Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1997 f r é t t i r ■ Líferyrissjóðafrumvarpið Hefur það markmið? í umræðunni um lífeyrissjóða- frumvarið hefur það vakið athygli hve undirbúningur þess virðist óvandaður. Ráðist er í grundvallar- breytingar á kerfi, sem með réttu er talið eitt það besta í heiminum án töl- fræðilegra eða tryggingafræðilegra rannsókna. Jafnframt eru engin lang- tímamarkmið sett, sem þó er grund- vallaratriði í allri umræðu um lífeyr- ismál. I almennum hluta greinargerð- ar með frumvarpinu er þó getið markmiða og þau sögð: a) Að auka samkeppni lífeyrissjóða. b) Að auka valfrelsi í lífeyrissparnaði. c) Að tryggja bein áhrif sjóðfélaga á stefnumörkun og stjórn. d) Að skil- greina og skýra stöðu séreignasjóða. e) Að auka þátttöku lífeyrissjóða í at- vinnulífinu. Athugandi er hvort markmiðum þessum sjái stað í frum- varpiu. Eykst samkeppni líf- eyrissjóða? Um réttindi úr og aðild að lífeyris- sjóðum hefur aldrei verið sam- keppni. Þessi atriði eru bundin í kjarasamningum og verða það áfram skv. 2.mgr. 2.gr. frumvarpsins. Skv. frumvarpinu er lífeyrissjóðum verka- lýðshreyfingarinnar meinuð móttaka séreignaframlaga, sem þó fellur beint að rekstri þeirra án mikils aukakostn- aðar. Skv. 8.gr. frumvarpsins fá bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrirtæki einkarétt á móttöku þeirra framlaga. Gildandi lög um skyldutryggingu lffeyrisrétt- inda nr. 55/1980, hindra ekki al- mennu lífeyrissjóðina í að reka slíkar deildir en það verður bannað ef frumvarpið verður að lögum. Frum- varpið leggur síðan niður í einu lagi þá séreignasjóði, sem tekið hafa við skyldubundnum 10% framlögum einstaklinga. Það er blekking að halda því fram að síðan sé búin til samkeppni um séreignaspamað um- fram 10% af launum. Margoft hefur komið fram að spamaður þessi er ekkert annað en lögbundið innlegg á bundinn bankareikning, sem greitt verður út af skv. ákveðnum reglum, sem frumvarpið tilgreinir. Fyrir er í landinu samkeppni um sparifé lands- manna. Nýr bankareikningur, sem kallaður verður „lífeyrisreikningur" bætir þar engu við. Hvorki er því inn- leidd eða aukin samkeppni milli líf- eyrissjóða. Eykst valfrelsi? Frumvarpinu er ætlað að auka val- frelsi í lífeyrisspamaði. Þessu mark- miði sér ekki stað. Engar nýjungar eru kynntar. Um árabil hafa verið reknir séreignasjóðir án þess að setja hafi þurft sérstök lög um þá. Þeir hafa verið valfijálsir fyrir fjölda fólks, starfað undir 1. 55/1980 og gengið ágætlega. Þeir eru slegnir af. Launafólki, sem eitthvað hefur átt eftir af launum sínum um mánaða- mót hefur til þessa staðið til boða að gera sparnaðarsamninga við Þjón- ustumiðstöð ríkisverðbréfa og alla banka og sparisjóði á landinu. Ur miklu hefur því verið velja og ekki hefur þurft sérstök lög eða aukið for- ræði yfirvalda. Lögin bæta hér eng- um nýjungum við. Bein áhrif sjóðféiaga á stefnumörkun og stjórn. Frumvarpið fer gegn þessu meinta markmiði. Þegar 12.12 1995 sömdu aðilar vinnumarkaðarins um nýtt skipulag ársfunda lífeyrissjóðanna. Það tryggir bein áhrif sjóðfélaga á stefnumörkun og stjóm þeirra. Fram- varpið setur engar nýjar reglur. Það leggur hins vegar upp með, að hluta lífeyrissjóðsiðgjalda megi launfólk ráðstafa með samningi til verðbréfa- fyrirtækja, banka og tryggingafélaga og mynda séreignasjóð. I lögunum er enginn áskilnaður um að launafólki skuli tryggð „bein áhrif á stefnu- mörkun og stjóm“ þessara aðila. Þegar hugsað er út í það er hugmynd- in þó ekki svo slæm. Er ráðherra undir rós að boða þjóðinni, að sá tími sé kominn „að sparifjáreigendur og tryggingatakar allra landa samnein- ist“ og geri kröfu um stjómarsetu í Magnús M. Norðdahl hrl. Sjóvá og VÍS, Búnaðarbanka og Landsbréfum svo fáein dæmi séu tekin? Varla. Eftir stendur að fram- varpið tryggir hvorki eitt né annað í þessu