Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 1
MÞBUBLM9 Fimmtudagur 29. maí 1997 Stofnað 1919 68. tölublað - 78. árgangur Fleiri sleppa við erfðafjárskatt eftir að Alþingi samþykkti breytingartillögu á síðustu dögum þinghaldsins Alþingi samþykkt breytingartil- lögu um erfðafjárskatt á síðustu dög- um þingsins. Með þeirri samþykkt munu mun fleiri sleppa við að greiða erfðafjárskatt en verið hefur til þessa. Fyrsti flutningsmaður breytingartil- lógunnar var Jóhanna Sigurðadóttir. Samkvæmt breytingunum getur félagsmálaráðherra ákveðið að sömu reglur gildi um annarskonar sambúð- ir en hjónaband eða óvígða sambúð, það er ef sameiginlegt heimilishald hafi átt sér stað í langan tíma. í greinagerð segir: „í lögum um erfðafjárskatt er kveðið á um að af arfi, sem fellur til þess hjóna sem lif- ir hitt, svo og aríi sambýlisfólks sem gert hefur erfðaskrá, skuli ekki greiða erfðafjárskatt. Rökin fyrir þessu eru væntanlega sameiginlegt heimilishald og sameiginlegar eignir og rekstur þeirra, auk röskunar á stöðu og högum. Þegar um er að ræða sömu aðstæður hjá til dæmis systkinum, mæðgum eða feðginum, þ.e. sama lögheimili og sameiginlegt heimilishald nær alla ævi, verður hins vegar að greiða erfðafjárskatt ef annar aðilinn í slíku sambýli fellur frá. Engin sanngirni er í því að við sKkar aðstæður verði sá sem lifir að greiða erfðafjárskatt til að geta búið áfram í húsnæði sem hefur verið heimili hans alla ævi enda er hugsan- legt að framangreint sambúðarform hafi varað mun lengur en þegar um er að ræða hjónaband eða óvígða sambúð. I frumvarpinu er miðað við að til þess að heimilt sé að fella niður erfðafjárskatt aðila sem nýtur erfða- réttar sé ekki nægjanlegt að um sam- eiginlegt heimilishald hafi verið að ræða heldur þurfi að auki að koma til sérstakar aðstæður eins og sjúkleiki, varanleg örorka eða aðrar sambæri- legar aðstæður." ¦ Fiskmarkaðír bjóða ekki upp þorskinn, heldur selja hann til fastra viðskiptavina Tóm endaleysa - segir Hólmgeir Jónsson hjá Sjómannasambandinu. Sjávarútvegsráðuneytið óskaði opinberrar rannsókn- ar vegna kvótamiðlunar Fiskmarkaðar Suðurnesja Það fær í vöxt að fiskmarkaðir bjóði ekki upp þorsk, heldur selji hann til fastra viðskiptavina á föstu verði. Með þessu hefur dregið veru- lega úr að markaðarnir selji fiskinn til hæstbjóðenda. „Þetta er tóm enda- leysa og á ekki að eiga sér stað," sagði Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands Islands. Samkvæmt heimildum blaðsins ganga viðskiptin þannig fyrir sig að sá sem á kvóta fær fiskinn á föstu verði og er það verð notað til skipta til áhafna. Kvótaeigandinn getur svo selt fiskinn á markaði eða með öðr- um hætti á hærra verði og þannig hefur verið tryggt að áhöfnin borgi fyrir kvótann. Sjávarútvegsráðuneytið óskaði op- inberrar rannsóknar vegna kvóta- miðlunar Fiskmarkaðar Suðurnesja. Þannig var að útgerð seldi fisk á markaðnum á föstu verði. Sjómanna- sambandið vildi fá að vita hvert raunverulegt söluverð aflans var en var neitað um upplýsingar. Með at- beina ráðuneytisins tókst að fá rétt gögn í hendur og kom þá í ljós að verulegur munur var á því verði sem notað var til uppgjörs til áhafnarinn- ar og því verði sem fiskurinn var raunverulega