Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.05.1997, Blaðsíða 7
 HPP MIÐVIKUDAGUR 14. MA1 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f r é t t i r Söfci*' 7 Málaliöar milljónamæring- anna urðu heimaskítsmát ■ Sjávarútvegsráðherra keypti skýrslu af tveimur hag- fræðingum um „veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga“. í framhaldi efndi ráðherrann til ráðstefnu á Akureyri undir slagorðinu: „Er veiðigjald byggðaskattur?“ Flokksmenn ráðherrans í hópi þingmanna og sveitarstjórnarmanna áttu síðan að vitna um niðurstöðurnar. Þannig átti að ganga endanlega frá kröfunni um veiðleyfagjald fyrir einkaleyfi til fiskveiða innan lögsögunnar. En vopnin snerust í höndum áróðursmeistaranna, segir Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við Alþýðublaðið Það er ráð að spyrja fyrst hvort landsbyggðin eigi sjávarútvegsfyrir- tœkin? “Manstu eftir ljósmyndinni sem birtist í blöðum frá aðalfundi Útgerð- arfélags Akureyringa? Hverjir sátu þar á fremsta bekk? Sjón er oft sögu ríkari. Þar sátu eigendur fyrirtækis sem í eina tíð var Bæjarútgerð Akur- eyringa. Það voru fulltrúar Burðaráss, Sölumiðstöðvarinnar, Hlutabréfa- sjóðsins, Vátryggingafélagsins, Skelj- ungs og annarra fjármagnsfyrirtækja. Af hverju eru þessir fjármagnseigend- ur og aðrir að fjárfesta í útgerðarfé- lögum? Áður fyrr var sífellt verið að tala um að útgerðin væri á hausnum, væri skuldug upp fyrir haus og ætti ekki bót fyrir rassinn á sér. Þá áttu fáir jafn bágt í þjóðfélagsumræðunni og útgerðarmenn. Það var talað um grát- kór útgerðarinnar og forsöngvarinn í grátkómum var yfirleitt Kristján Ragnarsson, en honum lætur betur en öllum öðmm að eiga bágt í fjölmiðl- um. Af hveiju er ég að rifja þetta upp? Vegna þess að skýrsla frá tveimur yf- irlýstum andstæðingum veiði- leyfagjalds uppi í Háskóla ruglar fólk í ríminu um það hverjir borga skatta, hver er hvur og hvað er hvurs og hver borgar hvað.“ Nefndu mér dœmi um rangfœrslu f þessari skýrslu. “Höfundar skýrslunnar láta eins og landshlutar borgi skatta. Flettu upp í skattskránni og athugaðu hvort lands- hlutar borgi skatta. Landshlutar borga ekki skatta. Einstaklingar borga skatta og fyrirtæki borga skatta, að minnsta kosti ef vel gengur, allavega eigendur þeirra. Svo láta mennimir eins og samasemmerki sé annars vegar milli fyrirtækja og eigenda þeirra og skatt- greiðenda eða íbúa landshluta hins- vegar. Þeir em með látalæti. Þeir láta eins og það sé gefið að handhafar ókeypis veiðiheimilda séu endilega þeir sömu og þeir sem að lokum veiða fisk. En framsai veiðiheimilda þýðir að menn geta verslað með heimildimar. Það geta því verið allt aðrir sem veiða fiskinn en þeir sem fá honum úthlut- að. Og það er ekki þar með sagt að þeir, sem eiga skip og skrá kvótann séu þarmeð hinir sömu og þeir sem landa fiskinum. Guggan var alla tíð skráð á Isafirði, en landaði ekki ugga þar seinustu árin. Allt er þetta með ólíkindum. En að- alatriðin em þessi: Nú em þeir sem fjárfesta og kaupa hlutabréf að kaupa stóran hlut í stómm útgerðarfyrirtækj- um og em þarmeð að eignast hlut í fiskveiðiarðinum." Og þessi fiskveiðiarður, hversu mikill er hann? “Sérfræðingar í Háskólanum meta þennan fiskveiðiarð núna upp á 