Alþýðublaðið - 23.05.1997, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 skoðanir Valdboð að ofan Húsnæðisnefnd Reykjavíkur er nú að loka biðlistum fyrir umsækjend- um eldri eignaribúða og kaupleiguí- búða. Astæðan er stöðug og sívax- andi ásókn í þessar íbúðir, svo nú er um tveggja ára bið sem þarf að sigr- ast á áður en áfram er haldið. Þetta þýðir að húsnæðisnefndin hefur lítið að bjóða annað en nýjar eða nýlegar íbúðir sem kosta 6-9 milljónir króna. A sama tíma er borgarstjómaríhaldið að stofna hlutafélag sem á að kaupa leiguíbúðir af borginni. A síðustu ámm hafa margir farið úr leiguíbúðunum og flutt í gamlar og ódýrar eignaríbúðir eða kaup- leiguíbúðir. Nú hefur verið lokað fyr- ir það. Þá er fátt eftir annað en leigu- Pallborð Jón frá Pálmholti skrifar J markaðurinn sem stöðugt þyngist, húsbréfakerfið eða Búseti sem ekki hefur fengið að byggja nema nokkur hundmð íbúðir. Önnur félagasamtök hafa heldur ekki fengið lán til að uppfylla þarfir síns fólks. Lengi hefur ásókn í leigufbúðir verið áberandi mest síðla sumars og fram á haust og tengdist það mest skólunum. Nú má heita að tömin standi allt árið. Postular fasteigna- stefnunnar hafa oft tuggið sömu tugguna; fólkið vill þetta! Það er rangt eins og dæmin sýna, þetta er valdboðið að ofan. Byggingameistari sem ákvað að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsi sem hann gat ekki selt, var stöðvaður af Húsnæðisstofnun. Skrúfað var fyrir lánveitingar og honum gert að segja leigjendunum upp. Honum var hins vegar velkomið að láta íbúðimar standa auðar og fara sjálfur á haus- inn! Það em sérkennileg trúarbrögð að krefjast þess af fólki að það geymi hugsanlegan spamað sinn í stein- steypu, þótt allir útreikningar sýni að slíkt er heimskulegt bæði fyrir þann sem sparar og fyrir þjóðfélagið. Slík- ur spamaður skilar ekki arði í þjóðar- búið en festir arðlaust fé á heimsku- legan hátt. Heimilin í landinu greiða nú um 40 milljarða á ári í fjármagns- kostnað vegna þessarar vitleysu. Enn fylgja þessu reddingar og uppáskrift- ir líkt og í verðbólgunni fyrmm, en á síðast liðnu ári borguðu 18 þúsund manns skuldir annarra sem ábyrgðar- menn. En sumir græða. Lífeyrissjóðimir hafa lengi fjármagnað húsnæðiskerf- ið að vemlegu leyti. Sjóðfélögum er lofað 3,5 prósent ávöxtun en þeim sömu veitt húsnæðislán með 5-8 pró- sent vöxtum. Vextir í félagslega hús- næðiskerfinu em nú 2,4 prósent eða 4,9 prósent. Ríkið greiðir mismun- inn. Stöðugt berast fréttir af góðri af- komu lífeyrissjóðanna, sem eðlilegt er miðað við framanskráð því venju- legir vextir á verðtryggðum lánum em 2-3 prósent. Það besta sem lífeyr- issjóðimir geta gert í núverandi ástandi er að lána hluta af ráðstöfun- arfé sínu beint til bygginga leiguí- búða með slíkum vöxtum. Sé leigan svo niðurgreidd með skattlausum húsaleigubótum og lög sett um ákvörðun leigunnar, væri hægt að koma til móts við þarfir fólksins sem nú hleypur á milli leigumiðlara og borgar hér og þar fyrir upplýsingar um símanúmer þar sem kannski er íbúð til leigu eða var til leigu. Flest er þetta fólk núverandi eða verðandi sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Um- ræðan um lífskjörin, og einnig kjara- baráttan, miðast yfirleitt við sér- menntað fólk. Þeir sem ráða virðast svo illa að sér um fólkið í landinu að þeir vita ekki að um 40 prósent ís- lenska vinnuaflsins hefur aðeins gmnnskólamenntun. Um síðustu áramót var 10 prósent fjármagnstekjuskattur settur á húsa- leigutekjur og fyrri afsláttur afnum- inn. Þótt skatturinn teljist kannski ekki hár, 24 þúsund krónur á ári af 50 þúsund króna leigu á mánuði, munar suma húseigendur um hann og af- leiðing þess era tilraunir til hækkun- ar leigu og aukinnar neðanjarðar- starfsemi sem þó var næg fyrir. Eig- endur gera þá leigjendum tilboð um leigu án skriflegs samnings, en þá glatar leigjandinn húsaleigubótunum og eigandinn borgar ekki skatt. Ég hef sagt leigjendum við þessar að- stæður að láta reikna út fyrir sig bótaupphæðina og draga hana frá leigunni. Ef eigandi kærir verður hann að játa á sig skattsvik og auk þess brot gegn 4. gr. Húsaleigulaga. Skynsamlegast væri að fella niður fjármagnstekjuskatt af leigu íbúðar- húsnæðis, enda sýnist mér að ríkis- sjóður muni lítið fitna af þeim skatti. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Umræöan um lífskjörin, og einnig kjarabaráttan, miðast yfirleitt viö sérmenntað fólk. Þeir sem ráða virðast svo illa að sér um fólkið í landinu að þeir vita ekki að um 40 prósent íslenska vinnuaflsins hefur aðeins grunnskólamenntun. Olöf Rún Skúladóttir hefur fengið á sig nokkrar hryðjur vegna nýja tfmaritsins Allt, til dæmis hefur Nýju lífi og blaði Ólafar verið stillt upp hlið við hlið en sem kunnugt er státa bæði blöðin af forsíðuviðtölum við kon- ur sem úthúða fyrrum eiginmönn- um eða sambýlingum og velta þeim upp úr tjöru og fiðri. Þessi kvenlega og langt í frá saklausa skemmtun er þó ekki allt og sumt sem er að finna í blaði Ólafar, heldur er að finna viðtal við konu sem fórnaði ástinni fyrir fiðluna en hefur nú fundið hana á ný og ólétta óperusöngkonu. Einnig við- tal við miðaldra fegurðardottningu og umfjöllun um fegurðarsam- keppni íslands en nýjustu fréttir herma að Ólöf Rún sitji í dóm- nefnd hennar. Eftir að sjónvarpsþátturinn Að- för að lögum, var sýndur í sjónvarpi og ýmislegt bendir til að það verði að taka upp Geir- finns og Guðmundarmál að nýju í Ijósi lögbrota sem voru framin við rannsóknina, hefur nýr sam- kvæmisleikur farið eins og eldur í sinu um höfuðborgina. Hann er þannig: „Ef þau gerðu það ekki, hverjir þá.“ Þar með er farið að rétta á ný í síkvikum en því miður ekki óbrigðulum heilabúum þjóðarinn- ar. Fólk hefur engu gleymt nema ef vera skyldi þvi afhverju galdrafárið fór af stað í upphafi. Hópur manna, með Gunnar Smára Egilsson fremstan er að hefja útgáfu á nýju blaði, Fjölni. Fjölnir verður nokkuð sér- stakt blað, prentað í stóru broti og mun eflaust vekja athygli þegar það kemur út. Alls munu um sjötíu manns eiga efni í blað- inu, sem kemur út 17. júní. Með- al þeirra sem vinna að útgáfuna með Gunnar Smára eru íslenska kvikmyndasamsteypan, Þor- valdur Þorsteinsson, Hallgrím- ur Helgason og Huidar Breið- fjörð. Gunnar Smári hafði sam- band