Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 1
™ml™ Miðvikudagur 28. maí 1997 Stofnað 1919 67. tölublað - 78. árgangur Svanfríður Jónasdóttir ræðir um afdrif Þjóðvaka Persónulegar ástæður mega ekki viðhalda flokki Svanfríður: Verðum að horfast í augu við veruleikann. Segir að Jóhanna sé „að mörgu leyti flinkur stjórnmálamaður." Þráist menn við af persónulegum ástæðum að viðhalda stjórnmála- flokki, sem ekki hefur lengur hlut- verki að gegna ber það dauðann í sér, og er engum til framdráttar, segir Svanfríður Jónasdóttir, alþingismað- ur, í opinskáu viðtali við Alþýðu- blaðið í dag um yfirlýsingu hennar um lok Þjóðvaka. Hún segir að sér finnist yfirlýsing sín ekki vera svik við Jóhörmu Sig- urðardóttur, heldur einungis staðfest- ing á ákveðnum veruleika. „Það get- ur vel verið að einhverjum finnist sá veruleiki vera svik, en hann er stað- reynd. Við eigum að horfast í augu við þennan veruleika..." segir Svan- fríður. Hún segir að Jóhanna Sigurð- ardóttir sé „að mörgu leyti flinkur stjórnmálamaður. „ Hún kveður ekki ólíklegt að Jóhanna eigi eftir að sitja á þingi eftir næstu kosningar, en tel- ur fráleitt að hún bjóði sig fram sem óháðan þingmann í næstu kosning- um. Um yfirlýsingu Jóhönnu fyrir nokkru þar sem hún kvaðst allt eins geta hugsað sér að fara í Alþýðu- bandaiagið einsog Alþýðuflokkinn segir Svanfríður að orð hennar hljóti að eiga að skilja þannig, að hún vilji vera með báðum þessum flokkum í nýju bandalagi jafnaðarmanna. Ástæðan fyrir því að dugnaður þingmanna Þjóðvaka á Alþingi hafi ekki skilað sér í fylgi kveður Svan- fríður vera, að kjósendur hafi engan áhuga á því að efla smáflokkana. „Skýringin er ekkert flóknari en það." Sjá viðtal á bls. 5. ¦ Sláandi niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar Þreföld tíðni hjartagalla í tvíburum - segir Yrsa Björt Löve læknanemi sem flutti fyrirlestur á ráðstefnu læknanema um efnið. "Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að tíðni hjartagalla í tvíburum er þreföld á við tíðni hjartagalla hjá öðrum börnum," segir Yrsa Björt Löve læknanemi, en hún flutti erindi um þetta rannsóknarverkefni á ráðstefnu læknanema í gærmorgun, en verkefnið er unnið undir stjórn Hróðmars Helgasonar sérfræðings í hjartasjúk- dómum barna. Skoðaðir voru allir lifandi fæddir tvíburar á tíu ára tímabili, 1986 til 1995, og var viðmiðun- arhópurinn öll börn fædd á Islandi á árunum 1985 til 1989, að tvíburum meðtöldum. "Þegar við skiptum tímabilinu í tvennt kom í ljós að það var marktækur munur milli tímabila. Á tímabilinu 1986 til 1990, var tíðnin 2,13 pró- sent en á tímabilinu 1991 til 1995, var hún 3,78 prósent. í framhaldinu höfum við því áhuga á að skoða orsakir þessarar fjölgunar," segir Yrsa. "Árið 1991 hófust glasafrjóvganir á Islandi og því hefðum við áhuga á að skoða hugsanleg tengsl þarna á milli, ekki síst í ljósi þess að tví- burafæðingum hefur fjölgað gffurlega með tæknifrjóvgunum." Um þriðjungur kvenna sem eignast barn með glasafrjóvgun fœðir tvíbura meðan tvíburafœð- ingar eru almennt ein afhverjum áttatíu fæðing- um, þetta kemur til vegna þess að tvö eða þrjú frjógvuð egg eru sett í leg konunnar við tœkni- frjógvun til að auka líkur á því að aðgerðin beri árangur. "Tengslin við glasafrjóvganir eru þó einungis hugmyndir, sem við hefðum áhuga á að skoða nánar," segir Yrsa. „Margt gæti komið til greina í þessu sambandi svo sem frjósemislyf, eða ein- Hróðmar Helgason og Yrsa Björt Lóve. faldlega