Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR23. MAÍ1997 f r é t t i r ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Þjóðverjar sækja í Einar Kárason “Þetta er að vísu stór samningur, hann gerir mig þó ekki ríkan að ver- aldlegum auði en breytir vissulega samningsaðstöðunni," sagði Einar Kárason þegar Alþýðublaðið spurði hann að því hvort nýlegir samningar hans við þýsk bókaforlög muni ekki tryggja fjárhagslega framtíð hans. Þýska bókaforlagið Bertelsmanns hefur keypt réttinn á vasabrotsútgáfu á Eyjabókum Einars. Djöflaeyjan kemur út nú í maí, Gulleyjan með haustinu og Fyrirheitna landið næsta vor. Þjóðverjar virðast ekki geta fengið nóg af Einari því stærsta og virtasta bókaforlagið í Þýskalandi, Hanzer, er að undirbúa útgáfu á Heimskra manna ráðum og Kvikasilfri. Heimskra manna ráð mun koma út eftir áramót og Kvikasilfur seinna á næsta ári. Bækumar hafa þegar kom- ið út í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og fengið afbragðs dóma fyrir utan einhverjar nöldurslegar að- finnslur í Politiken í Danmörku. Aðspurður sagðist Einar ekki vera með skáldsögu fyrir næstu jól, en sitthvað væri í pokahominu. Þegar gengið var á hann sagðist hann vera með tvær skáldsögur í vinnslu. „Þetta eru tvær sjálfstæðar bækur, gjörólíkar. Ætli ég geti ekki lofað því að ég ljúki við þær fyrir aldamót, sagði skáldið." Aðdáendur Einars hafa því til nokkurs að hlakka. Þýskir útgáfustjórar keppast við að bjóða í Einar Kárason. Clr alfaraleið Bengaltígur sem býr í helli hefur undanfarið drepið 35 börn Devkota lögregluforingi: Dýrinu hlýtur að finnast þau sérlega gómsæt fyrst það vill ekki geitur og lömb. Kathmandu Post segir að meistaraskyttur hafi nú verið settar til höfuðs hinu matvanda tígrisdýri. Kathmandu Post, Nepal. Meistarskyttum úr her Nepals hefur verið fyrirskipað að skjóta illvígan Bengalstígur, sem hefur étið hvorki meira né minna en 35 böm í sjö þorpum í vesturhluta Nepal. “Fólk er yfir sig hrætt við tigrisdýrið, sem ræðst úr launsátri á smáböm þegar þau stíga út fyrir dyr heimila sinna eftir að kvölda tekur,“ sagði Staneshwor Devkota, yfirmaður lögreglunnar í umdæmi Baidati, 375 kíló- metram vestan við Kathmandú, höfuðborg Nepals. Talið er að mannætutígurinn lifi í helli, og haldi sig þar meðan ratljóst er, en fari svo á kreik eftir að rökkva tekur. Þá sætir hann færis með að ráðast á lítil böm, sem sitja yftr ám og nautgripum á beit á ökrum foreldra sinna. Fórnarlömbin 35 hafa öll verið innan við tíu ára aldur. Þorpsbúar þora nú ekki lengur út, eftir að degi er tekið að bregða, heldur híma óttaslegnir í kofum sínum og kytrnrn, og sjá tígrisdýr í hverjum skugga. Devkota lögregluforingi kvað undmnarefni, hversu vendilega mannætutígurinn sneiddi hjá gómsætum geitum, kind- um og nautgripum á beit í grennd við þorpin, en leggð- ist þess í stað eingöngu á lítil böm. „Dýrinu hlýtur að finnast þau smakkast einstaklega vel,“ sagði lögreglu- foringinn. Flestir þorpsbúar telja að tígrisdýrið sé holdgervingur guðynjunnar Durga, stríðsgyðju Hindúa, og sé því heil- agt. Þeir telja jafnframt, að þegar Durga byrjar að drepa menn, þá sé guðynjan ævareið yfir breytni þeirra. Þessi trú hefur ekki sefað geð nepalskra guma. Lögregluforinginn Durga segir, að samkvæmt lögum um vemd og veiðar villtra dýra í Nepal sé Bengalstfgris- dýrið vemdað. Dráp slíkra dýra hefur að öðm jöfnu í för með sér fímm ára fangelsi og háar fjársektir. En dráp á mannætutígumum hefur þó verið leyft, - en með því skilyrði að nepalska stjómin fái skinn þess, klær, tennur Og bein... (The Kathmandu Post, Nepal) Lagabreytingar - Auka- fiokksþing - Akranes Laganefnd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands