Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 6. JUNI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ skoðanir Einn maður - eitt atkvæði Nauðsynlegar umræður um breyt- ingar á kjördæmaskipan í landinu hafa legið óvenju lágt síðustu misser- in. Óþarfi er að rekja mikilvægi þess að breyta þeirri óréttlátu skipan mála, sem nú er við lýði í þeim efn- um. Ennþá eru mál með þeim hætti, að vægi atkvæða á suðvesturhominu er miklum mun minna en í fámennari kjördæmum, svo sem Vestfjörðum. Með öðram orðum: Ennþá er langt í land með að kjósendur í þessu landi sitji við sama borð, haft jafnan rétt til að kjósa flokka og fulltrúa sína á lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar. Áratugum saman hafa stjómmála- flokkarnir leitað lausna á þessu við- fangsefni og annað slagið gert smá- Pallborð l Guðmundur Árni Stefánsson skrifar vægilegar breytingar á kosningakerf- inu. Og vissulega hefur árangri verið náð í þeim efnum. Vægi atkvæða í þéttbýlum og fjölmennum kjördæm- um og aftur í fámennum og strjálbýl- um hefur þrátt fyrir allt verið jafnað; mismunurinn er minni en var á árum áður. Og einnig er nú alltryggt að stjómmálaflokkamir fá kjöma full- trúa í samræmi við kjörfylgi sitt á landsvísu. Það var ekki svo. Fram- sóknarflokkurinn var ámm saman með mun fleiri fulltrúa kjöma á þing en heildarfylgi þess flokks gaf tilefni til. Nú hefur úr þeim galla verið bætt. Rétturinn til að kjósa er grundvall- arþáttur okkar lýðræðisskipunar. Hann er í raun undirstaða lýðræðis- ins. Það era mannréttindi að fá að kjósa og í öllum siðuðum ríkjum er mannréttindum ekki misskipt - þar er reynt eftir megni að halda jafnræðis- reglunni í heiðri. Misskilin byggðastefna Því hefur stundum verið haldið fram að hinar dreifðari byggðir eigi rétt á fleiri fulltrúum á Alþingi sök- um þess, að þær eigi undir högg að sækja. Því sé mikilvægt að bæta þeim skaðann af fólksfækkun, ein- hæfu atvinnu- og félagslífi, háu raf- magnsverði, erfiðum samgöngum og fleim með því að gefa þeim „bónus- þingmenn" - fleiri málsvara á Al- þingi en tala kosningabærra manna gefur tilefni til. Þama er verið að blanda saman olíu og vatni. Það er engin lausn á vanda byggðarþróunar á Islandi að skekkja kosningakerfið. Það er heldur engin lausn á vanda einstakra kjördæma að fjölga í hópi þingmanna þess kjördæmis. Þvert á móti er mikilvægt að stefna út úr þeirri lensku sem ríkjandi hefur verið að þingmenn þjóðarinnar séu fulltrúar einstakra byggðarlaga og kjördæma. Það viðhorf hefur ekki leitt okkur fram á veg, heldur frem- ur orðið til þess að ýta undir þröng kjördæmasjónarmiða með skamm- tímareddingum í stað víðsýnna við- horfa með lengri framtíð í huga. Eg er sannfærður um það, að með því að allir alþingismenn líti á sig sem þing- menn þjóðarinnar allrar, þá muni það fremur styrkja hin sjálfsögðu og eðli- legu viðhorf að halda landinu í byggð, heldur en hitt. Eða er reynsla manna svo góð af núverandi fyrir- komulagi? Hefur það tryggt og treyst byggðimar í landinu? Ég er í hópi þeirra sem tel það verulegt áhyggjuefni hvemig þróun byggðar hefur orðið á síðustu ámm og áratugum. Hinn sívaxandi straum- ur fólks á suðvesturhomið gæti að lyktum leitt til þess, að ísland yrði borgríki, þar sem höfðuborgarsvæðið væri heimkynni 80-90 þjóðarinnar, en einstaka byggðarlög hringinn í kringum landið yrðu eins konar ver- stöðvar, Þannig ísland viljum