Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 œ I i n Það er ekki nema von að fólk sé undrandi á við- brögðum háttsettra embættismanna. Hver eru til að mynda viðbrögð bankanna vegna upplýsinga um óhóf og flottræfilshátt æðstu starfsmanna? Hafa þeir sagst skammast sín og að þeir séu til- búnir að lifa samkvæmt sömu lífsgildum og aðrir íslendingar? Nei. að venjulegur þjóðfélagsþegn skuli þurfa að leita liðsinnis umboðsmanns Alþingis til þess eins að fá þá af- greiðslu sem honum sæmir. Eðlileg samskipti manna á millum þurfa ekki að vera með þeim hætti að leita þurfi vopna til að opna eyru manna. Oneit- anlega setur að manni þann grun að stefnt hafi verið að því að eyða mál- inu með þögninni einni, eða kannski á heldur að segja með afslmun. Það er ekki nema von að fólk sé undrandi á viðbrögðum háttsettra embættismanna. Hver eru til að mynda viðbrögð bankanna vegna upplýsinga um óhóf og flottræfilshátt æðstu starfsmanna? Hafa þeir sagst skammast sín og að þeir séu tilbúnir að lifa samkvæmt sömu lífsgildum og aðrir íslendingar? Nei. Það virðist sem þeir telji sjálfsagt að vera hátt yfir aðra hafnir. Svona flottræfils- háttur er ekki þjóðinni bjóðandi. Þeir sem mata krókinn með klókindum, í von um að ekki komist upp um þá, passa okkur hinum ekki. Nú hafa þeir þingmenn sem teljast til meirihluta á Alþingi hafnað að gera breytingar á launakjörum flottræflanna í ríkis- bönkunum. Öfundum þessa menn ekki, þeir eiga bágt. “Þrátt fyrir að einn mann þurfi að vinna við vélina er hún það afkastamikil að fullfrískur maður gæti engan veginn haft við að mata hana á fullum af- kösturn." Leifur Halldórsson, framkvæmdstjóri í Ólafsvík, í Mogganum. “Það er alveg sama hvað maður er að gera, hvar maður er eða hvert maður lítur og fer, alls staðar verður maður var við eitthvað sem er sér- stakt og einstakt. Finnst ykkur það ekki líka?“ Jóhanna Halldórsdóttir, í DT. “í lokin er m.a. haft eftir þingmanninum að lýðræðisleg krafa Vélstjórafélag íslands um aðild að stjórn sjóðsins snúist eingöngu um það að formaðurinn komist í stjórn- ina.“ Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands í Mogganum, að ræða um stjórn Líf- eyrissjóð sjómanna. “Ármann Hólm Skjaldarson, bóndi, Skáldastöðum, verður 40 ára í dag, miðvikudaginn 14. maí. Hann verður heima eftir kvöldmjaltartíma." DT. “Miðbæjarhúsið er risið, um tilverurétt þess verður ekki frekar deilt. Kaupin á húsnæði undir bókasafnið eru einnig staðreynd. En hefði ekki borg- að sig að fara hægar í sakirn- ar?“ Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ og veðurfræðingur, f Moggan- um. “Spýta getur litið mjög vel út frá einni hlið en svo þegar hún er tekin út kemur kannski í Ijós að hún er illa farin eða ónýt séð frá öðru sjónar- horni." Kristján Pétursson yfirsmiður, í DT. Ofbeldismenn og flottræflar Mikil slagsmál eru í uppsigl- ingu innan Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík um efsta sætið á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 1998. Inga Jóna Þórðar- dóttir hafði af öllum verið talin stuðningsmaður Árna Sigfús- sonar, en hún hefur nú ákveð- ið að kasta sér sjálf í slaginn um fyrsta sætið. Innan Sjálf- stæðisflokksins er því að vísu haldið fram, að hún hafi misst framboðið óvart út úr sér þar sem borgarfulltrúinn var í spjallþætti í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu, og ekki getað snúið til baka. Djúpsálarfræð- ingar Alþýðublaðsins eru þó lítt trúaðir á þá skýringu, en telja það til marks um styrk Ingu Jónu að andstæðingar hennar skuli nenna að koma svo frá- leitri skýringu á flot. Auk þeirra Ingu Jónu og Árna er Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson einnig nefndur til sögu, en hann er mjög sterkur innan Sjálfstæðis- flokksins. Eina von Ingu Jónu er að þeir félagar berist á póli- tísk banaspjót, og hún geti skotist upp á milli þeirra. Al- þýðublaðið vill taka það sér- stakiega fram, að það mun styðja Ingu Jónu með ráðum og dáð í baráttunni. Ekki að- eins vegna þess að það er kvennavænt