5 ca. milljarða og þeim reiknast svo til að hann geti farið allt upp í 30 milljarða með vaxandi styrk fiskistofna, óbreyttu kvótakerfi og framsali veiði- heimilda. Fiskveiðiarðurinn er arður sem verður til fyrir einkaafnot af auð- lind, þegar aðrir em útilokaðir frá að- gangi, og skilyrði sköpuð fyrir að sækja afla með lágmarkskostnaði. Hann er tiltölulega nýr og hann er af- leiðing af ákvörðun stjómvalda. Hann varð til við það að Alþingi og ríkis- stjóm lokaði aðganginum að fiskimiðunum og heimilaði þeim tiltölu- lega fáu, sem fengu ókeypis aðgang að fiski- miðunum, jafnframt að versla með veiðiheimild- imar innbyrðis. Áður var arðinum sólundað í ótak- markaða sókn í takmark- aða auðlind. Deilan um veiði- leyfagjaldið snýst ein- faldlega um það hvort það sé skynsamlegt, ég tala nú ekki um siðlegt, að nkið úthluti völdum hópi fólks fiskveiðiarðin- um og veiðiheimildir gangi síðan kaupum og sölum milli fjársterkra einstaklinga sem sækjast eftir vaxandi arði en eig- andi auðlindarinnar að lögum, þjóðin, fær ekkert í sinn hlut.“ “Kerfi þeirra hefur leitt til þess að veiðiheim- ildirnar eru nú þegar uppurnar í um tug sjávarplássa á íslandi. Það er búið að selja þær til útgerðarfyrir- tækja og burt úr pláss- unum. Fólkið situr þar uppi með verðlítil hús og mikil hafnarmann- virki. Það er hinn raunverulegi „byggða- skattur". En dreifist fisks’eiðiarðurinn ekki smám saman til almennings í landinu f gegnum þá skatta sem útgerðarfyrir- tœkin borga ? “Við skulum líta á það. Borga út- gerðarfélögin ekki tekjuskatt? Jú, þau borguðu 235 milljónir í fyrra. Borga þau ekki þróunargjald? Jú, reyndar. Borga þau ekki veiðieftirlitsgjald? Jú, einnig það. Og allt í allt er þetta innan við milljarður á ári. Borga útgerðarfyrirtækin eitthvað til sveitarfélaga? Nei, þau borga ekk- ert útsvar. Borga þau þá ekkert til byggðanna? Nei. Græða byggðimar þá ekkert á fiskveiðunum? Nei, ekki af skatttekjum. Fá einstaklingamir sem í byggðarlögunum búa þá eitt- hvað af fiskveiðiarðinum? Nei, það kemur ekkert í þeirra hlut. Hvemig stendur á því að sjávarút- vegsfyrirtækin borga nær enga skatta? Skýringin er sögð sú að þau séu skuldug. Það er ekki eina skýringin. Sá sem leigir til sín veiðiheimildir gjaldfærir þær samkvæmt skattalög- um sem kostnað við að afla tekna og fær þann kostnað dreginn frá skatti. Sá sem kaupir varanlegar veiðiheim- ildir eignfærir þær og afskrifar á nokkmm ámm, þótt þær séu sameign þjóðarinnar, og endumýjanleg auð- lind. Útgerðarfélögin borga ekki skatta. En hvað fá þau í sinn hlut frá skatt- greiðendum? Þau fá niðurgreiðslur á launum sjómanna upp á 1,6 milljarð. Og hver borgar kostnaðinn við land- helgisgæsluna, hafrannsóknir og upp- byggingu hafna? Það eru skattgreið- endur. Með öðmm orðum, sjávarút- vegsfyrirtækin borga nettó engan skatt en fá frá skattgreiðendum um- talsverðar fjárhæðir í margvíslegu formi. Fiskveiðiarðurinn dreifist ekki til almennings. Hann dreifist til þeirra sem fengu honum úthlutað ókeypis og síðan til þeirra fjársterku einstak- linga í þjóðfélaginu sem em að tryggja sér hlut í vaxandi fiskveiði- arði með hlutabréfakaupum í stóm út- gerðaríy ri rtækj un u m. “ Stuðningsmenn veiðileyfagjalds segja að það sé þegar