Alþýðublaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r é t t i r Málið er að vinnuveitendur hér eru styrktir af sterkum sjóðum Vinnuveitendasambandsins til að koma okkar á hnén. Þaö á að nota þetta tækifæri til að sýna verkalýðnum að hann eigi ekki að vera að rífa kjaft. Þetta sjá allir í hendi sér. ■ Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða segir að verkfallið haldi áfram eins lengi og þörf verður á Við lúffum ekki úr þessu - segir vinnuveitendur vestra styrkta til að berja á verkafólki Clr alfaraleið Rússneska mafían sprengir líkfylgd í kirkju- garði í Moskvu Mafiuhópar berjast um yfirráðin yfir styrktarsjóði fatl- aðra hermanna úr stríðinu í Afganistan, sem meðal annars er notaður til að stunda þvætti illa fengins fjár. Segodnya, Moskvu. anna. “Ég get ekki metið stöðuna. Það hefur ekkert þokast. Vinnuveitendur hafa ekkert nálgast okkur. Við höfum gengið langt til móts við þá, en þeir hafa ekkert reynt til að nálgast okk- ur,“ sagði Pétur Sigurðsson, formað- ur Alþýðusambands Vestfjarða, en félagar innan sambandsins hafa nú verið í verk- falli í um einn mánuð. Verkfallsfólki hefur borist stuðningur, bæði með baráttu- kveðjum og eins hafa félög og ein- staklingar gefið peninga í verk- fallssjóð. Kenn- arasamband ís- lands gaf tvær milljónir, Vaka á Siglufirði 500 þúsund, Félag verslunar- og skrifstofufólks 250 þúsund, Leikskólakennar- ar 50 þúsund, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur eina milljón og Félag opinberra starfsmanna á Austfjörðum 100 þúsund. Verkfallsins er farið að gœta víða, lil dœmis eru verkfallsverðir frá ykk- ur bœði í Hafnarfirði og í Reykjavík. “Já, við höfum neyðst lil þess. Þeir eru tilbúnir að fara, til að aðstoða fé- lögin á hverjum stað.“ Voru ekki vonbrigði að landað var úr Páli Pálssyni ÍS (Reykjavík? “Jú, auðvitað var það. Þeir læddust inn og við höfum ekki mikla mögu- leika á að fylgjast með þeim. Mér finnsl þetta ekki hafa verið félagar í Dagsbrún sem lönduðu. Það er í öll- um félögum fólk sem ekki skynjar félagsskapinn og nauðsynina á sam- stöðu. Það eru einstaklingar sem hafa brenglaðar skoðanir á þessum hlut- um. Þeir hjá Löndun virðast hafa bú- ist við þessu og sótt fólk sem er þannig þenkjandi. Það er ekkert upp á Dagsbrún að klaga í þessu. Það eru verulegur styrkur frá Dagsbrún og Hlíf að þau fé- lög séu komin í samúðarverk- fall. Samt hefur komið stuðning- ur frá fleirri fé- lögum sem eru ekki í Verka- mannasamband- inu en félaga innan þess, að undaskildum Dagsbrún, Hlíf og Vöku.“ Nú þegar verk- fallið hefur staðið í um einn mánuð, smitar það ekki út frá sér á ekki stcerri stöðum en þið búið á, þar sem nálœgð manna er mikil? “Ég veit ekkert um það og er held- ur ekki dómbær á það. Ég hef ekki orðið var við neinar árásir eða andúð í okkar garð. Ég sé á svipbrigðum vinnuveitenda að þeir eru ekki ánægðir með okkur. Morgun- blaðið er komið út úr skápnum og tekur afstöðu gegn verkafólki, ef marka má leið- ara þess í gær. Um leið er hnýtt í vinnuveitendur á Vestfjörðum og sagt að þeir séu ónytjungar og sett fyrirtækin á vonarvöl og að þeir geti ekki einu sinni greitt þau laun sem samið var um í Verkamannasam- bandssamningunum. Þar hitta þeir helst fyrir alþingismennina Einar Rristinn Guðfinnsson og Einar Odd Kristjánsson og fleiri slíka menn. Bæði er það, að Mogginn er kominn út úr skápnum og tekur afstöðu með vinnuveitendum, um leið húðstrýkja þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem báðir hafa verið mikið í atvinnurekstri og hafi eyði- lagt fyrirtækin og afkomumöguleika Vestfirðinga, með aðgerðarleysi." Nú hefur verkfallssjóðurinn styrkst. Gerir það ykkur kleift til að halda áfram lengi enn? “Við verðum að halda áfram eins lengi og við þurfum, það er ekkert með það. Við lúffum ekki fyrir vinnuveitendum úr þessu. Málið er að vinnuveitendur hér eru styrktir af sterkum sjóðum Vinnuveitendasam- bandsins til að koma okkar á hnén. Það á að nota þetta tækifæri tii að sýna verkalýðnum að hann eigi ekki að vera að rífa kjaft. Þetta sjá allir f hendi sér. Öll vinstrihreyfingin í landinu heldur kjafti. Mér finnst sem þeir standi með vinnuveitendum ef eitt- hvað er. Ekki heyrum við frá foringj- um Alþýðuflokksins, okkar barst reyndar skeyti frá Margréti Frí- mannsdóttur. Mér þykir með ólíkind- um hvaða af- stöðu vinstri flokkarnir hafa tekið í þessu máli. Við spyrj- um um afstöðu vinstri flokka, flokka sem á til- lidögum kenna sig við verka- lýðinn og boða til kaffisamsætis á 1. maí.