Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 8
WORLDWfDE EXPFtESS Nýtt aðalnúmer 5351100 MWBLMB WDRLDW/DE EXPRESS Nýtt aðalnúmer 5351100 Mlövikudagur21. maí 1997 63. tölublaö - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Lyfið Dycykloverin er gefið ungbörnum hér við ungbarnakveisu þrátt fyrir að það geti haft alvarlegar hliðarverkanir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ræddi við lækni og lyfjafræðinga um málið. Grunur um að öndunarstopp megi rekja til inntöku lyfsins „Það hefur verið varað við þessu lyfi,“ segir Sigurður Þorgrímsson sérfræðingur á Barnadeild Hringsins. Lyfið Dycykloverin er gefið ungbörnum í miklum mæli við ungbarnakveisu sem lýsir sér með óværð sem í flestum tilfellum gengur yfir eftir að börnin hafa náð þriggja mán- aða aldri. Erlendis hefur komið fram að dauðsfall hefur verið rakið til rangrar notkunar lyfsins. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur verið komið með börn sem þjást af andnauð á Barnadeild Hringsins sem hafa verið að taka lyfið. í einu slíku tilfelli sem kom upp í síðustu viku var komið með kornabarn vegna öndunarstopps en móðir þess hafði fengið lyfið uppáskrifað hjá heimilislækni og hafði barnið fengið lyfið tvisvar á dag um tíma sam- kvæmt fyrirmælum læknis. “Mér heyrist að þú sért að vitna í nýlegt atvik þar sem mögulegt var að tilfellið hefði komið upp vegna lyfs- ins en það er ósannað mál,“ sagði Sigurður Þorgrímsson sérfræðingur í bamalækningum á Bamadeild Hringsins. „Það em engar nýjar frétt- ir að það hefur verið varað við þessu lyfi, það á að geta haft hættulegar aukaverkanir eins og andnauð. Sjálf- ur ávísa ég þvf ekki persónulega nema í völdum tilfellum og það er sáralítið um það hér á deildinni. Þetta em aðallega læknar úti í bæ og ég held að notkun þess sé talsvert al- geng. En það má ekki gleyma því að þetta lyf hefur verið í notkun í ára- tugi og notkun þess því ekki ný af nálinni.“ Pharmaco flytur inn lyfiö sam- kvœmt beiðni lcekna þar sem lyfið er óskráð, en apótekum er heimilt að af- greiða lyfið samkvœmt sérstöku leyfi frá lyfjanefnd ríkisins fyrir hvert ein- stakt tilvik. “Læknar sækja um undanþágu fyr- ir hvem einstakling til Lyfjanefndar og notkunin er á þeirra ábyrgð," seg- ir Magnús Jóhannsson hjá Lyfjaeftir- liti Ríkisins. „Þeir færa rök fyrir því hversvegna í umsókninni og hingað til hafa þeir fært þau rök að þetta sé það eina sem dugi við ungbama- kveisu. Þetta er vandræðamál fyrir okkur því yfirleitt höfum við ekki til- tæk gögn um lyfm, við höfum stund- um beðið viðkomandi lækna að út- vega þau en það hefur gengið mis- jafnlega eftir. Lyfjamarkaðurinn hér er lítill og mörg lyf óskráð, því höf- um við af umhyggju fyrir sjúklingun- um reynt að vera lfberal. Það er oft vandratað og við getum sjálfsagt gert mistök eins og aðrir." “Þetta er sú leið sem við höfum til að mæta þörfum fyrir lyf sem em ekki skráð," segir Jóhann Lenharðs- son hjá Lyfjaeftirliti ríkisins. „Þetta þykir fremur gott lyf við ungbama- kveisu sé það notað rétt, en fyrir nokkur ámm síðan kom upp dauðs- fall í Bandaríkjunum sem var rakið til rangrar notkunar á lyfinu. Ég held að þetta sé vandmeðfarið og þar sem það er óskráð verða menn enn frekar að huga að notkuninni, þar sem upp- lýsingar liggja ekki fyrir í almennum lyfjahandbókum." “Þetta er óskráð sérlyf og afgreitt á undanþágu og mikið afgreitt af því hér enda margir bamalæknar í ná- grenninu," segir Guðlaug Ingvars- dóttir lyfjafræðingur í Austurbæjar- apóteki. “Við emm með slatta af greinum erlendis frá með upplýsingum um lyfið, við höfum látið það ganga til lækna. Það er eitthvað um aukaverk- anir, til dæmis þreytu, sljóleika, það getur komið upp andnauð og aðrir öndunarerfiðleikar og uppköst og of hraður hjartsláttur. Þetta er þó ekki róandi lyf en það er krampaleysandi og mest notað af bamalæknum en þó eitthvað af heimilislæknum. Það em dæmi um alvarlegar aukaverkanir eftir mikla skammta og varasamt er að nota þetta fyrir böm sem em yngri en sex til átta vikna. Ég held að lækn- ar séu varkárir varðandi notkun lyfs- ins og gefa það í litlum skömmtum en ég veit að þeir gefa þetta stundum yngri bömum en sex vikna, við reyn- um stundum að hafa eftirlit með skammtastærðum hjá heimilislækn- um ef ástæða er til.