Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 1
MÞYÐMMÐ Miðvikudagur 21. maí 1997 Stofnað 1919 63. tölublað - 78. árgangur ¦ Engar líkur á aö kvótinn verði aukinn verulega á þessari öld. Stefnir í rúmlega 30 þúsund tonna aukningu á næsta fiskveiðiári. Það er sjómönnum vonbrigði Vantar sterkan árgang - segja fiskifræðingar og segja þorskinn vera veiöilegri þar sem sóknin sé til muna minni Það fer ekki á milli mála að vel- flestir skipstjórar eru þeirrar skoðun- ar að í áraraðir hafi ekki verið eins mikið af þorski á miðunum sem nú. Reyndar er talsvert um að skipstjórar segi að leita þurfi áratug og jafnvel áratugi til baka til að finna samjöfh- uð við það magn af þorski sem þeir verða varir við. Þrátt fyrir þetta er litlar sem engar líkur á að þorskkvótinn verði aukinn sem einhverju nemur á næstu árum, sennilega ekki fyrir aldamót. Þegar þetta er skrifað hefur Hafrannsókna- stofnun ekki gefið út hvað stofnunin leggur til að veitt verði af þorski á næsta fisvkeiðiári, en það verður gert innan fárra daga. Samkvæmt því sem næst verður komust má búast við að þorskkvótinn á næsta ári verði á bil- inu 215 til 225 þúsund tonn, eða nokkur aukning frá því fiskveiðiári sem nú er, en eins og kunnugt er var hann 186 þúsund. Ástæða þess að ekki eru líknr á verulegum aukningum er sú, að fiskifræðingar Hafrannsóknarstofn- unar segja að ekki sé sterka árganga að finna í hrygningarstofninum, og á meðan svo er verður ekki um veru- lega aukningu að ræða. En hver er rök fiskifræðinga við fullyrðingum skipstjóra að mun auð- veldara sé að fá þorsk nú en verið hefur á síðustu árum, og jafnvel að erfitt sé að komast hjá því að fá þorsk. Það sé erfiðara að forðast hann nú en að fiska hann fyrir fáum árum? Svarið er einfalt, hann er veiði- legri, segja fiskifræðingar. Ástæðan er mun minni sókn en verið hefur og því sé þorskurinn rólegri þar sem hann sé ekki að forðast fjölda veiðar- færa. Sem sagt, það er meiri friður í djúpinu. Það er augljóst að mörgum sjó- manninum bregður þegar hann heyr- ir að ekki sé verulega breytinga að vænta, en það er eigi að síður stað- reynd á meðan stjórnvöld fara að ráðum fiskifræðingana verður ekki umtalsverð breyting á þorskkvótan- um. Ljóst er að þorskkvóti næsta árs verður meiri en á þessu ári. Það mun vætanlega segja til sín, meðal annars, í leigu- og söluverði kvóta. Það er hins vegar ekki eins skýrt hversu mikið það dugar til að setja upp í þær sprungur sem myndast hafa víða um land, vegna hliðarverkana kvótans. Sj_ Jjjá l^ | ; ^^r 'l^^m -¦ H "^ ..w • DÉ. ~f 4* ^3 Peningarnir streyma í verkfalíssjóðinn Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavfkur og nágrennis hefur gefið verkfallsfólki á Vestfjörðum eina milljón króna í verkfallssjóð. Verkafólkið á Suðurnesjum sendi félögum sínum vestra einnig baráttukveðjur. Þá sendi Fé-lag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri 250 þúsund krónur í sjóðinn. Þá hefur Sigríður Rósa Kristinsdóttir sent verkfallsfólki peninga, 1.713 krónur, en það er sama upphæð og hún fékk í hækkun á bótum um síðustu mánaðamót. I bréfi sem Sigríður Rósa sendi með tékkanum segir meðal ann-ars: „Mér varð óglatt við tilkynningu Davíðs Oddssonar og Co í gærkvöldi um hækkun!!! ellilauna og aðrar „dús-ur" sem hæstvirt ríkisstjórn þóknaðist að útdeila eldri borgurum þessa lands. Þeim sem sveltu sig oft á tíðum til að byggja upp það þjóðfélag sem gæti verið fyrirmynd heimsbyggðarinnar." Þá sendi Sigríður Rósa afrit af síð-asta launaseðli sínum frá Tryggingastofnun, en hækkunin sem hún fékk nam lþ713 krónum. í bréfinu segir: „Ég sendi ykkur þá upphæð í verkfallsjóð. Mér er ljóst að þið fimið ekki af þessu frekar en ég." Myndin var tekin þegar vestfirskir verkfallsverðir stóðu vörð í Hafnarfirði. Það hefur greinilega gefist stund milli stríða. Mykjumýkir Mosraf hefur hafið innflutaing á sérstöku dufti sem vinnur á dýraskít, þannig að hann verður mýkri. Auk þess eyðir duftið ammoníakslykt um 60 til 70 prósent og eins má geta þess að með notkun duftsins verður betri áburður en ella. Ingvar Sverrisson, sölustjóri hjá Mosraf, segir að duftið hafi verið notað í um áratug á Norðurlöndunum og með góðum árangri. Helstu áhrif eru þau að mykja verður mýkri og það gerir bændum mun léttara að ná mykjunni úr haughúsunum. Ekki þarf lengur að blanda vatni til að hægt sé að dæla úr húsunum og spar- ar það talsverða vinnu og fyrirhöfn. Þá hefur duftið þau áhrif að am- onníakslyktin, sem getur verið sterk í gripahúsum, minnkar um 60 til 70 prósent. Aðspurður sagði Ingvar að vissulega væri hægt að segja að vonda lyktin nánast hverfi en sú góða verði eftir. Vegna þess hvemig mykja harnar hafa örverur sem eru í mykjunni drepist og þegar þær rotaa