Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 f r é t t i r ■ Róbert Marshall og Þóra Arnórsdóttir eru einlægir sameiningarsinnar og hafa gefið út þá yfirlýsingu að þau muni ekki styðja flokka sína eina og sér í næstu alþingiskosningum. Þau ræða hér um pólitík- ina, framtíðina og drauminn um stóra jafnaðarmannaflokkinn Hugleiðingar þeirra sem erfa skulu land Róbert, þú gafst út þá yfirlýsingu að þú myndir ekki styðja Alþýðu- bandalagið eitt og sér í nœstu al- þingiskosningum. Eg veit að það eru ekki allir flokksfélagar þínir jafn sáttir við þessa yfirlýsingu þína. Hef- urðu fundið fyrir andstöðu við hana? Róbert: „Ég hef fundið fyrir að fólk hefur misskilið yfirlýsinguna sem úrsögn úr Alþýðubandalaginu. Það var hún ekki. Ég mun starfa áfram innan Alþýðubandalagsins að sameiningu og annarri pólitík. Innan Verðandi hef ég fengið mikinn stuðn- ing og fólk virðir þessa yfirlýsingu þar. Finnst hún hreinskilin. Ég er ein- faldlega svo viss um að við munum ganga sameinuð til næstu kosninga að mér finnst yfirlýsingin sjálfsögð. Ég held að þeir sem hafa efasemdir um yfirlýsinguna verði að átta sig á því að menn sitja ekki á friðarstóli í hátt í þúsund manna félagsskap án þess að hafa mikinn stuðning eftir slíka yfirlýsingu. Hlutverk ungs fólks í stjómmálaflokkum er að segja forystunni það sem hún þarf að heyra, ekki það sem hún vill heyra.“ Hvað með þig Þóra, þú tókst und- ir þetta sjónarmið Róberts og fékkst kaldar kveðjur frá þremur félögum þínum í SUJ? Þeir sögðu meðal ann- ars að þú hefðir með yfirlýsingu þinni málað þig út í horn. Þóra: „Það er mikill misskilningur að þessar yfirlýsingar séu of snemma á ferðinni, hvað þá að ég sé að mála mig út í horn. Ef verið er að meina að ég eigi ekki von um frama innan Al- þýðuflokksins eftir þetta, þá verð ég nú að segja að það er ekki það sem skiptir mig máli. Kjaminn í þessari yfirlýsingu er sá, að ég treysti mér ekki til að vinna með flokknum ein- um og sér í kosningabaráttu eftir að hafa eytt öllum mínum kröftum og frítíma í að vinna að sameiginlegu framboði. Það er einfaldlega heiðar- legra. Um þetta em auðvitað skiptar skoðanir, en ég get sagt það sama og Róbert - ég hef fengið mikinn stuðn- ing frá félögum mínum, þó það gildi ekki um þessa þrjá. Varðandi tíma- setninguna, þá em tvö ár í alþingis- kosningar og ef við ætlum að ná ár- angri þar þurfum við að taka til starfa og það núna strax. Það er ekki nóg að taka ákvörðun örfáum mánuðum fyr- ir kosningar. Sameiginlegt framboð á landsvísu stendur ekki og fellur með því hvort Reykjavíkurlistinn heldur borginni eða ekki. Það á ekki að bíða eftir að þau úrslit verði ljós. Það er eitt það merkilegasta sem ég lærði á þessari ferð okkar Gróskuliða til Bretlands í kringum kosningamar: Það þarf tveggja ára þrotlausan und- irbúning til að ná takmarkinu. Ég vil hreinlega fá að upplifa kosningasigur hér heima eins og þann sem Verka- mannaflokkurinn vann á Bretlandi." En er víst að af þessari samein- ingu verði? Þóra: Jrlá, það er víst. Það er ekki spuming um hvort heldur hvenær. Flokksþing Alþýðuflokksins snerist mikið til um sameiningu og þar kom fram eindreginn vilji til sameiginlegs framboðs. Það er búið að fela foryst- unni þetta verkefni og ég hef fulla trú á að hún skili því með sóma. Ef ekki, þá gerir næsta kynslóð það.“ Róbert: „Ég held að enginn hefði trúað því fyrir örfáum mánuðum að Svavar Gestsson ætti eftir að flytja ræðu eins og þá sem hann flutti á sameiginlegu 1. maí kaffi Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur og Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Sú ræða var ánægjulegasti atburðurinn í ís- lenskri pólitík síðan Gróska var stofnuð. Maður bíður bara eftir að Svavar Gestsson segist ekki ætla að styðja Alþýðubandalagið eitt og sér í næstu kosningum eins og Róbert Marshall.“ Var rœðan ekki flutt vegna þess að Svavar Gestsson finnur þrýstinginn? Róbert: „Kannski. Það er ákveðin velvild á meðal almennings og gras- Róbert: „Maður bíður bara eftir að Svavar Gestsson segist ekki ætla að styðja Alþýðu- bandalagið eitt og sér í næstu kosningum eins og Róbert Mars- hall. “ rótarinnar gagnvart sameiningu flokkanna. Menn þyrftu að vera með orma í eyrunum til að skynja eitthvað annað.