Alþýðublaðið - 23.05.1997, Síða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Síða 8
 undanförnum árum hefur SÁÁ byggt upp forvarnadeild þar sem tekjur af Álfasölunni hafa skipt meginmáli. í tilefni af Álfasölu SÁÁ, sem hefst í dag og stendur um helgina, skýrum við hér frá helstu verkefnum forvarnadeildarinnar um þessar mundir. Starf forvarnadeildar SÁÁ miðast við að veita fræðslu til þeirra aðila sem koma að unglingum með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna foreldra, starfsfólk skólanna, starfs- fólk heilsugæslu, forráða- menn og starfsfólk íþrótta- félaga, starfsfólk félags- málastofnana, lögreglu og þar fram eftir götunum. Fræðslan miðast við að viðkomandi aðilar geti markað sér stefnu og öðlast þekkingu til að vinna að forvörnum gagn- vart áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga. Starfsmenn forvarna- deildar SÁÁ eru þrír, sál- fræðingar og ráðgjafar. Um þessar mundir ber nokkur verkefni hæst f starfi forvarnadeildarinnar. Þar á meðal er svonefnt sveitarfélagaverkefni, fræðsla fyrir íþróttafélög í Reykjavík og þemavikur í grunnskólum. Yfirlit forvarna- starfs SÁÁ Grunnskólinn: • Vímuvarnaskólinn (í samvinnu við FRÆ og Rauða krossinn) • Þemavika í grunnskól- um (nemendur, foreldrar, kennarar) styrkt af SÍF • Bein fræðsla til nem- enda í tengslum við víð- tækara forvarnastarf inn- an skólans Foreldrar: • Foreldrafundir • Námskeið fyrir foreldra um aga og uppeldi (í tengslum við Barnaheill) • Námskeið fyrir foreldra í uppeldisvanda Fræðsla til þeirra sem sinna unglingum: • Starfsfólk barnavernd- arnefnda/félagsmála- stofnana, heilsugæslu, grunn- og framhalds- skóla og lögreglu. • íþróttaþjálfarar • Flokksstjórar vinnuskóla • Æskulýðsleiðtogar, t.d. innan kirkjunnar • Starfsfólk félagsmið- stöðva og meðferðar- stofnana fyrir unglinga. • Ófaglært starfsfólk sem sinnir unglingum í starfi sínu. Framhaldsskólinn/fram- haldsskólaaldurinn: • Námskeið fyrir fram- haldsskólakennara (FRÆ, Endurmenntunar- stofnun HÍ) • Fræðsla til framhalds- skólanema (gjarnan f samvinnu við Jafningja- fræðsluna), með aðstoð ungs fólks í SÁÁ • „Ungt fólk í atvinnuleit“ (Hitt húsið) Útgáfustarfsemi: • Stuttmyndir sýndar í kvikmyndahúsum (styrktar af Granda hf) • Útgáfa fræðsluefnis (bæklingar o.fl.) • Heimasíða á Netinu Rannsóknir/kannanir: • Könnun á þróun vímu- efnavanda hjá unglingum • Könnun á árangri for- varnastarfs í sveitarfél- ögum • Þróun spurningalista um áhættumat Sérstakir markhópar: • Barnshafandi konur • Foreldrar ungra barna Samstarf íþróttafélaga og SÁÁ um vímuvarnir Forvarnadeild SÁÁ hefur tekið upp samvinnu við íþróttafélög víðsvegar um land með það að markmiði að auka enn frekar for- varnagildi íþrótta. Þannig hafa íþróttabandalag Reykjavíkur og SÁÁ tekið höndum saman um að 10 íþróttafélög í Reykjavík fái fræðslu um vímuvarnir á þessu ári. Það verk er u.þ.b. hálfnað. Fleiri félög í Reykjavík fá fræðslu síðar. Þjálfarar og forvígismenn íþróttafélaga á Akureyri og Akranesi, í Grindavík og Kópavogi hafa einnig feng- ið slíka fræðslu. Fyrir árslok munu íþróttafélög á Egilsstöðum og Húsavík, í Mosfellsbæ og Vestmanna- eyjum bætast í hópinn. Víðtækar forvarnir í sveitarfélögum í samvinnu við fimm meðalstór sveitarfélög stendur forvarnadeild SÁÁ að víðtæku forvarnaverk- efni sem hófst af fullum krafti um síðustu áramót. Hér er á ferðinni samstarf um víðtækar forvarnir sem beinast að börnum og unglingum, foreldrum, skólum, tómstundastarfi, heilsugæslu, barnavernd, löggæslu, kirkju og al- menningi. Sveitarfélögin sem þátt taka í verkefninu eru: Akranes, Egilsstaðir, Húsavík, Mosfellsbær og Vestmannaeyjar. Tekur einhver eftir breytingum á Álfinum frá því í fyrra? / / / Alfasala SAA er um helgina til styrktar SÁÁ 20 ára 1997 Leggjum forvörnum lið. Kaupum Álfinn. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.