Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 4
Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur hefur tekið saman. S IKína undir lok 19. aldar, einkum eftir ósigur þess í stríði við Japan 1894-95 og hertöku Shandong- héraðs af hálfu Þýskalands 1897-98, var farið að setja fram og binda vonir við samfélagslegar umbætur að vest- urlenskri fyrirmynd. Sumarið 1898, frá 11. júm' til 21. september, setti keisarinn Guang Xu, að frumkvæði embættismanns, Kang You-wei, ein umbótalög af öðrum. í lok þess 103 daga skeiðs var keisaranum steypt og öll umbótalögin úr gildi felld nema um stofnun Peking- háskóla. Tveimur árum síðar, 1900, stóð hemaðarlegt leynifélag, svonefndir „boxarar" fyrir uppreisn í Peking, - með vitorði keisara-stjómarinnar - sem beindist gegn útlendum sendi- ráðum í borginni. Uppreisn þessi var síðan barin niður af herflokkum stór- veldanna og þá með samþykki keis- arastjómarinnar. Grófu þeir atburðir enn undan trausti og virðingu keis- arastjómarinnar, sem skipulegt andóf var hafið gegn. Fimm áram síðar, 1905, utanlands, á fundi í Tokyó, vora nokkur umbótafélög saman felld í samtök, Tong Meng Hui, und- ir forsæti helsta forystumanns þeirra, Sun Yat- sen. Eitt helsta kjörorð þess var: Steypum Manchu-keisaradæm- inu, stofnum lýðveldi, jöfnum land- eignir. í Wuchang 10. október 1911 var hafin uppreisn (í tilefni af upptöku ríkisins á jámbrautum) sem breiddist út um allt landið. Foringjar hersins í Peking, undir forystu Yuan Shi-kai, knúðu þá hirðina til afsals keisaran- legs valds í hendur þeirra. Þjóðleg vakning Til þjóðfundar liðlega 900 fulltrúa í Nanking var efnt í árslok 1911 að framkvæði Tong Meng Hui. Þjóð- fundurinn útnefndi Sun Yet- sen, þá staddan utan lands, til forseta. Að samkomulagi við Yuan Shi-kai tók hann útnefningunni til bráðabirgða eða fram til endanlegs valdaafsals keisara-ættarinnar, sem varð sex vik- um síðar, 12. febrúar. Varð Yuan Shi- kai síðan forseti ríkisstjómarinnar í Peking fram til andláts síns 1916, en á þeim fjóram áram gengi ýmis fylki í reynd undan ríkisstjóminni, einkum í suðurhluta landsins. I fyrri heimsstyrjöldinni, 1914-18, sagði Kína í ágúst 1917 Þýskalandi og Austurríki stríð á hendur og gekk þannig til liðs við bandmenn. Um 200.000 kínverskir verkamenn fóra þá til starfa í Evrópu, en framan af öldinni hafði sagt til iðnvæðingar í landinu, sem efldist á styrjaldaráran- um. Við friðargerðina í Versailles 1919 endurheimti Kína þó ekki yfir- ráð fyrir Shandong- héraði, heldur vora þau falin Japan. Því mótmæltu stúdentar í Peking með kröfugöngu 4. maí 1919. Næstu vikur fóra náms- menn í ýmsum borgum að dæmi þeirra. Um miðjan mánuðinn snerast stjómvöld gegn þeim og handtóku um 1130 þeirra. Hófu verkamenn þá verkfall i Shanghai og í borgum í landinu sunnanverðu. Þykir sú mót- mælaalda hafa markað þjóðlega vakningu. Kuomintang stofnað Fyrir ríkisstjóm Yuan Shi-kai hafði Sun Yat-sen um tveggja ára A þingi Kuomintang í Kanton í janúar 1924, hinu fyrsta svonefndra þjóð- þinga fiokksins, voru úr hópi kommúnista kjörnir þrír miðstjórnarmenn og sex varamenn í miðstjórn, á meðal þeirra Mae Tse-tung. skeið umsjón með jámbrautum, en lét síðan af samstarfi við hana. Hóf hann þá endurskipulagningu umbóta samtaka MM2. Utan lands, í Japan 23. júní 1914, stofnaði hann Kín- verska byltingarflokkinn, Chung-hua kuo-min tang. En um það leyti mun Sun Yat-sen hafa leitt hugann að hemaðarlegri leið til að koma á þing- ræðislegu lýðveldi í Kína. Liðlega hálfu öðru ári síðar, snemma árs 1916, hlaut Sun Yat-sen allmikinn fjárstuðning frá velunnara í Japan, Kuhara Fusunaosuke. í Kanton 1. september 1917 kom saman um sjöttungur fulltrúanna á þjóðfundinum í Nanking fimm árum áður og setti þar upp fylkisstjóm. Að- eins ári síðar sagði Sun Yat-sen um sinn við hana skilið. í mótmælaöld- unni í maí 1919 var honum ekki alls kostar að skapi, að námsmenn reyndu yfirleitt að vekja upp þjóð- emiskennd á meðal allra stétta sam- félagsins, en hugur (hans) beindist að myndun lítils forystuliðs, úrvaldsliðs sannnefnds, til að hefja upp agaða og stefnufasta byltingarhreyfingu. Hálfu ári síðar, í október 1919, endurskipu- lagði Sun Yat-sen byltingarflokk þjóðemissinna og breytti nafni hans í Kínverska þjóðemisflokkinn, Chung-kuo kuo-min tang. I árslok tók hann aftur við forystu