Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8
EPBUBIMD Fimmtudagur 8. maí 1997 58. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ¦ Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, gefur lítið fyrir skýrslu hagfræðikennaranna Reikningskúnstirnar eru með ólíkindum - segir Þorstein Pálsson hafa keypt skýrsluna í áróðursskyni "í fyrsta lagi, segir það sína sögu um afstöðu sjávarútvegsráðuneytis- ins, í málinu að veiðigjald og álagn- ing þess er og hefur verið umræðu- og átakefni í íslenskum stjórnmálum í 20 ár. Ráðuneytið, sem fer með þessi mál, hefur aldreí beðið um neina fræðilega úttekt á þessu máli, aldrei. Það hefur haldið sérfræðing- um og stofnunum, sem geta fjallað fræðilega um þessi mál utan við um- ræðuna, forðast að varpa ljósi þekk- ingar á málið. Núna þegar ráðherr- ann er kominn út í horn, og yfir 70 prósent þjóðarinnar lýsi yfir fylgi við veiðileyfagjald, ætlar hann að snúa þessu við með því að panta svör við spurningum sem eiga að sanna það að fólkið á landsbyggðinni muni greiða þennan skatt fyrir Reykvík- inga," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, um skýrslu ráðherra um afleiðingar veiðigjalds. "Skýrslan sem hann fær er með slíkum ólíkindum, af hálfu virktar stofnunar, að ég á um það engin orð. Það er ekki af ástæðulausu að rektor Háskólans finnur sig knúinn til að lýsa því yfir að Háskóli Islands eigi ekki hlut að máli. Það er ekki af ástæðulausu að forstöðumaður, hag- fræðistofnunar Háskóla Islands, seg- ir í aðfararorðum að þetta sé aðeins „lausleg athugun". Það er heldur ekki af ástæðulausu að höfundarnir sjálfir hlaupa frá skýrslunni þegar þeir segja í lok hennar að niðurstöð- urnar séu í raun ekki marktækar. Af hverju eru þær ekki marktækar? Það er vegna þess að í skýrslunni er gert ráð fyrir því að fólkið á landsbyggð- inni borgi veiðileyfagjald. Veiði- leyfagjald er lagt á fyrirtæki, en ekki fólk. Það eina markverða sem skýrsl- an sýnir fram á, er að það er hægt að lækka, með álagningu veiði- leyfagjalds, tekjuskatt á hvern lands- mann, unga sem gamla, um 22. til 60 þúsund krónur á ári. Síðan er reynt að villa um fyrir fólki, sem auðvitað verður undrandi á þessari merki niðurstöðu, að það sé sama fólkið á landsbyggðinni sem eigi að borga veiðileyfagjaldið. Þetta er gert með svo fáránlega vitlausum hætti að það er ekki einu sinni tekið tillit til þess hverjir eiga útgerðarfyr- irtækin. En í mörgum tilfellum em það olíufélögin, Burðarás, lífeyris- sjóðir og félög hér á Reykjavíkur- svæðinu. Heldur er gert ráð fyrir að fólkið á stöðunum þar sem afiinn kemur á land greiði gjaldið. Reikn- ingskúnstirnar sem notaðar eru með ólfkindum. Það er til dæmis gert ráð fyrir því að hver íbúi í Reykjavík greiði að meðaltali um 320 þúsund krónur í virðisaukaskatt en á sama tíma að íbúi á Vestfjörðum greiði að meðaltal 2.100 krónur í virðisauka- skatt. Með öðrum orðum, þá nota há- skólakennarnir útreikninga sem virð- ast benda til þess og þeir ganga út frá því að meðal Vestifðingur kaupi ekki virðisaukaskattsskyldar vörur nema fyrir milli 8 og 9 þúsund krónur á ári. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um hversu fráleidd þessi skýrsla er, enda er hún keypt í hreinu áróðurs- skyni. Vegna þess að það er verið að kalla eftir niðurstöðum sem sjávarút- vegsráðherra vildi fá. Hins vegar fagna ég því að þessi skýrsla, sem er með eindæmum, verður til þess að vekja á ný upp um- ræðuna um veiðileyfagjald, sem hlýtur að verða þegar fólk áttar sig á því að álagning gjaldsins getur orðið til þess að lækkað tekjuskatt á hvert mannsbarn á íslandi, um 20 til 60 þúsund krónur." ¦ Háskólinn ber ekki ábyrgð á skýrsu Ragnars og Birgis Þórs Hvattur til að segja eitthvað - svo menn hneykslist ekki á því sem frá skólanum kemur - segir rektor "Ég var hvattur til þess innan Há- skólans að segja eitthvað, en ég sagð- ist ekkert geta sagt, þar sem ég hef ekki vit á þessum málum. Það eina sem ég gat gert var að rifja upp þessa samþykkt og ég get ekki betur séð en farið hafi verið eftir henni. Það eru líka hagfræðingar innan skólans sem eru með aðra stefnu. Það þykir holt að hagfræðingar takist á," sagði Sveinbjórn Björnsson háskólarektor um skýrslu hagfræðinganna Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfs- sonar, sem þeir unnu fyrir Þorstein Pálsson, vegna veiðigjaldsins. Voru það þá aðallega hagfrœðing- ar sem eru á annarri skoðun en Ragnar Árnason og Birgir Þór Run- ólfsson, sem hó'fðu samband við þig vegna þessarar skýrslu? "Það voru fleiri. Menn hvöttu mig almennt til að láta Háskólann ekki lenda í því að menn séu að hneyksl- ast á hvernig efni komi frá honum." Athugasemd Sveinbjörns Björns- sonar er