Alþýðublaðið - 29.05.1997, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Síða 5
FIMMTUDAGUR 29. MAI 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 f r é t t i r allar um starfsframa menntamanna í sismann sinni „Macht - Geist - Wahn“ (Vald, andi, brjálæði) Menntamenn snúa við blaðinu í bókinni „Vordenker der Vern- ichtung“ (1991) fjallaði Aly um þessa menntamenn: landfræðinga, félagsfræðinga, hina samfélags- hag- fræðilegu áætlanagerð. í fyrri verk- um voru læknavísindin og sálarfræð- in sérstaklega dregin til meðábyrgðar fyrir hrottalega glæpi gegn fólki og þjóðarmorð. Fleiri en einn af fremstu vísindamönnum Vestur-Þýskalands þurftu að horfast í augu við að vafasöm fortíð væri dregin fram í ljósið. Af þessum sökum urðu ýmsir til að leggja hatur á Götz Aly. “Það var einhver uppreisnarandi í Þriðja ríkinu sem hreif marga. „Blut und Boden" var aðeins einn neisti í glóðinni. Framtíðartrú og framfara- hyggja voru þar einnig en að því leyti voru nasistar hluti af almennum evr- ópskum hugmyndastraumum með djúpar rætur í fortíð. Aðdáun á ríkis- valdinu var ekki sér-nasísk, en hið sérstaka við þýsku útgáfuna var, að ríki og samfélag voru álitin eitt og hið sama, ríkið væri æðsta form sam- félagsins. Þeir sem voru í forystuhlutverkum í Þriðja ríkinu voru oft mjög ungir. Það átti bæði við um æðstu stjóm og forstöðumenn nefnda og stofnana. „Þetta var hin nýja elíta sem að stofni til var sprottin úr miðstéttinni. Tök- um móður mína sem dæmi“ - segir Aly. Þegar hún var 20 ára, nýorðin stúdent og án nokkurs skilnings á rekstri jámbrauta - var hún gerð að framkvæmdastjóra næst stærstu jám- brautastöðvar í Múnchen þegar loft- árásirnar á borgina vom hvað harðastar. Þetta var að sjálfsögðu geysileg ögmn, dæmigert fyrir notk- un alræðisstjómarinnar á vinnuafli og þann félagslega hreyfanleika sem tíðkaðist. Hin gamla íhaldsama yfirstétt sem vildi lengi vel halda áfram stjórnar- stefnu keisaradæmisins og halda í eigin forréttindi. Hin nýja þýska yfir- stétt vildi kraft, samfélagsbreytingar og umbun samkvæmi afköstum. Það er hin persónulega og andlega þróun sem fjallað er um í bókinni „Macht - Geist - Wahn“. Hin unga yfirstétt hvarf ekki af yfirborði jarðar vorið 1945. Hún blandaðist fjöldan- um í samfélögum eftirstríðsáranna beggja vegna járntjalds. Starfsframi sem stöðvaðist við fall Þriðja ríkisins gat yfirleitt brátt haldið áfram. í Vest- ur-Þýskalandi átti þetta yfirleitt við um allt háskólafólk, í Austur-Þýska- landi fyrst og fremst um tæknimennt- að fólk, náttúmvísindamenn og lækna - en þar vom strangari tak- mörk sett hversu langt fyrrverandi nasisti gat náð. Sammni þeirrar elítu sem notið hafði góðs af nasismanum tókst vel í Vestur-Þýskalandi. Þar var, að áliti Alys, ekki neinn valkostur. Því þrátt fyrir að óánægju hafi gætt með eitt og annað var staðreyndin sú að 90 prósent þýsku þjóðarinnar hafði stutt nasistastjómina - sumir hinar félags- legu framfarir eða framsæknu stríðs- stefnu, margir gyðingahatur hennar. En eftir nokkur ár undir banda- rísku eftirliti störfuðu menntamenn- irnir, sem áður höfðu þjónustað nas- ista, ágætlega samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Tengslin eru fremur þau viðhorf sem þeir tóku með sér og birtust innan ramma fjölskyldu og at- vinnulífs: krafan um stöðugt bættan árangur, og tilfinningakuldi í sam- skiptum við fólk. Hinu skal þó ekki gleyma að menntafólk er líkt og aðrir, marg- brotið og mótasagnakennt fólk. Þetta leggur Aly áherslu á þegar hann vík- ur að bókum sem - ranglega að hans áliti - mála