Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 f r é t t tel Vík >tel Vík ekki eftir konunni. Hún sagði mér sínar farir ekki sléttar. Hún hefði ætl- að sér að gista á Hótel Vík en komið að lokuðum dyrum. Hún sagðist hafa komið til Islands á hverju sumri í nokkur ár til að ferðast um hálendið og gist á Hótel Vík og ætfð fengið þar herbergi þó hún hefði ekki átt pantað og hefði ætlað að hafa það eins núna. Og hún bætti því við að nú væri ekk- ert hótel í Reykjavík í þeim verð- flokki að hún hefði efni á að búa þar og það væri auðséð að íslendingar vildu bara ríka ferðamenn en ekki fá- tækt fólk eins og sig. Efast ég ekki um að svo hefur verið með marga fleiri. Máltækið segir; margt skeður á sæ - og ég held að það sama megi segja um hótelin, þótt fátt verði tíundað hér. Maður er nefndur Guðmundur Jónsson. Líklega hefur hann verið á Elliheimilinu í Hveragerði. Hann gisti oft á hótelinu og í gestabókinni titlaði hann sig rithöfund. Hann var ætíð að skrifa og stúlkur sem unnu í gestamóttökunni lásu eitthvað hjá honum og luku á það lofsorði. Þetta voru sveitasögur í anda Guðrúnar frá Lundi. Guðmundur ætlaði að reisa minnismerki um Guðmund biskup hinn góða en erindi hans til Reykja- víkur var að safna fé í því augnamiði. Dagblöðin birtu fréttir af þessu og tóku á móti framlögum og Guðmund- ur sagði að söfnunin gengi eftir bestu vonum. Einu sinni seinni hluta september- mánaðar 1972 þegar Guðmundur hafði verið nokkra daga í bænum fékk inni á hótelinu, fyrir atbeina prestsins hjá Fangahjálpinni, úti- gangsmaður sem lét í veðri vaka að hann ætlaði á vertíð í Grindavík. Hann var því stéttarbróðir þeirra manna sem Guðmundur góði safnaði um sig. Ýmsir töldu harðneskjulegt að neita þessu fólki um gistirými því „einhvers staðar verða vondir að vera“. Hin hliðin á því máli er svo sú sem snýr að öðrum sem á hótelunum eru og vara sig á ekki þessum nábú- um sínum. Það verður að segjast eins og er að oftast voru það mikil mistök að hleypa þeim inn. Svo fór að þess- um manni tókst að tala sig inn á Guð- mund Jónsson og hirða af honum allt söfnunarféð. Það er kaldhæðni örlag- anna að þessir peningar skyldu lenda í höndunum á útigangsmanni því það var þeirra vegna sem Guðmundur biskup var kallaður hinn góði. Guðmundur Jónsson rithöfundur fór svo af hótelinu daginn eftir og honum voru gefnar 700 krónur fyrir farinu, auk þess sem hann greiddi ekki reikninginn. Sjálfsagt hefur þar með verið bundinn endi á þessa fjár- söfnun og ég minnist þess ekki að ég hafi heyrt nokkuð af Guðmundi Jóns- syni eftir þetta. Hitt er svo annað mál að ýmsir sem lent höfðu í afbrotum gerðu aldrei neitt af sér á hótelunum og voru ekki óþægilegustu gestimir og virtu reglur og umgengnisvenjur og voru ekki uppfullir af hroka sem var nokkuð ofarlega í sumum betri borgurum. Á veggnum bak við gestamóttök- una á Hótel Vík hékk stór og mikil klukka. Það var ekki fyrr en kom fram á nóttina að hún minnti á sig með tifinu. Varð mér þá stundum lit- ið upp og svo nákvæmt var þetta að þá vantaði klukkuna ætíð tólf mínút- ur í tvö. Eftir að Hótel Vík lokaði vom herbergin leigð út til einstak- linga en það mun ekki hafa gefist nægilega vel. Ekki veit ég hvað varð um klukkuna, kannski hefur hún far- ið eins og stóri öskubakkinn. var Kristján Jónsson frá Garðstöðum. Hann talaði stundum við mig á nótt- unni ef rólegt var. Kristján sagði mér meðal annars að hann hefði ekki mikla trú á friðunaraðgerðum eða að hér hefði verið fullt af veiðiskap þeg- ar Austmenn komu hér að auðu landi. Hann sagði að margföld reynsla væri fyrir því að ef fólkið flytti burt þá legðist veiðin frá. Að minnsta kosti fimm stúlkur eins með séniver en af honum átti hann ýmsar tegundir. Ég valdi Blankenheim. Karl spurði mig þá hvort ég ætlaði að vera áfram á hótel- inu en ég sagðist ekki hafa hugsað mér annað ef hann hefði ekki á móti því. Karl sagði mér að það væri tvennskonar fólk í fyrirtækjum, ann- arsvegar fólk sem kemur og fer og hins vegar fólk sem ílendist og yrði fast við fyrirtækið. „Og nú ert þú bú- unnu á hótelinu og stönsuðu við mis- jafnlega lengi eins og verða vill. Man ég eftir tveimur sem voru frá Akra- nesi, Rósu og Elísabetu. Þá vann þar Anna Magnúsdóttir, seinna doktor í tónlist, og uppvartaði hún stundum í salnum og var einnig í gestamóttök- unni og fyrir kom að hún tók nætur- vaktir ef með þurfti. Anna giftist Reyni Axelssyni, stærðfræðingi. Þá