Alþýðublaðið - 10.06.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.06.1997, Blaðsíða 8
 k t hvmiDi niin WORLCWÍDE EXPRESS Nýtt aðalnúmer 5351100 Nýtt aðalnúmer 5351100 Þriðjudagur 10. júní 1997_____________________________________________________________73. tölublað - 78. árgangur_______________________________________________________Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Örn Einarsson, skipstjóri á Erling KE, er allt annað en hress með kvóta næsta árs og ákvarðanir sjávarútvegsráðherra sem hann segir undarlegar Geðþóttaá kvarða n i r -og hann segist undrandi á að Þorsteinn Pálsson viti betur en fiskifræðingarnir hvað varðar ýsu og úthafsrækju “Það er gefið í og úr. Þetta eru bara geðþóttaákvarðanir. Þetta er ágiskun, ekki vísindi,“ sagði Öm Einarsson, skipstjóri á Erling KE, þegar hann var ræða fiskveiðiráðgjöf næsta árs og sérstaklega aðkomu sjávarútvegs- ráðherra. “Það er merkilegt að hann segir að fískifræðingamir séu okkar hæfustu vísindamenn og það beri að fara eftir því sem þeir ráðleggjá. Það er því einkennilegt þegar hann bætir 12 prósentum við ýsuna og 7 prósentum við úthafsrækjuna. Hann treystir ráð- gjöf fiskifræðinganna hvað varðar allar aðrar tegundir en þessar tvær, þá veit hann betur. Þetta er ekki eðli- legt. Eg spyr hvers vegna veit ráð- herrann ekki betur í þorskinum, þorskurinn virðist vera heilagur. Ef Þorsteinn Pálsson hefði gert það sama með þorskinn og hann gerir með ýsuna, þá væri þorskkvótinn um 25 þúsund tonnum meiri og væri þá nálægt því sem við skipstjóramir höfum verið að tala um,“ sagði Öm. Öm er þar fyrir utan allt annað en sáttur við veiðiráðgjöf Hafrannsókn- arstofnunar. „Það er óásættanlegt að við skulum vera að veiða 186 þúsund tonn á einhverju mesta þorskári ald- arinnar. Svo kemur að ufsanum, þar segjast þeir hafa ofmetið stofninn, hann datt úr 290 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn. Svo kemur ráð- herrann og segir að mestu mistökin í fiskveiðistjómuninni séu að hafa leyft of mikla veiði í ufsa og ýsu, og eykur svo ýsukvótann um 12 prósent umfram ráðfjöfina. Þetta er eitt stórt klúður. Þeir ætla ekki að viðurkenna á sig mistök. Nei, frekar skal hangið á þessu fram í rauðan dauðann. Það er furðulegt að þeir skuli sleppa með þetta." Öm heldur áfram. „Norðmenn era að viðurkenna hvaða mistök þeir hafa gert varðandi norsk-íslensku sfldina og þorskinn í Barentshafi. Hér við- urkennir enginn mis- tök þó það blasi við að þetta er ein steypa allt saman, það er ekkert annað.“ Öm segist ekki sáttur við að búið sé að gefa út að þorskkvótinn verði ekki aukinn að neinu marki fyrr en sterkur árgangur finnst í stofninum. „Það er eitthvað að þessum seiðarann- sóknum. Ef klakið misheppnast ár eftir ár því er þá ekki rann- sakað hvað er að ger- ast í hafinu. Það er skrítið ef þorskurinn dritar úr sér hrognum hingað og þangað og vitandi að þau komast ekki á legg. Þetta er skrítið." Öm Einarsson bendir á að viðurkennt sé að ufsinn sé eini stofninn sem flakki á milli landa og spyr hvers vegna sé ekki unnið að því að gefa út sam- eiginlegan kvóta með þeim þjóðum sem hafa sama ufsastofn. „Við erum að gefa út kvóta á ufsann meðan aðrir veiða úr stofninum eins og þeim sýnist. Það er hlegið að okkur, það er ekkert öðruvísi." ■ Ný reglugerð um byssueign gerir erfitt að skrá óskráð skotvopn Byssur teknar eignarnámi - eykur hættuna á svarta markaði með byssur, segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags ís- lands Alþýðublaðið hefur heimild fyrir því að væntanleg sé ný reglugerð varðandi skotvopnaeign Islendinga. Gert er ráð fyrir að allar óskráðar byssur verði teknar af þeim sem þær hafa. Þetta getur til dæmis haft þær af- leiðingar að byssur sem hafa verið í eigu manna, sem eru látnir og ekki er vitað hvort þær era skráðar eða ekki, verða teknar af lögreglu, verði kom- ið með þær til skráningar. Aður var hægt að fá slíkar byssur skráðar. Nú breytist þetta þannig að hald verður lagt á byssumar og mönnum gert mögulegt að kaupa þær af ríkinu á verði sem kallað er markaðsverð, sem er erfitt að segja hvað er á hveij- um tíma. Ekki náðist í þann starfsmann dómsmálaráðuneytisins sem hefur með málið að gera. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, sagði að ef rétt er þá komi þetta til með að auka verulega hættuna á að hér verði til svartur markaður með skotvopn. “Samkvæmt þessu verða byssur teknar eignamámi og þetta mun þá einnig eykst hættan á því að byssur lendi í höndum manna sem ekki eiga að vera með vopn. Það verður auð- veldara að komast yfir skotvopn,“ sagði Sigmar. 4 1377 -1997 % Ksafoldarprentsmiflja elif. Stéttín erfyrsta skrefið iim... Mitóðúrval af hellum og steinum. Mjöggottverð. srlTi HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.