“ Fyrir skömmu var Valery Radchikov, yfirmaður Rússlands- sjóðs til styrktar fötluðum her- mönnum úr stríðinu í Afganistan, ákærður fyrir að hafa skipulagt sprengingu í nóvember síðastliðn- um í Kotlyakovskoe kirkjugarð- inum í Moskvu, sem varð fjórtán manns að bana og limlesti fjöl- marga aðra. Sprengjan sprakk meðan stóð á jarðarför Mikhail Likhodei, sem var fyrrverandi for- maður sjóðsins. Fimm stjómar- menn sjóðsins létu þar lífið, þar á meðal formaðurinn Sergey Tra- hirov. Það hafði um skeið verið á al- manna vitorði, að sjóðurinn, sem naut margvíslegra ívilnana af hálfu ríkisins, var flæktur í glæp- samlegt athæfi rússneskra mafíu- gengja, meðal annars þvætti pen- inga sem aflað var með ólöglegum hætti. Miklar upphæðir, sem ríkis- stjómin lét af höndum rakna til styrktar fötluðum stríðsmönnun, komu heldur aldrei fram til þeirra sem áttu að njóta styrkjanna, held- ur rötuðu í hirslur glæoagenei- í fregn dagblaðsins Segodnya er jafhffamt birt yfírlit yfir fjölmörg morð á mönnum í forystu styrktar- sjóðsins, og enn fleiri tilraunir til að ráða aðra af dögum. Radchikov sjálfur hafði með yfimáttúmleg- um hætti komist lífs af úr mörgum tilræðum. Lögmaður hans dó til dæmis í atlögu sem gerð var að þeim tvímenningunum í október 1995, og sjálfur lifði hann nauð- uglega eftir að götubardagi skildi eftir í honum sex byssukúlur. Morðin em hluti af uppgjöri milli glæpaklíkna, sem takast á um yfirráðin yfir styrktarsjóðnum, sem í senn er auðugur af fé og veitir glæpamönnun einnig kær- komið tækifæri til að stunda þvætti á illa fengnu fé úr hvers kyns glæpastarfsemi þeirra. Rannsókn á málinu leiddi í ljós, að þrír gamlir stnðsmenn úr átök- um Rússa við Afgani, þeirra á meðal Radchikov, vora að líkind- um ábyrgir fyrir sprengjutilræðinu í kirkjugarðinum. Þeir vom ákærðir fyrir athæfið í síðustu viku. Lesandabráf Eru snauðir karlmenn gólftuskur? Félagi Sighvatur og vinstri öfl- in. Fagnaðarboðskap berð þú oss! Vinstri öflin í bandalag (fyrir utan hikandi konur) áður en næstu al- þingiskosningar dynja yfir okkur. Ég, sem jafnaðar- og jafnræðis- manneskja, hlýt að fagna þessum boðskap. Ekki átti ég kost að heyra í þér félagi Sighvatur á Ak- ureyri, en Dagur-Tíminn gerði þeim málefnum, sem sett verða á oddinn, ágæt skil. f alla staði leist mér vel á. En eitt vakti upp for- vitni mína í meira lagi. Kvenfrelsi og mannréttindi! Heyr heyr! Und- an hveiju á að frelsa kvenþjóðina nú? Einokun karlmanna? Hvers vegna ekki karlfrelsi og jafnræði? Em konur heftari en karlar og þá á hvaða hátt? Til eru lög og starfsreglur sveit- arfélaga sem tryggja konum stöð- ur hafi þær áhuga og getu til að sækja um þær. Hvergi finnast lög sem tryggja jafnræði í barna- vemdarmálum og forsjárdeilum. Hvergi finnast lög og starfsreglur sem tryggja feðmm aðgengi að bömum sínum. Til em lög sem þvinga nær alltaf karlpeninginn til að greiða lífeyri og margfalt bamsmeðlag sem taki mið af brúttó launum hans. Eftir sitja snauðir karlmenn sem komast undir sultarmörk vegna þessara laga. Finnst þér, félagi Sighvatur, ekki óréttlæti í gangi í þessum málaflokki? Félagi Sighvatur, haf- ir þú nennu til að skrifa sérstak- lega um þennan málaflokk yrði ég og foreldrar þakklátir. Okkur fýsir að vita hvaða stjómmálaöfl ætla að beita sér fyrir réttlætingu í þessum málaflokki fyrir næstu kosningar. Mikil þörf er á úrbót- um fyrir bömin og feður sem oft em meðhöndlaðir eins og gólf- tuskur, af stjómsýslunni og mæðr- um. Til fróðleiks get ég sagt þér félagi Sighvatur að atkvæði þessa hóps hleypur á þúsundum. Helga Dögg Sverrisdóttir Það eru verulegur styrkur frá Dagsbrún og Hlíf að þau félög séu komin í samúðar- verkfall. Samt hefur komið stuðningur frá fleirri félögum sem eru ekki í Verkamanna- sambandinu en félaga innan þess, að unda- skildum Dagsbrún, Hlíf og Vöku. Við spyrjum um af- stöðu vinstri flokka, flokka sem á tillidög- um kenna sig við verkalýðinn og boða til kaffisamsætis á 1. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.