Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 2
X' ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 ll I FIMMTUDAGUR 23. MAI 1997 m I i n JWDUBUOID Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Guðmundur Steinsson ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Rétturinn til að nýta sameiginlegar auðlindir Uppsprettur verðmæta, auðlindir, sæta þeirri meginreglu, að þær eru takmarkaðar. Þegar um er að ræða endurnýjanlegar auðlindir, einsog til dæmis dýrastofna, þá kennir reynslan að yfirleitt líður til- tölulega skammur tími, frá því að nýting þeirra hefst fyrir alvöru, þangað til að afraksturgeta auðlindarinnar er fullnýtt. Um leið standa menn frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd, að eina leiðin til að varð- veita auðlindina er að takmarka aðgang að henni. I öðrum tilvikum er sjálft eðli auðlindarinnar með þeim hætti, að hún verður ekki notuð nema af afmörkuðum fjölda í senn. Við þær að- stæður er takmörkun á nýtingarréttinum sjálfgefin, og einungis spurt um hvernig henni verður við komið. Fjarskiptarásir eru gott dæmi um auðlind af þessum toga. Hömlur á nýtingu eru sömuleiðis meginregla þegar um er að ræða auðlindir, sem ekki endurnýja sig, heldur ganga til þurrðar í fyrirsjáanlegri framtíð. I þessum flokki eru olíu- og gaslindir, og hverskyns málmar. Takmörkun á nýtingu auðlinda þýðir hinsvegar að réttinum til að nýta þær verður ekki úthlutað nema til fárra. Þeir sem sækjast eftir rétt- inum eru þó yfirleitt miklu stærri hópur, en hinir örfáu, sem hlotnast hnossið. Þegar um er að ræða þýðingarmiklar auðlindir, sem varða af- komu mjög margra, og eru óumdeilanlega í eigu þjóðarinnar, þá skipt- ir öllu máli, að aðferðin sem notuð er til að deila út hinum eftirsóttu réttindum fullnægi óskum almennings um réttlæti og sanngirni, og hvetji jafnframt til skynsamlegrar nýtingar viðkomandi auðlindar. Öðrum kosti leiðir ranglát úthlutun til illvígra deilna, sem getur aldrei lyktað nema með hörðum átökum milli hinna fáu sem réttarins njóta, og hinna, sem telja sig eiga réttinn, án þess að fá notið afgjalds fyrir hann. En hvað eru viðteknar óskir um réttlæti og sanngirni? Um hið rétta svar við svo erfiðri spúrningu mætti efalítið setja á langa þrætu- bók. Grunnstefið hlýtur þó að vera, að sá sem fær rétt til að nýta ein- hverja auðlind greiði í staðinn afgjald sem rennur til eigandans. For- dæmin eru allstaðar úr daglega lífinu: Bændur sem eiga straumvatn mynda félag um veiðiréttinn, og þeir sem bjóða best fá að nýta hann samkvæmt sérstökum samningi við fé- lagið. Skiptir þá einhverju, hvort eigandinn er einstaklingur, hópur ein- staklinga, eða jafnvel sá fjölmenni hópur sem saman myndar heila þjóð? Að sjálfsögðu ekki. Hin siðferðilega niðurstaða getur aldrei orð- ið önnur en sú, að skyldan til afgjalds fyrir réttinn til að nýta auðlind sé jafn rík án tillits til þess, hver eigandinn er. Þá er nauðsynlegt að velta fyrir sér tveimur lykilspurningum: Hvaða aðferð á að nota til að úfhluta rétti til að nyta auðlind í almanna- eigu, og hvernig á að verðleggja þann rétt? Óheft samkeppni er að öllum jafnaði sá máti, sem er heppilegasmr við úthlutun takmarkaðra réttinda á borð við nýtingarrétt auðlindar. Henni verður hinsvegar tæp- ast komið við, nema sú leið sé farin að afhenda nýtingarréttinn hæst- bjóðanda hverju sinni. Sú aðferð er h'tið rædd hér á landi, og því enn um sinn líkleg til að falla í grýtta jörð. Það er þó er erfitt að benda á aðrar leiðir, sem virðast með jafn einföldum hætti lfldegar til að tryggja í senn réttlæti, sanngirni og hagkvæmni við nýtingu auðlindar- innar. Hún felur jafnframt ekki aðeins í sér aðferð til að úfhluta nýting- arréttinum, heldur svarar einnig spurningunni um verðlagninguna. Kostir þessarar aðferðar eru margir. Opin samkeppni fullnægir best þeirri réttlætisforsendu, að í hópi þeirra sem sækjast eftir nýtingarrétt- inum hafi enginn forskot umfram aðra. Þarsem allir hefðu sama rétt til að bjóða í nýtinguna, færi það eftir hugviti og útsjónarsemi hvers og eins, hversu mikinn afraksturs hann gæti vænst af nýtingunni, sem aft- ur réði hversu hátt hann treysti sér til að bjóða í réttinn. Þarmeð glæð- ir þessi leið einnig frumkvæði einstaklinganna, en tryggir jafnframt að mesta hugsanlega afgjald rennur í skaut eigandans. Jafnhliða hvetur samkeppni af þessum toga einnig til hagkvæmni í nýtingu auðlindar- innar, því sá sem býður best og hreppir hnossið, verður að leita há- mörkunar í hagkvæmni til að geta greitt hærra afgjald en hinir, sem einnig slægjast eftir nýtingarréttinum. Hvort sem litið er til fjar- skiptarása, takmarkaðra