Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 1
■ Fréttamenn lýsa ófremdarástandi á fréttastofum ríkisfjölmiðlanna „Reyndir fréttamenn eru að örmagnast" Fréttastofum ríkisfjölmiðlanna lýst sem hálfgerðum þrælabúðum í harðorðri ályktun Félags frétta- manna. Fréttamenn kveðast hafa fengið sig fullsadda af tómlæti og sinnuleysi yfirstjórnar RÚV. Trú- verðugleiki fréttastofanna er í hættu, - segir í ályktun þeirra. ■ Alþingi Fjölskyldustefna Alþingi hefur samþykkt frumvarp um opinbera fjölskyldustefnu. „Þetta er mál sem átti upptök sín í Alþýðu- flokknum, tillagan varð til í okkar tíð í félagsmálaráðuneytinu, en það hef- ur tekið þrjú ár að koma henni fram. Núverandi félagsmálaráðherra flytur hana lítið breytta, hann sleppir fjöl- skyldusjóðnum. Þetta er mál sem við höfum lagt áherslu og við munum út- færa ef við komumst til valda og við munum móta fjölskyldustefnu sem fólkið í landinu mun finna að skiptir máli,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir. Ófremdarástand ríkir á fréttastofum ríkisfjölmiðlanna vegna óhóflegs vinnuálags, og lélegra starfskjara fréttamanna, sem bera mun minna úr býtum en fastráðnir dagskrárgerð- armenn á öðrum deildum Ríkusút- varpsins. Þetta kemur fram í óvana- lega harðorðri ályktun aðalfundar Félags fréttamanna sem haldinn var í síðustu viku. Svo hart eru starfsmenn fréttastof- anna keyrðir af óbilgjamri yfirstjóm, að „reyndir fréttamenn em að ör- magnast vegna vinnuálags," sem að- alfundurinn rekur til láglaunastefnu yfirmanna RÚV. Við lestur samþykktarinnar er erfitt að verjast þeirri ályktun að fréttastofur ríkisfjölmiðlanna séu hálfgerðar þrælabúðir, enda vísa fundarmenn til fregna um uppsagnir reyndra fréttamanna á fréttastofum ríkisútvarpsins, sem er lýst sem „blóðtöku.". Yfirstjóm Ríkisútvarps- ins er einnig harðlega átalin fyrir lé- legan stuðning við sanngjamar kröf- ur fréttamanna um bætt kjör. Frétta- mennimir segja í ályktun sinni, að yfirstjómin hafi „jafnvel reynst þeim harðdræg, til dæmis varðandi launuð og ólaunuð leyfi fréttamanna." Þar segir einnig, að nú sé svo komið að reyndir fréttamenn með metnað fyrir hönd starfs síns hafi af þessum sök- um „fengið sig fullsadda af af tóm- læti og sinnuleysi yfirstjórnar RÚV varðandi starfskjör sín.“ Vinnuaðstaða á fréttastofu Sjón- varps er stofnuninni til skammar, segir í ályktuninni, vaktakerfi er íþyngjandi, litlir möguleikar em á til- færslu í starfi, tölvubúnaður er las- burða, upplýsingakerfi er í ólestri, og í steinrunnu upplýsingakerfi er helsta haldreipi fréttamanna sem þurfa á gögnum að halda að leita á vit gagna- banka Morgunblaðsins. En meira að segja sá aðgangur er takmarkaður, sökum tómlætis yfirstjómarinnar. Sinnuleysi yfirstjómar stofnunar- innar er slík, má ráða af ályktuninni, að skortur hennar á viðbrögðum við ■ Guðmudnur Árni Stefánsson um utan- dagskrárumræðu um breytingar á skipan mála í Leifsstöð Halldór var æstur og með skæting „Það var áberandi hversu vanstillt- ur og æstur utanríkisráðherra var þegar leitað var eftir upplýsingum urn það hvað fyrir honum vekti með tillögum um stórfelldar breytingar á rekstri flugstöðvarinnar í Keflavík. Svör hans vom langt frá því að vera efnisleg heldur byggðust á útúrsnún- ingi og skætingi," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson, en hann hóf utan- dagskrámmræðu á Alþingi í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á versl- anarekstri í Leifsstöð. Talsverður hiti var í mönnum þegar málið var rætt. „Ég spurði Halldór Ásgrímsson einfaldlega að því hvernig hann ætl- aði að svara sjálfsögðum spurningum starfsmanna fríhafnar, tollvarða og starfsmanna fslensks markaðar um það hvemig starfsöryggi þeirra yrði háttað eftir að ákveðið yrði að bjóða út verulegan hluta af þeirri starfsemi sem þessi hópur hefði haft með höndum um langt árabil í Leifsstöð,“ sagði Guðmundur. „Útreikningar hafa sýnt og ég hef aflað mér upplýsinga um það, að þessar breytingar geta leitt til þess að milli 60 og 70 manns yrðu af at- vinnu. Ég fékk engin svör önnur en þau að endurtekið var að engum yrði sagt upp störfum. Ég fékk heldur ekki svör við öðru sem ég vildi fá svör við. Þegar kom að því að ræða það sem skipti hvað mestu máli skil- aði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra auðu,“ sagði Guðmundur Ami Stefánsson. þróuninni gæti í „versta falli...rýrt trúverðugleika og álit fréttastofanna, og þar með tekjumöguleika RÚV á tímum rvaxandi samkeppni í fjöl- miðlun hér á landi,“ segir meðal annars í ályktun fréttamanna. Málaliðar urðu heimaskítsmát Þetta segir Jón Baldvin meðal annars í viðtali á bls. 7 1 Hilmar MITSUBEHI MiTSueiSHi PAiERO.Superwagoit. 5 ayra kosrarfra 290-000 i i w »6- ri*kb md v\ \ / i Ij 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.