Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 bretland ■ Kosningasigur Verkamannaflokksins var undirbúinn frá árinu 1992 Arkitekt sigursins ví Peter Mandelson, fyrrum framleiðandi sjónvarpsþátta, breytti ímynd og inntaki Verkamannaflokksins. Hann gerði Blair að f deildur vegna aðferða sinna. Honum er samt spáð miklum frama þegar öldur kringum hann lægja. Blair getur ekki án haní Gordon Brown, fjármálaráðherra ríkisstjórnar Verkamannaflokksins, deildi skrifstofu með Tony Blair, og var af flestum álitinn næsti formaður Verkamannaflokksins. En Mendelson taldi hann á að fara ekki fram gegn Tony Blair. Innan Verkamannaflokksins er Peter Mandelson afar umdeild- ur, þó enginn efist lengur um snilld hans sem áróðursmanns. Það var hann, sem „fann“ Tony Blair löngu áður en hann varð formaður flokksins, og byrjaði að koma á framfæri við fjölmiðla sem framtíð- armanni flokksins. Hann skipulagði og leiddi baráttu Blairs fyrir for- mannsembættinu, þegar John Smith dó. Hin sigursæla kosningabarátta Verkamannaflokksins á þessu vori var steypt í smiðju hans, og meðan á henni stóð hófst sérhver morgunn Tony Blairs með símtali við Peter Mandelson. Mikilvægi hans fyrir forsætisráð- herrann og beinn aðgangur að valda- mesta manni Bretlandseyja hefur skapað öfund innan flokksins. I dag er Peter Mandelson orðinn þingmað- ur, hann er jafnframt ráðherra án ráðuneytis sem er fyrst og fremst ætl- að það hlutverk að búa til nýjar hug- myndir og vera slökkvilið þegar skyndileg vandamál skapast vegna ófyrirséða atvika. Það er til marks um stöðu hans, að enginn annar ráð- herra eða ráðgjafi Blairs hefur skrif- stofu jafn nálægt forsætisráðherran- um og hann. Hann er hinsvegar um- deildur ennþá innan Verkamana- flokksins vegna breytinganna sem hann stóð fyrir á flokknum, en flest- um þykir líklegt að þegar mestu stormana kringum hann hefur lægt ætli Tony Blair honum mikið hlut- verk í framtíðinni. Hugmyndasmiður og kosningastjóri Að loknum hinum mikla sigri Verkamannaflokksins hófust fjöl- miðlar í Bretlandi handa við að brjóta kosningabaráttuna til mergjar. Engum þeirra duldist, hversu gríðar- lega stóran þátt Mandelson átti í sigrinum. „Hann er hinn raunveru- legi varaforsætisráðherra," skrifaði Daily Mail, eftir að hafa reifað hið sérstaka samband Mandelson og Tony Blair. Með því átti blaðið við, að helsti hugmyndasmiður Blairs er Peter Mandelson, og um langt skeið hefur formaður Verkamannaflokks- ins ekki hreyft sig í pólitfskum skiln- ingi án þess að það sé blessað af Mandelson Þó John Prescott sé að sönnu vara- forsætisráðherra, eru fleiri en ritstjór- ar Daily Mail þeirrar skoðunar, að hann gangi næstur Blair að völdum, þegar kemur að stórpólitískum ákvörðunum. Nær allir frétta- skýrendur eru samdóma um, að hann sé maðurinn á bak við Tony Blair, og sigur Verkamannaflokksins. Það var hinsvegar eftirtektarvert, að viðurkenningin á Mandelson er blandin nokkru galli. Enn er í minn- um haft, að stórblaðið Independent, sem er fijálslynt í skoðunum, fjallaði fyrir nokkrum árum um Verka- mannaflokkinn og kallaði þá Mand- elson „snillinginn slæma.“ Á frum- málinu er það „evil genius," sem satt að segja er meira í ætt við kynboga kölska en hægt er að ná í þýðingu. Þessi ummæli Independent hafa fylgt áróðursmeistaranum allar götur síðan. Völd hans og áhrif hafa aukist í hlutfalli við framsókn Verkamanna- flokksins og Blair, og oft og tíðum urðu árekstrar millium hans og ann- arra forystumanna í kosningabarátt- unni. Þeim líkaði satt að segja ekki alltaf við aðferðir hans, og vísuðu tíðum í ummælin um snillinginn slæma. Til málamynda var því Gordon Brown, sem nú er fjármálaráðherra hinnar nýju ríkisstjómar, útnefndur sem hinn eiginlegi stjómandi kosn- ingabaráttunnar. Allir vissu hinsveg- ar að það var Mandelson, sem hafði tögl og hagldir þegar kom til ákvarð- ana. Blair fylgdi ævinlega ráðum hans, ef ágreiningur var um stefnu. Kosningastjómin hélt fundi eldsnemma á hverjum morgni, en það síaðist út, að Mandelson hefði sig lítt í frammi á fundunum. Þess í stað húkti hann hálfboginn yfir út- varpi í skrifstofu Gordon Browns, hlustaði á fréttaskýrendur morgun- þáttanna, og hripaði niður á blað þau efni, sem hann ákvað undir umræð- um fréttaskýrendanna hver ættu að vera áherslumál Verkamannaflokks- ins þann daginn. Um leið rissaði hann grunninn í ræður Tony Blair fyrir daginn. Að því loknu flýtti hann sér til að fínpússa ræðurpunktana, og lét ennfremur senda á faxi til allra frambjóðenda punkta dagsins, með helstu slagyrðunum, sem hann hann- aði við útvarp núverandi fjármála- ráðherra. Með þessu móti tókst hon- um jafnan að vera skrefi á undan íhaldsflokknum - og fjölmiðlum - og Verkamannaflokkurinn réði nánast umræðunni dag frá degi alla kosn- ingabaráttuna. Ráðinn, rekinn, - ráð- inn aftur! Upphaflega var Peter Mandelson framleiðandi sjónvarpsþátta fyrir London Weekend Televison, LTW. Árið 1983 var dapurlegt í sögu Verkamannaflokksins. Michale Foot leiddi flokkinn til erfiðs ósigurs í þingkosningum, og nýjum kynslóð- um fannst tími kominn til að beita nútímalegum markaðsaðferðum við að endurbæta flokkinn, og koma honum á framfæri. Mandelson var ráðinn, og tók til starfa um haustið árið 1985. Á næstu misserum gjörbreytti hann kynningardeild Verkamanna- flokksins í faglega áróðursmaskínu, sem þá þegar átti ekki sinn líka. Mandelson breytti áferð flokksins. Til dæmis varpaði hann rauða fánan- um fyrir róða, tók upp rósina sem kosningamerki og er þá fátt eitt talið. Kosningabarátta Verkamannaflokks- ins vakti ekki aðeins athygli, heldur aðdáun jafnt fréttaskýrenda sem and-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.