Alþýðublaðið - 29.05.1997, Page 6

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAI 1997 Úr alfaralciö Eiturlyfjaneysla í Kína er á hraðri uppleið Glæpir sem tengjast eiturlyfjum vaxa samhliða, og Taó Siju, þjóðaröryggisráðherra, segirí Dagblaði Al- þýðunnar, að smyglarar séu nú miklu skipulagðari og tæknivæddari en áður, og skirrist ekki við að beita vopnum í viðskiptum við lögreglu. Dagblað Alþýðunnar, Peking. Milli áranna 1991 og 1997 tók kínverska lögreglan höndum 324,944 fíkniefnaneytendur. Næstum því 50 þúsund þeirra voru hlutu refsingu, sem spannaði frá langri fangelsisvist til dauða- dóms. Á sama tíma lagði lögregl- an hald á 23,5 tonn af heróíni, 13,8 tonn af ópíumi, 9,35 tonn af hassi og 4,8 tonn af amfetamíni. Þetta kom fram fyrir skömmu í Dagblaði Alþýðunnar, sem er hið kínverska Alþýðublað, og kemur út í Peking. Yfirvöld segja, að samfara því að vestrænir siðir ná meiri fótfestu í Kína, þá aukist stórlega neysla fíkniefna, og sé nú komin úr bönd- um. Árið 1995 voru á skrám Kín- verja 520 þúsund fíkniefnaneyt- endur, en raunverulegur fjöldi er margfalt meiri, hefur dagblaðið eftir Tao Siju, þjóðaröryggisráð- herra Kína. Taó sagði blaðinu, að glæpir í tengslum við eiturlyf hefðu aukist úr hófi, og ekki enn tekist að stemma þróunina að ósi. Hann greindi frá því, að lögreglan ætti í vaxandi erfiðleikum með að koma höndum yfir eiturlyfjasal- ana, sem væru miklu skipulagðari en áður og hefðu tekið nýja tækni í þjónustu sína. Þeri væru þar að auki orðnir gráir fyrir jámum, og hikuði ekki við að leggja í vopna- viðskipti við laganna verði, ef svo bæri undir. Innflutningur og sala á eiturlyfjum hefur sérstaklega aukist í suðvestursvæðunum, til dæmis í Guangxi héraði og í Yunnan, sem liggur að hinum svo- kallaða Gullna þríhymingi, en svo em samlæg svæði í Tælandi, Búrma og Laos kölluð, þar sem gríðarlegt magn af eiturlyfjum er ræktað og unnið. Einungis á því svæði handtók lögregla 196 smyglara á landamæmnum frá áramótum til byrjunar mars. Ofneysla eiturlyfja, sem í kjöl- far kínversku byltingarinnar 1949 var nánast útrýmt, hefur því hald- ið innreið sína í kjölfar þess að kommúniskar hefðir og siðir bylt- ingarinnar em á undanhaldi. Að refil- stigum Bíóborgin: Donnie Brasco ★★1/2 Aðalleikendur: Johnny Depp, A1 Pacino, Anne Heche. Leynilögreglumaður villir á sér heimildir og er teltinn í bófaflokk, sem aðhefst í Flórída og New York. Vel fer á með honum og sumum bóf- anna, þannig að skyldustörfin verða honum ekki létt. Bófann, helsta kunningja hans, leikur A1 Pacino. Hér er á ferðinni vel gerð, jafnvel slípuð, glæpamynd sem verður þannig dæmigerð og þá að nokkm stöðluð. Eftir því taka þó ungir áhorf- endur vart. Lyktir hnatt- stríða Háskólabíó: The Return of the Jedi ★★★ Aðalleikendur: Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill. Þrjár samstæðar kvikmyndir um geimferðir og stjömustríð á ókomn- um öldum náðu miklum vinsældum á meðal ungmenna á áttunda áratugn- um. Að nokkm hafa þær nú verið endurgerðar, það er gamlar tökur inn í þær felldar, en nokkrar senur brott Sumarþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands á Akranesi, dagana 7.