Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 Ur alfaraleið Veiöiþjófar ógna framtíð tígrisdýra Tígrar í Víetnam, Búrma, Laos og Kambódíu eru í mikilli útrýmingarhættu. Dýrin eru veidd í forn- kínversk lækningalyf, og búsvæði þeirra eyðast líka vegna skógarhöggs. Electronic Telegraph. Tígrisdýr í Víetnam, Kambódíu og Laos eru í mikilli eyðingar- hættu. Að minnsta kosti eitt dýr hverfur á viku, ýmist drepið af bændum sem telja að tígrísdýrin búi kvikfénaði þeirra hættu eða veiðiþjófar drepa þau til að nota í fomar uppskriftir að kínverskum lækningalyfjum. “Meðal þessara þjóða var tígris- dýrið eitt sinn hafið í tölu guða, en nú er það miskunnarlaust veitt, og dýrin eru nú í mikiu meiri útrým- ingarhættu en til dæmis Síberíu- tígurinn eða hið fræga Bengal- tígrisdýr," sagði Elísabet Kempf, höfundur nýrrar skýrslu um stöðu tígrisdýranna í löndunum þremur, sem World Wildlife Fund hefur gefið út. WWF segir að áreiðanlegar töl- ur sýni, að milli 100 og 150 tígris- dýr hafi verið drepin i Kambódíu síðan árið 1990, og hið óstöðuga pólitíska ástand í landinu torveldi mjög að hefta drápin. í Víetnam em hlutar úr skrokkum tígrisdýr- anna seldir einsog hver önnur vara í apótekum, og enginn maldar í móinn, þó viðskiptin séu ólögleg. í Mom Ray frumskóginum á landamæmm Víetnam, Laos og Kambódíu vom fjórir tígrar drepnir á síðasta ári, en það er ljórðungur stofnsins sem hafðist við í skóginum. Lifandi tígrisdýraungar em seldir víðsvegar í þorpum og smá- bæjum á landamærum Kambódíu og Laos. Verðið var ekki hátt, - 350 bandaríkjadalir fyrir hvolp- inn. Talsmenn vemdarsamtaka segjast hafa vitnesku um að tveir kaupahéðnar, sem starfa að ólög- mætri sölu á tígrisdýraafurðum, hafi árið 1993 selt 40 dauð tígris- dýr og 5 lifandi. Athuganir í Laos fyrr á þessu ári leiddu í ljós, að „ástandið versnar dag frá degi“ einsog segir í skýrslu um málið, ekki síst vegna þess að skógarhögg eyðileggur búsvæði tígrisdýranna. Samtök til vemdar dýmnum hafa freistað þess að verða á undan veiðiþjóf- um með því að veiða þau lifandi á slíkum svæðum, og flytja á önnur búsvæði, þar sem þau eiga miklu betri líkur á að lifa. World Wildlife Fund segir að tígrisdýr séu líka drepin í Taílandi, Malasíu og Myanmar (Búrma). í síðasttalda landinu em tígrisdýr ekki vemduð með lögum, og í Kambódíu em raunar ekki í gildi friðunarlög, þó verið sé að setja þau um þessar mundir. Málið er erfiðara fyrir þá sök, að Kambódía, Laos og Búrma em ekki aðilar að alþjóðasamningnum um bann við verslun með tegund- ir í útrýmingarhættu. WWF segir að í dag séu að líkindum aðeins 500 til 600 tígrisdýr í Vfetnam, og aðeins 500 til 1000 samtals í Burma, Taílandi og Malasíu. Húsverndarsjóður í lok júní verður úthlutað styrkjum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til við- gerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikn- ingar, tímasetningar á framkvæmdum og umsögn emb- ættis borgarminjavarðar. Skilyrði er sett fyrir því að endur- bætur séu í samræmi við eiginlegan byggingarstíl hússins frá sjónarmiði minjavörslunnar. Benda má á að hús sem byggð eru fyrir 1920, og þurfa sérstakra endurbóta við, hafa sérstaka þýðingu fyrir minjavörsluna í Reykjavík, bæði frá listrænu, menningar- sögulegu og umhverfislegu sjónarmiði. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. júní 1997 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Kvikmyndir pressionisti eða futuristi á máli gagn- rýnenda). Hann var fæddur í New York 1960 og dó þar í borg 1988, og var af blökkumannaættum frá Haíti (og vel mæltur á franska tungu). Á bamaskólaaldri sótti hann námskeið í teikningu við Brooklyn Museum. I gagnffæðaskóla gekk hann í leikklúbb og bjó þá til persónu, Same, (Same Old Shit) sem við hann tengdist og þá tókst kunningsskapur með honum og A1 Diaz, veggkrots- listamanni, en ffam til 1979 stóðu þeir saman að veggkroti í Lower Manhattan. Um tvítugt fór Basquiat að gera póstkort og skreyta fatnað og líka að mála með olíu. Hann sýndi fýrsta sinn með Times Square Show, en hélt fyrstu einkasýningu sína í Annine Nosei Gallery í New York 1982. Á næstu árum tók hann þátt í fjölmörg- um sýningum. Og varð þá vinskapur með honum og Andy Warhol. í kvikmynd þessari er listaferill Basquiats rakinn af nærfæmi. f upp- hafi hennar er hann tæplega tvítugur útigangsmaður í New York, en kynn- ist síðan ungum mönnum, sem við myndlist reyna sig og líka kunningj- um þeirra, er nær félaus en sýgur þó vímugjafa, hlýtur stig af stigi viður- kenningu, og fer að selja málverk sín háu verði, en hefur þá misst fótfestu og neytir í vaxandi mæli eiturlyfja, sem verða honum að bana 28 ára gömlum. Kvikmynd þessi er frábærlega vel gerð. Kunnir leikarar koma fram í henni. Og skal þess getið að David Bowie leikur Andy Warhol. Hvítasunnuhátíð R-listans Borgarstjóri og fulltrúar Reykjavíkurlistans bjóða til hvítasunnuhátíðar á Hótel Borg á annan í hvítasunnu, 19. maí næstkomandi, í tilefni þess að ár er nú til kosninga. Fagnaðurinn er opinn öllu stuðningsfólki Reykjavíkurlistans og boðið verður upp á vandaða skemmtidagskrá. Veislu- stjóri er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Sérstakur ræðumaður er Einar Már Guðmunds- son rithöfundur. Meðal þeirra sem fram koma eru: • Sönghópurinn Emil og Anna Sigga flytja þjóðlög, lög frá Viktoríutíman um og lög frá þessari öld. • Jóhannes Kristjánsson stjórnmálaskýrandi bregður sér á borgarstjórn- arfund. • Leynigestur verður með leyninúmer. • Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur, og Halldór Gunnarsson tónlistarmaður leiða sönggleði gesta. • Rússíbanar mæta til leiks og með þeim dansparið Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir sem sýnir tangó. Húsið opnar kl. 19.00. Verð fyrir þríréttaða máltíð er 3.200 krónur en miðaverð eftir að borðhaldi lýkur kl. 22.30 er 1.000 krónur. Miðasala er í höndum borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Reykjavíkurlist- ans en einnig er hægt að kaupa miða í bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi. Lif - eða vesæld - í listum í New York Regnboginn: Basquiat ★★★1/2 Aðalleikendur: Michael Win- cotL David Bowie, Claire Forlain Á skammri ævi varð Jean-Michi Basquiat einn kunnasti popp- mync listarmaður Bandaríkjanna (e; Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 26. útdráttur 23. útdráttur 22. útdráttur 20. útdráttur 15. útdráttur 11. útdráttur 8. útdráttur 7. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.