Alþýðublaðið - 23.05.1997, Side 5

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Side 5
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I jsa pólitík, Alþýðublaöið, og svo vitanlega um tilgang lífsins og ástina og dauðann >t vel að deyja ungur Ég vona að þetta hljómi ekki yfir- - drifið um of en júnídaginn 1983 sem ég frétti af fráfalli Vilmundar þá grét ég. Það hafði ég ekki gert apríldaginn fimm árum áður þegar móðir mín til- kynnti mér yfir uppvaskinu að faðir minn væri látinn. Moðsuða sameiningar Þú ert í Alþýðuflokknum og varst um tíma ritstjóri Alþýðublaðsitis. Hvað var erfiðast við það starf? Báráttan við blaðstjóm sem hafði einlægan áhuga á því að leggja niður blaðið. Jón Baldvin hafði raðað í blaðstjómina helstu vinum sínum og samheijum, sem hver um sig em ágætir menn en þegar þeir koma sam- an í einn hóp þá hittum við fyrir mið- aldra hálaunamenn sem hafa ekki hundsvit á blaðaútgáfu. Það var lagt mjög hart að Jóni Baldvin að skipta þessum mönnum út fyrir ungt og frískt lið. Það gerði hann ekki og illu heilli skipaði hann Þröst Ólafsson stjómarformann blaðsins. Þresti er eflaust sitthvað til lista lagt, ég hef ekki kynnt mér það svo náið, en hann var ekki rétti maðurinn í þetta verk- efni. Fljótlega tóku að heyrast raddir þess efnis að það væri allt of mikið vesen að halda þessu fyrirtæki úti, en það er reyndar eins og það loði við suma menn sem koma nálægt fyrir- tækjarekstri að finnast tómt vesen að halda fyrirtækjunum í rekstri. Umrœðan um að leggja niður blaðið varð hvað hávœrust eftir flokksþing Alþýðuflokksins og for- mannsskipti. Það kom mér ákaflega mikið á óvart þegar ég varð þess áskynja, skömmu eftir að Jón Baldvin hafði tryggt Sighvati Björgvinssyni for- mannssæti í Alþýðuflokknum, að Sighvatur af öllum mönnum skyldi ljá máls á því að loka sjoppunni. Ég hafði aldrei reynt Sighvat að öðm en drengskap í garð Alþýðublaðsins og áhuga á að tryggja útgáfu þess. Hann má eiga það, sem á nú ekki við um alla forystusveit flokksins, að hann gerði aldrei eina einustu athugasemd við blaðið í minni tíð, en studdi mig einarðlega þegar félagar hans vildu að þessi óútreiknanlegi ritstjóri yrði tuktaður til. Ég get ekki skýrt sinna- skipti Sighvats, en ég held að Sig- hvatur hafi þvi' miður ekki haft nógu þróttmikla og dáðmikla ráðgjafa í þessu máli. Það hefur reyndar löng- um háð forystumönnum í þessum flokki, þannig að hann tók við þeirri hefð af forvera sínum. Er þörffyrir Alþýðublaðið? Það þarf blað eins og Alþýðublað- ið, sem er vogað og gerir athuga- semdir við erkibiskups boðskap. Blaðið á ekki að hika við að fara ótroðnar slóðir, velta upp nýjum hug- myndum og gagnrýna hið viðtekna. Ef ykkur tekst að hafa Alþýðublaðið þannig þá er þörf fyrir það. En það er ekki þörf fyrir flokksfréttir af tíu manna fundum í kjördæmum úti á landi, langhunda þingmanna, eða annað slíkt froðusnakk. Efvið víkjum aðeins að sameining- arumrœðunni. Menn eru ekki á eitt sáttir um það hversu mikil alvara sé í henni. Hvað sérð þú? Ég fylgist aðallega með nokkrum örvæntingarfullum stjómmálamönn- um vera að velta því fyrir sér hvemig þeir eiga að fljóta inn á þing eftir næstu kosningar. Það er hið eina sanna takmark sameiningar hjá flest- um þingmönnum stjómarandstöð- unnar. Við íslendingar sitjum uppi með manngerð sem til skamms tíma var ekki til, fólk sem er atvinnu- stjómmálamenn, getur ekkert annað, kann ekkert annað og er auk þess orð- ið háð sviðsljósinu. Ég óttast að það verði ráðin ein- hver góð auglýsingastofa úti í bæ til að hanna sameiningarferlið. Síðan