var þar Soffía Ragnarsdóttir sem seinna vann í Þórskaffi. Guðný Jóns- dóttir Beck uppvartaði lengi í veit- ingasalnum á Hótel Vík. Einu sinni fór Sigurður Jónsson að gera við eitthvað eða mála gluggana á hótelinu og setti upp stillansa við framhlið þess. Þótti mörgum óþægi- legt að ganga undir þá og minnkaði aðsóknin um daginn. Guðný var ekki á föstum launum en hafði prósentur af sölunni og þótti þetta súrt í broti og ræddi um það við Sigurð en hann svaraði með vísu: Pyngjan allri fúlgu fyrrt fellur alveg saman. Siggi hefur grindum girt Guðnýju að framan. Það var einu sinni á miðvikudegi að ég átti leið um hótelið til að fá mér miðdagskaffi. Rakst ég þá á Karl hót- elstjóra og spurði hann mig hvort ég ætti ekki frí næstu nótt og játaði ég því. Spurði hann mig þá hvort ég vildi ekki koma inn til sín og fá mér séniver og þáði ég það. Karl var að- inn að vera það lengi,“ sagði Karl, „að þú þarft að gera það upp við þig hvort þú ætlar að vera eða fara, ef þú verður mikið lengur þá ertu orðinn fastur við fyrirtækið og þá er alveg sama hvemig ég fer með þig því mér finnst þú ekkert geta farið.“ í eldhúsinu hafði lengi unnið kona sem Jenný heitir og var Bjama til að- stoðar við matargerðina. Sjálfsagt hefði mátt segja um hana að hún væri orðin föst við fyrirtækið. Eitt af þeim fyrirtækjum sem Karl átti og rak var Bjömsbakarí. Karl var hagmæltur en hélt kveðskap sínum ekki á lofti og kann ég bara eina vísu eftir hann. Hún er svona: Þótt ævi mín sé ærið snauð af atburðum og stökum, er ég sæll af því að selja brauð og svolítið af kökum. Raunir Guðmundar rithöfundar Húsið sem Hótel Vík var í var orð- ið gamalt og uppfyllti ekki kröfur tímans og kannski síst um vinnuað- stöðu og um haustið 1973 hætti Karl hótelrekstri og lokaði þá einnig veit- ingasölunni. Sumarið 1974, tæpu ári eftir að Hótel Vík lokaði, var það einu sinni að ég var að borða kvöldmat á veit- ingahúsinu á Laugavegi 28b. Kom þá til mín þýsk kona og heilsaði mér kunnuglega en því miður mundi ég Ég var næturvörður á Hótel Vík síðustu árin sem hóteiið starfaði. Ég kom á fyrstu vakt- ina 9. júlí 1971 en þennan dag bar upp á föstudag. ■ Bandamenn á leið til Kanada og Kóreu Þetta hefur verið ævintýri - segir Sveinn Einarsson en leikhópurinn Bandamenn er nú á leið í sína elleftu leik- ferð til útlanda. “Þetta er búið að vera ævintýri, frá því við byrjuðum með litla leikgerð af Bandamannasögu sem við lékum á gólfmu í Norræna húsinu,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri og höfundur. “Þá sáu okkur útlendir leikhús- menn og það var farið að bjóða okkur á ýmsar hátíðir erlendis en síðan hefur þetta gengið koll af kolli og við höfum þurft að hafna mörgum ágætum boðum." Leikhópurinn Bandamenn eru nú á leið í elleftu leikferð sína á mánudag en enginn leikflokkur hefur áður farið jafn víða og það má segja að frammistaða hópsins hafi verið ein sigurganga frá því leikhópurinn hóf að starfa saman árið 1992. Leikhús þjóðanna Hópurinn er á leið til Toronto þar sem fyrirhugaðar eru fimm sýningar á Amlóðasögu sem frum- sýnd var í fyrra við góðar undir- tektir. Þaðan heldur hópurinn til Noregs og því næst til Suður Kóreu þar sem Bandamenn taka þátt í leiklistarhátíðinni Leikhús þjóðanna í Seol. Á þeirri hátíð sem er ein sú virtasta í heiminum verða aðeins tvær sýningar frá Norður- löndum og kemur hin frá Svíþjóð. “Það er óvanalegt að finna fyr- ir svona miklum áhuga frá útlönd- um og það er leiðinlegt að geta ekki sýnt þetta oftar hér heima,“ segir Sveinn. „Sýningin virðist höfða til út- lendinga, þrátt fyrir að við leikum jafnan á íslensku og það er líka svolítið sérstakt. Við erum í dag orðin eins og ein fjölskylda og gætum vel hugsað okkur að starfa meira saman, það er jafnvel á dagskrá.“ Aðeins tvær sýningar Tvær sýningar á Amlóðasögu verða í Borgarleikhúsinu þann 5 og 6. Júní og eru það einu sýning- arnar sem sýndar verða á íslandi en einn leikarana Borgar Garðar- son er búsettur í Finnlandi. í hópnum eru Sveinn Einarsson leikstjóri og höfundur, Borgar Garðarsson leikari, Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikari. Ragnheiður Elfa Amardóttir leik- ari, Jakob Þór Einarsson leikari, Stefán Sturla Sigurjónsson leik- ari, Felix Bergsson leikari og Ólafur Öm Thoroddsen tækni- stjóri og Guðni Franzon tónlistar- maður sem auk þess leikur í sýn- ingunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.