Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 stjórnmál - fyrstu 100 árin 1921. í svari sínu kvaðst hann hafa hug á viðskiptum við Rússland, en þau mundi ríkisstjómin í Peking hindra, og bað um upplýsingar um skipan ráðstjómarinnar, hersins og fræðslumála, einkum hinna síðast- nefndu. Og han bætti við: „Ég hef hug á persónulegum kynnum við yður og vini mína í Moskvu,“ (að frá er sagt í áðumefndu riti, á bls. 69). I Washington í nóvember 1921 var haldin ráðstefna stórveldanna um af- vopnun og fleiri mál, m.a. íhlutunar- svæði þeirra í Kína. Á ráðstefnuna var ríkisstjóminni í Peking boðið að senda fulltrúa, en ekki fylkisstjóm þjóðemissinna í Kanton. Á ráðstefn- unni tóku stórveldin að nýju upp samráð um íhlutunarsvæði sín. Vænti Sun Yat-sen þá ekki lengur stuðnings frá neinu þeirra, en stuðnings hafði hann á ámm áður leitað í Japan, á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Og þóttist hann aðeins eiga í eitt hús að venda, Rússland. I næsta mánuði, 23. desember 1921, átti Sun Yat-sen fund með er- indreka 5. alþjóðasambandsins, H. Sneevliet, í Kweilin. Kvað hann kín- verska þjóðemissinna hafa samráð með rússnesku byltingunni, en það, sem við ætti í einu landi, kynni ekki að eiga við í öðru. Svo stóðu þau mál á fyrri hluta árs 1922, er fylkisstjóm þjóðemissinna var hrakin frá Kanton, en Sun-Yat- sen flýði þá til Shanghai. Um það leyti hafði Kuomintang, eins og flokkur þjóðemissinna var alla jafna kallaður, einungis um 35.000 manna herliði á að skipa, aðallega frá Yunn- an, Kwangsi og Kwantung, auk nokkurs þjóðvarðliðs. Þessu herliði þeirra tókst þó að taka Kanton á ný og settist Sun Yat-sen þar aftur að 21. febrúar 1923. Fyrsta marxistafélagið Fyrsta marxiska sósíalistafélagið í Kína mun hafa verið stofnað í Shanghai sumarið 1920. Um haustið var kínverska sósíaliska æskulýðs- sambandið myndað, en að því stóðu allnokkur félög, tvö þeirra á meðal námsmanna erlendis, í París og Tokyo. Næsta ár, í Shanghai í júlí 1921, var Kommúnistaflokkur Kína stofnaður af þrettán fulltrúum liðlega fimmtíu félagsmanna. f öndverðu lagði hann meginá- herslu á styrkingu verkalýðsfélaga. Þá að undanfömu höfðu verkamenn bmgðist við bágum kjömm með stofnun verkalýðsfélaga. Frá janúar 1922 um liðlega ársskeið áttu um 500.000 verkamenn í verkfalli, en í febrúar 1923 barði herinn verkföll niður með vopnavaldi. Kommúnistaflokkur Kína hélt annað þing sitt í Shanghai í júlí 1923, og sátu það tólf fulltrúar 123 félags- manna. En skömmu síðar tókst (H. Sneevliet), fulltrúa (3.) Alþjóðasam- bandsins að fá miðstjóm Kommún- istaflokksins til að samþykkja tilboð Sun Yat- sen um einstaklingsbundna inngöngu í Kuomintang (að Ragnar Baldursson ritar í Kína. Reykjavík, 1985, bls. 134). Samkomulag þetta staðfesti þriðja þing Kommúnista- flokksins, haldið í Guangzhou hálfu öðm ári síðar, í janúar 1924. Sátu það 30 fulltrúar af hálfu 432 félags- manna. (Tölur um flokksmenn og fulltrúa á því þingi og hinum tveimur undanfarandi eru úr A Concise Hi- story of China eftir Jian Bozan, Shao Xunzheng og Hu Hua, Peking, 1964.) Maó kemst í miðstjórn Fylkisstjóm Kuomintang í Kanton setti upp herskóla í Wampoa, í grennd við Guangzhou en í ráði var herför norður á bóginn til sameiningar Kína. „Með tilstuðningi um sjötíu liðsfor- ingja frá Rússlandi var nýr her þjóð- emissinna myndaður og þjálfaður" (að Wakter Durant hermdi í Story of Civi- lization vol. I, New York 1942, bls. 812). Skólastjóri var Tsjank Kai-shek, helsti leiðbeinandi Vassili BlÁcher og forstöðumaður stjómmáladeildar Chou En-lai úr hópi kommúnista. Á þingi Kuomintang í Kanton í janúar 1924, hinu fyrsta svonefndra þjóðþinga flokksins, vom úr hópi kommúnista kjömir þrír miðstjómarmenn og sex varamenn í miðstjóm, á meðal þeirra Mae Tse-tung. í nóvember 1924 fór Sun Yat-sen norður til Peking til viðræðna við landsstjómina þar, sem í orði kveðnu að minnsta kosti naut stuðnings flestra fylkja, herstjóra þeirra. Málamiðlun til að koma í veg fyrir borgarastyijöld tókst ekki, og við svo búið sneri Sun Yat-sen aftur til Kanton. Hann var þá ekki heill heilsu og lést hann í mars 1925. í febrúar og október stökkti her Kuomintang á brott óvinveittum her- flokkum skammt undan Kanton og færði út yfirráðasvæði fylkisstjómar- innar. En í nóvember 1925 efndi hópur hægri manna í Kuomintang til andófs gegn stefnumörkun flokksins, Vestur- hæðar- ráðstefnunnar svonefndu (gegnt gröf Sun Yat-sen), en á þingi flokksins, tveimur mánuðum síðar, í janúar 1926, var hún vítt. Norður á bóginn til sameiningar Kína hélt her þjóðfylkingar Kuomintang sumarið 1926. llDki og HIVEA sturtuolíu Nýjung NIVEA sturtuolía - í staðinn fyrir hefóbundna sturtusápu -freyðir vel. Inniheldur náttúrulega olíu sem mýkir húðina og vinnur gegn þornun hennar. PH gildið er það sama og húðarinnar. Vfó ráðleggjum öllum að prófa nýju NIVEA sturtuolíuna - árangurinn kemur á óvart. |^0Í NIVEA milt sjampó fyrir allar hár- tegundir. Inniheldur náttúrulegt prótein. Með góðri fyllingu og heldur hárinu glansandi fínu í dagsins önn. PH gildið er það sama og í hársverðinum. Milt og gott sjampó sem hentar einstaklega vel til daglegra nota. Við eigum afmæli en þið, ágætu neytendur, fáið gjöfina! 50 ára 1947-1997 rxoi (Z/iAJ /sh z C' j,5, HEtOASON EBf 1947 - 1997

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.