Alþýðublaðið - 29.05.1997, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 ■ Therkel Stræde, lektor í þýskri samtímasögu við háskólann í Óðinsvéum skrifar um nýja þýska bók sem fj þjónustu nasista Menntafólk studdi na - Starfsframi í þjónustu nasista útilokaði ekki starfsframa eftir stríð - fullyrðir þýski sagnfræðingurinn Götz Alys í nýjustu bók um samfélagsþátttöku menntafólks fyrir daga nasista, í þjónustu þeirra og eftir fall þriðja ríkisins. “Æ þessir karlmenn! Andstyggi- legir! Sá sem við höfum hér er mis- lyndur eins og gömul jómfrú.“ - skrifar Dorothea Maria Kahlich til Elfriede Fliethmann. Dóra og Fritzi eru vinkonur frá háskólanum í Vín þar sem báðar luku doktorsprófí í mannfræði. Dóra hélt áfram á deild- inni sem vísindamaður með erfiðan yfírmann. Fritzi fékk stöðu við „Institutt fiir deutsche Ostarbeit" í Kraká, og hefur einmitt um þessar mundir fengið vitneskju um að hún muni taka við starfi forstöðumanns kynþátta- og þjóðháttadeildarinnar (Rasse- und Volkskunde). Árið er 1942, og þýski herinn þarf að kalla varalið til austurvígstöðv- anna, meðal annarra forvera fröken Fliethmanns. “Þeir hafa í raun ekkert nema gott af því,“ skrifar hún vinkonunni, sem óskar henni til hamingju með orðun- um: „Þú þekkir sjónarmið mitt: við skulum sýna þeim, að konur geta!“ Sagan er dæmigerð fyrir stöðu margra þýskra kvenna í Þriðja ríkinu. Fyrst ýttu nasistar þeim út af vinnu- markaði og frá áhrifastöðum, síðan færði stríðið þeim, þegar Ieið á, ný tækifæri. Ekki svo fáar fengu skyndi- lega stjómunarstörf og áhugaverð og gefandi verkefni. Starfsframi, tekjur, einstaklingsfrelsi - konur, sem voru ungar á stríðsámnum, minnast þeirra gjama sem bestu ára ævi sinnar. Hin áhugaverða rannsókn sem Fritzi Fliethmann átti að stjóma átti sér stað innan veggja Jagiello-Há- skóla eftir að þýska hernámsliðið hafði lagt háskólann niður og sent pólska kennara í útrýmingarbúðir. “Institutt fúr den deutsche Ostar- beit“ var rannsóknarstofnun sem átti að gera rannsóknir á náttúruauðlind- um og fólksforða Austur-Evrópu. Verkefni dr. Fliethmanns var að kort- leggja, bæði mannfræðilega og erfðafræðilega, íbúa af gyðinglegum uppruna: Gyðingum var safnað sam- an, myndaðir og þeim iýst, nákvæm líkams- og hauskúpumál tekin, fjöl- skyldutengsl, sjúkdómar og fleira skráð. Ef fólk kom ekki af sjálfsdáð- um á tilteknum tíma til mælinga, var það sótt af SS mönnum og þýskri lögreglu. Þessi rannsókn var mikilvæg, bæði með tilliti til skammtíma- sem lang- tímasjónarmiða. 1942 var útrýming- arherferðin komin á fullan skrið, en fyrst að lokinni nákvæmri lýsingu á gyðinglegum einkennum mátti tryggja að næðist til allra. Og eftir „hina endanlegu lausn“ myndi verða þörf fyrir vísindalegar sannanir fyrir því að gyðingar hafi verið „óæðri kynþáttur", sem var útrýmt vegna þess að þróunin krafðist þess. Verkefnið var svo spennandi, að mannfræðivinkonumar tvær samein- uðu krafta sína og einbeittu sér að því: Vettvangsrannsóknum var stjómað frá Kraká og í Vín var unnið úr upplýsingum sem öfluðust. En Flethmann og Kahlich unnu í kappi við tímann. Oftar en einu sinni urðu “Til þessa hafa vísindamenn og fjölmiðlar viljað lita framhjá að til hafi verið menntamenn sem höfðu nasískar lífsskoðanir. Kerfið var annað og meira en heimskt, mið- aldalegt og villimannslegt. Það voru gáfaðir