Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 f r é t t i r ■ Frábær árangur Reykjavíkurlistans í dagvistarmálum Núna eru til úrræði fyrir alla - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en 80 prósent borgarbarna á leikskólaaldri njóta nú dagvistunar af einhverju tagi á vegum borgarinnar og er það hæsta hlutfall á öllu landinu. “í árslok 1993 voru um 2400 böm á biðlistum eftir vistun á leikskólum og dagheimilum, en sú tala fór lækk- andi fram eftir árinu 1994. Sú mynd gaf þó ekki rétta mynd af ástandinu því einungis einstæðir foreldrar og námsmenn gátu skráð böm á biðlista eftir heilsdagsvistun," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um stöðu dagvistarmála þegar Reykjavíkurlistinn fékk lyklavöldin í Ráðhúsinu. Áttatíu prósent borgarbama á aldrinum eins til sex ára njóta nú dagvistunar, heilsdags, leikskóla- plássa eða niðurgreiddrar vistunar. Á leikskólunum einum eru 69 prósent borgarbama á leikskólaaldri og er það líklega hcesta hlutfall allra sveit- arfélaga á landinu. Öll börn í Reykjavík eiga nú tilkall til dagvist- unar við sitt hœfi eftir þriggja ára stjómartíð Reykjavíkurlistans. “Það var ekki fyrr en árið 1994 sem giftu fólki var gefín kostur á að setja sig á biðlista eftir heilsdags- plássi, en fyrir þann tíma vom líka eingöngu böm tveggja ára og eldri á biðlistum," segir Ingibjörg Sólrún. “A síðustu þremur ámm hafa bæst við 800 heilsdagspláss og nú er svo komið að allir geta sótt um þá vistun sem þeir vilja. 1200 böm bíða nú eft- ir plássi og fólk með böm tveggja ára og eldri staldrar ekki lengi við á biðlistanum því einungis um tuttugu prósent bama á biðlistum em á þeim aldri.“ Að sögn Ingibjargar Sólrúnar eru biðlistarnir lengstir í hverfum eins og gamla vesturbænum, Seláshverfi og Grafarvogi, en þar er gert ráð fyrir að hefja framkvcemdir við nýja leikskóla á þessu ári og Ijúka þeim á því ncesta. “Sú breyting hefur einnig orðið að fólki með böm á biðlista gefst nú kostur á niðurgreiddri dagvistun hjá dagmæðmm og á einkareknum bamaheimilum, en áður nutu einung- is einstæðir foreldrar þessara niður- greiðslna. Fólk í sambúð gat þó sótt um sexþúsund króna niðurgreiðslu á gjaldi fyrir vistun á einkareknum bamaheimilum. Nú nemur sá styrkur sextán þúsund krónum. Núna em til úrræði fyrir alla og við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir árslok 1997. Við höfum þó ákveðið að end- urskoða það markmið að útvega öll- um árs gömlum bömum pláss því við teljum að það þurfi lengri tíma. “Núna eru til úrræði fyrir alla og við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir árslok 1997,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Það kom fram við könnun á vilja þessara foreldra að fleiri en við héld- um óska eftir vistun og vilja þá gjaman byrja á hálfsdagsplássi. Við þurfum lengri tíma til að uppfylla þær óskir. Þeir erfiðleikar tengjast meðal annars skorti á leikskólakennurum en við höfum lagt á það þunga áherslu, ásamt forystumönnum annarra sveit- arfélaga, að fleiri komist að í nám við Fóstruskólann. í dag verður hann að vísa frá sér nemendum sem sækja um skólavist og uppfylla öll skilyrði til náms við skólann. Það er fáránlegt að vera að vísa Tólki frá skólanum þrátt fyrir að það eigi víst starf að námi loknu. Á sama tfma getur það innritast í uppeldis- fræði við Háskóla íslands án þess að eiga nokkum samastað á vinnumark- aði þegar náminu lýkur.