Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 frétt herinn hefur ekki verið til umræðu þegar kemur að ríkisstjómarþátttöku Alþýðubandalagsins í það minnsta síðan ‘78. Hvemig geta þessi mál þá talist úrslitamál í sameiningarum- ræðunni? Ef eitthvað mál er við- kvæmt í sameiningarumræðunni þá er það hver verður í hvaða sæti í hvaða kjördæmi og svo framvegis. Ég hef miklu meiri áhyggjur af vilja- leysi sumra af forystukonum Kvennalistans. Ég sé fyrir mér að Kvennalistinn ætti að geta orðið að sameiningartákni í sameiningarmál- unum á svipað hátt og Ingibjörg Sól- rún á Reykjavíkurlistanum, vegna þess að afnám kynbundins launamis- réttis er svo brýnt viðfangsefni að það skyggir á öll önnur málefni." En nú eru menn í þínum eigin flokki, eins og til dœmis Hjörleifur Þóra: „Ef ekki verður af sameiginlegu fram- boði þá eru aðstæður siíkar að ég vil ekki hasla mér völl innan þess smáflokkakerfis sem mun ríkja áfrarn." Guttormsson, ekki miklir sameining- arsinnar. Eru þeir vandamál íflokkn- um? Róbert: „Þeir eru ekkert vandamál. Við verðum einfaldlega að átta okkur á því að raddir allra vinstri manna eiga fullkominn rétt á sér í lýðræðis- legum og nútímalegum jafnaðar- mannaflokki. Rétt eins og í Alþýðu- bandalaginu. Sósíalistafélagið í Reykjavík er starfsamt félag. Þar eru margir sem kenna sig við kommún- isma. Þeirra sjónarmið eru þó ekki ráðandi í flokknum. Það þýðir ekki að þeirra sjónarmið séu eitthvað rétt- minni en annarra. Það sama á að gilda innan hinnar nýju hreyfingar. Við mótum okkar stefnu í samein- ingu með einfaldri reglu: meirihlut- inn ræður. Þetta kallast lýðræði og svínvirkar. Þess vegna eiga allir vinstri menn erindi í stóra jafnaðar- mannaflokkinn. Eða eins og Svavar sagði: Það verða allir að koma með.“ En hvað er svona ómögulegt við þessa ríkisstjórn? Þóra: „Það er náttúrlega ýmislegt að þessari ríkisstjóm. En það sem mér finnst ógnvænlegast er að hún er engan veginn hrædd við að missa völdin. Hún er sannfærð um að halda þeim og getur þess vegna leyft sér al- gjörlega grímulausa hagsmunagæslu. Það er kannski einmitt þessvegna sem maður er að streða þetta með vinstri flokkunum." Róbert: „Algjör skortur á framtíð- arsýn. Þessir menn vita að heimurinn er að breytast en þeir eru ekki tilbún- ir til að bregðast við því. f stað hinna hefðbundnu framleiðsluþátta; nátt- úraauðlinda, vinnuafls og fjármagns, sem hafa mótað þjóðfélög þessarar aldar er kominn nýr framleiðsluþátt- ur sem er þekking og upplýsingar. Þekking er óþrjótanleg auðlind, það geta allir notað hana og það er hægt að nota þekkingu til að búa til meiri þekkingu. Þetta breytir heiminum og við þeirri breytingu þarf að bregðast. Markaðurinn mun ekki móta þær sóknarlínur sem þjóðfélagið þarf að fylgja til að ná árangri. Og það er í raun óhugsandi að ríkisstjóm þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi geri það sem gera þarf. Hér birtist þessi grandvallarmunur á hlutverki ríkisvaldsins í skoðunum hægri og vinstri manna.“ Þá gœti sameinað framboð ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstœðis- flokknum. Róbert: „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Við stöndum í samfylkingunni til að koma Sjálfstæðisflokknum frá. Ekki til að mynda með honum ríkis- stjóm. Ég er algerlega andvígur sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er höfuðandstæðingurinn. Ef Al- þýðubandalagið hefði til dæmis myndað ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokknum eftir síðustu kosningar, þá hefði ég gengið úr flokknum." Þóra: „Ég held að það sé útilokað.