Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f r c t t i r Jafnaðarmenn unnu stórsigur í Frakklandi Samstarf vinstri flokkanna skóp sigurinn. Vinstri meirihluti á franska þinginu. Leiðtogi jafnaðarmanna verður forsætisráðherra. Græningj- ar náðu fótfestu á þinginu. Frá Össuri Skarphéöinssyni, París. Mikil gleði ríkti í herbúðum franskra jafnaðarmanna þegar fyrstu tölur tóku að berast úr þingkosning- unum hér í Frakklandi og fyrir fram- an höfuðstöðvamar í París var dans- að og sungið framundir morgun. Niðurstöðumar voru stórsigur fyrir jafnaðarmenn og þeir munu undir forystu Lionel Jospin mynda næstu ríkisstjóm. Úrslitin em hér í Frakk- landi álitin persónulegur sigur fyrir Jospin, sem var arkitektinn að kosn- ingabaráttu jafnaðarmanna og sá hann til þess að hún var rekin á lág- værum nótum og án mikilla loforða. Jafnaðarmenn, og flokksbrot sem fylgja þeim að málum, hlutu 275 sæti af þeim 577 sem kosið var um. Til að hafa hreinan meirihluta þarf 289 sæti. Jafnaðarmenn skorti því aðeins 14 þingsæti til að ná þeim árangri. Kommúnistar hlutu 38 sæti, sem er þeirra langbesti árangur í meira en áratug. Græningjar, sem verið hafa áberandi í pólitískri umræðu í frönskum stjórnmálum, náðu nú fót- festu í þinginu í fyrsta skipti, með sjö þingmenn. Með aðstoð þingmanna Græningja og kommúnista mun því Lionel Jospin væntanlega ekki veit- ast erfitt að koma í gegn þeim frum- vörpum sem jafnaðarmenn vilja. Kosningabandalag hægri- og mið- flokkanna tveggja hlaut samtals 239 þingsæti, þar af var hinn hægrisinn- aði flokkur Jacques Chirac með 131 en UFD, sem er meiri miðjuflokkur, náði 108 sætum. Þjóðemisfylking Jean-Marie Le Pen náði aðeins ein- um manni á þing en hlaut eigi að síð- ur um 15 prósent atkvæða. Þrátt fyr- ir að Þjóðemisfylkingin, sem er í reynd nútímalegt afbrigði af fasista- flokki, hafi aðeins náð einum manni á þing er ljóst að fylgi hennar bendir til hún haft náð að hræra gildan streng í frönsku þjóðarsálinni. Þó fáir geri sér grein fyrir því £ dag er margt sem bendir til að ekki þurfi nema til- tölulega litlar breytingar á forystu og vinnubrögðum hennar til að Þjóðem- isfylkingin verði að sterku og skað- vænlegu afli innan skamms. Yngri og mun fágaðri menn en Le Pen búa sig undir að taka við forystunni af Le Pen og gætu ef til vill dregið nægi- legt fylgi frá hinum hefðbundnu hægri flokkum sem hræðast í dag mstahátt Le Pen til að verða að sterku afli á þinginu í komandi kosn- ingum. Alþýðublaðið spáði því í síðustu viku að fjöldi þingsæta vinstri flokk- anna myndi ráðast af því hve mikið Þjóðernisfylkingin myndi splundra atkvæðum hægri flokkanna í seinni umferðinni. Frambjóðendur hennar komust í aðra umferð kosninganna í 133 kjördæmum og nú virðist sem sigur vinstrimanna í 30 kjördæmum hafí byggst á því. Hörðustu andstæð- ingar franskra stjómmála em vinstri menn og Þjóðemisfylkingin og óneitanlega er nokkur söguleg kald- hæðni fólgin í því að árangur Þjóð- ernisfylkingarinnar leiddi til þess að naumur sigur sósialista í prósentum talið, snérist upp í stórsigur hvað áhrærir þingsæti. Jasques Chirac boðaði til kosning- anna tíu mánuðum fyrr en þær áttu að vera, flestum að óvörum. Margir fréttaskýrendur telja • að hann hafi talið mikinn ósigur óumflýjanlegan hefðu kosningarnar farið fram á eðli- legum tíma en með því að flýta þeim væri von til að hægri flokkamir héldu naumum meirihluta. Dæmið snerist algjörlega í höndum hans og fréttaskýrendur hér í Frakklandi em nær allir á þeirri skoðun að Chirac hafi misreiknað sig herfilega. Svo mikill var ósigur hægriflokkanna að um tíma var álitið að Chirac yrði jafnvel að segja af sér og boða til for- setakosninga. Skoðanakannanir á kjördag sýna hins vegar ótvírætt að góður meirihluti Frakka vill hafa for- setann áfram. Það virðist vera vilji frönsku þjóðarinnar að forysta fyrir landsstjórninni verði tvíeyki gjöró- líkra hreyfinga frá hægri og vinstri undir forystu hinna gjörólíku Chirac og Jospin. ■ Einar Karl Haraldsson rýnir í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands sem sýnir að tæpur helmingur kjósenda myndi kjósa sameiginlegt framboð jafnaðarmanna í næstu alþingiskosningum Bæði gulrót og pískur Sigrar jafnaðarmanna í Frakklandi og Bretlandi em ánægjuleg staðfest- ing á því