Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Hoilustan við hugsjónina Loksins loksins!! Loksins hillir undir það að jafnaðarmenn og félags- hyggjufólk á íslandi ætli að láta skynsemina ráða. Loksins hillir und- ir það að forystumenn smáflokkanna á vinstri vængnum þori að taka undir þá þungu kröfu almennings um að boðið verði upp á kjósanlegan val- kost í næstu kosningum. A sameigin- legri ráðstefnu þessara flokka síðast- liðinn laugardag kom fram að fólk úr þessum flokkum á auðvelt með að vinna saman og kemur það sjálfsagt fáum á óvart nema ef til vill forystu- mönnunum sjálfum. Ekki er það þó ætlun mín að hnýta sérstaklega í þá enda eru þeir sjálfir á fleygiferð í átt að frjálslegri málflutningi en lengi Pallborð i Hreinn Hreinsson skrifar hefur heyrst. Að mínu áliti snúast stjómmál um það að hafa hugsjónir til að berjast fyrir og að hafa skynsemi til þess að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Fyrir mér er það og hefur alltaf verið óskiljanlegt hvernig jafn- aðarmenn og félagshyggjufólk geta réttlætt það að vinna ekki saman heldur skiptast á að sænga með höf- uðóvininum í ríkisstjóm. Við eigum að vinna saman af því að við stefnum að sama markmiði og af því að það er skynsamlegt. Það er skynsamlegt vegna þess að það er líklegra til þess að skila okkur þeim árangri sem við stefnum að. Við eig- um okkur hugsjónir um réttlátt og heiðarlegt þjóðfélag þar sem velferð og heilbrigði fjölskyldunnar og menntun bama okkar eru í öndvegi. I stað þess að stefna að því marki höf- um við tekið þátt í því að viðhalda þjóðfélagsmynstri óskynsemi, skammsýni og mannvonsku í nánu samstarfi við íhaldsflokkana tvo. Við skulum ekki gleyma því að við höf- um sjálf tekið þátt í að móta þetta þjóðfélag, þetta er ekki bara þeim að kenna. Við skuldum hugsjónum okkar það að taka okkur tak og fara að breyta því sem mestu máli skiptir. Það skiptir máli að fólkið í landinu er á svo lágum launum að margir svelta og em örvingla í fjárhagserfiðleikum sínum. Það skiptir máli að fjölskyld- an getur ekki lengur sinnt verkefnum sínum vegna þess að hún er að leys- ast upp. Það skiptir máli að aðbúnað- ur bama er langt frá því sem hann ætti að vera, bæði í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og á heimilunum. Og við skulum alveg átta okkur á því að það mun enginn breyta þessu fyr- ir okkur. Það ástand sem er í þjóðfélaginu í dag varð ekki til af sjálfu sér og það mun heldur ekki hverfa af sjálfu sér. Við höfum það sjálf í hendi okkar hvemig framtíðin verður. Við getum gefið fjölskyldunni nýtt líf. Við get- um skapað bömum okkar umhverfi sem elur af sér heilbrigða og góða einstaklinga. Við getum skapað það efnahagsumhverfi sem getur boðið fólki upp á mannsæmandi kjör. En kjami málsins er sá að við höfum þetta í hendi okkar og enginn annar. Sú umræða sem nú er farin af stað má ekki enda hér, það má ekki gerast að allt verði óbreytt í næstu kosning- um. Við eigum að sýna að við getum sýnt hugsjónum okkar meiri hollustu en við höfum hingað til sýnt flokkun- um. Við eigum að brenna brýr því það verður ekki aftur snúið úr þessu. Ef við gemm það verða smáflokk- amir svo ótrúverðugur valkostur að það væri líklega betra að leyfa hinum bara að stjóma áfram. Allavega á ég erfitt með að ímynda mér hvernig á að sannfæra fólk um að kjósa flokk- ana okkar því sú stefna sem þeir standa fyrir mun ekki komast í fram- kvæmd nema með samvinnu jafnað- armanna og félagshyggjufólks. Það er ekki hægt að ætlast til þess til ei- lífðar að fólkið í flokkunum sýni þeim endalausa tryggð á meðan hug- sjónin er látin víkja. Þátttökuleysi almennings í stjóm- málum er stórt vandamál og mun aukast enn ef ekkert breytist. Eg get sagt fyrir sjálfan mig að útivera og holl hreyfing er miklu meira freist- andi en að vinna í kosningabaráttu sem snýst um það hvort Alþýðu- flokkurinn fær tveim prósentum minna eða meira fylgi, það skiptir hvort eða er ekki máli. Höfundur er félagsráðgjafi. Við eigum að brenna brýr því það verður ekki aftur snúið úr þessu. Ef við gerum það verða smáflokkarnir svo ótrúverðugur valkostur að það væri líklega betra að ieyfa hinum bara að stjórna áfram. Athygli hefur vakið afskipti Fé- lags íslenskra stórkaup- manna, að kvótamálum. Það er formaður félagsins, Jón Ás- björnsson í Fiskkaupum, sem leiðir umræðuna, eðlilega, enda meira tengdur sjávarútvegi en verslun. Þó má ekki gleymast