Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. MAI 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 V Í ð t Q I Það væri fróðlegt að heyra skoðun þingmanna á því hvað þeim finnst um það að í nútíma réttarríki sé í gildi 75 ára gömul iöggjöf um endurupptöku mála og samkvæmt henni geta nokkrir hæstaréttardómarar komið saman á lokuðum fundi og ákveðið sín á milli um endurupptöku mála án þess að þurfa að rökstyðja niðurstöðu sína. dómsmálaráðuneytisins, fangaverði, rannsóknarlögreglumenn, dómara og fleiri. Flestir gáfu þá skýringu að þeim þætti ekki við hæfi að tjá sig meðan málið væri í athugun hjá Hæstarétti." En hver var afstaða þessara ein- staklinga til gerð myndarinnar? “Það var greinilegt að margir voru fyrirfram búnir að gefa sér þá for- sendu að niðurstaða rannsóknar okk- ar yrði neikvæð fyrir þá. Mér finnst í sjálfu sér athyglisvert að menn hafi gefið sér þá forsendu." Hvað segirðu um þá gagnrýni að í myndinni hafi of mikið verið gert úr harðrœði við sakborninga? “Þær lýsingar byggja á frásögn starfsmanna Síðumúlafangelsisins. í harðræðisskýrslu lýstu þrír fanga- verðir því að föngunum hefði verið haldið vakandi á nóttunni, farið inn í klefa þeirra og þeini hótað. Einn fangavarðanna skýrði frá því að farið hefði verið inn í klefa Tryggva Rún- ars eina nóttina og honum sagt að hann væri sífellt að hrópa upp úr svefni nafn stúlku sem fannst látinn í Vík í Mýrdal. Þegar fangaverðirnir höfðu komið margsinnis inn til hans var hann farinn að trúa þessu. Það endaði með því að þeir sögðu við Tryggva að hann hefði líklega drepið þessa stúlku. Þeir komu ineð þá til- lögu að líma grisju fyrir munninn á honum til að kæfa hljóðin. Tryggvi samþykkti það og hafði grisjuna um munninn það sem eftir lifði nóttu og fram á morgun. Fangaverðir skýrðu frá því að Sævar Ciecelski hefði verið tekinn upp á fótunum og látinn dingla þannig. Einnig sögðu þeir frá því að slökkvari Sævars hefði verið af- tengdur þannig að ljós logaði sífellt í klefa hans til að halda honum vak- andi. Hlynur Þór Magnússon fanga- vörður sagði okkur það sem við höfðum áður fregnað, að Sævar, sem er haldinn vatnshræðslu, hefði verið kaffærður í álvaski. Ég er ekki að fullyrða að þetta séu staðreyndir, en þetta eru frásagnir viðkomandi sjónarvotta, opinberra starfsmanna. I myndinni sviðsetjum við þessar frásagnir, nokkrar án út- skýringa. Það gerðum við af tillits- semi við þann fangavörð sem kom með ítarlegustu lýsinguna í harðræð- isrannsókninni á sínum tíma. Það var kona sem við höfðum samband við og hún sagðist hafa frá ýmsu öðru að segja. Hún sagðist ætla að skýra nán- ar frá því þegar hún kæmist á eftir- laun undir lok árs, en henni entist ekki aldur til því hún varð bráðkvödd fyrir skömmu." Frásagnir vitna bera með se'r að mannréttindi hafa verið brotin á sak- borningum. Ætti það eitt sér ekki að duga til endurupptöku málsins? “Ég er hvorki lögfræðingur né rétt- arsálfræðingur. Ég get eingöngu tal- að út frá minni réttlætiskennd og henni er misboðið. Ég held að það sama eigi við um réttlætiskennd fólksins í landinu. f umræðuþættinum um daginn sátu nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í lögum og réttarsálfræði og töldu að ekkert hefði komið fram í þessum þáttum sem sýndi fram á að falskar játningar hefðu verið knúnar fram. Þetta var mat þeirra þrátt fyrir upplýsingar um harðræði í Síðu- múlafangelsinu, nýjar upplýsingar um áhrif einangrunarvistar á dóm- greind fólks og nýja og breytta vitn- isburði margra þeirra sem komu við sögu málsins. Að réttarsálfræðingi finnist ekki líkur á því að þama hafi verið um falskar játningar að ræða finnst mér býsna merkilegt." Þú telur þá að þeir einstaklingar sem hlutu dóm fyrir morð hafi verið saklausir? “Mér finnst tímaskekkja að velta því fyrir sér hvort þeir eru sekir eða saklausir. Málið snýst um það hvort sannað hafi verið á sínum ti'ma að þeir væru sekir, og hvort málið fái staðist fyrir dómi eða hvort það sé hrunið." Eg held að það hafi slegið fleiri áhorfendur en mig hvað það virtist vera Ittið rými fyrir mannúð og sam- úð hjá nokkrum þeirra sem tóku þátt t umrœðuþœttinum í kjölfar sýningu myndanna. Þeim virtist vera mest í mun að verja kerfið sem þeir starfa í. “Þeir eru í allt annarri aðstöðu en ég- Ég var svo ungur þegar atburðim- ir áttu sér stað að ég mundi ekkert eftir umfjölluninni og hafði enga skoðun á þeim áður en ég hóf vinnu við heimildarmyndina. Þetta em menn sem upplifðu atburði með ein- urn eða öðrum