að jafnaðarstefnan er hvar- vetna sigurstrangleg í Evrópu sé hún borin fram af eldmóði, ábyrgðar- kennd og glöggskyggni. Þar sem jafnaðarmenn hafa unnið heimavinn- una og borið gæfu til þess að sam- eina krafta sína hafa kjósendur veitt þeim brautargengi. Róttæk og fram- sýn jafnaðarstefna á erindi við alla á tímum þegar saman fer efnahagsupp- sveifla, vaxandi ójöfnuður og viðvar- andi atvinnuleysi. Hér heima eru það einnig tíðindi þegar skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar HÍ bendir til þess að 46 prósent kjósenda væru nú reiðubúnir að velja sameiginlegt framboð jafn- aðarmanna í næstu alþingiskosning- um. Það hefur lengi verið sagt að ekkert í kosningakerfinu á íslandi knýi jafnaðarmenn saman eins og til að mynda í Bretlandi og Frakklandi. En er hér ekki komin í senn gulrótin og pískur. (Líkingin er sótt í breskt kappreiðamálfar). Ef jafnaðarmenn sameinast um framboð komast þeir til valda af eigin rammleik. Það er gulrótin. Noti þeir ekki þetta tækfæri sem kjósendur bjóða upp á mun skömin þeirra lengi standa í íslensk- um stjómmálum. Það er pískurinn. Hvergi veikleika að finna Það er sérstaklega ánægjulegt að hvergi er veikleika að finna meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista í af- stöðu til sameiginlegs framboðs jafn- aðarmanna. Yfir 80 prósent þeirra sem segjast styðja þessar hreyfingar í dag myndu kjósa sameinaða jafnað- armenn væri kosningar á döfinni. Um 70 prósent þeirra sem studdu Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Kvennalista og Þjóðvaka í síðustu al- þingiskosningum myndu kjósa sam- einaða jafnaðarmenn ef kosið væri nú. Það er semsagt eindregin meiri- hlutakrafa meðal kjósenda þessara hreyfmga að þær drífi sig í sameigin- legt framboð. Og að þær séu ekkert að hangsa með það! Höfðar til Framsóknar- manna Eins og fram liefur komið myndu Sjálfstæðismenn fá 36,6 prósent, Framsóknarmenn 17,7 prósent og sameinaðir jafnaðarmenn 45,7 pró- sent samkvæmt umræddri könnun. Ljóst er að kjósendur Framsóknar- flokksins úr síðustu alþingiskosning- um líta hýru auga til sameiginlegs framboðs því að 23,6 prósent þeirra segjast rnyndu velja það ef kosið væri nú. Og 8,3 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast veldu sameinaða jafnaðarmenn nú ef á því væri kostur. Sterk hreyfing Ljóst er að sameinaðir jafnaðar- menn yrðu hreyfing kvenna því að um helmingur kvenna kysi þá. Ekki kemur heldur á óvart að hreyfingin myndi sækja meginstyrk sinn til Reykjavíkur og Reykjaness en hún yrði þó stærri á landsbyggðinni en bæði Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Fylgjum fólkinu Ekki er annað sýnna en að forystu- fólk Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Þjóðvaka setji sér nú það verkefni að ná samkomu- lagi um skynsamleg pólitísk rnark- mið fyrir næsta kjörtímabil og urn hentuga aðferð til þess að velja á lista sameiginlegs framboðs. Því hver vill láta háðsyrði skáldsins Paul Valéry um stjómmálin sannast í sinni fram- göngu: - Stjómmál era listin að koma í veg fyrir, að fólk taki þátt í því, sem kemur því við, sagði Valéry. Við segjum þvert á móti: Stjómmál, það er að fylgja því sem fólkið í landinu Ef þrír listar væru í framboði, listi Sjálfstæðisflokks, listi Framsóknarflokks og listi sameinaðra jafnaðarmanna, hvem þeirra myndir þú kjósa? Greint eftir því hvaða flokk menn kusu í síðustu alþingiskosningum A B D G V J Annað Kjósa neita. ekki óákv. % % % % % % % % ' % Sjálfstæðisflokk 7,5 2,0.. 72,7 2,2 10,6 9,1 25,0 16,9 3,7 Framsóknarflokk 3,2 57,4 0,8 3,2 2,1 0 25,0 4,8 7,3 Samein. jafnaðarmenn 69.9 23,6 8,3 76,3 66,0 72,7 0 26,5 14,7 Myndu ekki kjósa 2,2 2,0 4,0 7,5 6,4 13,6 25,0 31,3 8,3 Neita að svara 3,2 5,4 4,7 0 2,1 0 0 6,0 44,0 Ovissir 14,0 9,5 9,5 10,8 12,8 4,5 25,0 14,5 22,0 Fjöldi 93 148 253 93 47 22 4 83 109 Hlutfall 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Ef þrír listar væru í framboði, listi Sjálfstæðisflokks, listi Framsóknarflokks og lista sameinaðra jafnaðarmanna, hvern myndir þú kjósa? Greint eftir búsetu? % % % Sjálfstæðis Framsóknar Sameiginlegur Fjöldi flokkur flokkur listi jafnaðarmanna Reykjvík 37,6 9,6 52,8 250 Reykjanes 40,4 12,8 46,8 141 Landsbyggðin 33,0 30,2 36,7 215

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.