“ Aðspurður hvort notkun lyfsins væri réttlætanleg, svaraði Sigurður í löndum Evrópussam- bandsins er mjög öflug aukaverkunarskrá lyfja, þar sem læknar hafa sterka tilkynning- arskyldu enda er gripið til aðgerða strax ef það kemur upp munst- ur í aukaverkunum. Sú skráning er samkvæmt heimildum blaðsins í molum hérlendis en ef hún hefði verið í fullu gildi eins og vera ber samkvæmt EES samn- ingum mætti hugsa sem svo að tilfellin á barnadeild Hringsins hefðu verið tilkynnt til Lyfjanefndar en það er mjög mikilvægt ef grunur leikur á um al- varlegar aukaverkanir að það séu í gangi skilgreindar boðleiðir í kerfinu til að tilkynna slíkt. „Það eru engar nýjar fréttir að það hefur verið varað við þessu lyfi, það á að geta haft hættulegar aukaverkanir eins og andnauð," segir Sigurður Þorgrímsson sérfræðingur í barnalækningum við Barnadeiid Hringsins. Sjálfur ávísa ég því ekki persónulega nema í völdum tilfellum og það er sáralítið um það hér á deiidinni. Þetta eru aðal- iega læknar úti í bæ og ég held að notkun þess sé talsvert algeng. Þorgrímsson: „Það má segja sem svo að ungbamakveisa réttlæti ekki notk- un lyfsins því hún er ekki hættuleg ein og sér og gengur vanalegast yfir þegar þriggja mánaða aldri er náð. Eg vinn sjálfur á spítala en þetta eru vandamál sem læknar úti í bæ standa oíitar frammi fyrir, þeir hljóta að vega það og meta.“ Aðspurður um hvort það vœri rétt- lcetanlegt að ávísa lyfinu til yngri kornabama en sex vikna þrátt fyrir leiðbeiningar utan á glasinu um ann- að, “ sagði Sigurður: “Ungbamakveisa er algengt vandamál og það er oft sterk krafa frá foreldrum að læknar skrifi uppá eitthvað við þessu. En það á ekki að vera einfalt mál að skrifa uppá þetta lyf.“ Lyfið er eitt afmörgum lyfium með aukaverkanir, sumum með róandi hliðarverkun sem er ávísað á böm með ungbamakveisu, annað dœmi er lyfið Fenigan sem stillir af magann en hefur sljóleika sem aukaverkun. Einn heimildamaður blaðsins tók til þess hvað lœknar vœru almennt treg- ir til að benda á aðrar leiðir sem hefðu gefið góða raun svo sem ung- barnanudd eða gömul og gegn hús- ráð, hann benti einnig á þá tilhneig- ingu foreldra að lána lyfið til vina- fólks sem cetti í sömu vandrœðum en slíkt gceti skapað stórhœttu þar sem um vœri að rœða vandmeðfarin lyf. í löndum Evrópussambandsins er mjög öflug aukaverkunarskrá lyfia, þar sem lceknar hafa sterka tilkynn- ingarskyldu enda er gripið til að- gerða strax efþað kemur upp munst- ur í aukaverkunum. Sú skráning er samkvcemt heimildum blaðsins í mol- um hérlendis en ef hún hefði verið í fullu gildi eins og vera ber sam- kvcemt EES samningum mcetti hugsa sem svo að tilfellin á bamadeild Hringsins hefðu verið tilkynnt til Lyfianefndar en það er mjög mikil- vœgt efgrunur leikur á um alvarleg- ar aukaverkanir að það séu í gangi skilgreindar boðleiðir í kerfinu til að tilkynna slíkt. Lyf á EES svœðinu eiga einnig að fáformlega staðfestingu heilbrigðis- yfirvalda eftir að sérfrceðingar hafa farið yfir og metið öll gögn. í samtali við blaðið kvaðst lyfiafrceðingur telja það eðlilegt að heimild til að ávísa lyfinu vœri bundin eingöngu við sér- frœðinga í barnalœkningum, for- dcemi um slíkar takmarkanir vœru mýmörg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.