við ekki. En við bregðumst ekki við vanda landsbyggðarinnar með að halda fast við misrétti í kosninga- skipan. Það er misskilningur. Landið eitt kjördæmi Sú stefna Alþýðuflokksins að gera landið allt að einu kjördæmi er sú leið í kjördæmamálinu, sem hægt og sígandi hefur unnið á meðal almenn- ings. Lengi vel talaði Alþýðuflokkur- inn þar fyrir daufum eyrum, en síg- andi lukka er best: nú er svo komið að skoðanakannanir sýna að meiri- hluti þjóðarinnar styður hugmyndina um landið eitt kjördæmi. Jafnframt hafa þingmenn annarra flokka lýst yfir stuðningi við þessa baráttumál Alþýðuflokksins. Landið eitt kjör- dæmi þýðir jafnan kosningarétt fólks hvort heldur það býr í Hafnarfirði, Hornafirði, Kópaskeri eða Patreks- ftrði. Landið eitt kjördæmi þýðir að heildarhagsmunir ganga fyrir sér- hagsmunum hjá kjömum fulltrúum þjóðarinnar. Það mun þó ekki breyta því að þingmenn munu koma úr öll- um gömlu kjördæmunum, því stjóm- málaflokkamir munu vitaskuld kapp- kosta að tryggja sem mesta og besta breidd gagnvart kjósendum. Þá hafa margir bent á að þetta kynni að styrkja stöðu kvenna á framboðslist- um og eins ungs fólks. Það er brýnt að tryggja það, að kjörtímabilinu ljúki ekki án þess að Alþingi taki myndarlega á þessu mál. Nú á næstunni mun fara í gang nefnd skipuð af forsætisráðherra, þar sem í munu sitja fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nefnd þessi á að leggja fram tillögur til betmmbóta í kjördæmamálinu. næstu misser- um.Alþýðuflokkurinn mun í því nefndarstarfi halda til haga þeim meginsjónarmiðum sem að ofan em rakin. Flokkurinn mun á sama hátt halda þessari umræðu hátt á lofti. Það var Ijótt að sjá atvik sem varð á KR-vellinum á þriðju- daginn. Þá sparkaði einn leik- manna Leitturs boltanum að fullum krafti upp í stúku, og það án þess að honum væri þrengt. Boltinn skall í andliti barns sem sat í stúkunni og horfði á leik- inn. Flytja varð barnið brott þar sem það kenndi sér meins eftir höggið. Þetta var Ijótur leikur og gjörsamlega ástæðulaust að gera slikt. Það má vel vera að leikmanninum hafi mislíkað eitt- hvað, en svona gera menn ekki. Alls sóttu forráðamenn sext- án veitingastaða í Reykja- vík um áframhaldandi vínveit- ingaleyfi eða ný leyfi. Allar um- sóknir voru afgreiddar jákvætt, nema ein, en hún var frá Tungl- inu, það er skemmtistaðnum í Lækjargötu. Smáþjóðaleikarnir standa sem hæst. Óhætt er að segja að þeir erlendu þátttak- endur hafi fengið sýnishorn af íslensku sumarveðri. Einn dag- inn hefti logn keppni, næsta dag rok, þó ekki sé talað um kuld- ann. Það var nánast fyndið að horfa á erlenda sundfólkið synda í briminu í Laugardals- lauginni. Kannski undirstrika Smáþjóðaleikarnir hversu ótrú- lega bjartsýnir við (slendingar getum verið. Þá er það staðreynd. Fyrsti fótboltaþjálfarinn fokinn. Ekki kæmi á óvart að fleiri félög, þar sem óánægja er með ár- angurinn, fylgi KR-ingum eftir og geri breytingar. Það er jú einu sinni þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina á gengi liðs- ins. Eins og áður hefur komið fram gustar um Kristinn Björnsson í Leiftri og Þóri Lár- usson í Stjörnunni. Meira af fótbolta. Eins og flestir vita er Ásgeir Sigur- vinsson, ekki bara með annan fótinn á íslandi þessa dagana heldur báða. Hann er að að- stoða bróður sinn Andrés vegna söngleiksins Evitu. Ás- geir mun hafa boðið Vest- mannaeyingum að vera þeim innanhandar með