Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 1
MPTÐUBLMÐ Þriðjudagur 3. júní 1997 Stofnað 1919 70. tölublað - 78. árgangur ¦ Gríðarlegt fylgi við sameiginlegt framboð jafnaðarmanna samkvæmt skoðana- könnun Ætlum við að stjórna? - spyr Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, og segir mikla bylgju vera að rísa sem fara vaxandi Sameiginlegt framboð jafnaðar- manna hefði yfirburða stöðu í ís- lenskum stjórnmálum, samkvæmt nýrri skoðanakónnun, en alls var leit- að til 1.200 manns við gerð könnun- arinnar. Samkvæmt henni fengju jafnaðarmenn 46% fylgi, Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 36,6% og Fram- sóknarflokkurinn fengi 17,7%. "Eg sé að það er að rísa mikil bylgja fyrir sameiginlegu framboði jafnaðarmanna. Hún hefur stækkað á vetrarmánuðum, um tíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta þýðir að það er raunhæfur möguleiki á að slíkt framboð getur náð hreinum meiri- hluta, en því hefðu margir ekki trúað að óreyndu. Ég hef talað við forystu- menn Alþýðubandalags og Þjóðvaka í framhaldi af þessu og mér þykir sem líkur á sameiginlegu framboði hafi aukist. Það blasir við okkur að svara; viljum við stjórna landinu, eða viljum við það ekki. Það verða sveitarstjórn- arkosningar á næsta ári og margt bendir til að þessir flokkar bjóði fram sameiginlega mjög víða. I framhaldi ¦Málþing í dag Félagavæöing við rekstur „Við viljum ræða þær breytingar sem menn sjá fyrir sér í verkaskipt- ingu á milli sveitarfélaga og fé- lagsamtaka í framtíðarþjóðfélaginu," segir Reynir Ingibjartsson formaður Búseta í Reykjavík um málþing sem sett verður klukkan 16.00 í dag, þriðjudag, í Ráðhúsinu. -Ný öld, ný hugsun, ný verkaskipting. Þannig hljóðar yfirskriftin á málþingi Búseta um verkefnaflutning frá sveitarfélög- um til félagsamtaka. „Það eru að verða miklar breyting- ar í umræðunni um einkavæðingu. Bæði hér og í nágrannalöndum okk- ar velta menn nú meira fyrir sér hug- tökum eins og félagslegri ábyrgð og milliliðalaust Iýðræði. Menn hafa verið sammála um að reyna að draga úr hinu opinbera bákni. Sumir virð- ast ekki þekkja annað svar en einka- væðing með óhefluðum markaðslög- málum, en aðrir þykjast sjá mögu- leika á félagavæðingu og auknu lýð- ræði samfara betri rekstri. Menn hafa kannski ekki tekið eftir því en hér hjá okkur í Reykjavík hef- ur ýmislegt verið að gerast í þessa veruna með því að félög og félaga- samtök hafa fengið aukið hlutverk," segir Reynir. Frummælendur á málþinginu verða Páll Skúlason tilvonandi Há- skólarektor, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri, Eggert Magnús- - son formaður KSÍ, Guðmundur Ingi Jónsson framkvæmdastjóri bygg- ingafélags námsmanna, Kristján Guðmundsson forstöðumaður Hafn- ar í Hafnarfirði, Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur hjá Húsnæðisstofh- un og Karl Björnsson bæjarstjóri á Selfossi. Stjórnandi málþingsins verður Heimir Ingimarsson bæjar- fulltrúi á Akureyri. af því verður að liggja fyrir hvort af þessu verður. Ef af þessu á að verða þarf að hefja vinnu að fullum krafti eftir sveitarstjórnarkosningar. Þess skal gætt að við erum að tala sameig- inlegt framboð, ekki nýja flokks- stofnun," sagði Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins. "Ég tel þessa könnun athyglisverða og það sem er gott við hana er að hún er gerð um leið