá: 9:00 Ráöstefnusalur opnaður Frá klukkan 10:00 - 12:15 Fjölskyldan á næstu öld Frummælendur: Jón Björnsson Sigrún Júlíusdóttir Fyrirspyrjendur: Ágúst Einarsson Ásta B. Þorsteinsdóttir Jóhann Geirdal Velferðarkerfið á næstu öld Frummælendur: Gestur Guðmundsson Vigdís Jónsdóttir Fyrirspyrjendur: Bryndís Hlöðversdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson Menntun og nýsköpun Frummælandi: Halldór Grönvold Fyrirspyrjendur: Guðný Guðbjörnsdóttir Svanfríður Jónasdóttir Svavar Gestsson 12:15 til 13:00 Hádegisverðarhlé 13:00 til 15:00 Hópar starfa 15:00 til 15:30 Hópar kynna vinnu 15:30 til 17:00 Forystumenn flokkanna sitja fyrir svörum fundarmanna undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, fréttamanns 17:00 til 19:00 Samhristingur - KK ogMagnús Eiríksson leika tónlist Fundarstjórar: Árni Gunnarsson og Brynhildur Flóventz fíáðstefnugjald kr. 500.-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.