innflutningsleyfa á landbúnaðarvörum, veiða úr fiskistofnum, hitaorku í iðrum jarðar, orku fallvatna eða annarra auðlinda í almannaeigu, þá er útboð sanngjarnasta og hagkvæmasta aðferðin til að velja þann takmarkaða hóp, sem fær rétt til að nýta auð- lindina. Það er hinsvegar auðvelt að skrumskæla hana í pólitískri um- ræðu og stimpla sem öfgakennda frjálshyggju. í dag er umræðan um auðlindagjald hinsvegar að vissu marki stöðnuð, af því stjórnmála- mennirnir hafa sett bannhelgi á ákveðna þætti, einsog til dæmis þá hugmynd að bjóða upp nýtingarréttinn að fiskistofnunum. Það er hins- vegar tímabært að taka þennan þátt upp í tengslum við nýtingu auð- linda okkar, ekki síst í umræðu um veiðigjald og afnot af fiskimiðum þjóðarinnar. Fjölmiðlar á fjalli Ekki verður úr því dregið að ís- lensku fjallaklifrarnir stóðu sig vel þegar þeir náðu á tind háa fjallsins í Nepal, og þeir hafa nú bæst í hóp 660 annarra fjallaprílara. Meiri athygli hefur gleði íslenskra fjölmiðla vakið, en þeir eru undirlagðir af frásögnum af klifrinu, viðtölum við ættingja prílaranna og ekki bara ættingja, þeir hafa náð viðtölum við ólíklegasta samferðarfólk prílaranna, það er fólk sem hefur átt leið með prílurunum, þó aðeins á íslenskum missléttum. Mogginn, sem telur sig vera hátind íslenskra fjölmiðla, hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessu máli, Mogginn hefur hreinlega Iyfst upp í hæðstu hæðir. Svo rækilega hefur blaðið tek- ið þátt í öllum gleðilátunum að hin óumbreytilega forsíða var lögð undir klifrið. Og er þá ekki minnst á allar hinar síðumar sem voru lagðar undir málið. Viðtal í gegnum grímur Utvarpið vildi verða fyrst með við- töl við garpana og varð það. Sá galli var þó á, að þegar viðtalið var tekið vom prílarnir með súrefnisgrímur og því lífsins ómögulegt að skilja hvað þeir voru að segja. Það skipti ekki máli, það vom jú íslendingar á hæsta tindi veraldar, og því ekki annað að gera en leyfa öllum að heyra, þó eng- inn gæti greint hvað þeir voru að segja. DV lét sitt ekki eftir liggja, hvert viðtalið og hver fréttin af annarri. q I I c r i Til hamingju sjálfur Annars fannst mér hann bestur einn félagi prílaranna, sem að vísu fór ekki með til Nepal, heldur fylgd- ist með að heiman. Jón Ársæll ræddi við kappann í Íslandi í dag. Sjón- varpsmaðurinn hóf samtalið á að segja: „Til hamingju." „Sömuleiðis," sagði vinur prflaranna. Ekki veit ég hvers vegna Jóni Ársæli var óskað til hamingju, sennilega átti han afmæli eða eitthvað. Af tilefni þess að prílaramir komust á tindinn misstu margir sig í ótrúleg fagnaðarlæti, rétt eins og þeir hafi sjálfir komist í hæstu hæðir. Skipafélag í Reykjavfk komst hæst allra, hærra en kapparnir sjálfir. Hjá fyrirtækinu safhaðist starfsfólk og velunnarrar þess saman og flautur skipa félagsins, sem reyndar á ekkert skip heldur leigir þau frá útlöndum, ekki samt frá Nepal, vora þeyttar og skálað var og ræður haldnar og menn Wöppuðu hvorum öðmm á axlimar og hrósuðu sér af því að þrír fslend- ingar stóðu á tindi í Nepal í fjömtíu stiga frosti og stinningskalda. Gott og blessað Það er gott og blessað að fjölmiðlar landsins skuli uppteknir af labbitúmum í Nepal, og þeirra vegna er óskandi að þjóðin hafi jafn mikinn áhuga. Ef ekki hafa íslenskir fjölmiðlamenn aldeilis b œ M n unnið mikið fyrir lítið. Gmnur er um að það sé annar labbitúr sem slær þessum við. Það er þegar Reynir Pétur gekk hringveg- inn, það höfðu ekki rúmlega 650 menn afrekað áður og reyndar hefur enginn annar afrekað það síðan og sennilega verður lengra þar til afrek Reynis Péturs verður jafhað, en þar til 700 manns hafa staðið á tindinum fræga í Nepal. Reynir Pétur var ekki aðeins í örfá ár að undirbúa sig, það hafði hann gert frá því að hann steig fyrst í fæturnar. Mávurinn og Everest Gúrkutíð er alþekkt í fjölmiðlum. Hún er greinilega brostin á víða. Fyr- ir ekki mörgum ámm greip DV til þess í miðri gúrkutíðinni að eigna sér máv einn og gera hann að skjólstæð- ingi sínum. Mávurinn varð frægur um allt land og var kallaður DV- mávurinn. Reyndar var aldrei vissa fyrir því hvort DV væri að fjalla um sama mávinn, þeir em svo skrambi svipaðir í útliti mávamir. Mávar geta flogið hátt, en ekki jafn hátt og fs- lendingar geta prílað. Það þarf ekki að ruglast í fjallaklif- ursmálinu. íslendingamir em auð- þekktir, með íslenska fánann með- ferðis, klæddir íslenkum fötum og með súrefhisgrímur fyrir andlitun- um. Bíðum aðeins, súrefnsigrímur fyrir vitunum. Er þá ljóst að útvarps- viðtalið hafi verið við íslendingana, eða var það kannski Nepalbúi sem svaraði í símann? n a r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.