Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 1
MíYÐUBLMÐ Fimmtudagur 15. maí 1997 Stofnað 1919 61. tölublað - 78. árgangur Allt upp í loft í pólitíkinni á Fáskrúðsfirði Meirihluti sprengdur í dag Framsóknarflokkurinn skilinn eftir einn í minnihluta Mikill átakafundur verður í sveit- arstjórn Búðarhrepps á Fáskrúðsfirði í dag þegar fimm manna meirihluti verður sprengdur, en alls eiga sjö fulltrúar sæti í stjórninni. Mikill trúnaður er um þetta mál á Fáskrúðsfirði, en samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins sprengdu Al- þýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur meirihlutann á fundi í gærkvöld og í dag mynda þessi flokkar nýjan meiri- ¦ Bankar á Alþingi Vilja ekki breyta neinu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vildi ekki samþykkja breytingartil- lögu þriggja þingmanna jafnaðar- manna, þar sem tekið var á launa- kjörum og fríðindum æðstu starfs- manna Landsbankans og Búnaðar- bankans. Það voru þau Jóhanna Sig- urðardóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir sem lögðu tillöguna fram þegar verið var að fjalla um breyt- ingu ríkisviðskiptabankanna yfir í hlutafélög. I breytingartillögunni segir: Við gildistöku laga þessara skal starfs- kjör bankastjóra, staðgengla banka- stjóra, aðstoðarbankastjóra og for- stöðumanna til endurskoðunar. Þrátt fyror 9. grein skulu laun þeirra og önnur starfskjör miðuð við laun og starfskjör stjórnenda ríkisstofnana sem kjaranefnd ákveður. Seta þeirra fyrir hönd hlutafélaganna í stjórnum annarra fyrirtækja eða stofnana skal talin hluti af almennri starfsskyldu. ferða- og dvalarkostnaður, bifreiða- hlunnindi o.fl. skal vera hinn sami og annarra bankastarfsmanna." hluta með Óháðum, sem eiga tvo fulltrúa, en Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur eiga sinn fulltrúann hvor flokkur. Framsóknarflokkurinn verður því einn í minnihluta og tekur við því hlutverki af Óháðum. Samkvæmt heimildum blaðsins verður lagður fram nýr meirihluta- samningur á sveitarstjórnarfundi í dag. Þar er gert ráð fyrir að Sjálf- stæðisflokkur fái oddvita og óháðir formann bæjarráðs. Auk þess að mynda meirihluta hafa flokkarnir þrír, sem að honum standa, gert sam- komulag um að bjóða saman fram í næstu sveitarstjórnarkosningum, það er næsta sumar. Mikil óánægja er meðþróun mála í Búðarhreppi, en atvinnutækifærum hefur stórfækkað og hefur það leitt til þess að íbúum hefur fækkað að sama skapi. Framsóknarmenn hafa, síðustu misseri, verið nær einráðir í atvinnu- lífinu og hafa, með örlítilli undan- tekningu, átt aðild að meirihluta sveitastjórnar í áratugi. OimUn - HILMAR Hvítasunnuhátíð Reykjavíkurlistans æfð! Það lá vel á borgarstjóranum og Jóhannesi Kristjánssyni, eftirhermu, þegar þau hittust í góða veðrinu í gær. Þau hafa nefnilega ákveðiðað eyða saman kvöldi annars í hvítasunnu, þess 19. maí, þegar Reykjavíkurlistinn heldur glæsilega hvítasunnuhátíð á Hótel Borg. "Jújú," sagði Ingibjörg Sólrún, „ég ætla að stýra borðhaldinu, en Jóhannes að halda uppi fjörinu. Hann hefur þegar óskað eftir að fá að stýra borgarstjórnarfundi, af því hann getur hermt svo vel eftir mér, en því hefur verið hafnað." Það lá ekki síður vel á Jóhannesi, sem sagði aðspurður, að hann væri að vinna að því að fá borgarstjór- ann til að sýna með sér tangó á hátíðinni, en Reykjavíkurlistinn hefði hafnað því. Þessvegna yrðu fengnir pró- fessjónel tangódansarar til að dansa tangóinn, en í staðinn kæmi frábær hljómsveit, Rússfbanarnir, sem spiluðu undir tangónum suðurameríska sígaunasveiflu. "Þetta verður frábært kvöld, og einskonar upptaktur að komandi kosningabaráttu," sagði Ingibjörg Sólrún. Að sögn hennar verður Eínar Már Guðmundsson, rithöfundur, ræðumaður kvöldsins, en síðan koma fjölmörg skemmtiatriði af öllum gerðum. ¦ Guðmundur J. Guðmundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins um verkfallið á Vestfjörðum Eigum við aö láta drepa félaga okkar? - útgerðar- og peningavaldið vilja knéstja Baldur og skilja félagið eftir sundurkramið "Eg var ungur þegar ég lærði þau grunnsannindi að kjörorð verkalýðs- félaga væri: „Einn fyrir alla, allir fyr- ir einn". Þessi grunnsannindi virðast eitfhvað hafa gleymst, svo þýðingar- mikil sem þau eru. - Það er hryggi- legt," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar og Verkamannasam- bands Islands, þegar Alþýðublaðið leitaði álits hans á stöðu verkfalls fé- laga í Alþýðusambandi Vestfjarða, en vel er liðið á fjórðu viku verkfalls þar vestra. Mörg fyrirtæki á Vestfjörum hafa gert samninga við sína starfs- menn, en það er helst innan Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði sem ekkert hefur gerst. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs og Alþýðusam- bands Vestfjarða, hefur sagt að stað- an sé erfið, en að heimamenn séu ekki að gefast upp. "Verkalýðsfélagið Baldur á ísa- frrði á sér mikla sögu," segir Guð- mundur. „Það hefur oft haft nokkra sérstöðu í kjarasamningum og ekki alltaf farið sömu leiðir og önnur fé- lög, en engu að síður þá hefur barátta þess verið fyrir bættum kjörum verkafólks á Vestfjörðum. Nú hefur félagið staðið í verkfalli í þrjár vikur. Utgerðar- og peningavald á Vest- fjörðum og höfuðmiðstöðvar pen- ingavalds í Reykjavfk reyna nú að knésetja félagið og vilja helst skilja það eftir sundurkramið og máttlaust. Gagnvart þessum áformum hélt ég að verklýðsfélögin snerust til harð- vítugra viðbragða. En hvað skeður? Skip frá Isafirði sem eru að brjóta verkfall fá landanir í öðrum höfnum, nema í Reykjavfk þar sem Dagsbrún lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Forráðamenn þessara félaga reyna að tína upp lagalega útúrsnúninga og formsatriði. Þetta er ömurlegt. Ofar þessum ómerkilegu formsat- riðum er skylda manna að standa með félögum sínum sem verið er að reyna að drepa. Ég sendi félögum mínum á Vestfjörðum, ekki síst á ísa- firði og Hólmavfk, kveðjur mínar og það er trú mín að nú sé þessum laga- og formsatriðakrókum lokið. Nú af- greiði verkalýðsfélög ekki skip frá Isafirði, heldur veiti félögum sínum fjárhagslegan stuðning í erfiðri bar- áttu. Eigum við að láta drepa félaga okkar og afsaka okkur með formsat- riðum? Nei, boðorðið er mjög skýrt: Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Við styðjum félaga okkar þar vestra og sýnum það í reynd," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. ¦ Framkvæmdalán úr Byggingasjóði verkamanna Furðuleg ráðstöfun - segir Öryrkjabandalagið sem fær ekkert lán, en sótti um 40 "Við höfum ekkert heyrt, en ef það er rétt að við höfum ekkert fengið þá þykir mér það furðuleg ráðstöfun og þætti gaman að fá að vita hverjir fengu lánin," sagði Anna Ingvars- dóttir, framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalags íslands, en banda- lagið sótti um lán vegna fjörutíu íbúða, en samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins var Öryrkjabandalag- inu alfarið hafnað. AIIs voru veitt lán vegna 180 íbúða. Anna segir að Öryrkjabandalagið eigi rúmlega 500 íbúðir og af þeim eru áttatíu á landsbyggðinni. „Þörfin virðist vera endalaus," segir hún, því þrátt fyrir að bandalagið hafi eignast margar íbúðir á skömmum tíma, hefst ekki undan eftirspurninni. Á síðustu árum hefur Öryrkjabandalag- ið fengið lán vegna þriggja til tuttugu íbúða á ári. ¦ Messías, fríkirkja Ætla að stöðva fóstureyðingar Félagar í fríkirkjunni Messíasi ætla sér að koma í veg fyrir frekari fóstureyðingar hér á landi. Hluti af baráttu þeirra er þegar hafinn, en söfnuðurinn hefur sent frá sér dreifi- bréf þar sem ætlast er til að fólk sendi til alþingismanna eða ráðherra. I bréfi trúfélagsins segir að í þau tuttugu ár sem fóstureyðingar hafa verið leyfðar hér á landi hafi fjórtán þúsund fóstrum verið eytt. Þá eru settar fram fjórar spurning- ar, en þær eru þessar: „Hvernig við- móti mætir kona sem íhugar fóstur- eyðingu - eru henni boðin önnur úr- ræði eða stuðningur til að koma í veg fyrir fóstureyðingu? Hvernig farnast konum sem gengist hafa undir fóst- ureyðingu? Hvernig líður læknum, hjúkrunarliði og félagsráðgjöfum sem staðið hafa að fóstureyðingu? Hvað gengur hið ófædda bam í gegn- um við fósureyðingu, skynjar það angist og upplifir það þjáningu við dauðann?" Séra Guðmundur Örn Ragnarsson er forvígismaður frfkirkjunnar Mess- Þórarinn skrifar um bragfræði Þórarinn Eldjárn er nýr pistlahöfund- ur Alþýðu- blaðsins og fer á kostum í sinni fyrstu grein sem birtist á blaðsíðu 2 í blaðinu í dag. Pistlar Þórar- ins, sem fjalla um bragfræði, munu birtast aðra hvora viku. Á móti Þórarni skrifar Hjör- leifur Sveinbjörnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.