“ Þá er Framsóknarflokkurinn eini kosturinn ? Þóra: „Það á ekkert að taka því sem gefnu að Framsóknarflokkurinn nái hér lykilstöðu og aðrir flokkar geti ekki myndað ríkisstjóm. Við vonumst til að hér þróist tveggja Róbert: „Við munum gera Sjálfstæðisflokk- inn að 25 - 30% flokki, Framsóknarflokkinn að aukaatriði í stjórnmál- um og gjörbreyta ís- lensku þjóðfélagi." flokka kerfi og þá verður spuming um hvor flokkurinn nær meirihluta, ekki hver þeirra nær að semja við Framsóknarflokkinn. Það gerist lík- lega ekki strax en vonandi þegar flokkurinn er búinn að ávinna sér traust kjósenda. Minnihlutastjóm er líka möguleiki sem ekki hefur verið til umræðu nema sem einhver bráða- birgðalausn í íslenskum stjómmál- um. Þær hafa hins vegar skilað góðu starfi á Norðurlöndunum og víðar." Róbert: „Við náum hreinum meiri- Lagabreytingar - Aukaflokksþing- Akranes Laganefnd Alþýuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands hefur lokið störfum. Tillögur nefndarinnar hafa verið sendar formönnum allra aðildarfélaga. Hægt er að vitja þeirra þar eða á skrifstofu flokksins. Einnig má nálgast breytingarnar á heimasíðu flokksins, stjórnmálavefnum (http:/www.solver.is./demokrat/.) Aðrar einstakar tillögur til lagabreytinga, sem áður höfðu verið lagðar fram, verða lagðar fram á aukaþingi óbreyttar. hluta í kosningum bjóðum við fram sameinuð. Sérstaklega eftir þetta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn kemur alltaf illa út eftir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ef skýr valkost- ur er til staðar á vinstri vængnum þá mun Framsókn missa veralegan hluta sinna kjósenda yfir til okkar. Þeir verkamenn sem því miður hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn munu líka koma yftr til okkar.“ Mun það ekki flýta fyrir að hér þróist tveggja flokka ketfi? Róbert: „Jú og það er í mínum huga jákvæð þróun. Þá er ábyrgðin skýr, umboð stjómarinnar óskorað og fólk mun vita nákvæmlega hvað það er að kjósa yfir sig.“ Gætuð þið hugsað ykkur að setjast á þing? Þóra: „Pólitíkin er þannig starf að maður þarf að hugsa sig vel um áður en maður kastar sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni út í það. Ég hef séð hvað það kostar. Um leið og einhver verð- ur stjómmálamaður, þá er gefið út einhvers konar óformlegt veiðileyfi á hann og hans nánustu. Ég held líka, í ljósi þess sem við höfum verið að ræða hér um framtíðarþjóðfélagið, að það sé mikilvægara en nokkra sinni að skoða heiminn og öðlast nýja reynslu áður en maður velur sér starf við stjómmál. Svo er ég líka það ung að mér finnst ég hafa allan tím- ann í heiminum til að velta því fyrir mér áður en til þess kernur." Róbert: „Ég veit það ekki. Ég segi eins og Þóra, þetta er meira lífstíll heldur en starf. Ég myndi að minnsta kosti vilja vinna aðra vinnu fyrst. Ég vil læra meira, vita meira og kunna meira. Það vantar dáldið á að þetta eigi við um þá þingmenn sem nú era á þingi. Ég held reyndar að ég yrði nokkuð góður þingmaður núna og ábyggilega frábær ráðherra. Það sorglegasta við sameininguna er að þá missir Alþýðubandalagið af því sögulega tækifæri að eignast utanrík- isráðherra sem heitir Marshall." ' Sumarþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands á Akranesi, dagana 7.