Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 Ur alfaraleið Maður særður með keðjusög deyr í fangaklefa Lögreglan taldi illa leikinn borgara vera ofurölvi og setti í svartholið. Hann dó síðar af sárum sín- um á leið til sjúkrahúss, og tveir lögreglumenn í Asamankese sæta nú rannsókn fyrir hirðuleysi. Ghana Newsranner, Accra. Tveir lögreglumenn í löggæslu Asamankese, í austurhluta Ghana, era nú í haldi félaga sinna, meðan rannsakað er dauðsfall manns með höfuðsár, sem færður var í dý- blissu, en síðan á spítala, þaðan sem hann slapp. Málavextir vora þeir, að Daniel Awuku Dotse átti timburviðskipti við Attah Appiah, sem heggur skóg sér til viðurvær- is. Dotse hafði þegar fest sér timbrið með því að greiða hluta andvirðis þess. En Attah Appiah er þekktur refur í kaupmangi, og ekki hafði hann fyrr þegið hluta- greiðsluna, en hann seldi öðrum kaupanda timbrið á nýjan leik. Þessu undi Daniel Awuku Dotse stórilla, og spunnust orðaskipti sem leiddu til handalögmála. Attah Appiah hafði þá engar vom- ur á, heldur greip til atvinnutækis síns úr skógarhögginu, sem var stóreflis keðjusög, og mundaði til árásar. Laust hann söginni í höfuð Daniel Awuku Dotse, sem beið af því stóran skaða, og hringlaði í brottu utanvið sig og særður, enda lá djúpt sár á höfði hans. Hinn sári leitaði ásjár lögregl- unnar í Asamankese og eftir á gekkst lögreglan við því að hann hefði sakað Attah Appiah, skógar- höggsmann, um að hafa veist að sér með keðjusög. Aftur á móti hefðu lögreglumennimir, sem hann talaði við, álitið að hann væri undir áhrifum áfengis, og stungu honum í svarthol Asamankese. En „hinn látni gat ómögulea lát- ið sér skiljast, hví hann var hand- tekinn og hékk á jámrimlum klefa síns,“ segir í skýrslunni. Þar er því einnig haldið fram, að „í viðleitni sinni til að ýkja alvarleika málsins hafi hinn látni ítrekað lamið sárinu við rimlana, og þarmeð gert það miklu verra.“ Þegar loks kom í ljós, að líklega var Daniel Awuku Dotse illa sár, var honum ekið í lögreglubíl á Korel-Bu sjúkrahúsið, en á leið- inni þangað lést hann. Lögreglu- mennimir vora settir í varðhald, meðan þáttur þeirra í málinu er í grandgæfdegri rannsókn, hefur Ghana Newsranner eftir lögreglu- yfirvöldum. UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum i viðhald á lyftum í ýmsum fasteignum borgarsjóðs. Útboðsgögn eru afhent a skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 12. júní 1997 kl. 14.00 á sama stað. bgd 9<V7 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í stöðvar- húskrana fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í hönnun, framleiðslu og uppsetningu á tveimur krönum í rafstöðvarbyggingu Nesjavallavirkjunar. Annar krananna með 16,7 m burðarhaf skal hafa 32 tonna vindu og 5 tonna vindu. Hinn kraninn með 6 m burðarhaf skal hafa 2,0 tonna vindu. Krana skal afhenda uppsetta í síðasta lagi 10.3. 1998. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 4. júní nk. Opnun tilboða: miðvikudaginn 2. júlí 1997 kl. 11.00 á sama stað. hvr 92/7 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Lagabreytingar - Aukaflokksþing - Akranes Laganefnd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands hefur lokið störfum. Tillögur nefndarinnar hafa verið sendar formönnum allra aðildarfélaga. Hægt er að vitja þeirra þar eða á skrifstofu flokksins. Einnig má nálgast breytingarnar á heimasíðu flokksins, Stjórnmálavefnum (http:/www.solver.is./democrat/.) Aðrar einstakar tillögur til lagabreytinga, sem áður höfðu verið lagðar fram, verða lagðar fram á aukaþingi óbreytt- ar. f r é t t i r ■ Alþýðublaðið á verkfallsvaktinni á ísafirði Atvinnurekendur skortir ekki neitt - segir Aðalheiður Steinsdóttir og segir verkafólk hafa úthald í áframhaldandi verkfall “Úthald okkar er ekki að dvína og við ætlum okkur ekki að gefast upp,“ segir Aðalheiður Steinsdóttir verka- kona og verkfallsvörður á Isafirði. Um síðustu helgi felldu félagar innan Alþýðusambands Vestfjarða miðlun- artillögu rfkissáttasemjara og Iausn á verkfalli, sem