Alþýðublaðið - 23.05.1997, Page 4

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1997 V I ð t Q \ ■ Kolbrún Bergþórsdóttir hélt til fundar við Hrafn Jökulsson og þau ræddu um hugsiónapólitík og husjónalai Það hefur aldrei gefii Þú sagðir mér einu sinni að þú hefðir aldrei þekkt eins og glatt bam og sjálfan þig. Þetta er goðsögn í fjölskyldunni, sem ég hef átt þátt í að útbreiða, án þess að hafa neitt sérstakt fyrir mér í þeim efnum annað en staðhæfingar minna nánustu. Ég man ákaflega fátt frá mínum bemskuárum. Þær strjálu og stopulu minningar era bara eins og gengur og gerist, af öllu tagi. Ég hygg að þar hafi verið sólskinsstundir inn á milli. Það að ég hafi verið með glöð- ustu bömum er falleg saga, en eins og þú veist þá era fallegar sögur yfirleitt uppspuni frá rótum. Faðir þinn lést þegar þú varst tólf ára. Þú ert sagður mjög líkur honum í lífsháttum. Ertu alltaf að leita hann uppi? Onei, svo sannarlega ekki, en dauði hans hafði vitanlega áhrif á mig. Mér fannst óþarfí hjá honum að deyja því ég vildi kynnast þessum manni sem allir vora að tala um. Þeg- ar móðir mín gaf út bók um ár sín með Jökli Jakobssyni þá var ákaflega margt þar sem kom mér á óvart því það minnti mig á sjálfan mig og hvemig ég hugsa og haga mínu lífi. Ég held að ég sé á margan hátt líkur föður mínum en á hinn bóginn, eðli málsins samkvæmt, mótaður af móð- ur minni. Ertu sáttur við mótun móður þinn- ar? Hver einstaklingur ber fyrst og fremst ábyrgð á sjálfum sér og því hvemig hann hagar lífi sfnu. Jóhanna var sumpart góður uppalandi og sum- part ekki. Ég met hana mikils og virði sem persónu, en ég geri mér líka grein fyrir því að miðlun tilfmninga hefur aldréi verið hennar eftirlætis íþrótt. Þú hefur verið ungur þegar þú komst að þeirri niðurstöðu að gangur lífsins vceri á þann veg að menn þyrftu að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ég veit að það trúir því ekki nokk- ur maður í dag en strax í átta ára bekk í Melaskóla var ég mesti slagsmála- hundurinn í skólanum. Ég lifði á þessum áram tvöföldu lífi... Strax þá? Þetta era reyndar þín orð. - En heima við og innan um fjölskylduna gerði ég mér far um að vera dagfar- sprúður, stilltur ungur maður sem las blöðin, fylgdist með fréttum og ræddi helstu atburði líðandi stundar. En á kvöldin fór Krammi Klakason á kreik að fremja litlu prakkarastrikin sín. Ég var aldrei villingur, held ég, en ég hafði ákaflega gaman af því að létta aðeins undir með öskuköllunum með því að kveikja í tunnunum, skera nið- ur þvottasnúrar, eða flaggböndin á þeim sendiráðum sem ég taldi vera fulltrúar ríkja sem þyrftu yfirhaln- ingu. Aðeins einu sinni minnist ég þess að þessi tvö hlutverk hafi rekist hvort á annars horn gagnvart fjölskyldu minni. Það var þegar ég tilkynnti móður minni hróðugur: „Ég á óvini á hverju strái". Þessa setningu hafði ég nýlega lært af einhverri bók, en þótti hún eiga einkar vel við um þær mundir. Mér líður ekki úr minni að móðir mín varð skelkuð þegar vatns- greiddi, vel máli fami, prúði átta ára pilturinn lét þetta út úr sér. Hún þekkti auðvitað ekki Krumma Klaka- son, en það var á þessari stundu sem rann upp fyrir mér, að sumt er betur látið ósagt. Ætli það hafi ekki verið ein skynsamlegasta niðurstaða sem ég hef komist að. En nú áttu mjög erfitt með að láta hlutina ósagða, afhverju stafar þessi mikla þörffyrir að koma sífelldu róti á umhverfið? Nú, við eram bara komin út í djúpsálarfræðina. Ég hef alltaf viljað hafa og haft þörf fyrir að hafa áhrif á umhverfi mitt. Skoðanaleysi jafngild- - ir andlegum dauða. Mér fmnst að menn eigi að hafa skoðanir og mér er jafnvel að lærast það að umbera mönnum að hafa aðrar skoðanir en ég- En sem blaðamaður þykir þú einmitt óvœginn við þá sem hafa aðr- ar skoðanir en þú. Er það? Ég býst við að ég hafi fengið þetta orð á mig af því ég hef oft fjallað um það sem hafa verið heilagar kýr. Það mátti ekki anda á forseta íslands, ekki blaka við bisk- upnum, ekki draga í efa að Hæstirétt- ur íslands hefði alltaf rétt fyrir sér. Ég braut þessi boðorð en ég var að gagn- rýna kerfi og þá menn sem standa vörð um þau, og vilja ekki að við þeim sé hróflað. Eg held að það séu 400 manns í Rithöfundasambandinu, en það væri ekki hægt að fylla borðið við síðustu kvöldmáltíðina með þeim skáldum sem eru í þeim hópi. Smásálarklúbbur Alþingis Eitt sinn var sagt við mig þegar