Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Kjarabarátta aldraðra í góðærinu Nú þegar kjarasamningar hafa náðst hjá stórum hópum launafólks hafa verið gefnar yfirlýsingar um að lífeyrisþegar fái samsvarandi kjara- bætur. Ekki er enn ljóst hversu mikl- ar þær verða, en við kjarasamning- ana var miðað við 70 þúsund króna lágmarkslaun frá næstu ármótum. Ekki er hægt að ætla annað en greiðslur úr almannatryggingunum til framfærslu lífeyrisþega miðist við sömu upphæð. Margt fleira er óljóst í kjaramálum aldraðra. Jaðarskattanefnd rrkis- stjómarinnar hefur verið að störfum, en ekki hafa fulltrúar aldraðra fengið að koma að þeirri vinnu. Ekkert hef- ur heyrst um hvemig á að taka á jað- Pallborð i Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar launaþróuninni með lögum, eins og var til desembers 1995? Þessi hringl- andaháttur hefur valdið öldruðum mikilli vanlíðan og óöryggi. Þörf upprifjun á tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar Upprifjun á verkum heilbrigðis- ráðherra í ríkisstjóm Davrðs Odds- sonar í fyrra er holl lesning. Þjónustugjöld í heilbrigðisþjónust- unni vom hækkuð, tvísköttun hjá hluta lífeyrisþega hófst að nýju, greiðslur til aldraðra og öryrkja vom skertar gagnvart fjármagnstekjum áður en fjármagnstekjuskatti var al- mennt komið á. Tekjutenging lífeyris var aukin og þar með jaðarskattar á þennan hóp. Grunnlífeyrir var skert- ur um 30% í stað 25% gagnvart öðr- um tekjum. Aldraðir þurftu að greiða fullt gjald fyrir læknisþjónustu, heilsu- gæslu, sérfræðiþjónustu og rann- sóknir til sjötugs í stað 67 ára nema í undantekningartilvikum og hámarks- greiðsla þeirra hækkaði úr 3.000 krónum í 12.000 kr. áður en þeir em skattfrjálsar 24.000 krónur á ári, sem þennan hóp munar vissulega um. Auk þess vom upphæðir bóta al- mannatrygginga ekki lengur tengdar almennri launaþróun í landinu. Ekki er hægt að láta staðar numið í upptalningunni án þess að nefna hina alvarlegu atlögu að hreyfihömluðum, þegar styrkjum til bifreiðakaupa var arsköttum þeirra, sem em síst minni en á unga fólkinu. Hópur aldraðara ber yfir 100% jaðarskatt og hækkuðu jaðarskattam- ir nokkuð við tekjutengingu sérstöku uppbótarinnar á síðasta ári. Fjár- málaráðherra lofaði þvr í utandag- skáraumræðu á Alþingi í mars að aldraðir fengju sömu kjarabætur og launafólk á almennum markaði eftir samninga og það hefur verið ítrekað nú. Engu að síður felldi ríkisstjómar- meirihlutinn á Alþingi tillögu að frumkvæði þingmanna jafnaðar- manna um að tengja bætumar aftur launaþróuninni um síðustu áramót. Hvers vegna vill ríkisstjómin ekki tengja almannatryggingabætur Þó svo að stjórnvöld lofi því að lífeyrisgreiðslur muni fylgja launaþróun nú eftir kjarasamningana á engu að síður enn að seilast í vasa sjúkra og aldraðra til að spara í útgjöldum ríkisins. fengu afsláttarkort. Lágmarksverð fyrir lyf var hækkað og endur- greiðslureglur vegna mikils kostnað- ar bæði þrengdar og gerðar flóknari en áður. Kjör lífeyrisþega voru skert á ýmsa lund. Uppbót vegna lyfja- og umönnunarkostnaðar var tekjutengd og skert þannig að yfir 2.000 lífeyris- þegar misstu hana eða fengu skerð- ingu. Að missa uppbótina þýddi frek- ari kjaraskerðingu, því að við það töpuðust þau hlunnindi að fá afnota- gjald Rrkisútvarpsins niðurfellt. Það fækkað úr 600 í 335 á ári, þrátt fyrir mikla þörf fyrir þá. Haldið áfram á nýju ári Þó svo að stjómvöld lofi því að lrf- eyrisgreiðslur muni fylgja launaþró- un nú eftir kjarasamningana á engu að síður enn að seilast í vasa sjúkra og aldraðra til