efni, sem verkalýðshreyfingin hefur ekki þegar tryggt í frjálsum samningum. Framvarpið opnar hins vegar fyrir lífeyrissparnað í fyrir- tækjum, sem launafólk á engan að- gang að og era í eigu örfárra risa á ís- lenskum banka og tryggingamarkaði. Skilgreinir frumvarpið og skýrir stöðu séreignasjóða? Stofnun og rekstur séreignasjóða er sett undir einkarétt banka, spari- sjóða, líftryggingafélaga og verð- bréfafyrirtækja. Núverandi séreigna- sjóðir era slegnir af. Myndin er skýrð, sviðið þrengt og fákeppni aukin. Eykst þátttaka lífeyris- sjóðanna í atvinnulíf- inu? Markmiði um „aukna þátttöku líf- eyrissjóða í atvinnulífinu" finnur hvergi stað í frumvarpinu. Þvert á móti setur 20.gr. þess starfsemi sjóð- anna þröngar skorður. 36.gr. lögbind- ur að lífeyrissjóðir megi ekki eiga meira en 10% hlutafjár í hverju fyrir- tæki. Þeir megi því fjárfesta en engu ráða. Um þetta hafa vinnuveitendur og launþegasamtök raunar löngu gert samkomulag og lögin segja enga nýja sögu. Þetta markmið gefur og til kynna, að framvarpshöfundar haldi, að fé lífeyrissjóðanna liggi athafna- laust á skrifstofum verkalýðsfélag- anna. Það er langur vegur frá því. Það er í fullri vinnu í atvinnulífinu í gegnum verðbréfakaup af ríki, sveit- arfélögum og fyrirtækjum. Það myndaði um langt skeið kjama þess. fjármagns, sem fór til nýbygginga í gegnum Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna og svo mætti lengi telja. Aðalatriðið er að þetta fjármagn gerir ekki kröfu til þjóðfélagslegs valds og beitir engu slíku valdi. Þetta vald vill fjármála- ráðherra virkja. Stuttbuxnaliðinu vex nefninlega í augum, að verkalýðs- hreyfingin eigi aðild að stjómum líf- eyrissjóðanna og um leið að því valdi, sem fjármagni þeirra fylgir. Engin stefna. Þau markmið, sem sett eru fram í greinargerð með framvarpinu era ekki holdgerð í lagatextanum eins og ljóst er orðið. Engin stefna er sett fram í lífeyrismálum, hvorki í grein- argerð eða ummælum ráðherra á þingi önnur en sú, að nú skuli breytt og nú skuli bætt án þess að skilgreina hverju skuli breytt og hvað skuli bætt. Aðalmarkmið frumvarpsins era þau, sem ekki koma fram í texta þess eða ræðum ráðherra. Þau markmið em m.a. að svipta verkalýðshreyfing- una forræðinu á lífeyrismálum launa- fólks, sem þó hefur fætt af sér eitt sterkasta lífeyriskerfi heims og leggja í rúst þá lífeyrissjóði, sem nú era starfandi. Frumvarpinu er ætlað að veikja þátt samtryggingarinnar í lífeyrismálum og tryggja um leið „rétt afnot“ af lífeyrisspamaði lands- manna og þeim völdum, sem því fjármagni fylgir. Síðast en ekki síst mun framvarpið skerða samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, auka launamisréttið og grafa þannig undan verkalýðshreyfingunni og hlutverki hennar í samfélaginu. Höfundur er formaður framkvæmda- stjórnar Alþýóuflokksins. ■ Prófskrekkur vaxandi vandamál Danir bjóða upp á námskeið til Úr alfaraleið Grað- hestum stolið í Falun Dala-Demokraten, Svíþjóð. í Falun í Svíþjóð hefur ítrek- aður hrossaþjófnaður valdið því, að hrossaeigendur era nú mjög uggandi um hag sinna hrossa. Að minnsta kosti sex hross hafa horfið úr högum sín- um á síðustu mánuðum, og á meðal þeirra voru að minnsta kosti tveir graðhestar, sem vora eftirsóttir til undaneldis. Eigendur hrossanna hafa leit- að þeirra alllengi, og lögreglan liðsinnt þeim eftir bestu getu. En ekkert gengur að upplýsa þjófnaðinn. Lögreglan í Falun er þeirrar skoðunar, að á ferð- inni sé hringur, sem steli hross- um til afsláttar, og selji á svört- um markaði í einhvers konar matvælavinnslu. Eigendur hrossanna telja hinsvegar, að á ferðinni séu menn með ítarlega þekkingu á góðhestum, og færa máli sínu til stuðnings, að hest- amir, sem stolið er, hafi horfið úr stóði, og hafi bersýnilega verið valdir af kostgæfni, en ekki teknir af handahófi. Bændur em býsna