Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 8
4 ~=muwmm mm | l\ Kl/ : B ¦ fl\ A \ L mm-mmmmwsss woniDwioeexpness Ml | ¦! VI Hl worlowideexpress Nýtt aðalnúmer Bl W "¦"¦ ! ¦"T ¦! ~B~H I "¦"¦ ¦ Nýtt aðalnúmer 535 11 bo 1 fiLrlIfUDLiiDlD InSíToo Fimmtudagur 29. maí 1997 68. tölublaö - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ¦ Nýlega frumsýndi Hafnarfjarðarleikhúsið gleðileikinn Að eilífu eftir Árna Ibsen. Verkið hef- ur vakið mikla athygli og Alþýðublaðið náði tali af höfundinum og forvitnaðist um viðhorí hans til leikhúss, bókmennta og samfélags leMwj I leit að tilgangi Segðu mér fyrst frá efni leikritsins. "Leikritið fjallar um brúðkaup. I forgrunni er atburðurinn, ekki fólkið. Eg er ekki að segja sögu ákveðinna einstaklinga og bý því til steríótýpur sem varpa ljósi á atburði sem ég held að séu nokkuð dæmigerðir. Eg er viss um að flæði af erlendum fyrirmyndum hefur breytt íslenskum brúðkaupum. Steggjarpartý voru til dæmis ekki til hér á landi fyrir tutt- ugu árum og þau eru satt að segja ekki sérlega geðslegt fyrirbrigði." Hœttuleg, jafnvel? "Ég þekki dæmi um lífshættuleg steggjarpartý. Annars held ég að mesta hættan sem steðjar að íslensku samfélagi séu einmitt þessar erlendu fyrirmyndir sem flæða yfir okkur, en henta okkur engan veginn. íslenskar fyrirmyndir eru okkur fjarlægar, finnast helst í gömlum bókum og þykja jafnvel hallærislegar." Er ekki nauðsynlegt að bregðast við þessari þróun, og hvernig þá helst? "Vandinn birtist okkur ljóslega í þeirri staðreynd að við sjáum allt of lítið af okkar veruleika í sterkum miðlum á borð við sjónvarp og kvik- myndir. Slfkir miðlar ná til tuga þús- unda í senn og allur sá áhorfenda- fjöldi er ekki að horfa á neitt annað en miðlungsframleiðslu frá Banda- ríkjunum. Það þýðir í raun að hér ganga tugir þúsunda um götur og sjá aldrei neitt annað en útlendan veru- leika. Hér eru kynslóðir að vaxa úr grasi án þess að hafa minnsta grun um þann veruleika sem bíður þeirra í hinu íslenska samfélagi. Þeim er tamara að skoða sig í lífsmunstri jafnaldra sinna á vesturströnd Banda- ríkjanna og hættan er sú að sá hópur sem er ólæs á sitt eigið samfélag verði einfaldlega of stór og það setur til að mynda sjálft lýðræðið í hættu. Það sem við getum og eigum að gera er að framleiða mun meira af okkar eigin efni, leggja af þennan heimótt- arskap og horfast í augu við okkar daglega amstur. Aðeins íslensk fram- leiðsla réttlætir íslenska sjónvarps- stöð. Við erum hreinlega ekki búin að átta okkur á háskanum." Víkjum aftur að leikhúsinu. Nú flnnst manni að leikhúsfólk sé óvenju viðkvœmt fyrir gagnrýni, afhverju er það? "Svo lengi sem ég man eftir hafa verið miklar væringar milli leikhús- gagnrýnenda og leikhúsfólks. Ég get skilið þetta ósætti leikhúsfólks þegar það stendur frammi fyrir því að gagnrýnandinn þekkir hvorki leik- húsið né þann einstaka samruna margra listgreina í eina sem þar gef- ur að líta. fslenskir leikhúsgagn- rýnendur hafa oft og tíðum verið nokkuð glúrnir bókmenntagagn- rýnendur, en um leið ólæsir á leik- húsið sem miðil og þeir hafa þar af leiðandi oft ekki getað rýnt í hvað felst í sköpunarvinnu leikstjórans, svo dæmi sé tekið, nú eða leik- myndahöfundarins. Hvað þá að þeir átti sig á að niðurstaðan sé sameigin- leg niðurstaða margra listamanna úr ólíkum listgreinum. Eg hef gefið út bækur og þekki það af eigin raun að fá gagnrýni á bækur. Mér finnst oft auðveldara að eiga tjáskipti við bókmenntagagn- rýnandann. Leikhúskrítfkin fer oft og tíðum út í móa. Hún er svo skökk, bæði vegna þess ólæsis sem ég minntist á áðan og þess að menn gleyma sér við að þrasa útaf forkynn- ingu á verkinu í stað þess að segja frá því sem þeir sáu. Þeir láta öll viðtöl- in og umfjöHunina angra sig og strit- ast við að andmæla því sem þar kem- ur fram í stað þess að meta sýning- una eins og hún liggur fyrir. í þessu ljósi hafði ég dálítið gaman af að lesa krítíkina um „Himnaríki" í Noregi í vor. Þar voru gagnrýnendur sem greinilega lásu sýninguna og verkið rétt. Það var engu lfkara en höfundur- inn hefði matað þá á öllum forsend- um verksins í blaðaviðtali eða ein- hverju ámóta, en þeir gerðu þetta hjálparlaust og það segir mér ýmis- legt um hæfni og vanhæfhi. Grein- ingu á leiksýningum er hreinlega ábótavant hjá íslenskum leiklistar- gagnrýnendum. Þeir gefa sér það einnig mjög oft að sá sem skapar leiksýningu viti ekki hvað hann er að gera. Mér finnst það undarlega