inni í kerfinu. Hvernig þá? “Þeir sem fá heimildimar ókeypis mega selja þær öðrum innan ársins, leigja þær frá sér og leigja þær til sín. Verulegt veiðileyfagjald er greitt nú þegar, það er rétt, það er bara ekki greitt réttum eigendum, það er greitt öðmm útgerðarmönnum. Spumingin er um dreifinguna á arðinum. Sjó- menn em núna píndir til þess að sætta sig við, til þess að halda vinnu, að gefa eftir af sínum hlut við kaup á veiðiheimildum til útgerðar. Fá þeir einhvem arð af veiðiheimildunum? Nei. Þeir eru ýmsir orðnir leiguliðar í kerfinu. Hvernig gekk fiskverkakonum að fá 70.000 króna lágmarkslaun? Ekki vel. Hvers vegna? Meðal annars vegna þess að kvótaverðið er orðið svo hátt að það endurspeglast í hrá- efnisverðinu til fiskvinnslunnar, sem er rekin með tapi. Vegna þess að land- vinnslan rís ekki undir gríðarlega háu verði á kvótum. Með öðrum orðum, geta fyrirtækjanna til að borga mann- sæmandi laun er nú þegar minni vegna þess að kvótaverðið á veiði- heimildum er svo hátt.“ Er veiðileyfagjald hagkvœmur gjaldstofn? “Rökin fyrir því að veiðileyfagjald- ið sé skynsamlegt úrræði og hag- kvæm gjaldtaka hefur best verið sett fram af Ragnari Ámasyni sem segir að öfugt við flesta skatta sem hafi slæm hliðaráhrif þá sé veiði- leyfagjaldið einfalt í framkvæmd. Ef tekjuskattur er til dæmis of hár, þá dregur hann úr vinnuvilja fólks og vinnuframlagi. Of hár virðisauka- skattur dregur úr neyslu eða hvetur mjög til undandráttar. Veiði- leyfagjaldið er auðinnheimt og hefur engar slíkar hliðarverkanir. Og það hækkar ekki verð á kvótum, því það verð er ákveðið á mark- aðnum. Það er þess vegna kjörinn gjaldstofn. Ef það síðan leiðir til þess að hægt verði að ráðstafa tekjunum í þágu byggð- arlaga eða til þess að draga úr vaxandi ójöfn- uði í tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu þá er auðséð að þetta er hagkvæm gjaldtaka. Og þetta er nota bene ekki venjuleg- ur skattur, heldur gjald- taka fyrir einkaleyfi." Skoðanakannir sýna að 75 prósent þjóðarinn- ar styður veiðileyfagjald, en stjómvöld virðast ekki viljafara að vilja þjóðar- innar. “Meirihluti almenn- ings í landinu hefur skilið að þetta er sjálfsögð rétt- lætiskrafa. Sérhagsmuna- hópamir hafa launaða “Ef veiðileyfagjaldið yrði innheimt, þannig að hluti af fiskveiði- arðinum, sem verður til fyrir einkaleyfi ríkis- ins, rynni til skatt- greiðenda, þá myndu einstaklingar njóta þess í skattalækkunum hvar sem þeir búa á landinu.“ áróðursmenn á sínum snæmm eins og til dæmis Kristján Ragnarsson og Bjama Hafþór Helgason, sem era gerðir út til þess að réttlæta það sem ekki verður réttlætt. Sérhagsmuna- hópamir fundu að mjög hallaði á þá í almenningsálitinu. Kerfi þeirra hefur leitt til þess, eins og ungur hagfræði- nemi var að færa rök að í lokaprófsrit- gerð sinni, að veiðiheimildimar era nú þegar uppumar í um tug sjávar- plássa á íslandi. Það er búið að selja þær til útgerðarfyrirtækja og burt úr plássunum. Fólkið situr þar uppi með verðlítil hús og mikil hafnarmann- virki. Það er hinn raunveralegi „byggðaskattur". Nú er það svo, að aflaheimildir verða ekki bundnar við byggðarlög. Það stenst ekki af hagkvæmnisástæð- um. En tekjunum af veiðileyfagjald- inu má ráðstafa í þágu