að spara í útgjöldum ríkisins. Varla var ljósadýrð áramóta- flugeldanna á nýju ári slokknuð fyrr en skilaboðin bámst til lítilmagnans. Nú hafa lágmarksgreiðslur sjúk- linga hækkað fyrir þau lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta fyrir. Aldraðir og öryrkjar greiða einnig hærra lágmarksgjald nú. Með þessum breytingum ætlar ríkisstjóm- in að sækja 200 milljónir til sjúklinga svo ríkissjóður nái að skila rekstrar- afgangi. Einnig er sparað hjá þeim sem þurfa á gervitönnum að halda. Þeir hafa átt rétt á nýjum tönnum á 5 ára fresti, sem nú breytist í 6 ár. Ending- artími gervigóma er að jafnaði 10 ár og eru það undantekningartilvik ef menn þurfa að endumýja þá fyrr. Þess er þó þörf hjá ákveðnum hópi fólks sem á við ýmsa sjúkdóma að stríða. Þessir sjúklingar verða nú fyr- ir barðinu á ráðstöfunum ríkisstjóm- arinnar. Samkvæmt niðurstöðum Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands em lífeyrisþegar 20% þeirra sem lifa undir fátæktarmörkum. Þeir þurfa á öflugri velferðarþjónustu að halda. Velferðarkerfið verður að standa undir nafni sem öryggisnet. Það ger- ir það ekki ef svo heldur fram sem horfir. Höfundur er alþingismaður Fullvíst er talið að Ragnar Arn- alds muni ekki breyta ákvörðun sinni um að hætta þingmennsku. Hvort sem verður af sameiginlegu framboði vinstri flokkanna eða ekki, er eðlilegt að Alþýðubandalags- menn svipist um eftir góðum kandídat til að leiða flokkinn f kjör- dæminu. Sigurður Hlöðversson bæjartæknifræðingur á Siglufirði hefur verið varamaður Ragnars á þingi, og hefur efalítið fullan hug á frekari þingframa. Einnig er sterk- lega nefnd til sögunnar bæjarfulltrúi flokksins á Sauðárkróki, sem hefur staðið sig vel í sveitastjórnarmál- um, en það er Anna Kristín Gunnarsdóttir kennari. En einn þeirra, sem talinn er hafa vaxandi áhuga á stöðunni er Jón Bjarna- son skólastjóri bændaskólans á Hólum, sem hefur um langan aldur verið í flokknum. Hann er raunar mágur Hjálmars Jónssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins. Nú telja heimildir ú.r innstu röðum Al- þýðubandalagsins, að Ragnar sjálfur sé líklega hallastur undir Jón skólastjóra, og bera það helst fyrir sig, að þegar leikrit hans, Hús Hil- lebrandts, var frumsýnt á dögunum fyrir norðan bauð hann einmitt téð- um Jóni á frumsýninguna... Utrás íslenskra kvikmyndagerð- armanna, sem vinna við gerð heimildarkvikmynda, heldur áfram. Nú síðast fréttist, að Björn Brynjólfur Björnsson, hinn góð- kunni auglýsingamaður, hafi ný- lega verið á Grænlandi, þar sem hann vann að gerð heimildarmynd- ar um íslenskan hreindýrabónda. Samningar um sölur á myndinni eru í gangi, bæði innanland og utan... Hjá Reykjavíkurborg stendur nú fyrir dyrum að ákveða, hvað skuli gert við Iðnó, en þar eru miklar endurbætur í gangi. Margir sækjast eftir að fá húsið til umráða. (þeim hópi eru til dæmis Ása Ric- hardsdóttir, sem hefur með staðið fyrir starfsemi Hlaðvarpans, og vakið athygli fyrir frumleika í starfi sínu. Hún er talin koma sterklega til greina. Helstu keppinautar henn- ar eru aðstandendur Loftkastalans, en Baltasar Kormákur og félagar eru á góðri leið með að verða sannkölluð óskabörn íslenskrar leiklistar í dag. Þá vantar gott leik- hús með góða og helst nokkuð roskna sál, - til frambúðar. Iðnó er gamalt leikhús, þar sem flest er til reiðu. Mörgum finnst því einboðið að Loftkastalinn, sem hefur gengið fádæma vel, fái gamla Iðnó. Lík- lega myndi það þó reita Leikfélag Reykjavíkur til mikillar reiði, og ekki víst að hinn friðsæli meirihluti Reykjavíkurborgar