Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 1
JHÞYDUBIIMÐ Föstudagur 16. maí 1997 Stofnað 1919 62. tölublað - 78. árgangur ¦ Sighvatur Björgvinsson, Kristján Pálsson og Ágúst Einarsson gagnrýna harkalega lagaheimild til veðsetningar á kvóta Utlendingum opnuð leið í aflaheimildir Islendinga - segir Sighvatur samþykktar laga um veðsetningu kvóta. Framsókn studdi veðsetningu kvótans, þvert á kosningaloforðin "Samþykkt þessa frumvarps þýð- ir einfaldlega að ríkisstjórnin er búin að opna fyrir það að erlendir lánveit- endur geta tekið veð í skipum og aflaheimildum. Menn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. Ekki síst þessvegna lýsti ég yfir við at- kvæðagreiðsluna, að ný ríkisstjórn ætti að gera það að sínu fyrsta verki að afnema þessi lóg." Þetta sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, eftir atkvæða- greiðslu í lok annarrar umræðu um frumvarp, sem heimilar veðsetningu kvóta fiskiskipa. "Fiskimiðin eru þjóðareign og það hefur verið regla til þessa að menn veðsetji ekki það sem þeir ekki eiga," sagði Ágúst Einarsson þingmaður jafnaðarmanna. „Þetta er tilkomið til að auðvelda bankastofnunum vinnu sína. Sennilega stangast þessi lög á við stjórnarskrá og fleiri lög. Við munum berjast áfram gegn þessum lögum og þegar við komumst til valda verður eitt okkar fyrsta verk að afnema þessi lög," sagði Ágúst. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, barðist gegn lagasetn- ingunni. „Nú munu veiðiréttindi og aflaheimildir safnast á færri hendur, stærri fyrirtækin í greininni munu stækka. Stórfyrirtæki munu hugsan- lega ráða framtíð heilu byggðarlag- anna. Alþingi hefur með þessu afsal- að sér völdum. Ég fæ ekki betur séð en krafan um veiðileyfagjald styrkist eftir þetta og allt bendir til að sam- þjöppun aflaheimilda muni verða mun meiri en nú er." Sighvatur Björgvinsson sagði að það væri einsog menn gerðu sér ekki grein fyrir að við byggjum við frelsi í viðskiptaumhverfi sem gerði það að verkum að útgerðirnar gætu tekið lán erlendis ef þeim hentaði. Með Iögum sem heimila veðsetningu kvóta er því opnað fyrir, að útlendingar tækju veð í íslenskum aflaheimildum, og eign- uðust þær, ef íslenska útgerðin stæði ekki í skilum. Hann sagði að það væri að vísu svo, að ákvæði laga um bann við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi gerði þeim skylt að selja, kæmust þeir yfir skip og afla- heimildir. „Þeir hafa hinsvegar bein áhrif á það, hverjir fá að kaupa í slík- um tilvikum. Þannig geta þeir komið í veg fyrir að fyrirtækið leigði eða seldi frá sér aflaheimildir nema til út- vegsfyrirtækja, sem sigla með óunn- inn afla. Gera menn sér grein fyrir þessu? Ég held ekki, miðað við það sem stjórnarliðað hafa verið að segja." í þessu ljósi, sagði Sighvatur, verður þetta að vera eitt hið fyrsta sem ný rfkisstjórn verður að breyta, þegar hún kemur til valda. Hann lýsti sérstökum vonbrigðum með að Framsóknarmenn, sem höfðu uppi allt annan málflutning fyrir kosning- ar, skyldu standa að því að sam- þykkja frumvarpið. „Sjálfstæðis- flokkurinn reyndi í fjögur ár að fá málið í gegnum þingið. Það var alltaf stoppað af Alþýðuflokknum. Nú leggst Framsókn enn einu sinni í pyttinn fyrir þá, og hjálpar íhaldinu yfir. Kjósendur, sem að yfirgnæfandi hluta eru á móti veðsetningu kvóta, munu ekki gleyma því." Siðanefnd sýknar Hrafn Rógsherferö hrundiö "Niðurstaða siðanefndar kemur mér ekki á óvart. Engu að síður er ákveðinn léttir að rógsherferðinni skuli vera hrundið," sagði Hrafn Jök- ulsson ritstjóri Mannlífs f samtali við Alþýðublaðið, en siðanefnd Blaða- mannafélags fslands hefur sýknað hann af ákæru um ritstuld. Það var Pálmi Jónasson blaðamað- ur sem ákærði