-8. júní Lagabreytingar (sjá gögn frá síðasta þingi, auk viðbótar frá nefnd) Sjávarútvegur (Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú...?) Sameiningarmál (Hvað er að gerast, og hvert stefnir) Tölvukennsla - Tölvupóstur/lnternet (Kennsla í notkun tölvupósts og grunnatriðum internetsins) Ævintýraferð út í óvissuna (Fyrir þá allra hugrökkustu) Dansæfing á laugardagskvöldinu (Hátíðarkvöldverður með dansleik) Golfmót jafnaðarmanna (Enginn vinnur) (Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Harðarson, Hafnarfirði) Flokksþingsfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að láta skrifstofu flokksins vita eins fljótt og auðið er hvort þeir ætla að mæta eður ei, svo hægt verði að kalla inn varamenn í þeirra stað. Skrifstofa flokksins veitir allar nánari upplýsingar um ferðir, gistingar og ann- að er viðkemur sumarþinginu. Auk þess má finna upplýsingar á Stjórnmála- vefnum, heimasíðu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. (http:/www.solver.is/democrat/). Sími á skrifstofu Alþýðuflokksins er 552-9244 og fax 562-9155. klipptar. Þykir endurgerðin vera til bóta, en myndimar hafa allar verið sýndar á ný, og er þessi hin síðasta þeirra. Eiga unglingar áttunda ára- tugarins nú ekki unglinga? Feigðar- flan Laugarásbíó: Crash ★★1/2 Aðalleikendur: James Spader, Deborah Kara Unger, Holly Hunt- er. Umhugsun um dauðann og upplif- un slysa munu geðrænar veilur, en em hafðar að efnisþræði þessarar kvikmyndar. Á bfl sínum lendir söguhetjan í árekstri við akandi konu. Eftir innlögn þeirra á sjúkra- hús fer hann að halda við hana fram- hjá konu sinni. Kynnist hann síðan slysaffldi, sem sviðsetur banaslys James Dean fyrir boðna áhorfendur. Og ögrar sá ósjálfrátt öðmm akandi til árekstrar. Þessi kynduga mynd fékk hæstu einkunn í Film Review, fimm stjömur, en fær í dálkum þess- um tvær og hálfa. Kvikmyndir | Haraldur Jóhannsson skrifar fflcniefna, en er ekki skilvís, hvorki gagnvart kaupendum sínum eða selj- endum. Meðan ungi maðurinn end- umýjar gömul kynni, dregur til upp- gjörs milli bróður hans og viðskipta- manna hans. í þessa mynd virðist ekki borið, og á hún það að þakka leik Tim Roth, þess snjalla skapgerð- arleikara, að vel er álitleg. Við ræt- ur eld- fjallsins í fyrra hólf Stjörnubíó: No Way Home ++1/2 Aðalleikendur: Tim Roth, De- borah Kara Unger. í smábæ, úthverfi stórborgar öllu heldur, hefur ungur maður, sagður lítillega þroskaheftur, tekið á sig sök bróður síns og afplánað nokkurra ára dóm. Laus úr dýflissu fer hann til bróður síns og konu hans. Sá á í sölu Háskólabíó: Dante’s Peak ★★ Aðalleikendur: Piere Brosnan, Linda Hamilton. Fjölskyldumyndir svonefndar hafa haft vaxandi viðgang á síðustu ámm og víða leitað fanga. Náttúmhamfar- ir em söguefni þessarar. I þorpi við rætur eldfjalls vara jarðfræðingar við gosi, en bæjaryfirvöld skella við skollaeymm. Gos, sprengigos, hefst þó og þorpið hrynur að heita má. Söguhetjan, jarðfræðingur, kemst undan með konu, bæjarráðskonu, fráskilinni með tvö böm, naumlega og ekki án áfalla. Til töku myndar þessarar var varið $ 100 milljónum, að sögn Film Review. Lagabreyt- ingar - Auka flokksþing Akranes Laganefnd Alþýuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands hefur lokið störfum. Tillögur nefndarinnar hafa verið sendar formönnum allra aðildarfélaga. Hægt er að vitja þeirra þar eða á skrifstofu flokksins. Einnig má nálgast breytingarnar á heimasíðu flokksins, stjórnmálavefnum (http:/www.solver.is./demokrat/.) Aðrar einstakar tillögur til lagabreytinga, sem áður höfðu verið lagðar fram, verða lagðar fram á aukaþingi óbreyttar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.