blað, heldur af því að hún er gift Geir Hilmari Haarde, þingmanni, og Alþýðu- blaðið telur að hann yrði lang- fallegasta borgarstjórafrúin... Varaþingmaðurinn Ólafur Þ. Þórðarson hefur mikið lát- ið til sín taka á Alþingi síðustu daga, enda ekki þekktur af öðru. Gárungarnir segja að Gunnlaugur P. Sigmunds- son, hafi hálft í hvor af prakk- araskap kallað Ólaf inn, en Gunnlaugur er á landinu og hefði getað sinnt þingmennsk- unni. Ólafur Þ. var, eins og allir vita, lengi þingmaður Fram- sóknarflokksins, en vegna veik- inda dró hann sig til baka. Ólafur nýtur þess nú að gera flokksfélögum sínum sem og samstarfsflokki þeirra gramt í geði, enda allt annað en ánægður með að sér hafi ekki verið tryggt viðunandi starf að lokinni langri þjónustu fyrir Framsóknarflokkinn. eira af þingmanninum Gunnlaugi P. Sigmunds- syni. Hann er upptekinn í fyrir- tæki sínu, Kögun, þessa dag- ana. Sennilega hefur hann fulla ástæðu til þess ef marka má afkomutölur frá Kögun. Fyrstu fjóra mánuði ársins hækkaði gengi hlutabréfa fyrirtækisins um 277 prósent og hafa þau hækkað um 400 prósent frá því í haust, að hiutabréfin voru fyrst sett á opin markað. Gunn- laugur er aðaleigandi fyrirtæk- isins og því Ijóst að persónu- legir hagsmunir liggja fyrst og fremst í Kögun. Nýr maður hefur tekið sæti í stjórn SÍF, en það er Guð- mundur Ásgeirsson í Nes- skip. Hann seldi SÍF nýverið annað skipa sinna, Hvítanesið, en skipið hefur nær eingöngu verið notað til að flytja saltfisk fyrir SÍF. Forstjóri Húsnæðisstofnunar sagði í Alþýðublaðinu að mistök hafi verið gerð þegar viðskiptavinur stofnunar- innar var látinn sæta reglum sem ekki stóðust, reglum sem sköðuðu viðkomandi um hundruði þúsunda króna. Þessi viðkomandi maður gat ekki sætt sig við úrskurð forstjórans, þar sem hann vissi betur. Hann fékk ekki viðunandi afgreiðslu fyrr en umboðsmaður Alþingis hafði gengið í lið með honum. Það eru ekki gild svör hjá forstjór- anum að segja að aðeins hafi verið um mistök að ræða, það er ekki þol- andi að embættismaður geti í krafti afls og stærðar fótum troðið einstak- linga, haldið þeim í óvissu í iangan tíma, en fallið á hnén þegar umboðs- maður Alþingis bankar á dymar. Og þá fyrst viðurkennt að einstaklingur- inn hafi allan tíma haft rétt fyrir sér. Forstjórinn segir dæmi þessa eina einstaklings vera undantekningu. Það má vel vera að dæmi sem þetta sé einstakt hjá Húsnæðisstofnun, það er þó dregið í efa, eins og reyndar kemur fram í frétt í Alþýðublaðinu. Það er aftur á móti spuming hversu margir einstaklingar hafa bankað upp á hjá öðmm ámóta stofnunum, með erindi sem þeir vita að eru rétt, en fengið svipaða afgreiðslu og forstjóri Húsnæðisstofnunar hélt að hann kæmist upp með eins og greint frá í dæminu hér að ofan. Það er trúlegt að aflsmunur ráði oft afgreiðslum erinda, en ekki réttmæti þeirra. Það er trúlegt að kerfið ráði yfir fleiri forstjórum, sem bregðast svipað við og forstjóri Húsnæðis- stofnunar. Það er full ástæða til að taka ofan fyrir þeim sem hræðast ekki afslmuninn og gefast ekki upp. Einstakiingum sem ná fram rétti sín- um hvað sem varhugaverðir embætt- ismenn segja og gera. Reyndar er það óþolandi að sjálf- sögð og auðleyst erindi skuli kalla á Dóri, Dabbi og páfinn í veiðitúr. "FarSide" eftir Gary Larson fimm q förnum vcgi Vilt þú fá Kanasjónvarpið aftur? “En mér finnst kominn tími tii að það birti eftir þetta hret og að íssalan fari þá aftur í fullan gang.“ Júlíus Foosberg Arason (ssali á Akureyri, [ DT. Þú skalt gleðjast yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, Guðmundur Gústafsson, sölumaður: “Erum við ekki með Stöð 2.“ Unnur Elva Arnardóttir, sölumaður: “Ef það voru góðar myndir því.“ Guðbjörn Sigvaldason, sölumaður: “Nei, til hvers?“ Sigurður Lárusson, samsetningarmaður: “Já, já. Ég er alveg til í það. Sigríður Hrefna Magnús- dóttir, starfsmaður Heklu: “Það yrði flott að fá það aft- ur.“ vinna, leika - og til þess að horfa upp til stjamanna. H.Van Dyke

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.