nú hefur staðið í sex vikur, virðist ekki í sjónmáli. “Við síðustu samningagerð árið 1995 voru margir mjög ósáttir við niðurstöðuna. Síðan hefur reiðin kraumað í fólki. Við ákváðum að ná fram leiðréttingu á launum okkar. Það hefur kostað langt verkfall og við eram tilbúin í enn lengri baráttu. Við ætlum ekki að gefast upp,“ segir Aðalheiður. En hafa atvinnurekendur efni á því að ganga að kröfum ykkar? “Það er ekki hægt að sjá að at- vinnurekendur skorti neitt, kvóta- kerfið hefur séð fyrir því, enda er það rótin að þeirri miklu óánægja sem hér kraumar. Við búum í litlu samfé- lagi og sjáum því glöggt hvar fjár- magnið er. Það er í höndum nokkurra einstaklinga, sem hafa eignað sér auðlindina. Laun verkafólksins eru lág og framfærslan er há. Auðvitað ættu að vera lög í landinu um að ekki mætti borga lægri laun en nemur fram- færslu einstaklings. En það er eins og stjómmálamenn skilji ekki svona einfaldan hlut og meðan svo er verð- ur þetta aldrei félagslega vænt þjóð- félag. Við eram alls ekki einstrengings- leg í kröfum okkar. Við höfum kom- ið mjög til móts við atvinnurekendur, en það eina sem við höfum séð er þessi miðlunartillaga sem er ekkert annað en plagg með forskrift at- vinnurekenda." Nú tala menn um fólksflótta frá Vestfjörðum ef ekki tekst að semja fljótlega. “Það liggur ljóst fyrir að náist ekki fram leiðrétting á kjöram fólks í byggðarlaginu þá mun koma til fólksflótta. En sá flótti verður ekki til annarra byggða á landinu. Fólk mun einfaldlega fara úr landi." Þú ert verkfallsvörður og hefur lent í átökum í þeirri gœslu, þannig að stuðningur við kröfur ykkar virð- ist ekki allstaðar mikill. “Það er satt að segja nokkuð sár tilfinning að horfa á fólk. sem ætti að standa með félögum sínum, gerast verkfallsbrjótar. Þá finnst manni eins og verkafólk sé að klóra augun hvert úr öðra. En raunin er þó sú að í lang- flestum tilvikum er það ekki hinn al- menni verkmaður sem er að berjast við okkur, heldur fólk sem er fengið héðan og þaðan og er tilbúið að fara hvert sem er í leit að hasar. Það er staða sem ég hélt ekki að gæti komið upp. En ég er svosem ekkert reið þess vegna. Það þýðir ekkert að vera reiður, því þá væram við alltaf reið.“ Furðar þú þig ekkert á því aðfólk annars staðar á landinu skuli ekki hafa barist fyrir re'ttindum sínum af sömu hörku og þiðfyrir vestan? “Ég hef farið víða í starfi mínu sem verkfallsvörður og talað við fjöl- marga. Fólk segist hafa trúað því að það væri að samþykkja hagstæða samninga. Það komst á aðra skoðun þegar það fékk launaumslagið. Við kynntum okkur þessa samninga rækilega og opnuðum umræðu um þá. Hér á Isafirði er öflugt og opið verkalýðsfélag. Þar ræður fólkið en ekki einhverjir steinrannir karlar sem sitja á lokuðum skrifstofum og hlusta ekki á vilja fólksins" Sumarþing Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands á Akranesi, dagana 7.-8. júnf Lagabreytingar (sjá gögn frá síðasta þingi, auk viðbótar frá nefnd) Sjávarútvegur (Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú...?) Sameiningarmál (Hvað er að gerast, og hvert stefnir) Tölvukennsla - Tölvupóstur/lnternet (Kennsla í notkun tölvupósts og grunnatriðum internetsins) Ævintýraferð út í óvissuna (Fyrir þá allra hugrökkustu) Dansæfing á laugardagskvöldinu (Hátíðarkvöldverður með dansleik) Golfmót jafnaðarmanna (Enginn vinnur) (Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Harðarson, Hafnarfirði) Flokksþingsfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að láta skrifstofu flokksins vita eins fljótt og auðið er hvort þeir ætla að mæta eður ei, svo hægt verði að kalla inn varamenn í þeirra stað. Skrifstofa flokksins veitir allar nánari upplýsingar um ferðir, gistingar og annað er viðkem- ur sumarþinginu. Auk þess má finna upplýsingar á Stjórnmálavefnum, heimasíðu Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. (http:/www.solver.is/democrat/). Sími á skrifstofu Alþýðuflokksins er 552-9244 og fax 562-9155.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.