Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 íMIIUIIIfDID Brautarholti 1 Reykjavík Simi 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. íhaldið beitir svipunni v á Framsóknarflokkinn Framsóknarflokkurinn er líklega að setja heimsmet um þessar mundir. Þó leitað sé ljósi loganda um verk ríkisstjórnarinnar er tæp- ast hægt að fínna eitt einasta kosningaloforð, sem flokkurinn hefur staðið við. Þessa sér staði í fylgi flokksins, sem hefur dalað veru- lega frá kosningum. Gæfuleysi Framsóknar birtist ekki síst í verk- um ráðherra flokksins. Til sumra spyrst ekki nema á nokkurra mánaða fresti. Aðrir hrekjast stefnulausir undan ofurvaldi Sjálf- stæðisflokksins og hafa gersamlega misst sjónar á upphaflegum , markmiðum sínum. Þeir taka línuna hráa úr fjármálaráðuneytinu, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins getur stært sig af því að hafa aldrei haft eins mikil völd í jafn mörgum ráðuneytum og nú. Fyrir flesta þingmenn Framsóknarflokksins er ástandið illbæri- legt, og óbærilegt fyrir þá sem enn hlusta á rödd samviskunnar í brjósti sér. Svo hart keyrir Sjálfstæðisflokkurinn eyðimerkurreiðina k að þess er dæmi, að þingmaður Framsóknar hafi fremur gengið út úr atkvæðagreiðslu, en þurfa að greiða atkvæði með máli, sem hann hafði fyrir kosningar lýst andstöðu við. Það má deila um, hversu stórmannleg slík afstaða er, en hún er mannleg eigi að síður. Síðasta dæmið um sundurtætta sjálfsvirðingu Framsóknar birt- ist í atkvæðagreiðslu um afar umdeilt frumvarp Þorsteins Pálssson- 0 ar, þar sem lagt er til að veðsetning á kvóta verði heimiluð. Engum þarf að koma á óvart, þó Þorsteinn Pálsson vilji leyfa veðsetningu á aflaheimildum. Það er í rökréttu framhaldi af þeirri stefnu hans að koma kvótanum í hendur sægreifanna, sem eru valdagrunnur hans <0 í Sjálfstæðisflokknum, og eina ástæða þess, að hann er enn á póli- tísku lífi. Hann hefur reynt það í fjögur ár, en meðan Alþýðuflokk- urinn var í ríkisstjóm hafði hann taumhald á Þorsteini í því máli, einsog ýmsum fleiram. Það sætir hinsvegar býsnum, að Framsókn- arflokkurinn skuli leggja sjálfan sig í pyttinn til að styrkja valda- brölt Þorstein Pálssonar innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrir síðustu kosningar var hinsvegar allur Framsóknarflokkur- inn á móti veðsetningu kvóta, og er það raunar enn í dag, að und- anskildum þingflokknum, sem varð viðskila við flokk, fylgi og veruleika þegar kom að atkvæðagreiðslu um málið. Það sýnir hins- vegar tök Sjálfstæðisflokksins á Framsókn, að meira að segja kjarkmenn á borð við Guðna Ágústsson lögðu á sig að haltra svipu- göngin til að halda stjómarsamstarfinu í lagi. Guðni er þingmaður Sunnlendinga, og Þorsteinn Pálsson hefur lagt sig í líma við að grafa undan honum á Suðurlandi. Það hljóta að hafa verið þungbær spor fyrir Guðna, þegar hann gekk í ræðustól Alþingis í gær að lýsa með atkvæði sínu sérstökum stuðningi við Þorstein Pálsson. Það hljóta líka að hafa verið erfíð augnablik hjá hinum ungu þingmönnum Framsóknarflokksins á Reykjanesi, þegar þau stundu upp jáyrði við frumvarpi Þorsteins Pálssonar. Bæði Siv Friðleifs- * dóttir og Hjálmar Ámason létu pínast gegn samvisku sinni og enda- lausum yfírlýsingum úr kosningabaráttunni til að greiða atkvæði með veðsetningunni. Þau háðu sigursæla kosningabaráttu á gmnd- velli hástemmdra yfirlýsinga um sjávarútvegsmál. I dag liggja þau lemstrað í valnum eftir meðferð Sjálfstæðisflokksins, rúin fylgi, rúin tiltrú, rúin sjálfstrausti og að minnsta kosti annað þeirra rúið pólitískri framtíð. Lög, sem heimila veðsetningu aflaheimilda, stríða gegn sannfæringu og réttlætiskennd obba þjóðarinnar. Þau opna farveg fyrir ráðstöfunarrétt útlendinga á afla íslendinga. Þau grafa undan sameignarákvæði laganna um stjóm fiskveiða, og þau styrkja stöðu sægreifanna, sem em sérstakir umbjóðendur Þorsteins Pálssonar. Það vita allir, að þessi lög eru í andstöðu við þá réttlæt- iskennd sem áratugum saman bjó í hjarta Framsóknarflokksins. Þau em móðgun við glæsta fortíð flokks, sem