Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 stjórnmál ;em formenn stjórnarandstöðuflokkanna voru ítrekað spurðir um afstöðu sína til sameiningarmála og sam- góðs. Ég get ekki svarað þessu öðru- vísi núna.“ Jóhanna sagði samfylkingu jafnað- armanna vera efsta á óskalista Þjóð- vaka og í því máli væri unnið af heil- indum og allt kapp lagt á að af sam- fylkingu mætti verða. “Fyrsta krossferðin var farin undir slagorðinu „Guð vill það“. Sú kross- ferð sem fyrirspyrjandi er að hvetja til er undir slagorðinu „Fólkið vill það“. Ég er honum sammála um að fólkið vilji samfylkingu og sameigin- legt framboð er fyrsta skrefið í þá átt,“ sagði Sighvatur. “Fólk vill trúverðugan valkost," sagði Margrét. „Við erum verkamenn fólksins, Við viljum breytt og réttlát- vilja formennirnir? ara þjóðfélag og þess vegna viljum við sjá stóran og öflugan jafnaðar- mannaflokk. En fyrst og fremst vil ég sjá fólk sem treystir sér til að breyta þjóðfélaginu. Þegar við höfum miðl- að stefnumálum okkar til fólksins þannig að því fmnist við vera trú- verðugur kostur þá skulum við fara saman í stóran og öflugan vinstri flokk.“ Margrét var þráspurð um afstöðu sína til sameiginlegs framboðs og sagði: „Framhaldið er undir því kom- ið hvort okkur Alþýðubandalags- mönnum tekst að trúa því að baráttu- málum okkar verði betur komið í kosningabandalagi en á einhvem annan hátt.“ Jóhanna brást við orðum Margrét- ar og Kristínar um sérstöðu sinna flokka með eftirfarandi orðum: “Ég held að það sé enginn sem óski þess jafn heitt og innilega eins og Sjálfstæðisflokkurinn að hver flokkur haldi nú £ sína hreinu áru og sérstöðu. Það er vísasti vegurinn til að fita Sjálfstæðisflokkinn og tryggja honum völd langt fram á næstu öld.“ Og Jóhanna hélt áfram: „Nefnið mér þann málaflokk sem ekki em deilur um innan Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir ágreining hefur hann borið gæfu til að halda saman. Ef við ætlum að setjast niður og leysa hvert einasta ágreiningsmál áður en við göngum saman til næstu kosninga þá mun okkur auðvitað ekki takast það. I stómm flokki eiga að vera skiptar skoðanir og deildar meiningar um einstök mál. Það er gmndvallaratrið- in sem eiga að sameina okkur. Hvaða mál er svo stórt í okkar huga að það réttlæti að við göngum £ sitt hvoru lagi til næstu kosninga? Það er ekkert mál svo stórt í mínum huga að það réttlæti það.“ “Við höfum valdið“ “Hefur ekki verið gengið það langt að ekki verði aftur snúið?“ spurði Róbert Marshall. „Mín tilfinning er að við höfum skapað það miklar væntingar hjá fólki að ef við hættum við núna þá verði öllum flokkum refsað fyrir það. Höfum við gert allt sem við getum til þess að draumur- inn verði að vemleika? Við unga fólkið spurðum okkur þessarar spumingar. Svarið var nei og þess vegna stofnuðum við Grósku. Mig langar til að spyrja ykkur, formenn- ina, þessarar sömu spurningar: „Haf- ið þið gert allt sem þið getið til að láta þennan draum verða að veru- leika?" Ef svarið er já þá er ekki eft- ir neinu að bíða, þá verðum við að byrja að vinna vinnuna." Sighvatur var fyrstur til svara: „Hefur verið gengið svo langt að ekki verði aftur snúið? Það er matsat- riði. Ég veit það ekki. En hafi ekki enn verið gengið svo langt að ekki verði aftur snúið, þá á að gera það. Höfum við gert allt sem við getum? Ekki allt, en við eigum að gera ailt sem við getum til að þessi niðurstaða verði að raunveruleika.“ “Við erum komin vel af stað og það er það sem máli skiptir," sagði Margrét. „Ef aftur verður snúið þá gerist það ekki með öðmrn hætti en þeim að af tveimur ámm liðnum fari einhver þessara flokka í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokki. Getið þið, eft- ir þennan fund í dag, ímyndað ykkur að það gerist? Þá hafið þið ekki mikla trú á þeirn flokkum sem hér sitja." Kristin sagði flokkana greinilega koma að þessu máli með mismun- andi hugarfari. „Sumir hafa greini- lega gefið sér niðurstöðuna fyrir- fram. Það hafa Kvennalistakonur ekki gert. Ég hafna því algjörlega að svara afdráttarlaust hver verði endan- leg niðurstaða. Ég ætla að vona að enginn verði tilneyddur til að gera eitthvað sem honum er á móti skapi.“ “Við höfum skyldu við unga fólk- ið og framtíðina og megum ekki bregðast fólkinu sem treystir og trúir því að þessi draumur verði að veru- leika," sagði Jóhanna. „Við eigum að ganga strax til verka og ég er sam- mála Róbert þegar hann segir að ekki sé eftir neinu að bíða.“ Lokaorðin koma frá formanni Al- þýðuflokksins: “Það er mjög sjaldan sem bjóðast tækifæri eins og okkur býðst núna til að ganga til samstarfs og sameigin- legs framboðs. Ég tel að það væru mjög alvarleg mistök að sleppa þessu tækifæri. Ég vil ekki einu sinni leiða hugann að því að þessir flokkar eigi eftir að ganga fram sem fjórir flokkar í næstu kosningum. Hér hef- ur ekki verið bent á eitt einasta atriði sem á að geta komið í veg fyrir að við tökum höndum saman. Við höf- um valdið í okkar eigin höndum. Af hverju ættum við að kasta því fyrir róða? Það er engin ástæða til þess, engin rök fyrir því og vonandi eng- inn vilji til þess.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.