Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r é t t i r Johns Smith House þar sem öll kosn- ingagögn flokksins eru búin til, auk þess sem þar er séð um flokksskrá og almenn samskipti við flokksfélaga og félög út um landið. Þennan föstu- dag var húsið fullt af lífi og mikil spenna í loftinu og ítrekað heyrðum við starfsmenn metast um það hver hefði sofið minna um nóttina og hverjum væri mest illt í maganum. Greinilegt var þó að undir niðri var mikil spenna og menn minntust þess með hryllingi hvernig fór í síðustu kosningum. Naomi ráðlagði okkur að hvíla okkur vel daginn eftir því að á sunnudeginum tæki við prógramm Þóra ber út póstinn - það er þetta sem við köllum „direct mail“. Hreinn og Erla upplifa stemmninguna. æsar og öll viðbrögð flokksins vand- iega yfirfarin áður en þau fara út í fjölmiðla. Þama var okkur einnig boðið á blaðamannafund, en daglega voru haldnir blaðamannafundir fyrir erlenda fréttamenn. A þessum sunnudegi höfðu birst skoðan- ankannanir sem sýndu að bilið milli Verkamannaflokksins og íhalds- flokksins hafði aukist á ný og sigur- inn virtist blasa við. Ekki vildi blaða- fulltrúi flokksins meina það og var- aði við því að menn tækju því rólega fram að kosningum, „It aint over ‘till it’s over“ var setning dagsins. Þessi sami maður sagði þó í samtali við okkur fyrir fundinn að sitt helsta bréfalúgur sem maður brennir sig á þegar maður reynir að opna þær, við þekkjum þetta allavega ekki í Kópa- voginum. Svo ekki sé nú minnst á geltandi hunda. Starfið í kjördæminu er þannig uppbyggt að í hverju hverfi er ein að- almiðstöð svo fjölmargar litlar sem oftar en ekki eru staðsettar í stáss- stofum tryggra flokksmanna. Okkar stöð var heima hjá Evelyn sem er gömul og góð kona sem Kkist ömm- um okkar. Húsið hennar er í frekar fínu hverfi og greinilegt var að þar átti flokkurinn frekar erfitt uppdrátt- ar og var okkur tjáð að stuðnings- menn flokka skiptust ótrúlega mikið Þóra, Collin, Hreinn, Jóhanna, Erla og David í sigurvímu í garðinum - með mjólkurdósir í hönd. milli hverfa. Á rölti okkar um hverf- ið var þó greinilegt að Verkamanna- flokkurinn átti sér allnokkra stuðn- ingsmenn því myndir af frambjóð- andanum okkar Ann Keen prýddu víða glugga. Félagsráðgjafmn í hópnum hafði óskað eftir því að fá að fara í fátækra- hverfi og var hópurinn sendur daginn eftir í Holsworth sem er hverfið næst flugvellinum og flugu þar jumbó þot- ur í lágflugi yfir höfðum okkar á tæp- lega mínútu fresti. Þama héldum við áfram að bera út bréf í hús og nú var unthverfið heldur dapurlegra en í gær. Brotnar rúður, óhirtir garðar og opin svæði full af msli blöstu við, auk þess sem sorpið fauk út um allt og lyktin var mismunandi slæm. Þarna bar þó hins vegar við að fleiri myndir af frambjóðandanum okkar blöstu við okkur, en Guð minn góður að þurfa að búa við hávaðann í flug- Björgvin G. Sigurðsson, Hreinn Hreinsson, Erla Ingvarsdóttir og Jóhanna Þórdórsdóttir stilla sér upp fyrir Þóru Arnórsdóttur á strætóstoppistöðinni. frá morgni til kvölds. Á sunnudeginum mættum við árla dags í Millbank Tower en þar er hinn helmingur höfðustöðvanna og að sögn Naomi var starfsemin flutt til þess að vera nær þinghúsinu en göngufæri er milli þessara húsa. I Millbank Tower fór fram skipulagn- ing kosningabaráttunnar og einnig var henni stýrt þaðan. Þar starfa fjöl- miðlaspekúlantamir og þaðan eru sendar fréttatilkynningar og þangað leita íjölmiðlar að upplýsingum. Enginn fær að fara þar inn sem ekki á erindi enda gífurlega verðmætar upplýsingar og þekking sem þar er til staðar. I skoðanaferð um húsnæðið var