Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 Kratagolf Golfmót krata verður á Akranesi um helgina. Ræst verður klukkan 16:00 á laugardag. Þeir sem ætla að vera með skrái sig á skrifstofu flokksins í síma 552-9244 Undirbúningsnefndina skipa Hlíf Káradóttir, Hrönn Ágústsdóttir og Sæmundur Jónsson. Lækjarbotnaætt heldur ættarmót að Laugalandi í Holtum 28. júní n.k. Ættin hefur beitt sér fyrir skógrækt í Landsveit, gaf rafmagnshitun í Skarðskirkju og málaði kirkjuna. Ættin er kennd við Sæmund Guð- brandsson hreppstjóra í Landsveit og konu hans Katrínu Brynjólfsdóttur Ættarmót Lækjarbotnaættar ljósmóðir. Sæmundur beitti sér m.a. fyrir því, fyrir hálfri annarri öld, að Stóruvallarlæknum væri veitt þvert á sandfok það, sem ógnaði sveitinni í Vindásós í Þjórsá. Katrín tók sem ljósmóðir á móti yfir sjö hundruð bömum og var karlæg, þegar hún tók á móti þeim síðustu. Bróðir Sæmundar var Ambjöm í Króktúni, eða Ampi, sem Ampapoll- ur í Veiðivötnum er kenndur við. Ampi hugðist sundríða upp álft á vatninu en sprengdi færileikin á sundinu og rak þau að landi. Álftin slapp. Annar bróðir Sæmundar var Guð- brandur, langafi Guðmundar Daní- elssonar rithöfundar, sem gert hefur sum þessara ættmenna sinna ódauð- leg skil í bókum sínum. Ættarmótið hefst kl. fjögur með hátíðarmessu í Skarðskirkju. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir í Fellsmúla predikar og Hlíf Káradóttir ópem- söngkona syngur. Kl. sex hefst svo grillveisla að Laugalandi með gríni, glensi, fjöldasöng og dansi. Frú Sig- ríður Theódóra Sæmundsdóttir í Skarði flytur minni ættarinnar og óp- erusöngkonumar Signý Sæmunds- dóttir og Hlíf Káradóttir flytja þekkt lög og óperuaríur við undirleik Þóm Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara. Niðjamir eru hvattir til þess að mæta, en allir em að sjálfsögðu vel- komnir. Sérstaklega treystir fjölda- söngstjórinn, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, á nærsveitarmenn að fjöl- menna og styðja sig einarðlega í söngnum. Tjaldstæði og hótelpláss em á staðnum auk sundlaugar og möguleika á að komast á hestbak. SUMARÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS Helgina 7.-8. júní mun Alþýöuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands halda sumarþing í Fjölbrautarskólanum á Akranesi. Á laugardeginum veröur haldin ráðstefna um sjávarútvegsmál meö áherslu á veiðileyfagjald og stjórnkerfi fiskveiða. Fengnir verða fyrirlesarar til þess að fjalla um málin út frá ólíkum sjónarhornum. Ráðstefnan endar með pall- borðsumræðum sem Jón Baldvin Hannibalsson stjórnar. Á sunnudeginum verða umræður um lög flokksins auk op- innar umræðu um sameiningarmál. Þingslit eru áætluð kl. 17.00 á sunnudagseftirmiðdag. Dagskrá Laugardagurinn 7. júní 10.00 - 12.00 Ráðstefna um sjávarútvegsmál (fyrri hluti) Þingsetning - Sighvatur Björgvinsson Veiðileyfagjald - hver greiðir og hvernig kynning og umræður - framsaga Guðmundur Magnússon Veiðileyfagjald og sambúð atvinnuveganna - kynning og umræður - framsaga Markús Möller Veiðileyfagjald sem tekjuöflungartæki - kynning og umræður - framsaga Þórður Matthíasson Hádegisverður Ráðstefna um sjávarútvegsmál Stjórnkerfi fiskveiða (seinni hluti) Mismunandi stjórnkerfi fiskveiða - kynning og umræður - framsaga Ágúst Einarsson Pallborð með þátttöku frummælenda - umræðustjóri Jón Baldvin Hannibalsson Slit ráðstefnu um sjávarútvegsmál - kaffihlé Út í óvissuna Hátíðardagskrá 10.00-10.15 10.15 - 10.50 10.50 - 11.25 11.25 - 12.00 12.00-13.00 13.00 - 15.00 13.00 - 13.35 13.35 - 14.30 14.30 - 15.00 16.00 - 18.00 20.00-01.00 Sunnudagurinn 8. júní 09.00 - 12.00 Lagabreytingar - kynning og umræður 12.00 - 13.00 Hádegisverður 13.00 - 17.00 Sameiningarmál - kynning og umræður 17.00 Þingslit /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.