meistaraflokk félagsins. Ásgeir vill ekki verða þjálfari, þeirra einungis tækni- legur ráðunautur meðan hann verður hér á landi, sem verður í mest allt sumar. Það fór ekki framhjá neinum, sem lagði leið sína á leik KR og Leifturs á þriðjudag, að löggan sektaði alla sem lögðu ólöglega. KR-ingar hafa komist að því að ónæði vegna bíla, vegna heimaleikja félagsins, eru í 18 klukkustundir á ári, sem gerir 0,2 prósent af árinu, sem varla telst mikið. Annað er hitt að oftast horfir löggan framhjá þegar vantar bílastæði og marg- ir safnast saman. Það er hægt að nefna mörg dæmi um slíkt, bingo í Skipholti, landlseikir í Laugardag, jarðarfarir við hinar ýmsu kirkjur og fleira og fleira. KR-ingum þykir hart að mega ekki leggja ólöglega þegar verið er að jarða þá í fótbolta, þar sem það virðist mega við aðrar jarðarfarir. hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson f i m m förnum vegi Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremst í dag? Linda Garðarsdóttir nemi: „Geir Sveinsson." Elín Erna Hartmann: „Ég fylgist ekki með íþróttum." Eyjólfur Elíasson verkamaður: „Ég hef ekki hugmynd um það.“ Gunnar Björnsson starfsmað- ur hjá Reykjavíkurborg: „Handboltaliðið allt saman.“ Þórólfur Beck Guðjónsson nemi: „Valdimar Grímsson." m <2 n n Eitt fór þó í taugarnar á kunn- ingja Víkverja. Inn í matsaln- um var myndasýning þar sem rakinn var ferill verksmiðjunn- ar og skýrt frá mörgu forvitni- legu í sambandi við álvinnslu. Textinn við myndirnar virðist hins vegar hafa verið saminn af einhverjum sem ekki ber neitt skynbragð á réttritun. Víkverji Moggans að lýsa heimsókn kunn- ingja síns í Álverið í Straumsvík. Fjöldi barna á grunnskólaaldri var í gestahópnum. Næsta vet- ur segja þau vafalaust ís- lenskukennara sínum að það sé alveg ástæðulaust að læra réttritun. Fullorðna fólkið stafi orðin bara einhvern veginn. Vlkverji Moggans að segja frá því sama og hér að ofan. Ef ÍSAL er á móti réttritunar- kennslu, sem er auðvitað af- staða út af fyrir sig, þá hefði verið heiðarlegra að skýra frá því en varpa ekki vandanum á kennara og foreldra. Víkverji Moggans með hugann I Álverinu. Bflstjóri vagnsins virtist upp- tekinn af einhverju, sem var að gerast uppi á gangstéttinni sunnan götunnar, stöðvaði þó ekki vagninn, en hélt áfram að aka, komin yfir á vinstri götu- helminginn. Víkverji Moggans í umferðinni. Stefndi hann beint á bíl Vík- verja og virtist ekki vakna af þessum vökusvefni sínum, fyrr en Víkverji þeytti horn bifreið- ar sinnar til hins ýtrasta. Víkverji í umferðinni. Umferðarlög ku kveða svo á að stræitsvagnar eigi forgang í umferðinni. Til dæmis ber mönnum að víkja fyrir þeim, er þeir aka út úr biðstöðvun- um. Víkverji f umferðinni. Þessi vagnstjóri, sem var þarna um níuleytið að morgni, virtist svo sannarlega telja sig eiga götuna og allir aðrir voru greinilega að flækjast fyrir honum. Víkverjl í umferðinni. Það vill nú svo til að „Palli var einn í heiminum" er ekki raunverulegt ævintýr, þótt ýmsir vagnstjórar SVR virðist líta svo á að þeir séu í hlut- verki hans. A.m.k. virðast þeir sofa jafn vært við aksturinn og Palli í ævintýrinu. Víkverji og hér er tekið undir allt það sem hann hefur lagt til dálksins I dag. Takk fyrir Víkverji. Vertu skynsamari en aðrir ef þú getur, en segðu engum frá því. Jarlinn af Chesterfield (1694-1773).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.