vérður séð til þess að allir fái sín sæti á framboðslistanum gegn því að þeir þegi um öll gmndvallarmálin. Úr verður moðsuða, skoðanalaust flykki á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Þá vil ég frekar lítinn, agressívan Alþýðu- flokk. Ég er ekki að mælast til þess að stærð Alþýðuflokksins verði haldið í lágmarki, en menn geta þó alltjent yljað sér við þá staðreynd að áhrif Al- þýðuflokksins í tíð Jóns Baldvins vom langt umfram kjörfylgi. Það var vegna þess að flokkurinn hafði stefnu, þorði að setja hana fram, kunni að fylgja henni eftir og hafði dug til að fylgja henni til sigurs. Er einhver eftir í Alþýðuflokknum til að taka við þessari arfleifð Jóns Baldvins og fylgja henni eftir? Mér finnst synd að sjá eftir Jóni Baldvin í sendiherrabústað í Was- hington, sem ég les að þurfi að gera endurbætur á fyrir 70 milljónir króna. Eina afsökun Jóns Baldvins fyrir því að gerast húskarl hjá Halldóri Ás- grímssyni er sú að hann geti sest nið- ur og skrifað nokkrar bækur. Nú ligg- ur fyrir að hann fær engan frið til þess fyrir iðnaðarmönnum. Sighvatur Björgvinsson hefur á langri pólitískri vegferð tekið þátt í mörgum ormstum og ég hygg að hann sé í eðli sínu drengur góður. En einhvers staðar á þessari löngu leið varð víkingurinn viðskila við malinn sem geymdi hugsjónir hans. Án hug- sjóna markar stjórnmálamaður engin spor. Því er liklegt að Sighvats bíði þau óblíðu örlög að vera skamma stund málamyndaformaður í elsta stjómmálaflokki íslands. Ég tek undir með Davíð Oddssyni, þeim stjómmálamanni sem vinstri menn virðast ætla að vanmeta sér til óbóta, að takist Össurri frænda mín- um að hemja skap sitt og segja færri og lélegri brandara, bíði hans glæst framtíð. Davíð veit hvað hann var að tala um því þetta er formúla sem hann sjálfur notaði með nokkuð góðum ár- angri. Ég dáist líka að þeirri persónulegu seiglu og þeim pólitíska endumýjun- arkrafti sem hafa gert Guðmundi Áma Stefánssyni kleift að verða á nýjan leik trúverðugur stjómmála- maður. Hann myndi áreiðanlega verða öflugur forystumaður í hreyf- ingu jafnaðarmanna og sjá til þess að hjartað slægi áfram vinstra megin. Annars stakk ég upp á því einu sinni við eldhúsborðið hjá Jóni Bald- Sighvatur. Án hugsjóna markar stjórnmálamaður engin spor. Því er líklegt að Sighvats bíði þau óblíðu örlög að vera skamma stund málamyndaformaður í elsta stjórnmálaflokki íslands. Guðmundur Arni. Hann myndi áreiðanlega verða öflugur forystu- maður í hreyfingu jafnaðarmanna og sjá til þess að hjartað slægi áfram vinstra megin. Vilmundur. Ég vona að þetta hljómi ekki yfirdrifið um of en júní- daginn 1983 sem ég frétti af fráfalli Vilmundar þá grét ég. Það hafði ég ekki gert apríldaginn fimm árum áður þegar móðir mín tilkynnti mér yfir uppvaskinu að faðir minn væri látinn. Mitt lífsmottó byggist á því að engar kringum- stæður séu svo slæmar að þær geti ekki batnað Að maður geti komist upp úr hvaða fjandans öldudal sem er. vini að Alþýðuflokknum yrði breytt í anarkistaflokk. Hvernig tók leiðtoginn þessari hugmynd? Hann tók henni svo vel að það er varla hægt að segja frá því. Að komast upp úr öldudalnum Nú vil ég skipta um tón og snúa umrœðuefninu að þér og þt'nu einka- lífi. Þú ert ekki gamall maður, 31 árs, en hefur þekkt þó nokkuð margar konur um œvina. Verðurðu mjög auð- veldlega ástfanginn? Glafur Ragnar. Maður komst ekki hjá því að heyra hljóminn af plott- fundunum með auglýsingamönn- unum hans, og sjá hvernig hann var farinn að æfa nýja, milda svip- inn sinn. Jón Baldvin. Kannski meðal ann- ars vegna þessa