hefur lokið störfum. Tillögur nefndarinnar hafa verið sendar formönnum allra aðildarfélaga. Hægt er að vitja þeirra þar eða á skrifstofu flokks- ins. Einnig má nálgast breytingarnar á heimasíðu flokksins, Stjórnmálavefnum (http://www.sol- ver.is/democrat/). Aðrar einstakar tillögur til laga- breytinga, sem áður höfðu verið lagðar fram, verða lagðar fram á aukaþingi óbreyttar. Bæjarmálaráð Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur síðasta fund vetrarins mánudaginn 26. maí kl. 20:30 stundvíslega. Allir sem eru í stjórnum, nefnd- um og ráðum fyrir flokkinn eru sérstaklega hvattir til að mæta en jafnframt er allt stuðningsfólk flokks- ins velkomið. Farið verður yfir starfsemi vetrarins og málefni framtíðarinnar. Bæjarmálaráð á r n a ð h e i Birgir Finnsson fyrrverandi alþingismaður áttræður Mánudaginn 19. þessa mánaðar átti áttræðisafmæli Birgir Finnsson, fyrr- verandi alþingismaður og lengi forseti Sameinaðs alþingis. Birgir fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Finns Jóns- sonar, síðar alþingismanns og ráð- herra og eiginkonu hans Auðar Sigur- geirsdóttur. Birgir fluttist með foreldr- um sínum aðeins þriggja ára að aldri til Isafjarðar, en þar tók faðir hans við starfi póstmeistara. Finnur, faðir hans, gerðist fljótlega eftir komuna til Isa- fjarðar foringi í baráttu verkalýðs- hreyfingar og jafnaðarmanna og átti manna drýgstan þátt í því að gera Al- þýðuflokkinn að stórveldi á Isafirði. Það var ekki síst fyrir tilverknað hans, að Isafjarðarkaupstaður varð þekktur um land allt undir heitinu „rauði bær- inn“, en Finnur Jónsson og félagar hans í Alþýðuflokknum og verkalýðs- hreyfingunni unnu stórvirki í atvinnu- og félagsmálum á ísafirði. Þegar litið er til baka tii þessa glæsilega tímabils í sögu ísfirskra jafnaðarmanna er með ólíkind- um hversu miklu þeim tókst að koma í verk og hve framsýnir. þessir menn voru. Þeir stofn- uðu öflugt kaup- félag, sem auk verslunarinnar, var umsvifamik- ið í atvinnumál- um. Þeir byggðu sundlaug og íþróttahús löngu áður en slíkar framkvæmdir voru unnar í öðrum bæjum. Þeir byggðu sjúkrahús, sem var þá stærsta og fullkomnasta sjúkrahús á öllu Is- landi. Þeir stofnuðu félagsrekið mjólkurbú til þess að leysa úr mjólk- urskorti í bænum og ráku það af myndarskap. Þeir keyptu jörðina Reykjames við ísafjarðardjúp, þar sem síðar reis héraðsskóli, í þeim til- gangi að byggja þar í framtíðinni or- lofs- og sumardvalaraðstöðu fyrir ís- firskt verkafólk. Þegar ísfirski bátaflotinn var að stórum hluta seldur burtu úr bænum og til útlanda stofnuðu þeir Sam- vinnufélag ísfirðinga, útgerðarfélag, sem réðist í það stórvirki að kaupa flota nýrra og glæsilegra báta frá Sví- þjóð og björguðu atvinnulífinu á fsa- firði frá hruni. Samvinnufélagsbátam- ir urðu landskunnir, ekki síst á síld- veiðiárunum, en félagið rak meðal annars umfangsmikla síldarsöltun á Siglufirði og víðar. Aðbúnaður allur um borð f þeim bátum var til fyrir- myndar á þeirra tíma mælikvarða, snyrtimennska og viðhald rómuð um land allt. Það vom þessir bátar, sem sköpuðu þá hefð, sem ríkt hefur á ís- firska flotanum síðan um góðan að- búnað skipveija og vandað viðhald skipanna. Þessir menn höfðu líka forgöngu um það, að ísafjarðarkaupstaður réð- ist meðal fyrstu íslensku kaupstað- anna í framkvæmdir við virkjanir til raforkuframleiðslu og fleira mætti telja. Hér er aðeins fátt eitt talið af þvf, sem Finnur og félagar hans afrek- uðu á fyrstu áratugum þessarar aldar í „rauða bænum". Þegar til þess er litið er ekki undar- legt þó fylgi Finns og Alþýðuflokks- ins á fsafirði hafi verið mikið og Finn- ur haldið þingsæti með meirihluta- fylgi ísfirðinga frá því hann fyrst var