hætti, em núna starf- andi í kerfinu og í því hlutverki að verja það réttarfarskerfi sem við búum við í dag, og þeir gera það meðal annars með því að draga úr áhrifum þessa máls. Því ef þetta mál verður tekið upp að nýju, sem ég trúi að verði, þá dugir ekki að segja, svona var þetta þá, en svona er þetta ekki lengur. Margir þeirra aðila sem þama komu mikið við sögu á öllum stigum málsins em enn við störf. Komist menn að þeirri niðurstöðu að urn réttarmorð hafi verið að ræða á eftir að skapast gríðarlegt vandamál þegar menn átta sig á því hversu margir menn í lykilstöðum í réttar- farskerfinu á Islandi eru undir. A endanum er þetta spuming um það hvort við höfum eitthvað lært og hvort við höfum eitthvað þroskast. Hvað með þátt fjölmiðla á sínum tíma? “Það sem hefur kornið mér einna mest á óvart við athugun á þessu máli er að það skyldi geta gengið svona lengi öll þessi ár án þess að nokkur rannsóknarblaðamennska Sigursteinn ásamt samstarfsmönnum sínum. hafi farið í gang. Ég furða mig mjög á því að fjölmiðlar skyldu ekki setja spumingarmerki við ýmislegt sem var að gerast inni í Síðumúla." Þérfinnstfjöhniðlar hafa brugðust íþessu máli? “Mér sýnist það.“ Ertu ánœgður með þátt Þorsteinn Pálssonar í umrœðuþœttinum? “Já, ég er það. Þorsteinn er skyn- samari en svo að hann fari að halda uppi vömum fyrir eitthvað sem ekki er hægt að verja. Ég held að hans af- staða í þessu máli muni ýta undir það að menn hreinsi til í garðinum hjá sér.“ Það var skoðun nokkurra þeirra sem þátt tóku í umrœðuþœttinum að of mikið hefði verið gert úr pólitísk- um áhrifum málsins. “í þessari heimildarmynd höfðum við takmarkaðan tíma til að gera grein fyrir öllum þáttum málsins og eitt af því sem ég hefði viljað gera betur grein fyrir er pólitíski þáttur- inn. I utandagskrárumræðu sem fór fram á Alþingi á sínum tíma um Guðmundar- og Geirfinnsmálin var ýjað að því að dómsmálaráðherra hefði aðstoðað við að hylma yfir meintum morðingjum og tekið þátt í því að hindra morðrannsókn. Ég held að það þurfi ekki mikla stjómmála- spekinga til að gera sér grein fyrir því að slíkar ásakanir er háalvarlegt pólitískt mál. Fréttaflutningur erlendra blaða endurspeglar alvöru þessa máls. I Sunday Times í Bretlandi var sagt að dómsmálaráðherra og flokkur hans væri tengdur morðmáli. ftkniefna- smygli og fjársvikum. I Washington Post var tekið svo til orða að á Is- landi væri Watergate mál í gangi. Eini munurinn á Watergate í Banda- ríkjunum og Watergate á Islandi væri sá að enginn hefði verið drepinn í Watergate í Bandaríkjunum. I Abtzeilung zum Sontag er skýrt frá því að vestrænir stjómarerindrekar hafi talið að ríkisstjóm fslands væri í fallhættu beinlínis vegna þessara mála. Við skýrðum frá þessu í þættinum og þegar allt þetta er lagt saman á ég mjög erfitt með að sjá að við höfum gert of mikið úr pólitíska þættinum." Finnst þér að stjómmálamenn œttu að knýja á um að þetta mál verði tekið upp. “Stjómmálamenn ættu að hafa sem minnst afskipti af dómsvaldinu, en það er stjómmálamanna að sjá til þess að hér verði sett lög sem tryggi að það endurtaki sig ekki að dæmdur maður, sem telur að á sér hafi verið brotið og hefur til þess ýmis veiga- mikil rök, skuli ár eftir ár reka sig á veggi, fá enga faglega aðstoð, ein- ungis þau svör að engin ástæða sé til endumpptöku á máli hans. Það væri fróðlegt að heyra skoðun þingmanna á því hvað þeim finnst um það að í nútíma réttarríki sé í gildi 75 ára gömul löggjöf um endur- upptöku rnála og samkvæmt henni geta nokkrir hæstaréttardómarar komið saman á lokuðum fundi og ákveðið sín á milli um endumpptöku mála án þess að þurfa að rökstyðja niðurstöðu sína. Mér finnst að þing- menn ættu að sjá sóma sinn í því áður en þingið fer í frí, að breyta lög- unum þannig að fjallað verði um beiðnina um endumpptöku málsins í opnu þinghaldi þannig að almenningi og fjölmiðlum gefist kostur á að fylgjast með málflutningi og rökum með og á móti.“ Að lokum, er víst að þessi um- deildu mál séu morðmál? “I mínum huga er það alls ekki ör- uggt. Annars hef ég ekki myndað mér mótaða skoðun á því. Núna er aðalat- riðið að menn leiti svara við því hvort þær dómsniðurstöður sem fengnar vom á sínum tíma séu á rökum reistar. Mitt mat er að þær hafi ekki verið það og enn síður í dag eftir að nýjar upp- lýsingar hafa litið dagsins ljós. 740 blaðsíðna dómur Hæstaréttar finnst mér til einskis nýtur í dag, nema til að skoða sem söguleg mistök."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.