hætti hann að 1 henta inn í þennan smásálarklúbb á Alþingi þar sem flestir eru búnir að kaupa sér þingsæti gegnum prófkjör, glansmyndir og tilfallandi auglýsingamenn. Kristján heitinn Albertsson sagði eitt sinn að sér fyndist sem hann hefði lifað þrjár mannsævir. Hann hafði þá innistæðu fyrir orðum sínum að vera á mræðisaldri. Þær stundir hafa kom- ið að mér hefur fundist ég hafa lifað að minnsta kosti þrjár mannsævir. En ef þú heldur að þú fáir hér palladóma um konur sem ég hef kynnst þá máttu aldeilis leggja þig alla fram, þvf ef ég man rétt var það aldrei liður í stefnu Alþýðublaðsins að birta bersöglis- mál, heldur hin óvandaðri glanstíma- rit látin sjá um þau. En þú hefur ekki svarað spuming- unni, verðurðu auðveldlega ástfang- inn? Mér er ekki ljóst hvað það er að verða ástfanginn. Maður hrífst af fólki, maður fær áhuga á því. Stund- um hittir maður manneskju eina kvöldstund og sú manneskja hefur sterkari áhrif á mann en einhver sem maður ólst upp með árum saman. Kannski er einhvers staðar stúlka sem ég talaði aðeins við eina kvöldstund en hugsa oftar til en flestra annarra. Það kann vel að vera en ég ætla ekki að fullyrða það. Nú veit ég að þú hefur enga trú á lífi eftir dauðann eða œðri forsjón, en ef allt er svo tilviljanakermt, hver er þá tilgangur lífsins? Ég hef leitað að honum á nokkrum stöðum en ekki fundið hann ennþá. En ef ég væri búinn að komast að því hver tilgangur lífsins er þá sæti ég ekki hér með þér á rökkvaðri krá og drykki bjór á sjálfum hvítasunnudegi, heldur væri ég á fyrirlestraferð að skýra fólki frá tilgangi lífsins. En hvemig getur tilvera eftir dauð- ann gefið lífinu tilgang? Við emm á ákveðinni hæð og allt snýst um það hvað við gemm þar, ekki hvort til er kjallari eða háaloft. Þetta er ekki rétt þvi' það sem við gerum hér og nú hefur áhrif á það setn við gerum á nœsta tilverustigi. Nú ert þú komin í andakukl sem ég neita að láta bendla mig við. Ég hef heyrt þig tala um lífið eins og áþján, og sumir sem þekkja þig myndu halda því fram að þú vœrir haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt. Geturðu ekki samþykkt það? Nei, það get ég öldungis ekki skrif- að undir. Oft hefur staðan á borðinu gefið tilefni til að ætla að sigur væri ekki í sjónmáli. En ég mun tæpast gefast upp í minni skák fyrr en ég fell á tíma. Ég held að ég hafi ákaflega mikla löngun til lífsins. Ég hef lifað þessi sterku, einstöku augnablik sem gera lífið þess virði að því sé lifað. Hvað er sterkasta augnablik sem þú hefur lifað? Ég ber mikla virðingu fyrir mann- legri reisn, kannski af því að mér hef- ur ekki alltaf tekist að sýna hana sjálfur. En ef til vill var sterkasta augnablikið þegar ég sá fótalausan betlara syngja í borginni Sarajevó í Bosníu t miðri sprengjuhríð - og þetta var meira að segja frekar glaðlegur söngur. Áttu þér lífsmottó? Mitt lífsmottó byggist á því að eng- ar kringumstæður séu svo slæmar að þær geti- ekki batnað. Að maður geti komist upp úr hvaða fjandans öldudal sem er. Ertu hrœddur við að deyja? Ég spyr afþvíþú segist ekki trúa á fram- haldslíf. Ég bind nú aðallega vonir við að það verði ekkert líf eftir dauðann. Hræddur? Nei, ég held ekki. Hvemig sérðu þig sern sjötugan mann ? Á lífi. En ekki meira en það? Lifandi. Segðu mér meira afþví. Ég játa hreinskilnislega að mér er lífsins ómögulegt að sjá sjálfan mig fyrir mér sem gamlan rnann. Ég vil samt að það komi skýrt fram að ég hef enga sérstaka fyrirætlan eða löng- un til að deyja ungur. Það hefur aldrei gefist vel.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.