Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 8
WOfíUW/œ EXPfíESS Nýtt aðalnúmer 15351100 Miðvikudagur 28. apríl 1997 67. tölublað - 78. árgangur WOfíUJW/DE EXPfíESS Nýtt aðalnúmer 535I100 Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Kynlíf Svía er á niðurleið samkvæmt nýrri könnun í Stokkhólmi Svíar gera do-do sjaldnar er áður Bæði kynin kvarta undan daufri kynhvöt og getuleysi. Könnunin er áfellisdómur yfir sænskum karlmönnum því þriðjungur kvenna kveðst hafa misst allan áhuga á kynlífi. Hið fræga kynlíf Svía er annað- hvort goðsögn eða á hraðri niðurleið. Helmingur bæði sænskra karla og kvenna kvartar undan ófullnægjandi kynlífi, dauflegri kynhvöt, getuleysi eða erfiðleikum við að fá fullnæg- ingu. Þetta kemur fram í nýrri könnun, sem Heilbrigðisstofnun Stokkhólms kunngerði nýlega. Niðurstaðan er skelfileg fyrir álit Svía út á við. Aðeins fjórðungur sænskra kvenna kveðst hafa átt í ástarsambandi utan hjónabands, og þriðjungur karla, en þetta eru talsvert lægri hlutföll en komu fram í könnun árið 1967, þeg- ar sænska kynlífsbyltingin stóð í há- marki, og legorð varð að íþrótt þar í landi. Meðalsvíinn hefur nýtur holdlegra ásta sex sinnum í mánuði, sem er nær óbreytt frá árinu 1967. Nokkrum ald- urshópum hefur þó farið aftur í þessu tilliti, til að mynda gerir aldursflokk- urinn 31-35 ára do-do sjaldnar en árið 1967. Könnunin er áfellisdómur yfir sænskum karlmönnum, þar sem hún upplýsir að þriðjungur allra sænskra kvenna hefur misst allan áhuga á kynlífi. Hún leiðir líka í Ijós, að sænskur karl er líklegur til að eiga legorð við sjö konur á lífsleiðinni, en sænsk kona fimm karla. Þessar upp- ■ Farandverkamaður á Flateyri Átti 8.770 eftir “Það er ekki nema von að fólkið vilji hærra kaup. Ég er með launaseð- il manns sem vann á Flateyri. Viku- launin, það er það sem hann fékk út- borgað, voru aðeins 8.700 krónur. Eftir að hafa unnið á staðnum í fimm vikur hafði hann fengið greiddar tæpar 35 þúsund krónur í peningum. Það eina sem hann keypti í mötuneytinu var einn kaffitími á dag, annars lifði hann á skrínu- kosti. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra er að kvetja fólk til að fara í vinnu sem þessa,“ sagði viðmælandi blaðsins. Hinn daglegi kaffitími kostaði manninn 1.750 krónur á viku og eitt þús- und krónur kostar að sofa í verbúðinni. Tímakaupið í dagvinnu var 295.49 krónur á tím- ann og yfirvinnukaupið er 531,90 á tímann, en maðurinn var með tvo yfirvinnutíma þá viku sem hann hélt eftir 8.700 krónum fyrir vikuna. STEFANSBLOM lýsingar eru nokkuð á skjön við þá mynd sem tímamótaverk í kvik- myndaiðnaði Svía á borð við „Ég er forvitin - gul“ eða „Þrjár sænskar stúlkur á Ibiza" draga upp en miðað við þær mátti ætla að þessi tala ætti frekar við langa helgi í skerjagarðin- um. Sænska kynlífsbyltingin, sem varð upphafið að mesta lauslætisskeiði í sögu vestrænnar menningar er sam- kvæmt þessu einungis goðsögn, eða hefur leitt til þess að Svíar eru ger- samlega uppgefnir á því að gera hitt eftir langvarandi stjóm sósíalde- mókrata. Dagurinn í dag, 28. maí, er tileinkaður bar- áttunni gegn atvinnuleysi í allri Evrópu. Hér á landi eru enn um 6000 manns án atvinnu. Það eru 6000 of margir. íslendingar eru ekki nema um 270 þúsund talsins og við höfum ekki efni á því að hafna þátttöku vinnufúsra handa ef við viljum byggja blómlegt sam- félag. Atvinnuleysi er dýrt fyrir einstakling- inn og það er dýrt fyrir samfélagið. Varan- legt atvinnuleysi er mein og þá skiptir einu hvort það mælist einhverjum prósentum lægra en í nágrannalöndunum. Atvinna fyrir alla er krafa dagsins. Verkalýðshreyfingin krefst þess að batnandi hagur verði nýttur til að útrýma atvinnuleysi. Til þess þurfa allir að leggjast á eitt, verka- lýðshreyfing, atvinnurekendur og stjórnvöld. Við samþykkjum aldrei að hér ríki varanlegt atvinnuleysi. Fjárfesting í atvinnu skilar sér margfalt til baka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.