hefur ammoníakslyktin myndast. Þegar duftið er sett saman við myndast loft- bólur sem gera örverum kleift að lifa lengur. Það hefur síðan þau áhrif að mykjan verður mun betri til áburðar en til þessa. Ingvar segir að eitt kíló af duftinu eigi að duga fyrir tíu kýr í eitt ár. Við- tökur hér á landi hafa verið með miklum ágætum, en nánast allir þær bændur sem kynnt hafa sér duftið hafa keypt sér duftið. Umdeilt lyf Lyfið Dycykloverin er gefið ungbörnum í miklum mæli við ungbarnakveisu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið komið með börn sem þjást af andnauð á Barnadeild Hringsins sem hafa verið að taka lyfið. í einu tilfelli var komið með kornabarn vegna öndunarstopps en móðir þess hafði fengið lyfið uppá- skrifað hjá heimilislækni. Sjá baksíðu. Jóhanna Sigurðardóttur óhress með störf Páls Péturssonar Páll Pétursson lét fixa svörin - ekki ákveöiö hvernig verður brugöist við "Ég held að Páll Pétursson gangi erinda þeirra sem vilja félagslega kerfið ónýtt og að hann sé að fela þann niðurskurð sem hann hefur staðið fyrir á Byggingasjóði verka- manna," sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir alþingismaður, um svör Páls Pét- urssonar um stöðu félagslega íbúðar- kerfisins. Það var í haust sem Jóhanna bað félagsmálaráðherra um upplýsingar um stöðu félagslega kerfisins. Þegar svörin bárust í nóvember varð Jó- hanna allt annað en sátt. "Ég hélt því þá fram að upplýsing- arnar frá honum væri mjög villandi og rangar. Ég bar fyrir mig svör Hús- næðisstofnunar til ráðherrans vegna fyrirspumarinnar. Þau svör notaði hann ekki, heldur stakk þeim undir stól, en svörin voru mjög hagstæð fé- lagslega kerfinu. Páll lét verktaka úti í bæ reikna út svör sem hentuðu hon- um. Ég held því fram að hann hafi gert þetta til að sverta félagslega kerfið og mynda sér stöðu til að slá það af. Lfka til að fela að hann hefur skorið fjárframlög til kerfisins niður um helming." Þegar hér var komið óskaði þing- flokkur jafnaðarmanna þess að Rík- isendurskoðun svaraði þessum sömu spurningum. Svarið hefur nú borist og ber því saman við það sem Hús- næðisstofnun hafði svarað. „Það staðfestir að ráðherrann hefur gefið Alþingi mjög rangar og villandi upp- lýsingar." f svari Páls var staðhæft að verð á félagslegum íbúðum væri hærra en verð á íbúðum á almennum markaði, hann sagði þær vera frá 22 til 108 prósent dýrari. Ríkisendurskoðun og Húsnæðisstofnun segja hins vegar að verð á félagslegum íbúðum sé 10 til 15 prósent lægra en verð sambæri- legra íbúða á almennum markaði, það er ef reiknað er með íbúðaverði á Höfuðborgarsvæðinu, en miðað við landið allt er félagsleg íbúð um þrjú prósent ódýrari en íbúðir á almenn- um markaði. "Hann staðhæfði að greiðslubyrði af félagslegri íbúð, eftir fimm fyrstu árin, væri 85 þúsund krónum hærri en af íbúð á almennum markaði. Hin svörin segja hins vegar að greiðslu- byrðin sé 318 þúsund krónum lægri og ef vaxtabætur eru teknar með þá eru greiðslurnar samt lægri, eða sem nemur 178 þúsundum. Ég spurði hann einnig um greiðslubyrðina af hagstæðasta kostinum í félagslega kerfinu, þá miðað við húsbréfakerfið. Svarið hans var svona: „Með tilliti til þess hversu óhagstæður þessi saman- burður er fyrir félagslega íbúðakerfið er er ekki ástæða til að setja upp dæmi um það." Ríkisendurskoðun reiknaði þetta líka út og hún kemst að því að í þessum hagstæðasta kosti sé greiðslubyrðin 600 þúsund krón- um lægri á fyrsta ári, en í húsbréfa- kerfinu." Hefur ráðherra þá haft rétta svar- ið íhálft ár án þess að gera greinfyr- ir því? Já, og lét þess í stað fixa fyrir sig svör sem þjóna hans lund. Þetta er mjög alvarlegt. Mig langar að segja frá því að árið 1992, en þá var Páll Pétursson óbreyttur þingmaður, vildi hann breytingar á lögum um ráð- herraábyrgð. Hann vildi skerpa á ákvæði laga um ráðherraábyrgð, þess efnis að ef ráðherra gæfi Alþingi rangar eða villandi upplýsingar, eða við meðferð máls á Alþingi leynir upplýsingum sem hafa verulega þýð- ingu þá gerist hann sekur samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð. í greina- gerð sagði Páll: „Ráðherrar geta freistast til að gefa Alþingi rangar eða villandi upplýsingar, eða leyna það mikilvægum upplýsingum. Þetta getur leitt til óvandaðrar meðferðar mála og orsakað trúnaðarbrest Al- þingis og ráðherra." Það er nákvæm- lega þetta sem hann er að gera núna," sagði Jóhanna. "Við skoðum hvað við viljum gera, það hefur engin ákvörðun verið tekin. Það hefði verið litið alvarleg- um augum erlendis ef ráðherra leyn- ir þingið slíkum upplýsingum. Það kemur til greina að taka málið upp í nefndum þingsins, það skýrist í haust hvað við gerum vegna þessa máls," sagði Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.