“ En ef bakslagið kemur, ef menn fara í fýlu og ekkert verður af sam- eiginlegu framboði, hvað þá? Hvar standið þið þá eftir yfirlýsingar ykk- ar? Þóra: „Einmitt vegna þessa segir fólk við mig: Þú ert búin að skjóta þig í fótinn og getur ekki haslað þér völl innan flokksins. Það kann vel að vera rétt, en ef ekki verður af sameig- inlegu framboði þá eru aðstæður slíkar að ég vil ekki hasla mér völl innan þess smáflokkakerfis sem mun ríkja áfram. Þegar maður horfir á stórgóðan stjómmálamann eins og Jón Baldvin - mér finnst ég alveg mega vera að- eins hlutdræg hér - sem er búinn að streða áratugum saman í pólitík til þess að koma svo alltof litlum hluta af sínum hugsjónum í verk vegna þess að hann er í svo litlum flokki, þá hlýtur maður að hugsa sig tvisvar um áður en maður hendir sér út í það. Maður fer í pólitík til að hafa áhrif og hugsjónir rúmast vel innan stórs flokks sem getur komið þeim í fram- kvæmd.“ Róbert: „Ef ekkert verður af sam- eiginlegu framboði þá hættir maður að vera þátttakandi í stjómmálum og verður áhorfandi að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Það væri slíkt reiðarslag að ég vil helst ekki hugsa um það. Þá hefðu íslensk- ir vinstrimenn í raun bmgðist þjóð- inni.“ En það er eins og formenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags séu ekki alveg í takt íyfirlýsingum sínum. Sig- hvatur Björgvinsson lagði fram svo- kallaða tíu punkta sem Margrét Frí- mannsdóttir tók fremur þurrlega. Þóra: „Mér fannst klaufalegt af Sighvati að gera þetta á þennan hátt, án þess að Alþýðubandalagið kæmi nærri. Ég skil vel þessi viðbrögð Margrétar. Svona hluti á að vinna í samvinnu. Þetta vom mistök hjá Sig- hvati, en ég held þó að þau hafi ekki valdið miklum skaða.“ Róbert: „Ég er undrandi á því að Sighvatur skuli leggja fram drög að einhvers konar málefnaskrá án nokk- urs samráðs við forystu Alþýðu- bandalagsins. Það em ekki traust- vekjandi vinnubrögð. Ég vona að forystumenn flokkanna fari ekki út í einhvem meting út af nokkmm pró- sentustigum í skoðanakönnunum. Þau em lykilpersónur í þessu og ábyrgð þeirra er mikil. Við emm að fara að búa til stjóm- málaafl sem verður ráðandi á næstu öld. Við munum gera Sjálfstæðis- flokkinn að 25 - 30% flokki, Fram- sóknarflokkinn að aukaatriði.í stjórn- málum og gjörbreyta íslensku þjóð- félagi í samfélag þar sem allir em þátttakendur, þar sem allir skiptá máli. Það er mikið í húfi.“ Stefnuskráin sem Sighvatur lagði Þóra: „Það sem mér finnst ógnvænlegast er að ríkisstjórnin er eng- an veginn hrædd við að missa völdin. Hún er sannfærð um að halda þeim og getur þess vegna leyft sér algjörlega grímulausa hagsmunagæslu.“ fram er ansi almenn, og þar er ekki tekið á viðkvœmum deilumálum. Ætla menn ekki að rœða hin við- kvœmu mál fyrr en eftir sameiningu og er þá ekki viðbúið að allt fari í bál og brand? Þóra: „Ég held að hin viðkvæmu mál eigi eftir að koma í ljós. Það sem menn kallá hin viðkvæmu mál í dag eru hreinlega ekki svo viðkvæm þeg- ar kemur að því að ræða þau. Því erum við búin að komast að inni í Grósku. Ég held að það sé ekki fyrr en farið er að semja nákvæma stefnu- skrá sem einhver viðkvæm mái geta komið upp. Það verður þá tekið á þeim: Auðvitað er við því að búast’að stefnuskráin verði almennari en tíðkast hefur í þessum litlu flokkum. Persónulega finnst mér Alþýðuflokk- urinn vera, með langbestu stefnu- skrána én ég sé því miður ekki möguléika á því að þjóðin sameinist um hana. Það er líka staðreynd að nýr jafnaðarmannaflokkur ' mun verða að Ieggja aðrar áherslur en hingað til hafa einkennt stefnuskrár íslenskra stjómmálaflokka. Eitt stærsta verkefnið verður að þróa fs- lenskt þjóðfélag þannig að allt það unga fólk sem nú er að hámennta sig, komi heim og fái vinnu við sitt hæfi. Þróa það frá því að vera hráefnis- framleiðandi yfir í hátæknisamfélag. Aðeins þannig getum við haldið uppi þeim lífskjömm og því velferðarkerfi sem við viljum að einkenni Island." Róbert: „Hver eru hin viðkvæmu mál? Evrópumálin em leyst. Þau eru á dagskrá og menn eru sammála um að þjóðin muni skera úr um aðild að Evrópusambandinu með þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en beiðni um inngöngu verður lögð fram. Nato og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.