kjörinn til þings og þar til hann and- aðist. Til marks um vinsældir Finns segja svo fróðir menn, að síðustu ár hans á þingi hafi Alþýðuflokkurinn í raun verið kominn í minnihluta í bæn- um en Finnur haldið þingsætinu sök- um persónulegra vinsælda. Á þessu heimili og við þessar að- stæður hlaut Birgir Finnsson sitt upp- eldi. Að loknu stúdentsprófi á Akur- eyri og námi í hagfræði við Stokk- hólmsháskóla tók hann til starfa í heimahögum og gerðist þá strax virk- ur þátttakandi í „ísafjarðarævintýr- inu“, sem menn eins og faðir hans, Vilmundur Jónsson, landlæknir og fé- lagar þeirra höfðu hrundið af stað. Birgir sá meðal annars um útgerð og síldarsöltunina á Siglufirði fyrir Sam- vinnufélag fsfirðinga í tæp tuttugu ár og var framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins frá 1945 til 1961. Hann tók strax virkan þátt í starfi Alþýðuflokksfélag- anna í bænum og hóf snemma afskipti af bæjarmálum. Forseti bæjarstjómar á ísafirði var hann í tíu ár - 1952- 1962. f haustkosningunum 1959 bauð Birgir sig fram sem efsti maður á lista Alþýðuflokksins í hinu nýja kjör- dæmi, Vestfjarðakjördæmi, og var kjörinn á Alþingi. Þar sat hann sam- fellt til ársins 1971 þegar Alþýðu- flokkurinn á Vestfjörðum varð fyrir miklu áfalli í kosningum og átti þar fyrst og fremst hlut að máli gamall vinur og vopnabróðir Birgis, Hanni- bal Valdimars- son, sem bauð sig fram á Vestfjörð- um gegn sínum gamla félaga. f þeirri kosninga- baráttu lagði þessi gamla, vestfirska kempa höfuðáhersluna á, að hér. fyrir vestan hefði hann byrjað sinn póli- tíska vígaferil og hér vildi hann stíga sín síðustu skref ef hann nyti til þess atfylgis frænda og vina. Þeir bmgðust þannig við þessu lokaákalli, að Alþýðuflokk- urinn varð að lúta í lægra haldi og missti þingmann á Vestfjörðum, sem flokkurinn hefur ávallt haft fyrir þær kosningar og síðar. Á Alþingi var Birgir meðal áhrifa- mestu þingmanna og naut mikils trún- aðar. Hann var meðal annars formað- ur Ijárveitinganefndar og forseti Sam- einaðs alþingis 1963 til 1971. Tvisvar átti hann sæti á þingum Sameinuðu þjóðanna og átti sæti í ijölmörgum, stjómskipuðum nefndum. f sfldarút- vegsnefnd átti hann lengi sæti, meðal annars eftir að hann lét af þing- mennsku, og var formaður hennar um skeið. Til Reykjavíkur fluttu þau hjónin, Birgir og Amdís Ámadóttir, árið 1970 og bjuggu þar síðan. Þar starfaði Birgir einkum að endurskoð- un og þá hjá Eyjólfi K. Siguijónssyni, löggiltum endurskoðanda. Sá hann þar meðal annars um endurskoðun á reikningum ÍSAL. Birgir Finnsson er mér mjög minn- isstæður maður, enda kynntist ég hon- um ungur að ámm því á ísafjarðarár- unum var mikið samstarf á milli hans og þeirra félaganna, föður míns og Jóns H. Guðmundsonar, skólastjóra, sem látinn er fyrir nokkmm ámm. Þau samskipti voru á sviði bæjarmála og landsmála en ekki síst í samstarfi um útgáfu blaðs Alþýðuflokksins á fsa- firði, Skutuls, sem þeir skrifuðu í fé- lagi, en Birgir var ritstjóri þess í 22 ár. Þegar Birgir gaf ekki kost á sér aftur til framboðs vorið 1974 studdi hann mig til þess að taka við af sér og með ráðum og dáð í kosningabaráttunni og síðan. Fyrir það vil ég þakka honum. Birgir Finnsson er myndarlegur mað- ur að vallarsýn, sviphreinn og drengi- legur. Hann er prúðmenni mikið og afskaplega velviljaður. Aldrei hef ég heyrt hann mæla öfugt orð til nokkurs manns. Birgir Finnsson er réttsýnn maður og drengur góður. Á áttræðis- afmæli hans sendi ég honum og fjöl- skyldu hans allri einlægar afmælis- kveðjur og veit, að þar mæli ég fyrir munn fjölda gamalla og góðra Vest- firðinga, sem kynntusl Birgi og meta hann að verðleikum. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.