og önnur og því sést hver staðan er í heild. Mér sýnist nið- urstaðan vera sú að hvort sem, Al- þýðubandalagið eða Alþýðuflokkur- inn fari fram undir sínum seglum að fullum krafti eða saman, getum við gerð okkur vonir um áð vinna meiri- hluta. Ég hef sagt það áður að flokk- arnir eiga að setja sér það að fullum krafti að með einhverjum hætti að vinna meirihluta. Allavega að hafa forystu að myndum ríkisstjórnar. Það eru miklir möguleikar í stöðunni. Þessi mál eru í eðlilegum farvegi og þau þurfa að þróast í flokkunum. Eg vil að það haldi áfram og þessar tvær skoðanakannanir eru gott innlegg í þá umræðu," sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins. "L ¦ Frönsku kosning- arnar Alþýðu- blaoið erí Frakklandi Össur Skarphéðinsson, rit- stjórí Alþýðublaðsins, er í París og skrifar þaðan um úr- slit frönsku þingkosninganna og það sem gerist í framhaldi af stórsigri jafnaðarmanna, sem mun eflaust hafa áhrif út fyrir Frakkland. Sjá fréttaskýringu á bls. 7. Góðviðrið helst út alla vikuna Unnur Ólafsdóttir, veöurfræðíngur á Veðurstofunni, segir að búast megi við að góðviðri verði um mest allt land alla þessa viku. Um miðja viku má gera ráð fyrir að hitastigið á Norðurlandi lækki eitthvað, en annars er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum. Sem sagt sumarblíða um land allt út vikuna. Jafnaðarmenn fá stóraukið fylgi í næstu þingkosningum Sameinaðir jafnaðarmenn yrðu stærsta stjórnmálahreyfing landsins jafnt á landsbyggðinni sem í höfuð- borginni. Hvergi er veikleika að finna meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista í af- stöðu til sameiginlegs framboðs jafn- aðarmanna. Yfir 80 prósent þeirra sem segjast styðja þessar hreyfingar í dag myndu kjósa sameinaða jafnað- armenn væru kosningar á döfinni samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem gerð var fyrir þingflokk jafnaðarmanna. Um sjötíu prósent þeirra sem studdu Alþýðuflokk, Alþýðubanda- lag, Kvennalista og Þjóðvaka í síð- ustu alþingiskosningum myndu kjósa sameinaða jafnaðarmenn ef kosið væri nú. Ljóst er að sameinaðir jafnaðar- menn yrðu hreyfing kvenna því að um helmingur kvenna kysi þá. Ekki kemur heldur á óvart að hreyfmgin myndi sækja meginstyrk sinn til Reykjavíkur og Reykjaness en hún yrði þó stærri á landsbyggðinni en bæði Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Eins og fram hefur komið myndu Sjálfstæðismenn fá 36,6 prósent, Framsóknarmenn 17,7 prósent og sameinaðir jafnaðarmenn 45,7 pró- sent samkvæmt umræddri könnun sem gerð var að tilhlutan Þingflokks jafnaðarmanna. Ljóst er að kjósendur Framsóknar- flokksins úr síðustu alþingiskosning- um líta hýru auga til sameiginlegs framboðs því að 23,6 prósent þeirra segjast myndu velja það ef kosið væri nú. Og 8,3 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast veldu sameinaða jafnaðarmenn nú ef á því væri kostur. Sjá einnig fréttaskýringu á bls. 7 og leiðara á bls. 2 ¦ Verkfallsfólk á Vestfjörðum Þýðir ekkert ao vera reið- ur Aðalheiður Steinsdóttir á fsafirði hefur tekið fullan þátt í verkfallsátökum á Vestfjörðum. „Það er satt að segja sár tilfinning að horfa á fólk, sem ætti að standa með félögum sínum, gerast verkfallsbrjótar. Þá finnst manni eins og verkafólk sé að klóra augun hvert úr öðru," segir hún meðal ann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.