að auk heildverslunar rekur Jón um- svifa mikið útflutningsfyrirtæki. Hitt er annað að mörgum stór- kaupmanninum þykir félagið vera farið að feta áður óþekktar slóðir og umræðan talsvert á skjön við það sem áður var og staða for- mannsins mun hafa veikst. Fiskistofa er vinsælt umræðu- efni. Hún þykir hafa blásið ótrúlega hratt út og deilt er á margt sem stofan hefur gert. Trillusjómenn fengu frá Fiskistofu handbók um hvernig þeir eigi að bera sig að við meðferð á fiski. Sjómönnunum þótti fátt nýtt koma fram í handbókinni og fundu henni flest til forráttu. Einkunnirnar sem bókin fékk voru ekki allar fagrar. Einn sagði að ekki væri einu sinni hægt að skeina sig á henni og annar að bévítans bókin sykki ekki einu sinni. Nú er að bresta á tónleikaröð Bubba og KK. Á föstudags- kvöld verða þeir með tónleika í Hlégarði. Þeir félagar skipta tón- leikunum í þrennt. Bubbi byrjar að leika lög af væntanlegri plötu í bland við eldri lög og KK tekur síðan við fáheyrðum KK-lögum og með lög úr leikritinu Hið Ijúfa líf, sem verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu síðsumars. Að lokum spila og syngja þeir félagar sam- an, lög sem þeir hafa gert í sam- einingu. Maður einn sem átti erindi í Kirkjuhúsið við Laugaveg varð krossbit. Hann sagði að það fyrsta sem hann sá þegar hann kom inn var mynd af sveltandi barni með framréttar hendur. Þegar innar var komið sagði maðurinn að athygli sína hafi gripið ótrúlega íburðanniklar inn- réttingar. „Það hefði mátt brauð- fæða heilu ættbálkana fyrir inn- réttingamar einar, og það mán- uðum saman," sagði maðurinn og bætti við að aldrei hefði hann séð aðrar eins andstæður. Kaffisamsætið sem Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur og Alþýðubandalagsfélag Reykjavfk- ur efndu til á 1. maí á Hótel Borg þótti takast með miklum ágætum. Mun fleira fólk kom en bjartsýn- ustu menn áttu von á. Upphaf- lega var vonast til að um 150 manns myndu koma, en reyndin varð önnur, um 400 manns mættu. Þá þótti ræðumönnum dagsins, þeim Jóni Baldvin Hannibalssyni og Svavari Gestssyni takast vel upp. Ekki er annað að heyra en almenn ánægja sé með hvernig til tókst og greinilegt er að allt bendir til að samkoma verði endurtekin að ári. hinumcgin "FarSide" eftir Gary Larson Beverly Hills norðurpólsins. Hvað ætlar þú að gera um hvítasunnuna? Runólfur Runólfsson, heimsmaður: “Vera heima og hafa það gott.“ Ingvar Sveinsson, nemi: “Spila fótbolta.“ Svava Anna Pálsdóttir: “Fara í bíltúr og skoða land- ið.“ Elísabet Inga Kristófers- dóttir: “Vinna í Þorlákshöfn." Unnur Ösp Stefánsdóttir, nemi: “Fagna próflokum með vin- um mínum og undirbúa utan- landsferð." v i t i m c n n “Þá þurfti kannski bara að hreinsa mannskapinn og þá hélst sama stoppið.“ Rafn Magnússon, vaktmaður f hvalbátun- um og fyrrverandi hvalafangari að lýsa hvernig lífið var þegar hvalveiðar voru stundaðar hér. DT. “Þetta var voðalegt fútt með- an þetta var af fullum krafti. Það var unnið allan sólar- hringinn og aldrei stoppað, enginn munur á degi og nóttu, bæði á skipunum og uppí stöð.“ Rafn Magnússon heldur áfram að lýsa hvalveiðum. DT. “Nei. Það hefur verið brotist hér inn og gerðar tilraunir til þess en hér er ekkert til að taka.“ Vaktmaðurinn að lýsa núverandi ástandi á hvalbátunum. DT. “Þá er ég orðinn stirður og því hleð ég utan á mig, þótt ég sé ekki enn orðinn einsog Helmut Kohl í laginu. Góðu heilli þarf ég ekki einsog hann að hafa áhyggjur af milljónum manna sem ganga atvinnuiausir." Pétur Pétursson, fyrrverandi þulur, i DT. “En prófið reyndist ekki vera próf í kunnáttu heldur í hrað- skrift." Halla Hrund Logadóttir, nemandi (10. bekk, að skrifa um hin margfrægu stærð- fræðipróf, f Mogganum. “Kaupa, kaupa og kaupa. Nei kannski ekki alveg.“ Aðalsteinn Jónsson, þjálfari handboltaliðs Breiðabliks, þegar hann var spurður í DT, hvað þurfi að gera lii að lið hans falli ekki úr fyrstu deildinni á fyrsta leiktfmabili. “Þú hlærð að typpinu á næsta manni í dag. Aumingja maður- inn.“ Úr stjörnuspá DT. “Já, vegna þess að sextán ára unglingur hefur ekki vit fyrir sér.“ Bubbi Morthens í DT, þegar hann var spurður hvort rétt sé að hækka sjálfræðis- aldur úr 16 árum í 18. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn sem við gengum. Því meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. Úr Þjóðvísu Tómasar Guömundssonar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.