Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 1
MÞYDUBLMD Föstudagur 6. júní 1997 Stofnað 1919 73. tölublað - 78. árgangur ¦ Mikil óánægja með störf samninganefndar ríkisins sem þrýstir á um breytt launakerfi. Þvert á loforð ráðherra - segir Ögmundur Jónasson. Leikskólakennara samþykkja verkfall með miklum meirihluta. "Það eiga nokkur félög ósamið. Það sem á að liggja algjörlega á hreinu er að þær starfstéttir sem vilja ekki taka upp breytingar á launa- kerfi, þeim á ekki að þröngva til sliks. Það hefur fjármálaráðherra skuldbundið sig til að gera. Að sögn samninganefhdanna okkar er ítrekað verið að reyna allt til að þröngva upp á þessi félög nýjungum sem þau vilja ekkert hafa með. Þetta gengur þvert á það samkomulag sem gert hefur ver- ið við fjármálaráðherra," sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, en nokkur félög innan sámbandsins eru með lausa samninga og hafa ver- ið frá áramótum. Þar eru sjúkraliðar fjölmennastir. "Það er alvarlegt ef samninga- nefnd ríkisins gengur þvert gegn þeim skuldbindingum sem ráðherra hefur gefið okkur. Ég verð að leita skýringa á þessu framferði samn- inganefndar riksins. Hjá þeim sem eiga eftir að semja er mikill og vax- andi kurr. Það sem ég heyri er að það er verið að takast á um breytingar á launakerfum, þrátt fyrir að það hafi verið hreint og klárt að engum, sem ekki vildi, yrði þröngva til þessara breytinga. Það er hægt að þröngva að fólki með ýmsum hætti, til dæmis með því að ljá ekki máls á öðru en þessu. Ég endurtek að það gengur þvert á öll fyrirheit. Þetta er mjög al- ¦ Alþýöuflokkurinn Sumarþing á Skaganum Alþýðuflokkutinn - Jafnaðar- mannaflokkur fslands, gengst fyrir sumarþingi sem haldið verður í Fjöl- brautarskólanum á Akranesi um helgina. Aðallega verða rædd sjávarútvegs- mál og í lok þeirrar umræðu verða pallborðsumræður sem Jón Baldvin Hannibalsson stjórnar. Einnig verða lagabreytingar til umræðu og fleira. varlegt mál. Hjá þessum félögum hafa deilur af þessu efni staðið í vegi fyrir að skriður komist á hinar raun- verulegu viðræður," sagði Ögmund- ur Jónasson. Þá eiga leikskólakennarar ósamið við sveitarfélögin. Krafa þeirra er 110 þúsund króna lágmarkslaun. Verkfallsboðun var samþykkt með 751 atkvæði, eða 96,3 prósent at- kvæða. Nei sögðu 23, eða 2,94 pró- sent atkvæða. Verkfall leikskóla- kennara kemur til framkvæmda 22. september hafi ekki samist fyrir þann tíma. "¦"^¦IflPfc 9- ; ¦¦¦ 'éÆL í t. ^áJk Æ t:. >'\ " t . 1 mm Urræði fyrir alla - segir borgarstjóri um dagvistarmál í Reykjavík Áttatíu prósent borgarbarna á aldr- inum eins til sex ára njóta nú dagvist- unar, heilsdags, leikskólaplássa eða niðurgreiddrar vistunar. Á leikskól- unum einum eru 69 prósent borgar- barna á leikskólaaldri og er það lfJc- lega hæsta hlutfall allra sveitarfélaga á landinu. Öll börn í Reykjavík eiga nú tilkall til dagvistunar við sitt hæfi eftir þriggja ára stjórnartíð Reykja- víkurlistans. "Það var ekki fyrr en árið 1994 sem giftu fólki var gefin kostur á að setja sig á biðlista eftir heilsdags- plássi, en fyrir þann tíma voru lika eingöngu börn tveggja ára og eldri á biðlistum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. "Á síðustu þremur árum hafa bæst við 800 heilsdagspláss og nú er svo komið að allir geta sótt um þá vistun sem þeir vilja. 1200 börn bíða nú eft- ir plássi og fólk með börn tveggja ára og eldri staldrar ekki lengi við á biðlistanum því einungis um tuttugu prósent barna á biðlistum eru á þeim aldri, segir borgarstjóri meðal annars í viðtali um dagvistarmálin. Sjá síðu 6. Þegar allt lék í lyndi Þetta eru tveir af sigursælustu knattpsynrumönnum landsins. Þeir eiga það sameiginlegt að vera í dag atvinnulausir þjálfarar. Guðjón Þórðarson var rekinn með látum frá Skaganunm í fyrra og Lúkas Kostic sagði skilið við KR í gær. Myndin er tekin þegar þeir fögnuðu sem samherjar í liði Skagamanna, Guðjón var þjálfari og Lúkas fyrirliði. ¦ Alþýðublaðiö Flytur í Þver- holtið Ritstjórn og auglýsinga- deild Alþýðublaðsins flutti í gærkvöldi í Þverholt 14. Öll aðstaða starfsmanna breytist mjög til batnaðar við flutn- inginn. Símanúmer verða þau sömu. /STÍMITSUSHIBft einn sfærsf i golfkylfuframieiðandi fieiins T'B B ¦ S-BS? H EaSB B B ¦ Glæsibæ sími 581 2922 Mjög hagstætt verð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.