hrokafull afstaða." Hvernig finnst þér að fá vonda dóma? "Það er ekkert mjög skemmtilegt, einkum ekki ef framsetningin er rót- arleg. Það er auðvitað ekkert við því að segja þó einhverjum mislíki, menn hafa fulla rétt á því að hafa hvaða skoðun sem er. Annars hef ég enga ástæðu til að kvarta yfir dómum vegna þessa leikrits, því hefur verið mjög vel tekið. En dómar breyta ekki miklu fyrir mig. Matthías Jóhannes- sen sagði fyrir skömmu í viðtali, að ef það er hluti að tilvist manns að vera að yrkja þá hefur maður ekki leyfi til að láta strákslegan dónaskap úti í bæ hafa áhrif á sig. Leik- húskrítfk hér er í raun bara markaðs- fyrirbæri. Ef hún er slæm þýðir það að ríkari áherslu þarf að leggja á að selja sýninguna. Ef hún er góð þá hefur hún þau áhrif að fólk kemur í leikhúsið. Áhrif hennar ná ekkert umfram það. Það sem skiptir máli er hvort gagnrýnandanum fannst gaman eða leiðinlegt. Annars er leikstjórinn besti gagnrýnandi höfundarins. Besti, grimmasti og samviskusamasti gagnrýnandi hans því hann þarf sjálf- ur að standa með verkinu." Það er allt annar tónn í Ijóðum þínum en leikritum. Leikritin eru œrslafull en Ijóðin einkennast af al- vöru og trega. "Fyrstu leikritin mín voru mjög al- vóruþrungin og ljóðræn en þau síð- ustu einkennast af léttleika. Eg hef stundum fhugað af hverju leikrit mín hafa þróast í þessa átt. Ég held að ástæðan kunni að vera tilfinningalegs eðlis. I tæp tvö ár hef ég, af ýmsum ástæðum, glímt við tilvistarþung- lyndi. Auðveldasta leiðin til að takast á við það er að snúa sér að gaman- leik. Gamanleikur miðlar yfirleitt vissri svartsýni en um leið er í hon- um tónn sem gefur til kynna að ekk- ert eigi að taka alvarlega. Þetta er því viss þerapía sem er lokið með þessu leikriti. Ég er að læknast. Sjálfur hef ég oft velt því fyrir mér hvort það sé langur vegur milli leik- ritanna minna og ljóðanna. Þrátt fyr- ir allt held að svo sé ekki. Ég held að þarna sé einhver sameiginlegur strengur. Ég held jafnvel að það sé einhver kennarapúki undirliggjandi, einhver móralskur demón sem liggi undir öllu saman og er í örvæntingu að leita leiða til að ná út. Það er kannski einhver grundvallar mórölsk afstaða sem bindur höfundaverkið saman." Hvaða rithöfundar hafa haft mest áhrif áþig? "Þeir rithöfundar sem ég hef sótt í aftur og aftur eru flestir mjög heim- spekilega sinnaðir, eins og til dæmis Samuel Beckett sem hefur mjög skýra heimspeki. Það er enginn órói í honum, hann hefur þessa kláru heimssýn. Ég laðast að höfundum sem hafa heimsýn og það að hafa heimsýn tengist því að hafa einhverja móralska afstöðu til þess sem þú ert að horfa á. Á seinni árum hef ég líka orðið aðdáandi Kundera." / síðustu Ijóðabók þinni er greini- legt að hugsunin um dauðann er þér mjög hugleikinn, þetta tilvistarþung- lyndi sem þú nefndir, tengist það á einhvem hátt dauðanum og missi? "Reyndar. Ég er kominn á þann aldur að það er viðbúið að fólk sem er manni náið og kært deyi frá manni. Það hefur verið að gerast. Sem ungur maður fannst mér ég skynja að dauðinn væri afgerandi hlutur. En þegar að því kemur að maður missir einhvern þann sem var hluti af daglega veruleika manns þá stendur maður eftir máttvana. Um leið kemst maður að því að 'ekkert það sem skrifað hefur verið um dauðann í heimsbókmenntunum nær því að lýsa þessari lamandi tilfinn- ingu sem sorgin er. Það er merkileg og erfið niðurstaða." Ertu trúaður? "Auðvitað vill maður vita sann- leikann og geta trúað. Það væri þægi- legt. En um leið er líka eitthvað skelfilegt við það. Menn hafa gert hræðilega hluti í nafni trúar. Maður spyr sig gjarnan hvort það „að trúa" feli ekki í sér dauðann með tilheyr- andi virðingarleysi fyrir allri mann- legri viðleitni." Þú ert leitandi maður, hefurðu komist að niðurstóðu um tilgang lífs- ins? Nei, ætli það sé hægt. Það væri kannski nærtækt að segja að tilgang- ur lífsins sé að leita að tilganginum. Kannski er það eina niðurstaðan sem hægt er að komast að, ef það er á annað borð bráðnauðsynlegt að kom- ast að niðurstöðu. Annars fmnst mér svör almennt, og þar með niðurstöð- ur, ekki sérlega aðlaðandi. Spurning- ar eru mun frjórri og virðingarverð- ari." Méqane mm0 mmJn,..f'L^.MlÍ:::rí- ¦¦¦—¦¦*¦——' < > ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 | BEINNSlMI 553 1236 Bíll ársins 1997 ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI 553 1236 STEFANSBLOM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.