Alþýðublaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 1
MÞY9UBLM9 Fimmtudagur 22. maí 1997 Stofnað 1919 64. tölublað - 78. árgangur ¦ Hæstiréttur samþykkir endurupptöku mála vegna jöfnun- argjalds á franskar kartöflur Menn hafa setið inni - eftir á kom í Ijós að þeir höfðu ekki svikið ríkið, ríkið hafði svikið þá Hæstiréttur íslands hefur sam- þykkt að taka upp aftur mál vegna innflutnings á frönskum kartöflum. Nokkrir menn höfðu verið ákærðir og tveir dæmdir fyrir að hafa svikist um að leggja jöfnunargjald á fransk- ar kartöflur sem þeir fluttu til lands- ins. Mennirnir tveir voru dæmdir til fangelsisvistar og hafa þeir þegar set- ið af sér dóminn sem kveðinn var upp á sínum tíma. Síðar komst Hæstiréttur að því að jöfnunargjaldið stóðst ekki og allt bendir til þess að í stað þess að hafa svikið fé, hafi rfkissjóður haft tals- vert fé af þeim mönnum sem fluttu inn frönsku kartöflurnar. Annar þeirra, sem var dæmdur til fangelsisvistar, snéri sér til Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns. Jón leitaði til Hæstaréttar með endur- upptöku í huga. Rétturinn hefur nú fallist á rök lögmannsins og beðið er niðurstöðu úr málinu, varðandi fleiri sambærileg mál. Hugsanlega hefur ríkinu verið sköpuð talsverð skaða- bótaábyrgð vegna þessara mála. I Saksóknari enn í mál gegn Hrafni, sem segist reiðubúinn íferðalög með ritskoðurum hann segir dómsvaldið seint ætla að skilja undirstöðuatriði tjáningarfrelsis "Það er mér sönn ánægja að hitta fulltrúa Ríkissaksóknara aftur. Ég vona jafnframt að ákæruvaldið í landinu hafi ekkert betra við tímann að gera en eltast við mig og að ekki gangi hættulegri glæpamenn lausir, sagði Hrafn Jökulsson ritstjóri en á miðvikudag í næstu viku verður mál ríkissaksóknara gegn honum tekið fyrir á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og lesendum Alþýðublaðsins ¦ Steingrímur J. Sigfússon útilokar ekki nán- ara samstarf A-flokkanna Kosningasamvinna er íhugunarvirði Kveðst jákvæður á að finna form fyrir nánara sam- starf og betri samvinnu. Gefur Margréti góða ein- kunn, og ætlar ekki gegn henni. Steingrímur J. Sigfússon kveðst vera jákvæður gagnvart því að finna form á nánari samstarfi og betri sam- vinnu A-flokkanna en til þessa, en hvetur menn til að fara varlega í þeim efnum. Hann segir það sína skoðun, að einsog sakir standa séu afar fáir í báðum flokkunum, sem vilji beinlínis hreina sameiningu þeirra. Þetta kom fram í viðtali Krist- jáns Þorvaldssonar við Steingrím á Rás 2 um síðustu helgi. Steingrímur sagði, að það væri ekki raunhæft að hans mati að halda að flokkarnir sameinist á skömmum tíma sem flokkar, en kosningasam- vinna af einhverju tagi væri þess virði að fhuga og skoða. Þegar hann var spurður af Kristjáni, hvort menn kæmust úr þessu framhjá því að vera með sameiginlegan lista, svaraði hann: „Það verður tíminn að leiða í ljós, hversu langt menn komast með það." Hann taldi líklegt, að sveitarstjórn- arkosningar myndu þoka samvinnu- málum á landsvísu til hliðar, en eftir það yrðu menn að sjá til. Aðspurður um hvernig nýr for- maður hefði staðið sig kvað Stein- grímur ósanngjarnt að spyrja sig að slfku, en lét þess eigi að síður getið að hann teldi hana hafa staðið sig ágætlega, og af máli hans mátti ráða að enga líkur væru á því að hann byði sig fram gegn henni. er kunnugt krafðist Haraldur Jóhann- essen þáverandi fangelsimálastjóri opinberrar ákæru á hendur Hrafni vegna greinar sem hann skrifaði í Al- þýðublaðið 5. mars á síðasta ári. í greininni gagnrýndi Hrafn aðbúnað að föngum og stefnu hins opinbera í fangelsismálum og sagði í niðurlags- orðum að Haraldur væri ekki fang- elsismálastjóri heldur „glæpamanna- framleiðandi ríkisins." Rfkissaksóknari höfðaði opinbert mál á hendur Hrafni síðastliðið haust en í Héraðsdómi varð því vísað frá laust fyrir jólin. Forsendur dómsins voru þær að það stangaðist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárínnar að opinber starfsmaður gæti falið ríkis- saksóknara að höfða mál fyrir sína hönd. Frávísuninni, sem þótti marka tímamót, var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp þann úrskurð í janúar að málið skyldi tekið fyrir á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavfkur. Aðspurður kvaðst Hrafn búast við því að málið gengi tíl Hæstaréttar hver svo sem úrslitin verða í Héraðs- dómi. „Rfkissaksóknara er þetta greinilega kappsmál og mér er þetta prófmál svo það má búast við að leikar berist áfram um íslenskt réttar- kerfi uns endanlega niðurstaða fæst. Það virðist ætla að ganga seint að kenna dómstólunum á fslandi undir- stöðuatriði tjáningarfrelsisins. Þeir hafa nú þegar þurft að spássera svipugöngin til Strassborgar vegna þess en láta sér ekki segjast. Ég er reiðubúinn að leggjast í ferðalög með þessum ritskoðurum ef ástæða er til," sagði Hrafn Jökulsson að lokum. Poppminjasafn í Keflavík Opnum ísumar -segir Rúnar Júlíusson "Það verður ýmislegt að finna á safninu, fyrst í stað verða það þó einkum munir sem tengjast popp- sögu Keflavfkur," segir popparinn og Keflvfkingurinn Rúnar Júlíusson en nú stendur fyrir dyrum að opna Poppminjasafn í Keflavfk, sem fyrst í stað hefur vinnuheitið Bítlabærinn Keflavfk. "Hugmyndin er í gerjun og þessa dagana erum við aðallega að leita að fjármagni, stefnan er þó að opna þetta í sumar og þá á veitingahúsinu Glóðinni. Við erum búin að koma á laggirnar nefnd sem hittist reglulega og leggur línurnar, formaður hennar er Kjartan Már Kjartansson skóla- stjóri Tónlistarskólans og bróðir hans Magga Kjartans." En hvað verður aðflnna á safninu, fyrsta gítarinn hans Gunna Þórðar? "Já, það mætti tildæmis hugsa sem svo, eða buxurnar hans. Við höfum fengið gefins fyrstu segulbandsupp- tökurnar af lögum Hljóma eins og Fyrsta kossinum og laginu, Bláu augun þín. Einnig höfum við í fórum okkar frumrit ýmissa frægra popptexta. Það er ekki mikið sem við höfum, það kemur til með að ráðast af því fjármagni sem við fáum úr að spila, en stefnan er sú að þetta verði fræðasafn með upplýsingum og tón- list. En hvað kemur til að þú ert farin í samkrull með bæjarstjórn sem kom því til leiðar að gamla góða Keflavfk og nágrenni hennar ber hið vöðalega nafn Reyjanesbær. Þú hafðir gefið út þær yfirlýsingar að þú værir að flýja? "Já, húsið mitt er enn á sölu en það er bara svo dýrt. Það eru ýmis mistök í stjórnsýslu og réttarfari í endur- skoðun um þessar mundir á íslandi, kannski verður nafnið endurskoðað enda var það á skjön við allt lýðræði og fulltrúar þess kannski vanhæfir til að taka þessa ákvörðun á sínum tíma. Hjörleifur mun skrifa um Kína Hjörleifur Sveinbjörnsson bætist við litríka flóru penna Alþýðublaðsins í dag. Hjör- leifur mun skrifa í blaðið reglulega og skiptast hann og Þórarinn Eldjárn á um að skrifa greinar vikulega. Sjá bls. 2 Lúffum ekki Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, segir að vestfirskir vinnuveit- endur sé styrktir að knésetja verkamenn vestra. Hann segir jafnframt að stuðningur berist víða frá. Sjá viðtal á bls. 6. L A • Myndlampi Black Matrix • lOOstöðvaminni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • íslenskt textavarp ' Myndlampi Black Matrix ¦ 50 stöðva minni ¦ Allar aðgerðir á skjá . ¦ Skart tengi • Fjarstýring 1 íslenskt textavarp BEKO fékk yiðurkenningu,- hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin 1 Myndlampi Black Matrix - 50 stöðva minni Allar aðgerðir á skjá Skart tengi • Fjarstýring Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbobsmenn um allt land Reykjavik: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvik.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupsstað! Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirklnn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi | sem slekkur á sjónvarpinu ! þegar útsendingu lýkur! É Ð U R N I R i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.