leggi í það. Kanski ríður baggamuninn sú stað- reynd, að Reykjavíkurlistinn er hvort sem er búinn að missa hvert einasta atkvæði í Borgarleikhús- inu.... Ungum fræðimönnum við Há- skóla íslands vex stöðugt ás- megin. Einn þeirra er Már Jóns- son, sonur vísindakonunnar og femínistans Helgu Kress. Hann hefur um langt skeið verið í hópi efnilegustu fræðimanna á sviði bókmennta og íslenskra fræða, og það sem til hans hefur sést á sfð- ustu árum bendir til að hann standi fyllilega undir væntingum. Nú er Már með í smíðum bók um sjálfan Árna Magnússon, sem kemur sennilega út hjá Máli og Menningu fyrir jólin 1998. Þó bókin verði lík- lega mörg hundruð blaðsíður nær hún efalitið mikilli sölu, enda bæði Árni frægur að verðleikum og Már búinn að vinna sér orðstír sem vandaður og skemmtilegur fræði- maður... hinamegin "FarSide" eftir Gary Larson Jú, ég man eftir Jerry. Hann var góður vinur minn. Eg skildi þó aldrei orð af því sem hann var að segja en hann átti alltaf mikið af ágætu víni. fimm q fornum vegi Eiga stjórnarandstöðuflokkarnir að sameinast fyrir næstu alþingiskosningar? Einar Þorbjörnsson, bifvélavirki: “Já, alveg sjálfsagt.“ Bjarni þ. Sigurðsson, sölumaður: “Já. Þetta er góð spurning.' Davíð Björn Ólafsson, sölumaður: “Segjum bara já.“ Guðlaugur Sigfússon, sölustjóri: “Nei, það finnst mér ekki.“ Karl Óskarsson, sölustjóri: “Nei, það er ágætt að hafa þetta sundrað.“ v i t i m q n n “Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera kallaður kjör- dæmapotari eða fyrirgreiðslu- maður.“ Friðjón Þórðarson, fyrrverandi sýlsumaður, alþingismaður og ráðherra, í Mogganum. “Tækist mér einhvern tíma að gera kjósanda reglulega góð- an greiða, mátti ég eiga víst að hann styddi mig ekki í næstu alþingiskosningum á eftir. “ Friðjón Þórðarson, að vitna til ónafn- greinds kollega síns, í Mogganum. “Mér finnst í fyrsta lagi at- hyglisvert, að verðið á áfeng- inu skuli hafa haft þau áhrif á tilvonandi neytenda, að hann hætti við drykkjuna. Það sýnir Ijóslega hversu verðlagning áfengis er öflugt tæki til þess að stjórna áfengisneyslu þjóð- arinnar. “ Jóhannes Bergsveinsson læknir í Mogg- anum. “í öðru lagi finnst mér að ein- hver ætti að upplýsa þennan þyrsta ferðamann og aðra um það, að Reykjavík er borg sem nýtur þeirrar sérstöðu, að úr kaldavatnskrönum hennar streymir eitthvert hreinasta og besta vatn, sem fáanlegt er í heiminum." Jóhannes Bergsveinsson læknir, í Mogg- anum. “Ofan á kaupin er það kalt, svalandi og þyrstir göngu- menn geta drukkið það frítt að vild.“ Jóhannes Bergsveinsson, læknir í Mogg- anum. “Mér finnst í þriðja lagi að ekki eigi að auglýsa Reykjavík sem stað, þar sem ferðamenn koma til þess að þamba ódýrt áfengi eða til þess að horfa á heimamenn, allra síst ung- linga, drekka sig ölóða.“ Jóhannes Bergsveinsson læknir, í Mogg- anum. “Það er enginn akkur í að draga hingað drykkjurúta, fót- boltabullur, umhverfisspilla, eða aðra skaðvalda, jafnvel þótt af þeim megi hafa ein- hverja aura.“ Jóhannes Bergsveinsson læknir, í Mogg- anum. “Hann sagði reyndar að ég væri svindlari. Það orð er ekki notað jákvætt svo ég viti.“ Michael Jordan í Mogganum. “Víkverji hlakkar til þess að geta komið við í Ríkinu á leið heim úr vinnu á heitum sum- ardögum, sem framundan eru, og keypt sér ískaldan uppá- haldsbjór. “ Víkverji Moggans. Þó köld sé Hel, hún svæfir lífsins þraut. Fullþroskuð aldin falla; sá skal deyja sem tíminn heimtar; hinir áfram þreyja. Úr Ríkharöi II eftir Shakespeare.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.