seldur á. Greiðlega gekk að innheimta það sem haft hafði verið af áhöfninni en ráðuneytið var ekki sátt og óskaði opinberrar rannsóknar þar sem málið Gaui litli, það er Guðjón Sigmundsson, ætlar að miðla af reynslu sinni og hefja kennslu í World Class. Gaui verður ekki einn þar sem einkaþjálfari hans Sölvi Fannar og gömul skólasystir Gaua, Sigur- björg Jónsdóttir verða með honum. Skólasystkinin gömlu eiga sam- eiginlegt að hafa fitnað meira en æskilegt var. Námskeiðin verða byggö upp á reynslu Gaua og lögð verður áhersla á hlýlegt og vinsamlegt umhverfi. Bæði verður hægt að mæta eidsnemma að morgni og eins seint að kvöldi. ¦ Fyrirtækið Danske Pels í Sandgerði Vinna loð- dýrafóður - skapar 30 ný störf "Nýtt fyrirtæki inn í bæjarfélagið kemur til góðs og það er lykilatriði fyrir bæjarfélagið að íbúatalan aukist, en hér eru íbúðir til sölu og leigu og nægar lóðir til úthlutunar," segir Sig- urður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Sandgerði en danska fyrirtækið Danske Pels hefur átt viðræður að undanfbrnu við eigendur hússins Arnablokkarinnar í Sandgerði en fyr- irtækið hyggst leigja húsnæðið og hefja þar vinnslu á loðdýrafóðri, en nýtt fyrirtæki verður stofnað um rekst- urinn. "Það eru miklar líkur á því að af þessu verði en við höfum verið hepp- in með atvinnuástandið hér á staðnum þó að viðvarandi atvinnuleysi sé alltaf eitthvað er það minna en annars stað- ar og það er mikið af fólki úr öðrum byggðarlögum sem sækir vinnu til Sandgerðis," segir Sigurður Valur. I húsinu er 700 fermetra frystiklefi, alls 700 fermetrar en alls er húsið 5000 fermetrar, hráefni verður fengið að Suðurnesjum en ætlunin er að nýta afskurðinn af þorskinum til fram- leiðslunnar. Vonir standa til að árs- framleiðsla geti numið tugum þús- unda tonna. Fáir á sjó Allt bendir til þess að aðeins eitt fiskiskip úr Reykjavfk verði á sjó á sjómannadaginn, það er Pétur Jóns- son sem er að veiðum á Flæmska hattinum. I fyrra voru þrír Reykja- víkurtogarar á sjó. "Dagurinn verður haldin hátíðleg- ur og það verður mikil stemming á sjómannadaginn," sagði Birgir H. Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þegar stjórnmálaflokkar voru með klærnar í öllum fjölmiðlum Vanþróaö land meö vaxtaverki lýöræöis - segir Guðjón Friðriksson um vald flokkanna á fjölmiðlum allt fram á okkar daga en hann flytur fyrirlestur um sögu flokksfjöl- miðla á íslandi á Söguþingi í dag. "Ég ætla að rekja í þessum fyrir- lestri hvernig flokkarnir einokuðu alla fjölmiðla smám saman á íslandi en það má segja að það verði þátta- skil í þessum málum árið 1916, þeg- ar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur verða til," segir Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur en hann flytur fyrirlestur um sögu flokksblaða á Söguþingi í dag, fimmtudag. "Um þetta sama leyti óx flokks- ræði og fjölmiðlar komust hendur flokka sem einokuðu þá og það má segja að þetta ástand hafi varað fram á okkar daga. Ég rek síðan sögu þessa fyrirbæris, hvernig smám sam- an slaknaði á klóm flokkanna þar til fyrirbærið hrundi. Útvarpið fléttast inn í þetta en það var ekki háð einum stjórnmálaflokki heldur öllum. Þetta leiðir hugann að málfrelsi og stöðu þess í þessu