sett fram vegna samþykktar um hver geti talað í nafni Háskólans eða stofnana hans. „Það getur enginn talað í nafn Háskólans nema háskóla- ráð eða rektor hafi hann fengið um- boð til þess." Rektor sagði að ef ekki væri ákveðinn höfundur verði viðkomandi stofnun sem slík að taka á ábyrgð á því sem frá henni fer. Þannig að Háskólinn ber ekki ábyrgð á skýrslunni? "Ekki í heild sinni. Faglega ábyrgð bera höfundarnir sjálfir, en hún er unnin á vegum hagfræðistofnunar- innar. Ég hef heyrt það frá öðrum stjórnarmönnum í stofnuninni að skýrslan var ekki borin undir stjórn stofnunarinnar, af því að höfundarnir taka sjálfir faglega ábyrgð á niður- stöðuninni. Skýrslan er samt unnin hjá hagfræðistofnun af þessum mönnum og þeir bera á henni faglega ábyrgð. Þeir hringdu í mig skelkaðir frá hagfræðistofnun og vildu vita hvað ég var að gera. Ég tel mig hafa verið að lægja öldurnar svo ekki yrði þræta um hver er að tala." En er þá rétt að hagfrœðistofnun hafi ekki heldur samþykkt skýrsluna? "í þessu tilviki er tveir höfundar sem eru ábyrgir og því er ekki þörf á stimpli stjórnar stofnunarinnar. Með þeim á Akureyri var framkvæmda- stjórinn, Tryggi Þór Herbertsson, þannig að ég held að þeir hafi ekki brotið neinar reglur," sagði Svein- björn Björnsson háskólarektor. ¦ Land- nemar frá áttunda áratugnum Hunangs- flugurnar þola f rostið Þær hafa skotið rótum á Islandi og taka meira aö segja virkan þátt í atvinnulífinu. "Hunangsflugumar eru ekki dauðar úr frosti og kulda," segir Erling Ólafs- son skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, en ef einhver var að ör- vænta um hag þessara loðnu íslandsvina eftir sólríka vordaga og snöggar veðrabreytingar þá gerist þess ekki þörf. "Þær þola svona áhlaup," segir Erling og bætir við að hunangsflugurnar séu hin ágætustu dýr. "Þessi horror sem er alltaf blásinn upp í kringum þær er á misskilningi byggður. Þetta eru hunangsflugur sem námu hér land á áttunda áratugnum og pluma sig vel. þær eru fullstórar og fullloðnar fyrir íslendinga en viðhorf þeirra eru þó að breytast. Fyrst var hringt og hringt, en nú er lítið um slfkar hringingar, það er þó og einn sem er hræddur og hefur ekki séð svona áður. Enn þetta eru ljúflingar, þær geta stungið en til þess þarftu að taka þær í lófann eða setjast ofan á þær. Stungan er sár og getur verið hættuleg fyrir þá sem eru með ofnæmi." Landnemarnir íhópi hunangsflugna sitja ekki auðum hóndum heldur taka virkanþátt í atvinnulífinu. "Það er nýfarið að nota þessa tegund hér á landi í gróðurhúsum til að fræva tómataplöntur og gengur bara vel, þær voru sérstaklega fluttar inn til þess." ¦ Veiðigjaldsskýrsla háskólahagfræðinganna Skýrslan er ekki á ábyrgð Háskólans Háskólarektor gefur út yfirlýsingu um að ekki megi túlka skýrsluna sem álit Há- skólans. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ: Ekki yfirgripsmikil athugun og því getur skýrslan ekki gefið endanlega mynd. STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMI 561 0771 Skýrslan, sem sjávarútvegsráð- herra pantaði frá hagfræðingunum Ragnari Árnasyni og Birgi Þór Run- ólfssyni, um meintar válegar afleið- ingar veiðigjalds, hefur mætt miklu andstreymi. Rektor Háskólans hefur gefið út sérstaka yfirlýsingu um að hún sé ekki gerð í nafni eða umboði Háskólans, og forstöðumaður Hag- fræðistofnunar sér ástæðu til að taka fram í inngangi hennar að hún bygg- ist ekki á yfirgripsmiklum athugun- um. Ingólfur Bender, hagfræðingur samtaka íðnaðarins, dregur einnig gildi hennar mjög í efa, og hefur sagt að það sé fráleitt að túlka hana sem þung rök gegn veiðigjaldi. í sama streng hafa aðrir hagfræðingar tekið, og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að hún sé argasta bull. Yfirlýsing rektors kom frarn í at- hugasemd sem hann sendi fjölmiðl- um. Þar segir meðal annars, að í til- efhi af umfjöllun fjölmiðla um skýrslu tvímenningana vilji rektor láta það koma skýrt fram, að enginn geti talað í nafni Háskólans, annar en háskólarektor eða háskólaráð. Yfir- lýsing af þessu tagi er afar óvenjuleg, og hún er víða túlkuð á þann veg, að með þessu vilji rektor tryggja að nafn Háskólans verði ekki lagt við þá póli- tísku útleggingu, sem sjávarútvegs- ráðherra og aðrir stjórnmálamenn hafa sett fram á efni skýrslunnar, og að því er virðist í fullkominni þökk höfundanna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskólans, tekur einnig fram í inngangsorðum að skýrslan feli ekki í sér „yfirgrips- mikla athugun. Meðfylgjandi skýrsla getur því ekki falið í sér endanlegar niðurstöður um áhrif veiðigjalds á skattbyrði eftir landshlutum," segir í inngangsorðum forstöðumannsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.