fólksins á landsbyggðinni, og tryggja þannig að það fái eitthvað í sinn hlut af fisk- veiðiarðinum. Höfundar skýrslunnar taka fram, að þeir taka enga afstöðu til þess, hvemig arðseminni er ráð- stafað. Sérhagsmunahópamir sáu að svo mjög hallaði á þá í almenningsálitinu að þeir ákváðu að grípa til örþrifa- ráða. Nú átti að beita reikningskúnst- um til að sanna það, sem ekki er unnt að sanna; að þeir sem sannanlega fá ekkert í sinn hlut af fiskveiðiarðinum, einstaklingamir í byggðarlögunum, sjómennimir og fiskverkakonumar, þetta fólk yrði allt í einu fyrir gífur- legum búsiíjum, ef íjármagseigendur, sem eiga hlutabréf í stórútgerðarfyrir- tækjum, færa að borga skatta. Þeir fengu aðstoð úr óvæntri átt, frá Stein- grími J. Sigfússyni sem flutti kostu- lega ræðu á Akureyri um það að hags- munir fyrirtækjanna og fólksins í byggðarlögunum fari alltaf saman. Einhver tuldraði ofan í bringu sína: „Er hann Steingrímur J. Sigfússon Sjálfstæðismaður?" Nei, hann á víst að vera róttækur sósíalisti. En þama hafði hann snúið öllu á haus, skjátlast þó skýr sé.“ Er þessi skýrsla þá markleysa? „Reikningskúnstirnar og áróðurinn varð allt saman tómt vindhögg og snerist eins og búmerang í höndunum á Þorsteini Pálssyni, Kristjáni Ragnarssyni og áróðursmeisturum þeirra. Málaliðar milljónamæring- anna urðu heimaskítsmát. Það er meira segja svo komið, að þegar höf- undar Háskólaskýrslunnar neyðast til að horfast í augu við reiknikúnstimar og þurfa að draga saman niðurstöð- umar, verða þeir að játa að hræðslu- áróður áróðursmeistaranna gegn veiðileyfagjaldi hafi enga stoð í skýrslunni. Þeir segja sjálfir orðrétt: “Hins vegar er rétt að vara við því að túlka þessar niðurstöður sem mælikvarða á breytingar á per- sónulegri skattbyrði á viðkomandi stöðum. Væntanlega yrði veiði- leyfagjaldið greitt af útgerðarfyrir- tækjunum. I fyrstu umferð yrði það því skattbyrðin þeirra sem myndi þyngjast en ekki einstaklinganna á svæðinu, hvað sem síðar yrði. Ein- staklingar í hópi tekjuskattsgreið- enda myndu yfirleitt njóta skatta- lækkunar vegna lækkunar tekju- skatts.“ Það er semsagt ekkert mark á þessu takandi. Nema eitt. Og það er að ef veiðileyfagjaldið yrði innheimt, þannig að hluti af fiskveiðiarðinum, sem verður til fyrir einkaleyfi ríkisins, rynni til skattgreiðenda, þá myndu einstaklingar njóta þess í skattalækk- unum hvar sem þeir búa á landinu. Það er hin stóra niðurstaða. Veiði- leyfagjaldið er því hagkvæm og rétt- lát aðferð til að tryggja aukna tekju- jöfnun meðal þjóðarinnar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans tekur síðan fram í formála skýrslunnar: „Meðfylgjandi skýrsla getur því ekki falið í sér endanlegar niður- stöður um áhrif veiðigjalds á skatt- byrði eftir landshlutum.“ Og loks kemur Háskólarektor til að bjarga heiðri stofnunarinnar og segir þetta vera prívatskoðanir höfunda skýrslunnar. Höfundamir eru Ragnar Ámason og Birgir Þór Runólfsson. Einkaskoðanir þeirra voru mjög vel þekktar fyrir. Þeir vora yfirlýstir and- stæðingar veiðileyfagjalds. Það eina sem hefur breyst er að nú eru þessar einkaskoðanir gefnar út í nafni sjávar- útvegsráðuneytisins og á kostnað skattgreiðenda."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.