samhengi en þeir sem gengu í berhögg við stefnu og vilja flokkanna áttu oft erfitt með að koma málum sínum áframfœri. "Ég tek dæmi af Gísla Sveinssyni sem var forsetaframbjóðandi árið 1952 en hafði ekki stuðning neins stjórnmálaflokks. Fjölmiðlar hundsuðu hans málflutning og hann var þagaður í hel og það gekk svo langt að hann fékk ekki einu sinni birtar auglýsingar gegn greiðslu í Morgunblaðinu. Hann skrifaði bréf um viðskipti sín við fjölmiðlana sem vakti mikla athygli en ég mun vitna til þess í fyrirlestrinum. Þessi þróun hérna var mjög sérstök á fslandi sé litið til helstu nágranna- landanna en það má segja að þessi ítök stjórmálaflokka hafi verið að líða undir til dæmis í Danmörku, uppúr aldamótum þegar hún berst hingað. Þetta er dæmi þess hvað Is- land var raunverulega vanþróað land, þetta voru vaxtarverkir lýðræðis og tengdist líka frumstæðu peninga- kerfi. Það er líka annað mjög gott dæmi sem ég tek riú reyndar ekki í fyrir- lestrinum en fjalla um í bók minni um sögu fjölmiðlanna sem kemur út í haust. Það voru lögskilnaðarmenn sem vildu fresta lýðveldisstofnun árið 1944. Þetta var mjög óvinsæl skoðun en átti sér þrátt fyrir allt mjög merka fylgismenn eins og Hannibal Valdimarsson, Kristján Eldjárn og Sigurð Nordal. Þeirra málstaður var þó algerlega frystur úti af dagblöðum f Reykjavík, það voru þó blöð eins og Skutull á ísafirði og Alþýðumaður- inn á Akureyri sem fjölluðu um hann. Þeir réðust að lokum í að gefa út bók til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta segir meira en mörg orð um það hvers kyns var, en það var gerð skoðanakönnun á vegum tímaritsins Helgafells þar sem kom fram að töl- vert stór hluti þjóðarinnar var fylgj- andi þessari skoðun. En þar sem flokkarnir voru búnir að ákveða lýð- veldisstofnun árið 1944, vitnuðu dagblöðin ekki í könnunina og öll önnur sjónarmið voru höfð að engu. Ég ræði líka aðeins hvernig flokk- ana skorti markaðslegan grundvöll til að standa í blaðaútgáfu, minni flokksblöðin voru rekin með miklu tapi og flokkarnir reyndu að klóra í Guðjón Friðriksson. bakkann með því að efna til fjársafn- anna og happdrætta. Það má líka segja að blöðin hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkum þrátt fyrir að þar væri öflugt skömmtunarkerfi á lánum. Og á sjóunda áratugnum voru teknir upp ríkisstyrkir til fjölmiðla sem margir töldu hæpna ekki síst á þeim forsendum að eitt meginhlut- verk fjölmiðla á að vera að veita rík- isvaldinu aðhald." En fjallarðu eitthvað um aðra hagsmuni en flokkspólitíska sem hugsanlega hafi orðið of ráðandi á seinni tímum? "Nei, ég er að bara að rekja þessa sögu og benda á ymsa galla sem fylgdu þessu tiltekna kerfi. Ég er ekki að fjalla um aðra galla. En blóð- in geta auðvitað líka verið háð ann- arskonar hagsmunum en flokkshags- munum sem hafa áhrif á fréttaflutn- ing. Er Alþýðublaðið þá bara gamlar þjóðminjar um vanþróað lýðrœði, að þínu mati? "Alþýðublaðið er náttúrlega lítið flokksblað með lítinn markað og leif- ar af þessu kerfi, Það hafa líka kom- ið upp sú sjónarmið að gera það að vikublaði eða tímariti, eða leggja það hreinlega niður. Jón Baldvin vai sjálfur lengi vel þeirrar skoðunar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.