við Hagstofuna til að at- huga hvort ekki væri í lagi að nota nafnið Fjölnir. Þá kom í Ijós að til er útgáfufélag sem heitir Fjölnir, en það er gjaldþrota og eins er til iðnaðarfyrirtæki sem heitir Fjölnismenn, það er líka gjaldþrota. eira af Gunnari Smára. Hann hefur verið með viku- lega messugagnrýni á rás 1. Nú hefur útvarpsráði borist athuga- semd vegna þess. Athugasemd- in kemur frá ættingja konu sem höfðaði meiðyrðamál á hendur Gunnari Smára fyrir margt löngu. Konunni þykir varhugavert af Ríkisútvarpinu að treysta Gunn- ari Smára fyrir töluðu orði, þar sem hann hafi verið dæmdur fyr- ir skrif sín. Bókaforlaginu Bjarti hefur borist liðsauki, en það er maður ekki óvanur í faginu, en sá heitir Björn Jónasson. Björn var aðalsprautan í Svörtu og hvítu, þegar það forlag var og hét. ær fréttir berast frá Svíþjóð að Lárus Ýmir Óskarsson sé að hefja gerð á kvikmynd þar í landi. Hilmar Örn Hilmarsson mun semja og annast tónlist við myndina. Grænmetisbæir villta vestursins Á að veita Everestförunum Fálkaorðuna? Friðrik Danielsson, efnaverkfræðingur “Tvímælalaust." Daníel Freyr Jónsson, nemi: “Já, ég get alveg samþykkt það.' Geir Ágústsson, kaupmaður: “Ja, já.“ Aðalsteina Einarsdóttir, húsmóðir: “Já, alveg tvímælalaust." Vilhjálmur Hallgrímsson, nemi: “Það finnst mér sjálfsagt." v i t i m c n n “Það er hins vegar okkar að fylgja því eftir að menn séu ekki að fremja lögbrot í fang- elsi.“ Þorsteinn A. Jónsson fangelsismálastjóri, í DT. “Tilgangurinn með vinnunni er að hafa ofan í sig og á, ekki að keyra á dýrum bílum og fara í sólarlandaferðir ár- lega.“ Sigurður Sigurðarson í Morgunblaðinu. “Eins og þessu er nú háttað er því ekki mjög auðvelt að leika sér með tölur.“ Ingibjörg Pálmadóttir, í DT. “Jón bjartsýnn eftir tvo daga.“ Fyrirsögn í Mogganum. “Ég var sannfærður um að brotið hefði verið á Tryggva Gunnarssyni og aðstoðardóm- ararnir og fleiri voru sammála í hléi en þegar ég sá þetta á upptöku Sjónvarpsins rann af mér gríman." Kristinn Jakobsson fótboltadómari að við- urkenna mistök, í Mogganum. “Það er ekki línuleg frásögn í verkinu. Það samanstendur af þremur þáttum sem við getum bæði sagt að sé rökleg fram- vinda í og röklaus." Þröstur Helgason að skrifa um sýningu ís- lenska dansflokksins, í Mogganum. “í hjarta mínu er mér alveg sama, þannig séð.“ Séra Þórir Jökull Þorsteinsson, i DT, þegar hann var spurður hvort rétt hafi verið að hafna umsókn um leyfi á byggingu búddamusteris á Álftanesi. “Okkur vantar búddamusteri í Reykholt í Borgarfirði.“ Flosi Ólafsson ( sama blaði að svara sömu spumingu. “Ég sé ekki ástæðu til þess fyrir okkur að standa gegn framkvæmdum." Séra Bolli Gústafsson f sama blaði og sama af tilefni. “En um hvort búddamusteri í sama sveitarfélagi og forseta- setrið brýtir í bága við siða- reglur þjóða get ég ekki tjáð mig um því ég þekki ekki mál- ið.“ Þórarinn Eldjárn á sama stað um sama mál. Hefur nokkur séð leiklistargagn- rýnanda að degi til? Auðvitað ekki. Þeir birtast eftir að dimma tekur - og hafa illt í huga. Breski rithöfundurinn P.G. Wodehouse.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.