-8. júní Lagabreytingar (sjá gögn frá síðasta þingi, auk viðbótar frá nefnd) Sjávarútvegur (Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú...?) Sameiningarmál (Hvað er að gerast, og hvert stefnir) Tölvukennsla - Tölvupóstur/lnternet (Kennsla í notkun tölvupósts og grunnatriðum internetsins) Ævintýraferð út í óvissuna (Fyrir þá allra hugrökkustu) Dansæfing á laugardagskvöldinu (Hátíðarkvöldverður með dansleik) Golfmót jafnaðarmanna (Enginn vinnur) (Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Harðarson, Hafnarfirði) Flokksþingsfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að láta skrifstofu flokksins vita eins fljótt og auðið er hvort þeir ætla að mæta eður ei, svo hægt verði að kalla inn varamenn í þeirra stað. Skrifstofa flokksins veitir allar nánari upplýsingar um ferðir, gistingar og ann- að er viðkemur sumarþinginu. Auk þess má finna upplýsingar á Stjórnmála- vefnum, heimasíðu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. (http:/www.solver.is/democrat/). Sími á skrifstofu Alþýðuflokksins er 552-9244 og fax 562-9155. Úr alfaralQið Stal fjórum hæn- um og drap svo húsbóndann! Árásarmaðurinn ber við stundarbrjáli en sjö manna búakviður kvað ódæðið hafa framið við fulla rænu tilræðismanns og dæmdi hann til að tapa lífinu í refsingarskyni. Ghana News, Accra. Fertugur maður, Bogya Badu, var í síðustu viku dæmdur til dauða í Sunyani rétti, fyrir að hafa myrt sextugan landa sinn með hnífstungum. Fómarlambið, Opanin Kwasi Nsiah, dó á leiðinni á sjúkrahús af árásarstaðnum. Málavextir vora þeir, segir dag- blaðið Ghana News sem kemur út í höfuðborg Ghana, Accra, að fómarlambið gekk árla ásamt eig- inkonu sinni út í eldhús þeirra hjóna, sem var í sérstöku hýsi á lóð húss þeirra í útjaðri Accra. Þegar þangað kom blasti við ófög- ur sjón. Eldhúsið, sem alla jafna er notað til að ala hænsn meðfram eldamennsku, var atað blóði, og í garðinum framan við það mátti sjá kamb af hænu standa upp úr moldinni. Eftirgrennslan hjónanna leiddi í ljós, að þar var grafinn stakur haus af hænu, og þekkti þar húsfrúin uppáhaldsnænsnfugl sinn, og brást eðlilega ókvæða við. Slóð blóðs lá út úr garðinum og að nálægum kofa, en í honum bjó fólinn Bogya Badu. Karl var á fót- um, þegar hjónin undu sér heldur reið í bragði inn í kofann, og sáu þar þegar í stað hænsn sín stein- dauð á kofagólfi hans. Opanin Kwasi Nsiah hóf jafnharðan sem hann augum bar þessa dapuriegu sjón upp raust sín og varpaði þungum skattyrðum að Bogya Badu. Sá var hinsvegar ekki í miklu stuði til köpuryrða, hafði engar vöflur á, heldur flaug á Opanin Kwasi Nsiah með eggjám biturt í hendi. Eftir að hafa rekið honum stungur nokkrar flúði árásarmað- urinn af vettvangi, skildi eftir fómarlambið grátt leikið og blæð- andi, ásamt konu þess, á gólfi kof- ans. Tvennt vitna sá aðförina, og gat kvatt til löggæslu og staðfesti aukheldur í hvívetna frásögn eig- inkonu Opanin Kwasi Nsiah. Leit- arsveit var gerð út af örkinni, og kom skjótlega höndum yfir ódæð- ismanninn. Hann neitaði tilræð- inu, en bar við stundarbrjáli. Búakviður sjö manna komst að þeirri niðustöðu að staðhæfing Bogya Badu um tímabundna geð- veilu ætti ekki við rök að styðjast, og dæmdi honum líflát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.