svart-hvítar myndir af þeim sem ábyrgð báru á framgangi nasismans. “Macht - Geist - Wahn“ er vel skrifuð blanda af sértækum rann- sóknum, æviágripum og ádeilu. Hún er viðbót við þá mynd af nasisman- urn og þýsku eftirstríðssamfélögun- um sem meðal annarra sagnfræðing- urinn Daniel Goldhagen hefur dregið upp og mjög hefur verið rædd. Þær átakanlegu myndir sem dregnar eru upp láta engan ósnortinn, þær rífa bókstaflega í siðferðistaug lesenda Þorleifur Friöriksson snaraöi. Síðast samtal byltingarhetjunnar, sem Che átti við bólivískan ofursta, er birt í nýlega útkominni bók. Haraldur Jóhannsson skrif- ar um andlát Che. Bólivísk herdeild króaði af flokk skæruliða 8. október 1967 í skógi vöxnu gili við þorpið Le Higuera austan Sucre. Tveir skæruliðar voru fangaðir lifandi, bólivískur skæruliði, „Willy“, og Ernesto „Che“ Guevara. Flaug þá ofursti, Andrés Selich, á þyrlu til þorpsins. Þar ræddi hann við, frernur en yftrheyrði, Che Guevara. Viðtal þeirra hripaði ofurstinn upp og varðveitti og síð- an ekkja hans. Einstakt viðtal Varð það fyrst 1996, að hún leyfði blaðamanni lestur þess og afritun, höfundi þessarar ævisögu Che Guevara. Lok viðtalsins eru á þessa leið: “Mér hefur mistekist", sagði Che við Selich. “Þessu er öllu lokið, og sú er ástæða þess, að þér sjáið mig svona á mig kominn"........ “Eruð þér Kúbverji eða Argent- ínumaður"? spurði Selich. “Ég er kúbverskur, argentínskur, bólivískur, perúskur, ekvadorískur, þér sjáið hvert ég er að fara?“ “Hvað kom yður til að hefjast að hérlendis?" “Sjáið þér ekki, við hvers konar kjör bændur búa“?, spurði Che. „Þeir búa nær því eins og frum- menn, í fátækt, sem nístir hjartað, og eiga ekki föt til að ganga í, við hlutskipti skepna“. “En hið sama er um Kúbu að segja", svaraði Selich. “Nei, það er ekki satt“, svaraði Che um hæl. „Ég neita ekki, að fá- tækt fyrirfinnist á Kúbu, en þar geta bændur að minnsta kosti gert sér vonir um úrbætur, en í Bólivíu eru þeir án vonar, deyja eins og þeir fæðast, án þess að sjá nokkru sinni hilla undir bætt lífsskilyrði". CIA fyrirskipar aftöku Ernesto Guevara de la Sema fæddist 14. maí 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Atti hann for- feður á meðal fyrstu landvinninga- manna, „coinquistadores", og faðir hans átti plantekru í Misiones. I Buenos Aires las hann læknisfræði og lauk læknisprófi. Síðan héll hann í ferð um Suður-Ameríku. Það var fyrst í Guatemala, og síðan í Mexíkó, að hann kynntist Eftir fyrsta fundinn með Castro reit Che í dagbók sína um kvöld- ið: „Ég held, að á milli okkar sé gagnkvæmur skilningur“. kúbönskum útlögum. í júlí 1955 varð fyrsti fundur hans og Fidel Castro, fyrrum laganema. I dag- bók sína reit Che urn kvöldið: „Ég held, að á milli okkar sé gagn- kvæntur skilningur". Þennan fróðleik er að fínna í bókinni Che Guevara eftir Jon Lee Anderson (Bantan, 814 bls., ú 25). f ritdómi um bók þessa í Times Literary Supplement 2. maí sagði: „Að skipan liðsmanns CIA, (ath. bandarísku leyniþjónustunnar) Fél- ix Rodrigues sem fæddur var á Kúbu, var Che Guevara tekinn af lífi næsta dag. Til að út liti sem fanginn hefði fallið í bardaga skutu aftökumenn í handleggi hans og fótleggi. Þegar Che engdist sundur og saman á jörðinni ,„og að virtist, beit í úlfnlið sér til að æpa ekki upp“, fór síðasta kúlan í brjóst hon- um og lungu hans fylltust af blóði. Líki hans var flogið til Val- legrande, þar sem það lá framrni til sýnis í tvo daga og var augum litið af embættismönnum, blaðamönn- um og bæjarbúum“.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.