að þetta væri tengt ófrjósemi foreldra. Dreifist þetta jafnt á alla tvíbura eru þær hug- myndir úr sögunni." Að sögn Yrsu er samsetning gallanna sam- bærileg við viðmiðunarhóp, en þó var hópurinn of lítill til að hægt væri að leggja marktækt mat á sjaldgæfa galla. Ekkert í íslensku rannsóknirini bendir heldur til þess að tíðni hjartagalla sé bundin við eineggja tvíbura en erlendar sam- bærilegar rannsóknir eru þó misvísandi um þetta. í íslensku rannsókninni lágu ekki fyrir töl- ur um hlutfall eineggja tvíbura heldur var geng- ið út frá kyni og þá miðað við að hlutfallslega væri helmingur tvíbura sama kyns eineggja. ¦ Síðasti þáttur Eiríks á dagskrá í kvöld Eiríkur allur - Þetta er barnið mitt, það er ekki dáið, það var bara sent í sveitina," segir Eirík- ur Jónsson. "Ég hætti einfaldlega með þættina vegna þess að samningur rennur út í sumar og hefur ekki verið endurnýj- aður," segir Eiríkur Jónsson einn vin- sælasti sjónvarpsmaður landsins en síðasti þáttur Eiríks verður sendur út í kvöld á Stöð tvö. "Dagskrárstjórinn vill ekki endur- nýja hann, það er svo einfalt. Þáttur- inn átti upphaflega að vera í þrjá mánuði en ævintýrið stóð í fimm ár, ég er búinn að vera nógu lengi. En ég bjó til þessa þætti og mestanpart einn. Þetta er barnið mitt, en það er ekki dáið. Það var bara sent í sveitina og snýr aftur heim að lokum." Þátturinn Eiríkur á Stöð Tvö hefur staðið af sér allar skoðanakannanir, 30 til 40 þúsund manns horfa á hann að meðaltali. "Það var ekki áhorfið sem sveik," segir Eiríkur. „Það er meira horft á mig en bíómyndir á kvöldin og Mel- rose Place samkvæmt öllum könnun- um." Um það sem tekur við, segir Eirík- ur. ,AHt hefur sinn tíma. Ég er ekki hættur í bransanum, það kemur eitt- hvað annað í staðinn. Eg er ennþá með þætti á Bylgjunni á laugardags- morgnum ásamt Sigga Hall, og verð það áfram." ¦ Fundur í Borgarnesi Samhugur Sighvatur Björgvinsson og Mar- grét Frímannsdóttir voru gestir fund- ar semhaldinn var í Borgarnesi, en fundarefnið var samvinna eða sam- eining A- flokkanna. Fjöldi manna mætti á fundinn. "Það var gerður góður rómur að ræðum og svörum flokksformann- anna. Ég er viss um að ekki hafi allir fundarmenn verið hlynntir samvinnu eða sameiningu fyrir fundinn. Eg er viss um að stuðningsmönnum nánari samvinnu eða samruna fjölgaði til muna á fundinum," sagði Gísli S. Einarsson, þingmaður jafnaðar- manna, eftir fundinn. Gísli sagði að ekki væru allir á eitt sáttir með hvaða hærti eigi að vinna að frekari samvinnu. Hann sagði flesta vera þess hugar að best væri að reyna sameiginleg framboð sem víð- ast í sveitarstjórnarkosningunum eft- ir rúmt ár. m > Myndlampi Black Matrix ¦ 100 stöðvaminni ' Allar aðgerðir á skjá 1 Skart tengi • Fjarstýring ' Aukatengi f. hátalara ' íslenskt textavarp ¦ Myndlampi Black Matrix 1 50 stöðva minni ' Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring ¦ íslenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin Myndlampi Black Matrix 1 50 stöðva minni ' Allar aðgerðir á skjá Skart tengi • Fjarstýring ¦<4 • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring o A öllum tækjum er öryggi | sem slekkur á sjónvarpinu ! þegar útsendingu lýkur! i Lágmúla 8 2800 umbobsmenn um allt land Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvfk.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Porlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg.Grindavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.