fulkis- stjómarinnar í Kanton, sem hafði raunar herforingja að bakhjarli. Sun Yat-sen tekur Kanton Orðsending frá Georgi Chicherin, þjóðfulltrúa utanríkismála í Rúss- landi, barst Sun Yat-sen 28. ágúst skuár Deng Xiaoping Deng Xiaoping, - Teng hsiao- ping að fyrra rithætti, - fæddist 22. ágúst 1904, í Kína suðvestanverðu, í þorpi, Paifang, í fylkinu Sichuan. Faðir hans bóndi, átti þar tíu hekt- ara jörð. Forfeður Deng í karllegg höfðu um tvö hundrað áram flust þangað frá Kína sunnanverðu og því mælt á mállýskuna hakka. Ferðin til Frakklands Bamaskólagöngu hóf Deng fimm ára gamall, en ellefu ára gam- all var hann settur á eins konar gagnfræðaskóla og haustið 1919, þá 15 ára gamall, á nýstofnaðan menntaskóla í Chungking, sem undirbjó nemendur undir náms- og starfsdvöl í Frakklandi, en þarlend- is vora um 30.000 kínverskir verka- menn á þriðja áratugnum. Ásamt föðurbróður, honum þremur áram eldri, hélt Deng til Frakklands í september 1920. Þá um haustið fór Deng í skóla í Bayeux í Normandie, en í ársbyijun 1921 fór hann í vinnu. í fyrstu vann hann í vélsmiðju, Le Creusot, bæ á milli Lyon og Parísar, næst í hjól- barðaverksmiðju, þá á veitingahúsi og loks í bflasmiðju Renault í Bill- ancourt, einu úthverfa Parísar. Vet- urinn 1922- 25 gat hann kostað sig í þrjá mánuði á menntaskóla í Chatillon sur Seine. Kunningskapur við Zhou En-lai Verkalýðsfélögum kynntust hinir ungu kínversku náms-verkamenn í Frakklandi og gengu jafnvel í þau. í upphafi þriðja áratugarins var rúss- neska byltingin mjög til umræðu í þeim, og greip byltingin hugu sumra þeirra. Einn samverkamaður og vinur Deng í Le Creusot, Zhao Shiyen, hafði aðhyllst Marxisma og vakið áhuga hans á sósíalisma. I París var Deng samtímis helsta for- ystumanni ungra kommúnista í Frakklandi, Zhou En-lai frá október 1921 til febrúar 1922, en hann nefndi Deng síðan „eldri bróður", því kínverska virðingarheiti. í júní 1923 var Deng kjörinn í stjóm franskra aðildarfélagsins að Kínverska sósíaliska æskulýðssam- bandinu og gerðist jafnffamt starfs- maður þess. Aðra skrifstofu hafði það ekki en lítið herbergi Zhou En- lai á 17 rae Godefrey við Place d ‘Italie í París. Útgáfu blaða hóf fé- lagið þó í febrúar 1924, en þá hafði „þjóðfylking" þjóðemissinna og kommúnista verið mynduð. Varð Deng starfsmaður deildarinnar í Lyon, en nokkur hundruð Kínverja unnu þá í Le Creusot og allmargir í grennd við Saint Etienne. Til París- ar fór Deng eftir mótmælagöngu kínverskra náms-verkamanna að sendiráði Kína í París 14 júní 1925, eftir að sex verkfallsmenn höfðu verið skotnir í verkfalli í Shanghai. Eftir þá mótmælagöngu var um fimmtíu náms-verkamönnum vísað úr landi og um eitt hundrað aðrir héldu heim frá París. Fékk Deng aftur vinnu í bflasmiðju Renault í Billancourt. En snemma árs 1926, þá á 22. aldursári, fór hann þaðan til Rússlands. @millifyrirsögn:Aust- urlandaskólinn Fyrstu vikur sínar í Moskvu var Deng á Kommúniska háskóla erfið- ismanna Austurlanda, en innritaðist síðan í Sun Yat-sen Háskólann, er saman stóðu rússneski kommún- istaflokkurinn og Kuomintang. Við hann vora þá um 200-300 nemend- ur. Rektor Háskólans var Karl Radek og aðstoðar-rektor var „Pa- vel Mif‘, er um sig safnaði hópi áhugasamra kommúnista, sem hugðu á byltingarstarf. í Kína vora þeir síðan nefndir „heimkomnu námsmennimir" eða „hinir tutttugu og átta“, og réðu þeir miklu um stefnu Kínverska kommúnista- flokksins frá 1931 til 1935. f þeim hópi var Deng ekki. Atburðir í Kína norðanverðu urðu til þess, að Deng hélt heim í árslok 1926. Þá um sumarið hafði her þjóðfylkingarinnar, bandalags þjóðernissinna og kommúnista, haldið norður á bóginn frá Kanton til að sameina Kína með hervaldi. Einn þriggja helstu herforingjanna í Kína norðanverðu, Feng Yuxiang, var þjóðfylkingunni hliðhollur, en hann átti í átökum við hina herfor- ingjana tvo og hafði farið halloka framan af árinu. Peng Yuxiang fór til Moskvu, þar sem hann dvaldist í þrjá mánuði. Gegn fyrir heiti um að ganga til liðs við þjóðfylkinguna og að taka póli- tíska erindreka upp í her sinn, hlaut hann þar umbeðinn stuðning. Var Deng einn þeirra pólitísku erind- reka, sem til hers hans vora sendir. Til Kína fór hann um Mongólíu. Til Xian, þá höfuðstöðva Feng, kom, kom hann í febrúar 1927.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.