menntamenn sem unnu alúð að því að útfæra hug- myndir nasista," segir Götz Aly. þær að beita sér til að koma í veg fyr- ir að hin „mikilvægu rannsóknar- gögn“ þeirra væru send of fljótt í út- rýmingarbúðir. Þetta gagnaðist Doru Kahlich eftir stríð þegar hún þurfti að þvo af sér fortíð sína. Hvorki Fliethmann né Kahlich voru sannfærðir nasistar. Þær urðu sennilega aðeins flokksfélagar vegna starfsframa síns. Þær voru ungir, metorðagjamir vísindamenn, sem gripu tækifærið til að takast á við spennandi rannsóknarverkefni, auk- inn ffarna og sýna „að konur gætu einnig". Gáfaðir menntamenn aðhylltust nasisma Þessa sögu má lesa í bókinni „Macht - Geist - Wahn“, sem er ný- komin út í Þýskalandi. „Samhengi í þýskri hugsun“ er þema, eða með öðmm orðum þræðir á milli fortíðar og nútíðar, frá millistríðsárunum og Þriðja ríkinu til þýsku samfélaganna í austri og vestri eftir stríð. Bókin greinir frá örlögum fjölda einstak- linga, sem hófu starfsferil sinn í þjónustu nasista. Nokkrir em þekktir. Einn þeirra, Erich Mielke, tók þátt í morði kommúnista á lögreglumönn- um á tímum Weimarlýðveldisins og varð síðar yfirmaður Austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Annar sem kemur við sögu er prófessor Theodor Oberlander sem varð ráðherra í stjóm Adenauers, þrátt fyrir langa fortíð sem virkur nasisti. f bókinni em dregnar upp myndir af enn fleiri einstaklingum sem hófu starfsframa sinn í þjónustu nasista, myndir sem áður hafa ekki birst opin- berlega. í knöppum, beinskeittum stíl em dregnar upp myndir af einstak- lingum sem þegar á heildina er litið segja merkilega sögu um þátt mennta- fólks í breytilegri og á köflum hræði- legri sögu Þýskalands á þessari öld. Höfundurinn er Götz Aly, sagn- fræðingur, stjómmálafræðingur og ritstjóri blaðsins „Berliner Zeitung". Hann hóf að rannsaka erfðahreinsun, „líknardráp" og hlutverk lækna; en varð brátt ljóst að þetta vom ekki einangruð fyrirbrigði heldur höfðu víða samsvaranir í samfélagi nasista, meðal annars í „afstöðunni til gyð- inga“. Það var ekki unnið út frá for- dómum og hinum gömlu andgyðing- legu klisjum. Um var að ræða ákveð- ið hugmyndakerfi og kím þessa kerf- is var að nokkm leyti hinir öldnu, virtu hugsuðir, rannsóknaráð og svo framvegis. Að mati höfundar óð stjóm nasista ekki blint frá einni ákvörðun til þeirr- ar næstu án þess að vera fær um að beita rökhyggju, eins og sumir sagn- fræðingar hafa haldið fram. Unnið var eftir ákveðnum áætlunum, og leitast við að undirbyggja þær með vísindalegum rökum. Ungir metnað- argjamir menn og konur gerðu áætl- anir, skýrslur og spár út frá þeirri framtíðarsýn að Þýskalandi myndi fara með sigur í stríðinu og skapa Nýja Evrópu. Utrýming á þeim sem ekki gátu unnið og kynþáttum sem talið var að gætu skaðað hina þýsku þjóðarsál, endurskipulagning framleiðslu og lýðræðisleg uppstokkun innan „stór- rýmis" framtíðarinnar eftir mann- fræðilegum reglum vom atriði í áætl- unum, sem nýbakaðir akademíkerar unnu að íyrir stjómvöld. “Til þessa hafa vísindamenn og fjölmiðlar viljað líta framhjá að til hafi verið menntamenn sem höfðu nasískar lífsskoðanir. Kerfið var ann- að og meira en heimskt, miðaldalegt og villimannslegt. Það vom gáfaðir menntamenn sem unnu alúð að því að útfæra hugmyndir nasista," segir Götz Aly.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.