ég þótti Irelst til bardagaglöð í skrifum minum að ég þyrfti að gceta mín á því að höggva ekki í allar áttir þvt' þá stceði ég eftir vinalaus. Þú hefur eign- ast óvini út á skrif þín, ertu ekki hrœddur um að standa uppi einn og enginn þér til vamar? Nei, ég er ekki hræddur um það. Þetta er hins vegar ákaflega gagnlegt ráð sem einhver vel meinandi vinur þinn hefur gefið þér. Sumir hugsa allt í strategíu, líta á lífið sem herferð og það þurfi að hugsa fyrir öllu, tryggja sér bandamenn og að manni berist birgðir eftir réttum leiðum. Þetta er fjarska skynsamlegt en ég hef aldrei verið mikið gefinn fyrir þaulskipu- Iagðar hugsjónir, þar sem menn jafn- vel koma sér upp skoðunum af því það gagnast þeim beint eða óbeint. Það hefur stundum verið sagt við mig að ég fari offari, sjáist ekki fyrir og annað þess háttar. Það má vel vera en þá ætla ég samt að reyna að halda því fram að ég hafi ekki látist stjómast af blindri andúð á einstaklingum eða stofnunum, heldur því að mér hefur fundist að það þyrfti að ræða einhver mál, alveg burtséð frá því hvort það hentaði einhveijum hefðarköttum úti í bæ. En það er samt mjög ríkt í þér að þurfa að vinna alla baráttu sem þú tekur þátt í. Ég þekki marga lélega skákmenn en enginn þeirra sest niður til þess að tapa. Ég vil vinna en ég er ekki að segja að í hita þess leiks, sem ég stundum uni mér best í, taki ég alltaf réttar ákvarðanir eða noti réttustu orðin. Það era tvö orð sem mér finnst öðr- Við Islendingar sitjum uppi með manngerð sem til skamms tíma var ekki til, fólk sem er atvinnu- stjórnmálamenn, getur ekkert annað, kann ekk- ert annað og er auk þess orðið háð sviðsljósinu. um vandmeðfamari. Annað er hug- sjónamaður. Hitt er skáld. Bæði orðin eru ofnotuð. Ég held að það séu 400 manns í Rithöfundasambandinu, en það væri ekki hægt að fylla borðið við síðustu kvöldmáltíðina með þeim skáldum sem era í þeim hópi. Eins er það með hugsjónamennina. Eftir að hafa kyimst íslenskum stjómmála- mönnum í nokkru návígi þá er óhætt að fullyrða að hlutfall hugsjóna- manna þeirra á meðal er jafnvel lægra en meðal íslenskra skálda. Kanntu skýringu á þessum skorti á hugsjónastjómmálamönnum ? Strategía auglýsingastofunnar er orðin allsráðandi í stjómmálum. Við sjáum eitt vel hannað himpingimpi sem var að vinna sigur í Bretlandi. Tony Blair er afrakstur hugmynda- vinnu auglýsingamanna sem hafa í mörg ár þaulhugsað hvert einasta orð sem hann lætur út úr sér, hafa ákveð- ið hvaða skoðanir hann má hafa og hvaða skoðanir hann má ekki hafa, hvenær hann tekur utan um konuna sína og hvenær hann gerir það ekki, hvemig hann greiðir sér og hvað hann fær sér í morgunverð. Þetta er ekki pólitík að mínu skapi. Þessi póli- tík er að halda innreið sína til íslands. Við sáum það til dæmis í forsetakosn- ingunum í fyrra hvað öll taktík Ólafs Ragnars var svo þaulhugsuð. Maður komst ekki hjá því að heyra hljóminn af plottfundunum með auglýsinga- mönnunum hans, og sjá hvemig hann- var farinn að æfa nýja, milda svipinn sinn. Þetta er hugsjónalaus, leiðinleg og dauðyflisleg pólitík. Þegar svona er komið þá er pólitík orðin iðnaður. Ég get vel skilið að menn eins og Jón Baldvin skuli ekki nenna þessu. Ég sat á sínum tíma nokkuð marga fundi í kringum kosningabaráttu Al- þýðuflokksins þar sem vel meinandi auglýsingamenn voru að reyna að prógramera Jón Baldvin. Jón Baldvin er afskaplega ráðþæginn maður, hlustar, kinkar kolli og svo hugsar hann yfirleitt ekki meira um það. Kannski meðal annars vegna þessa hætti hann að henta inn í þennan smá- sálarklúbb á Alþingi þar sem flestir eru búnir að kaupa sér þingsæti gegn- um prófkjör, glansmyndir og til- fallandi auglýsingamenn. Þú segir hugsjónamenn í pólitík vera fátíða. Hvaða íslenskum stjóm- málamanni hefur þú haft mestar mœt- ur á? Það eru ólíklegustu menn sem era famir að slá sér upp á því að hafa ver- ið hrifnir af, aðdáendur, bestu vinir eða samherjar Vilmundar Gylfasonar. Ég hafði ekki aldur til að vera neitt af þessu nema aðdáandi hans. Ég hreifst af Vilmundi, hreifst af kraftinum, þessum einstaka og ófyrirleitna hæfi- leika til þess að reikna aldrei út al- menningsálitið og segja svo hvað manni fyndist, heldur reyna alltaf að móta almenningsálitið. Þetta er það sem skilur á milli alvöru stjómmála- manna og þeirra sem gera sér starfið að féþúfu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.