okkur kynnt þessi starfssemi og af stakri flokkstryggð verður ekki upplýst um baráttuaðferðimar en eitt skal þó sagt, að allt er skipulagt út í Erla og Jóhanna í fullum herkiæðum. Evelyn og David að skipuleggja verkin fyrir íslendingana. vandamál á þessum fundi myndi vera að passa sig á því að brosa ekki of mikið en greinilegt var að menn brostu meira á þessurn stað en víða annars staðar. okkar og eru þeir báðir æstir í að koma hingað til okkar að vinna í næstu kosningum. Óhætt er að segja að smám saman hafi andi gleði og sigurvissu færst yfir það fólk sem var að vinna í grasrótarstarfinu og gríð- arleg stemmning lá í loftinu og enn jókst brosið. Grátið og glaðst Kosningadagurinn 1. maí rann upp bjartur og fagur og sannfærðumst við þá endanlega um að sólin væri jafn- aðarmaður. Dagurinn var tekinn ró- lega enda ljóst að lítið yrði softð næstu nótt. Um kvöldið héldum við svo til vina okkar í Chichwick og vomm á kosningavöku Ann Keen fram yfir miðnætti. Við sátum úti í garði í hlýju myrkrinu þegar skyndi- lega allt varð vitlaust inni í húsinu - fyrstu tölur vom að berast - draumur- inn var að rætast. Frá upphafi var ljóst að sigurinn yrði stærri en nokk- ur hafði þorað að vona. Og gleðin hélt áfram eftir því sem sigrunum fjölgaði og menn gátu ekki ráðið við tilfinningar sínar eftir að hafa ekki unnið kosningar í meira en tuttugu ár. Menn dönsuðu, drukku, grétu og föðmuðu hvem annan og ungir sem gamlir hreinlega trylltust af gleði eft- ir því sem lengra leið á nóttina. En okkur var ekki til setunnar boð- ið því leiðin lá f Royal Festival Hall þar sem við höfðum með hjálp Na- omi nælt okkur í boðsmiða á sjálfa aðalkosningavökuna þar sem Tony Blair ætlaði að halda sigurræðu sína um nóttina. Og hafi stemmningin verið ýkt í Chichwick þá var hún of- urýkt í Royal Festival Hall. Fólk dansaði og söng, kampavínið flaut og á risaskjáum unt allt hús rigndi sigurtölum eins og hellt væri úr fötu. Hljómsveitin D:REAM kom og flutti af miklum krafti kosningalagið eina og sanna „Things can only get better“. Það var svo ekki fyrr en urn kl. 4:30 í morgunsárið að Tony Blair mætti á svæðið og flutti sigurræðuna af eldmóði. Þama þar sem við fimm. unglið- amir frá Islandi, stóðum í mannfjöld- anum og upplifðum þennan ógleym- anlega og sögulega atburð, gerðurn við okkur enn betur grein fyrir þvf hvað heimurinn er í raun lítill. Erla aö flokka póst til íbúa í Alvin Avenue í Chichwick. í fínum hverfum og fá- tækrahverfum Á mánudagsmorgun mættum við svo í kjördæmið Brentford - Is- leworth sem er úthverfi London og nær allt að flugbrautarendum Heat- hrow flugvallar. Við vomm fyrsta daginn i Chichwickhverfi og dreifð- urn þar bæklingum og bréfum í hús í sól og sumaryl. Höfðum við það á orði að ef veðrið á íslandi væri svona yrði auðveldara að fá sjálfboðaliða. Einnig uppgötvuðum við nýtt vanda- mál við útburð en það eru heitar vélunum. Þama var einnig meira af lituðu fólki og var í raun ótrúlegt að sjá hvemig hverfi geta haft gerólíka íbúasamsetningu. Þama strituðum við og púluðum allan daginn en um kvöldið áttum við heimboð hjá fé- laga Jakobi og Ragnhildi konu hans. Ekki var það boð leiðinlegt enda var þar fáa aðra að finna en skemmtana- ljón af bestu gerð og féllum við vel inn í þann hóp. Daginn fyrir kosningar vomm við svo aftur hjá Evelyn okkar og bund- umst þar vinaböndum við kerfisfræð- inginn David og listamanninn skoska Collin sem var sérlegur ökumaður Þóra, Erla og Hreinn kveðja John Major hinstu kveðju. Hin glæsilega kosningamiðstöð í Chichwick.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.