í dag virðist hafa misst sjónar á sjálfum sér í svikulu ljósvarpi speglasala ráðherra- valdsins. Hvað ætlar flokkur Jónasar, Hermanns, Eysteins og Ólafs að láta sér lengi lynda að vera vesöl fótaþurrka Sjálfstæðisflokksins? ðii maðurinn Karp á biðstofunni áhrifasvæði þeirra minnkað jafnt og þétt. Auðvitað er gott að losna við áhrif stjómmálamanna á sum- um sviðum (það er íslenskum póli- tíkusum til dæmis einstaklega hollt að þurfa stöku sinnum að lúta fag- legum sjónarmiðum við stöðuveit- ingar). En það er ekki þar með sagt að stjómmál eigi að missa alla merkingu. Endumýjun jafnaðarstefnu að undanfömu hefur ekki hvað síst falist í því að afneita einfaldri and- stæðu hins opinbera og markaðar- Og íslenskri vinstri- menn forðast einsog heitan eldinn að læra af því sem þó var - hvað sem öllu öðru líður - mest hrífandi við kosningabaráttu Labour í Bretlandi, en það var sá eindregni vilji til sigurs sem lit- aði hana alla. ins. Sá síðamefndi talar ekki einum rómi og það er hægt að hafa áhrif á hann með öðmm hætti en því sem kallað er bein ríkisafskipti. Til dæmis er ekki sama hvort fyrirtæki em rekin eingöngu útfrá kröfu um arðsemi hlutabréfa (,shareholder valuej, eða hvort þau sjá þróunar- vinnu og sköpun nýrra starfa sem jafngild markmið arðseminni. Um leið og jafnaðarmenn hætta að ótt- ast umræður af þessu tagi, og þar með að líta á efnahagslífið sem einsleitan massa, skapast ný færi - þótt þau kunni að vera erfíðari skil- greiningar og viðfangs en eldri hugsjónir. Þessa viðleitni má sjá í stóm krataflokkunum í Evrópu, og það kemur í hlut breska verka- mannaflokksins að vera fyrstur til að sýna hvert hún getur leitt, hvort hún getur orðið almenningi til hagsbóta. Við íslendingar erum hér langt á eftir, að vanda. Margir stjómmála- menn bukka sig andaktugir fyrir títtnefndum þörfum efnahagslífs- ins, jafnvel í svo fmmstæðum skilningi að telja uppbyggingara- frek að hrúga hér upp gömlum fabrikkum, og komast um leið hjá því að hugleiða innri strúktúr ís- lensks hagkerfis og sóknarfæri til framtíðar. Og íslenskri vinstrimenn forðast einsog heitan eldinn að læra af því sem þó var - hvað sem öllu öðm líður - mest hrífandi við kosn- ingabaráttu Labour í Bretlandi, en það var sá eindregni vilji til sigurs sem litaði hana alla. Meðan íslenskir sósíaldemókrat- ar af mismunandi gerð og kyni geta ekki sameinast í einum flokki sem hefur slíkan sigurvilja, minna deil- ur þeirra mest á hávært bið- stofukarp fólks sem vonast til að verða aldrei kallað upp. jafn langt og það sem breski verka- mannaflokkurinn mátti sætta sig við. Aðrir segja að hér hafi orðið endanlegur sigur nýlíberalismans, því Tony Blair hafi sigrað x krafti stefnumála andstæðinga sinna, kjósendur hafi aðeins tekið glað- hlakkalegt andlit hentistefnunnar fram yfir raunamæddan þreytusvip stefnufestunnar. Síðamefnda kenningin er freist- andi, en felur í sér hættulega ein- földun. Auðvitað getur ríkisstjóm Blairs reynst jafn ráð- og dáðlaus og stjóm Clintons, en breskir kjós- endur ætluðu sér ekki bara að fríska upp andlit íhaldsstefnunnar; afstaða þeirra táknaði öðm fremur endumýjaða trú á mátt stjómmál- anna. Valdsvið stjómmálanna á Vesturlöndum hefur nefnilega skroppið saman á tímum fyrirvara- lausrar markaðshyggju. Meðan þorri pólitískra flokka hefur viður- kennt forræði einhvers óskilgreinds .efnahagslífs,, sem á síðustu ámm hefur enn sótt fram undir merkjum hnattarins (glóbalísering), hefur Enginn veit hvaða þýðingu úr- slit bresku þing- kosninganna munu öðlast þegar fram líða stundir - en í öllum herbúðum var samstundis lögð djúp tákmæn merk- ing í þær. Sumir töldu að nú væri um síðir lokið því skeiði nýfrjáls- hyggju á Vestur- löndum, sem hófst með valdatöku Reagans og Thatchers. Sigur Clintons var fyrsta vísbending um að þróunin væri að taka nýja stefnu, og eftir sigur Blairs eygja bæði franskir og þýskir jafnaðar- menn von - þeir síðamefndu eftir biðstofuhark sem er orðið næstum Þriðji maðurinnj Halldór Guðmundsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.