Hrafn og hélt því fram að hann hefði eignað sér verk sín í langri og ítarlegri úttekt um fíkni- efnaviðskipti Franklíns Steiners. "Athyglisverðast finnst mér, og umhugsunarvert fyrir fréttamenn, að eina kærumálið sem enn hefur til orðið vegna umfjöllunar Mannlífs um Franklín Steiner og fíkniefnalög- regluna skuli vera á hendur þeim blaðamanni sem um það skrifaði," segir Hrafn. ,JÉg hef á löngum blaðamannsferli aldrei lagt líf mitt og sál jafn mikið undir í nokkru öðru máli. Ég er svo barnalegur að ég bjóst við því að um- ræðan í kjölfarið yrði um grafalvar- leg þjóðfélagsmein og um starfsað- ferðir lögreglunnar. f staðinn snerist umræðan um starfsheiður minn," sagði Hrafn Jökulsson. Miklar breytingar hjá strætó Árni Þór Sigurðsson, stjórnarformaður SVR, hafði ástæðu til að gleðjast í gær, þegar talsverð- ar breytingar á leiðarkerfi strætó komu til framkvæmda. Meðal annars var bætt við nýrri leið. Allt er þetta gert til að kappkosta að veita sem besta þjónustu. iiímiuJii-GVA ¦ I fyrsta sinn stefnir í skort á lambakjöti. Samt er flutt út fyrir mun lægra-vefð-en fæst hér heima Kjötkaupmenn eru hræddir - þora ekki að tala vegna ótta um að fá ekki kjöt. Sumarslátrun verður meiri í ár en áður hefur þekkst Allt bendir til að skortur verði á lambakjöti á markaði hér heima inn- an fárra vikna. Á sama tíma er flutt út lambakjöt, á annað þúsund tonn, fyr- ir um 50 til 70 krónum lægra skila- verð en fæst hér á landi. Arnór Karlsson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, segist telja að til sé talsvert af kjöti, en málinu sé þannig háttað að sumir sláturleyfis- hafar eigi meira kjöt en þeir geta selt meðan aðra skortir kjöt. Hann segir menn deila um verð. Alþýðublaðið ræddi við nokkra sem selja kjöt og var á þeim að heyra að þeir óttast að ræða opinberlega um þá stöðu sem er að koma upp, í ótta um að þeim gangi verr en ella að tryggja sér kjöt. Hins vegar fór ekki á milli mála að menn eru allt annað en bjartsýnir um að þeir fái nægt kjöt á næstu vikum og hjá sumum er þegar farið að bera á skorti á lambakjöti. Vegna þessa stefnir í að sumar- slátranir verði meiri en venjulega. Ákveðið hefur verið að greiða með hverjum skrokki sem slátrað verður í sumar. Greiddar verða 1.200 krónur, með hverju lambi sem selt verður til slátrunar, um miðjan júlí og lækkar meðgreiðslan um 100 krónur á viku, allt þar til í endaðan ágúst. Arnór Karlsson sagði að bændur munu hafa hag af þessum fyrirkomulagi. Þegar Arnór var spurður hvort þessi staða væri ekki heppileg fyrir bændur, sagði hann að vissulega væri gott til þess að vita að birgðir safnist ekki upp. Hann vill meina að vel hafi tekist með markaðssetningu lamba- kjöts í Evrópu og salan þar hafi auk- ist og við bættist að verð á lamba- kjöti hafi hækkað. Hann sagði að kannski mætti rekja hlut" þeirra hækkanatil kúariðunnar. "Það er erfitt að sætta sig við að eiga erfitt með að fá kjöt vegna þess að verið er að uppfylla útflutnings- kvóta, þegar verðið úti er lægra en við borgum," sagði kjötkaupmaður, sem fyrirtók með öllu að nafn hans yrði birt. Næsta öld "Jafnaðarstefnan er í raun- inni meirihlutaskoðun á ís- landi. Gerum okkur ljóst, að jafhaðarmenn er ekki bara að finna innan yébandaAtjórnar^ andstöðuflokkanna heldur ekki síður meðal óflokks- bundins fólks og í hópi kjós- enda stjómarflokkanna. Hins vegar hefur vantað trúverð- ugan og sterkan valkost jafn- aðarmannaframboðs - fyrir þetta fólk til þess að kjósa. Þann valkost eigum við að búa til. Það er okkar hlut- verk," sagði Sighvatur Björg- vinsson í Eldhúsdagsumræð- um á Alþingi síðastliðið mið- vikudagskvöld. Ræða Sig- hvats er birt á bls. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.