“ skapandi uppeldisstarf er í fyrirrúmi. Hingað til höfum við lagt mesta áherslu á uppbygginguna til að mæta þörfum þess fólks sem hefur verið í vandræðum með bömin sín. Næsta skref verður væntanlega að taka á innra starfi þessara stofnána. í fram- tíðinni hljótum við líka að skoða frekari möguleika á sveigjanlegum dvalartíma og mismunandi rekstrar- formi. Það má til dæmis nefna þá nýjung að við höfum gert rekstrar- samning við leikskóla þar sem for- eldrar eða félög stjóma og reka leik- skólann fyrir fé frá borginni. Það er ekki komin löng reynsla á þetta fyrir- komulag en hingað til hefur það gef- ist vel. Síðan hafa menn horft til þess möguleika að koma leikskólum fyrir inni í eldri húsum, í þeim hverfum þar sem þörfm er mikil. Reynslan er hinsvegar sú að fólk sættir sig ekki (Jr alfaraleið Eiginkona Malcolms X siasast í eldsvoða af völdum barnabarns síns San Jose Mercury News, segir frá skaðræði, tólf ára truflaðs drengs sem reiddist ömmu sinni, ekkju Malcolm X, og kveikti í með þeim afleiðingum að hún brenndist illilega. Eiginkona bandaríska blökku- mannaleiðtogans sáluga Malcolms X brenndist illilega þegar bama- bam hennar, sem hefur átt í erfið- leikum kveikti í íbúð hennar í Yon- kers í New York. Drengurinn er tólf ára gamall og skírður í höfuðið á afa sínum, en dómari sem tekur fyrir málið fyrir fjölskyldurétti á þriðjudag hefur skipað svo fyrir að drengurinn gangist undir geðrann- sókn. Fjölskylduvinur lýsir baminu sem tmfluðu, sökum erfiðleika heima fyrir, hann hafi reiðst ömm- unni og viljað flytja aftur til móður sinnar, Qubilah Bahiyah sem er 36 ára gömul og búsett í Texas. Drengurinn mun hafa dvalist í umsjón ömmunnar vikurnar fyrir atburðinn en hann er sagður hafa skvett bensíni á útidyrnar og borið eld að með þeim afleiðingum að amma hans, Betty Shabazz 63 ára gömul, hlaut þriðja stigs bmna, á um áttatíu prósent líkamans. Hún gekkst undir skinnígræðsluaðgerð, Jacobi spítalanum í Bronx í New York í gær og heilsast eftir atvik- um. En hafa launin ekkert að segja um aðsókn fólks í þessi störf? “Ég held að launin séu ekki lægri en kennarar hafa en það má þá fullt eins spyrja sem svo hvort fólk skili sér almennt í störf í opinbera geiran- um, miðað við þau laun sem þar em greidd. En þrátt fyrir að leikskóla- plássum hafi fjölgað til muna hefur hlutfall leikskólakennara ekki minnkað. En hvað hefur þettci kostað borg- ina? “Við höfum varið á milli 300 og 400 milljónum á ári til uppbygging- arinnar og á sama tíma hefur rekstr- arkostnaðurinn aukist vegna fjölgun- ar plássa. Við höfum hagrætt ýmsu í rekstri Dagvistar bama, til mótvægis við þessi útgjöld, og náð þar árangri, til dæmis með sameiginlegum inn- kaupum. Með þvt' að fjölga heils- dagsplássunt hefur líka komist meiri festa í starfið. Viðbótarkostnaður varð ekki jafn mikill og það mætti ætla við að vista barn tveimur, þrem- ur tímum lengur." Eru einhverjar nýjar hugmyndir á döfrnni eða framtíðarsýn í þessum málum, hjá Reykjavíkurlistanum? Framtíðarsýnin er auðvitað sú að öll böm sem á þurfa að halda eigi að- gang að leikskóla þar sem gott og Aftatíu prósent borgarbarna á aldrinum eins til sex ára njóta nú dagvistunar, heiisdags, leikskóla- plássa eða niðurgreiddrar vistun- ar. Á leikskólunum einum eru 69 prósent borgarbarna á leikskóla- aldri og er það iíklega hæsta hlut- fall allra sveitarfélaga á landinu. Öll börn í Reykjavík eiga nú tilkall til dagvistunar við sitt hæfi eftir þriggja ára stjórnartíð Reykjavíkur- listans. auðveldlega við að íbúðarhúsnæði verði breytt, því svona stofnunum fylgir oft talsverð umferð og ónæði.“ En hvað með skóladagheimilin? “Þau heyra ekki lengur undir Dag- vist bama, heldur fræðslumiðstöðina og með einsetningu skólana munu þau leggjast af.“ En munu börn þá eiga þess kost að borða í skólanum, við lengingu skóladagsins? “Það er ekki gert ráð fyrir því á þessu ári enda er ekki nema hluti skólana einsetinn enn sem komið er. I sumum skólanna eru mötuneyti fyr- ir en með lengingu skóladagsins er það brýnt að bömin geti matast í há- deginu og það verður að gera ráð fyr- ir að svo verði í framtíðinni," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.