reiðir, því tryggingar þeirra á búsmala sínum ná ekki til þjófnaðar, enda fátítt að hestum sé stolið, þó ölglaðir Svíar á ferð um nóttina eigi það til að hnýta upp í stöku gæðing, og ríða honum bæjarleið. Dala-Demokraten heitir á alla lesendur sína, sem geta gefið einhveijar upplýsingar um hið dularfulla hrossahvarf, að gefa sig fram við lögregl- una, og lofar jafnframt að halda íbúum í Falun vel upplýstum um gang mála. hjálpar En færri komast að en vilja. Stöðugt fleiri nemendur þjást af lamandi angist með tilheyrandi svitaköstum, niðurgangi og svima þegar þeir standa andspænis prófum en áður Nemendur skortir einfaldlega samband við þær hefðir og venjur sem tíðkast í heimi fullorðinna. í staðinn reyna þeir stöðugt að koma til móts við þær væntingar sem þeir halda að umhverfið hafi til þeirra. Það leiðir til þess að þeir eru reikulir í ráði og eiga erfitt með að festa rætur í fag- legu samhengi. Síðan á áttunda áratugnum hafa margir danskir menntaskólar neyðst til að bjóða uppá námskeið sem eiga að freista þess að hjálpa nemendum að yfirvinna prófskrekk. Lamandi angist andspænis prófum er vaxandi vandamál fremur en hitt, nemendur sofa ekki, borða ekki, kalds- vitna og fá niðurgang og aðra svimar í sjálfum prófunum. Óttinn stafar af kröfum sem nemendur gera til sjálfra sín og utanaðkomandi væntingum. Nemendur lesa og lesa þangað til þeir detta út og hafa þá í raun og veru lítið lært. í millitíðinni heyra þeir frá for- eldrum og kennurum að þeir sem ekki geta lært fái hvergi atvinnu og lendi á bótum. Það eru oftast duglegir og metnaðarfullir unglingar sem brotna undan álaginu, í háskólum hrjáir það hlutfallslega flesta nemendur sem lesa læknis- og lögfræði en þar er mikill ut- anbókarlærdómur nauðsynlegur og það þarf sterka karaktera til að hasla sér völl eftir að námi lýkur. Eitt af þeim atriðum sem eiga að hjálpa nemendum til að komast yfir prófskrekkinn er að hafa stjóm á andadrættinum. Þegar maður getur dregið andann nokkuð reglulega á að vera svigrúm fyrir umfram orku til að geta tekið kringumstæðurnar minna hátíðlega en annars. Annað atriði sem nemendum er ráð- lagt að gera er að velja sér átrúnaðar- goð og hugsa til þess þegar angistin gerir vart við sig. Ennfremur eiga nemendur að skrifa niður það sem þeir hræðast. Það á einnig að hjálpa til að hafa með sér hlut í prófið sem veitir öryggi eins og til dæmis gamla bangs- ann þótt það kunni að virðast an- kannalegt í augum hinna nemend- anna. Langflestir sem sækja námskeiðin era stúlkur en skýringuna segja sumir sálfræðingar vera þá að drengir viður- kenni síður að þeir hafi þennan veik- leika. Sálfræðingar benda á margar hugsanlegar skýringar á því að þetta vandamál fari vaxandi. Ein er sú að báðir foreldrar séu í flestum tilfellum útivinnandi og bömin hafi ekki jafn góðan aðgang að þeim og það sé ástæðan fyrir þessu svo og mörgum öðram sálrænum vandamálum sem hijá nemendur. Marga þeirra vantar góðan grand- völl í lífinu vegna þess að þeir hafa ekki náð að mynda góð tengsl við for- eldra í bemsku. Þeir hafa of mikið verið á eigin vegum og skortur á und- irstöðu veldur því að þeir era ákaflega auðsærðir þegar kemur að gagnrýni. Þá skortir einfaldlega samband við þær hefðir og venjur sem tíðkast í heimi fullorðinna. í staðinn reyna þeir stöðugt að koma til móts við þær væntingar sem þeir halda að umhverf- ið hafi til þeirra. Það leiðir til þess að þeir eru reikulir í ráði og eiga erfitt með að festa rætur í faglegu sam- hengi. Margir nemendur eiga heldur ekki nána vini sem þeir geta leitað til en það er eitt af því sem hefur breyst í tímans rás. Jafnaðarkonur „Súpu- og saiatfundurinn“ sem átti að vera 15. maí frestast um viku og verður fimmtudaginn 22. maí kl. 19-21. Nánar auglýst síðar. Samband Alþýðuflokkskvenna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.